Ísafold - 06.02.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
tilútgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrceti 8.
XVI 11.
Reykjavík,
miðvikudaginn 6. febr.
1889.
Friðun æðarvarps.
i.
•jbað, sem fyrst af öllu þarf til friðunar
æðarvarps, er það, að varpbændurnir friði
það fyrir sjálfum sjer, hætti að vera vargar
í sínu eigin varpi, hætti að jeta eggin.
®ggjatakan bendir á sorglegan misskiln-
ing varpmanna á atvinnuvegi sínum, þar sem
þeir jeta viðkomuna í stað þess að hlynna
nð henni af fremsta megni.
Að vísu er mönnum nú farið svo fram í
þessu efni, að nú á seinni árum munu þess
engin dæmi, að eggjunum sje hlaðið í báða
skuti og fluttir þannig heilir skipa- og báta-
farmar frá varplöndunum, eins og fyrrum
var altítt hjá hinum meiri varpbændum, eða
þeim, sem áttu svo mikil egg í varplöndum
sínum; en því mjður munu eggjaföturnar og
eggjakassarnir, sem fluttir eru frá varplönd-
um, enn þá verá helzt til margir.
Eggjataka þegsi mun ekki svo mjög
sprottin af því, að varpmenn hafi ekki sjeð
og sjái ekki, hversu afarlítils virði eggið er
sem fæða, 1 samanburði við þá peninga, sem
það með öllu afkvæmi sínu getur gefið af
sjer um ókomin ár og aldir, ef það fær að
komast upp og verða fullorðinn fugl, sem af
því, að þeir hafi talið og telji eggin svo ó-
yissan vonarpening, að ekki sje vert að'sleppa
því litla gagni, 8em þeim er innan handar
■að hafa af þeim; enda er eigi ótítt að heyra
þau svör hjá varpbændum, þegar um þetta
er að ræða, að ungarnir fari í varginn, þó
þeir láti eggin vera, og komist þannig ekki
upp hvort sém er.
það er reyndar nokkur vorkunn, þótt
menn svari þannig í þeim varphjeruðum,
þar sem það mega heita undantekningar, að
sjá æður með 3 ungum í lok utungunartím-
ans; en hitt er venjulegast, að 1—2 ungar
fylgi hverri æður, en öllum þorranum alls
enginn.
En þetta er þó, hvernig sem á er litið,
skökk skoðun, því að það liggur í augum
uppi, að fleiri fuglar hljóta að komast upp
af mörgum ungum en af fáum, hvort sem
ófriðurinn er mikill eða lítill, og þótt ekki
kæmist upp nema i—af eggjum þeim, sem
varpbóndinn jetur, þá væri þó þessi litli
hluti miklu rneira virði fyrir hann eptir
nokkur ár, heldur en öll eggin, og með tim-
anum svo mikils virði, að eggjamáltíðar-
innar gætti að engu.
Vmislegt mætti nefna, sem varpbóndinn
þyrfti að gæta, til þess að hlynna að út-
unguninni og bæta þannig varp sitt, svo sem
varkárni með duntekju, að fækka leitum,
hætta að skygna eggin o. fl., en sem ekki
verður farið hjer út í, með því að það heyrir
ekki eins beinlínis undir friðunina, eins og
eggjatakan.
Hið fyrsta atvinnuboðorð hvers einstaks
varpbónda er því þetta: »Et þú ekki fugl-
inn fyrir þjer áður en hann verður fugl, og
njóttu svo arðsins af honum og afkvæmi
hans í þúsundasta lið«.
það má segja varpbændum vorra tíma til
hróss, að allur þorri þeirra mun ávallt held-
ur vera að minnka eggjatökuna, og margir
hinna skynsamari manna munu nú komnir
á þá skoðun, að eggjataka sje varpinu til
niðurdreps; enda eru einstakir menn, þótt
fáir muni vera, algjörlega hættir að taka
egg-f
í fjelagi því, er varpmenn vestra og nyrðra
hafa stofnað til eflingar atvinnuvegi sínum,
hefir komið til orða, að fjelagsmenn hættu að
taka egg, og hefir það fengið hinar beztu undir-
tektir á fundum. Að sönnu mun það ekki
hafa verið gjört að samþykkt enn þá; en
með því að það hefir fylgi flestra hinna betri
manna, er vonandi að þess verði ekki langb
að bíða, og eru það góð tákn tímanna, að
því er þetta atriði friðunarinnar snertir.
Annars er vonandi að varpmenn almennt
verði ekki lengi hjer eptir hálfvolgir í þessu
efni, því að það getur engum leikið efi á því,
að ekki er tilvinnandi fyrir varpbónda að
hafa fuglinn sinn til átu.
Annað atriði friðunarinnar er það, að
friða æðarfuglinn fyrir óvinum hans í dýra-
ríkinu, og þá fyrst og fremst fyrir flugvörg-
unum (svo eru einu nafni nefndir allir þeir
fuglar, sem spilla æðarvarpi).
það má óhætt fullyrða, að langmestur
hluti vanhalda þeirra, er á æðarfugli liggja,
stafi af ófriði þeim og hættum, er hann er
undirorpinn af völdum þessara óvina. Plest-
um, sem fengizt hafa við varprækt, mun ærið
opt hafa gefizt kostur á að sjá upprifin æðar-
hreiður og eggjaskurnunum stráð víðs vegar
út frá þeim af völdum þeirra fugla, sem leggj-
ast á egg æðurinnar, og mörgum varpbóndan-
um mun tíðum hafa blætt í augum skaði sá,
er þeir hafa bakað honum; enda er sá skaði
opt svo mikill, að lítt er á bætandi.
En þó munu þeir flugvargar, sem leggjast
á ungana, vera varpinu öllu skæðari, og þeir
eru að því leyti viðsjálli, sem menn taka síð-
ur eptir því tjóni, sem þeir vinna. Hver sá,
sem hefir haft tækifæri til að taka eptir
æðarvarpi á Breiðafirði og Strandaflóa um og
eptir útungunartímann, hlýtur að hafa tekið
eptir þeim kynlega mismun, að á Breiðafirði
fylgja venjulega 1—3 ungar æðurinni, það er
að segja þeim æðum, sem annars nokkur ungi
fylgir, en hinar eru fjölda-margar, og ef til
vill meiri hlutinn, sem eru ungalausar; en við
Strandaflóa má heita að hver vík og vogur
sje full með æðarunga, þar sem annars varp
er þar, og þar er mjög sjaldgæft, að sjá unga-
lausa æður.
þessi mismunur á ungahöldunuin kemur
og áþreifanlega fram í því, að æðarvarp við
Strandaflóa hefir rjett við og því nær náð
sjer furðufljótt eptir ísa-ár, sem hafa eytt því
að meira eða minna leyti, þar sem æðarvarp
á Breiðafirði hefir svo að segja staðið í stað
svo tugurn ára skiptir, þótt það hafi aldrei
orðið fyrir svo stórkostlegri rýrnun, sem ís-
inn hefir stundum valdið varpinu nyrðra.
Eptir framför varpsins á Breiðafirði á síð-
asta mannsaldri lætur nærri, að sextugasti
hver ungi hafi komizt þar upp árlega að
meðaltali.
Ef leita skal að orsök þessa mismunar,
þá er ekki unnt að sjá neitt það í hinni líf-
lausu náttúru, sem valdið geti meiri unga-
dauða á Breiðafirði en við Strandaflóa;— meiri
vorkuldar nyrðra virðast benda á hið gagn-
stæða. — Ekki verður heldur sjeð, að eggin
sjeu meiri vanhöldum unðirorpin á Breiða-
firði en fyrir norðan, því að hvorki munu
varpmenn á Breiðafirði taka meiri egg eða
yfir höfuð fara í neinu ver með varp sitt en
varpmenn nyrðra, og ekki heldur verður það
sjeð, að meira sje á Breiðafirði en við Standa-
flóa af þeim vargategundum, sem eyða eggj-
unum.
Ollum þessum mismun, svo stórkostlegur
sem hann er, veldur að mestu leyti ein ein-
asta flugvargategund, svartbakurinn, sem
skiptir þúsundum á Breiðafirði, en gætir mjög
lítið við Strandaflóa. þessi fugl er ein af
þeim vargtegundum, sem eyða æðarungunum,
en á öðrum þess konar fuglum er ekki sýni-
legur mismunur við þessa 2 firði.
Svartbakurinn einn, eða því r.ær einn,
jetur þannig árlega æðarunga fyrir varpbænd-
um á Breiðafirði svo tugum þúsunda skiptir,
ef það væri reiknað til peninga, og má af
því ráða, hve þungur ómagi flugvargurinn
í heild sinni muni vera varpbændum yfir
höfuð.
það munu allir játa, að hjer sje um stór-
kostlegt atvinnutjón að ræða, sem brýna
þörf beri til að bæta úr; en um það, á hvern
hátt bót verði ráðin á því, má búast við að
allir verði ekki á eitt sáttir.
Að vísu mun fáum blandast hugur um
það, að hið eina, sem hafi verulega þýðingu
til umbóta í þessu efni, sje gjöreyðing vargs-
ins; en um það, hver aðferð verði heppileg-
ust til þess, að koma slíkri eyðingu fram, er
hætt við að verði skiptar skoðanir.
Mörgum mun þykja það eðlilegasta að-
ferðin, að hver varpbóndi drepi varg af sínu
varpi og í sínu landi.
,En margt er því til fyrirstöðu, að slík
eyðingaraðferð geti orðið affarasæl.
Eyrsta skilyrðið fyrir því, að slíkt fyrir-
tæki heppnist vel, er auðvitað það, að varg-
inum verði gjöreytt á sem allra-stytztum
tíma.
Langvinn eyðing er að þrennu leyti ó-
hagkvæm. I fyrsta lagi verður hún beinlínis
kostnaðarsamari, þar sem á hverju ári hlýt-
ur að komast meira eða minna upp af vargi
í skarðið á móti því, sem drepið er. 1 öðru
lagi verður hún óbeinlínis miklu dýrari fyrir
það, að þá er lengra að bíða árangm-sins; þá
fara menn seinna að uppskera ávöxtinn af
fyrirtækinu. I þriðja lagi er hún ómetanlega
skaðleg að því leyti, að ef mjög lengi þarf að
bíða sýnilegs árangurs, er hætt við að menn
gefist upp og örvænti með öllu um að sjá
hann nokkurn tíma, og hætti svo við hálf-
unnið verk. En að gjöreyðing náist á stutt-
um tíma með þeirri aðferð, að hver varp-
bóndi eyði hjá sjer, er með öllu óhugsan-
legt.
Ekkert fyrirtæki er svo nytsamt eða
vinnur svo almenna sannfæringu, að ekki
verði einn daufari til framkvæmdanna en
annar, og fyrsti ókosturinn, sem þesíi eyð-