Ísafold - 06.02.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.02.1889, Blaðsíða 2
42 ingaraðferð hefir við sig, er því sá, að varg- urinn mundi komast upp hjá öðrum bóndan- um á meðan hinn væri að eyða honum, og yrði eyðingin því langvinn. Annar ókostur- inn við slíka aðferð er sá, að kostnaðurinn við eyðinguna yrði varpmönnum óbærilega þungur. Varginum verður nefnil. að mestu leyti að eyða með skotum, og yrðu því varp- bændur að kaupa skyttur tíl að drepa hjá sjer, en það hefir reynzt svo kostnaðarsamt, að ekki geta það nema stórefnaðir menn, og þar við bætist, að árangurinn væri tvísýnn, með því að skytturnar ynnu fyrir annara gagni, en ekki sínu eigin. En mesti ókosturinn er þó sá, að þessi aðferð gæti aldrei leitt til neinnar verulegrar eyðingar, af þeirri ofur-einföldu ástæðu, að mestur hluti flugvargsins heldur til á .landi uppi, engu síður í löndum þeirra, sem ekkert varp eiga; og hver mundi verða til að eyða þeim vargi? Eyðingin getur því að eins heppnast vel, að vargur í einu og sama varphjeraði sje drepinn á öllum stöðum á einum og sama tfma, án nokkurs tillits til sjerstakra jarða eða landamerkja; það verður að elta hann úr einum stað í annan og drepa hann, hvar sem honum verður náð, hvort sem það er í landi varpmannsins eða þess, sem ekkert varp á. En engin von er til, að einstakir menn gefi síg við slíku, nema til einhvers sje að vinna. það má því fullyrða, að engin eyðingar- aðferð muni verða affarasæl önnur en su, að leggja ákveðna fjárupphæð til höfuðs hverri vargtegund; og þetta fje verða auðvitað varp- mennirnir að leggja fram. En með því að allt er undir því komið, að eyðingin taki ekki með sjer langan tíma, þá verður meiri hluti þess fjár, sem til eyð- ingarinnar þarf, að vera á reiðum höndum, þegar er eyðingin byrjar. En að varpmenn geti lagt fram svo mik- ið fje í einu, er enginn vegur til. Hjer verður því að fara íán-veginn. Með því að taka lán til eyðingarinnar er tvennt unnið. Bæði er þá fjeð ávallt til taks, þegar á þarf að halda, og hins vegar geta varpmenn friðað svo atvinnu síuu, að þeim verði kostnaðurinn mjög ótilfinnanlegur, ef lánið fæst með vægum borgunarskilmálum. Með þessari aðferð er eyðing vargsins eigi að eins möguleg, heldur jafnvel mjög auðveld og brotalaus; en henni verður auð- vitað ekki komið við nema í hinum stærri varphjeruðum, því að þar sem mjög fáir varpmenn eru, yrði þeim dýrt að eyða þannig vargi allt í kringum sig. Skilyrðin fyrir því, að æðarvarp verði friðað fyrir flugvörgum í hinum stærri varp- hjeruðum landsins, eru því fyrst og fremst, að varpmenn komi sjer saman um að taka lán til eyðingar vargsins; í öðru lagi að slíkt lán fáist, og í þriðja lagi að því sje rjettilega varið til eyðingarinnar, þ. e. að menn ekki með ímynduðum sparnaði baki sjer marg- faldan kostnað. Max. RITDÓMAR UM DISPÚTAZÍU DR. JÓNS f>ORKELSSONAR yngra : Um kveðskap á íslandi á 16. og 17. öld. Alexander Baumgartner, sem fyrir nokkrum árum hefir þýtt Lilju á þýzku, og tekizt mætavel, hefir nýlega ritað dóm um hók þessa í hinu alkunna tímariti: Stimmen aus Marienlach. Baumgartner er mjög lærður maður og talinn einn af helztu rithöfundum á þýzkalandi. Hann kom til Islands fyrir nokkrum árum (1883) og ferðaðist hjer nokk- uð, og er gagnkunnugur orðinn íslenzkum hókmenntum, eins og sjest á því, sem komið er út af ferðabók hans. Baumgartner lýkur mjög miklu lofsorði á bókina, eins og við er að búast. Hann segir, að það sje eins og gleymdar aldir renni upp fyrir manni, þegar maður lesi hana. Allt hafi höfundurinn graf- ið upp, prentað og óprentað, sem snertir efni þetta, með slfkri elju og atorku, að þess sjeu fá dæmi, enda sje hjer sú áreiðanlegasta og fyllsta lýsíng á bókmenntum Islendinga á lð. og 16. öld, sem föng sjeu á. Inngangurinn sje ágætt yfirlit yfir þær á tímabili þessu, og fróðleikur sá, sem fólginn sje í bókinni í heild sinni, sje ómetanlegur. Baumgartner lætur í Ijósi mjög miklu ánægju yfir því, hve höf- undurinn tali hlutdrægnislaust um íslenzkar bókmenntir í páfadómi (Baumgartner er páfa- trúar), og tekur það sjerstaklega fram, hve honum hafi tekizt vel að sanna, að Jón bisk- up Arason hafi kunnað latínu. Hann segir að vísu, að sumt af miðaldakveðskap Islend- inga sje lítils virði, en margt sje þó ágætt og gullfallegt og standi hjer um bil jafnhliða því, sem bezt var orkt áður. — Við öðruvísi dóm var heldur ekki að búast af jafnmiklum smekkmanni og Baumgartner er talinn. Öðruvísi hljóð er í ritdómi þeim, sem landi vor, Bogi Th. Melsteð, hefir ritað um bók þessa í Historisk Tidskrift. Höfundurinn neitar að vísu ekki, að talsvert sje á henni að græða fyrir þá, sem fást við íslenzkar bók- menntir á 15. og 16. öld, en finnur þó á- stæðu til að gjöra lítið úr henni, með al- mennum orðatiltækjum. Hann bregður dr. Jóni þorkelssyni um það, að hann taki mjög lítið tillit til þess, sem ritað hafi verið um efni þetta; hann kunni ekki að nota heim- ildarrit; hann hafi í einu orði litla hugmynd um vísindalega rannsókn í veraldarsögu og bókmenntasögu. Höfundurinn segir, að hin elztu heimildarrit eptir ólærða menn sjeu að öllum jafnaði óáreiðanlegri en sams konar rit frá seinni tímum, en brigzlar pó dr. Jóni um það, að hann leyfi sjer stundum að styðj- ast við heimildarrit frá þessari öld, og það jafnvel þegar doktorinn sýnir fram á, að þau sjeu ekki áreiðanleg (sbr. dispútazíu bls. 212 o. s. frv.). Dómur Boga Melsteðs um bókmenntir Is- lendinga á tímabili því, sem um er að ræða, er allt öðruvísi en dómur Baumgartners. Bogi Melsteð segir, að allt frá Eysteini As- grímssyni (f 1361) til Hallgríms Pjeturssonar (t 1647), rúm 300 ár, hafi varla verið til önn- ur skáld á Islandi en leirskáld. Hann segir, að í helgikvæðunum finnist varla ein einasta frumleg hugsun, varla eitt einasta mergjað orð, sem beri vott um skáldlegt sjálfstæði. þau sjeu eiginlega ákaflega vesöl eptirlíking af eldri kvæðum í sömu stefnu, og andleg aplafyl, í einu orði. Rímur og annar kveð- skapur fá þaðan af verri útreið, og þykir höf- undinum það hryllilega smekklaust. það er hraparlegt, að Islendingar sjálfir skuli vera að reyna til þess að gjöra bók- menntir sínar, svo fátæklegar sem þær erú, enn rýrari í augum útlendinga en þær eiga skilið, einkum í þeim greinum, þar sem þær standa fullkomlega jafnfætis samskonar bók- menntum erlendum. Hitt er ekki síður ept- irtektavert, að útlendingar skuli þurfa að verða til þess, að kenna Islendingum að meta sín eigin rit og taka málstað þeirra. — B—r. Tilfinnanlegt prestleysi. það er hvorttveggja , að vjer Gufudalssveitung- ar höfum ekki fengið orð fyrir að vera framgjarnir, enda mun það mála sannast, þar enginn hefir orðið til þess opinberlega með einu orði að lýsa óánægju safnaðarins út af prestleysinu hjá okkur, og þar af leið- andi ýmsu tjóni bæði í andlegum og líkam- legum efnum. Vjer höfum nú í 7 ár orðið að sætta oss við part úr presti, sem býr í öðrum hreppi og er í tveggja þingmannaleiða fjarlægð (landveg) frá kirkjustaðnum. Hann messar hjá oss þriðja hvern sunnudag, þegar veður og aðrar kringumstæður leyfa ; annars 6., ef þá gefur, aunars 9., o. s. frv.; og þetta hefir samt kostað allar tekjurnar af brauðinu. það má nærri geta, hverjar framfarir eru hjá okkur, eða hvernig uppfræðingunni muni vera varið. f>ó flestír hugsi máske eins og Gyðingar «meira um sína líkamlegu en andlegu neyð», og láti sjer lynda messufjölda þann, þá mun þó mörgum finnast mikill skortur á góðri uppfræðingu hvað ungdóminn snertir. Vjer höfum beðið skriflega um prest, og árlega út- skrifast milli 10 og 20 prestaefni og brauðið einnig bætt upp, en enginn sækir þó um Gufudal; og hvers vegna ? þótt efnahagur sóknarmanna sje heldur bágborinn, þá munu þó aðrar ástæður vera fyrir því, að enginn prestur sækir um brauðið, en sem eru þó beinlínis prestunum að kenna, sem hafa búið í Gufudal og ábyrgzt hann í hin síðastliðnu 50 ár. f>að er hin dæmafáa niðurníðsla á bújörð- inni, bæði hvað húsin snertir, tún og engjar. því það lítur nú helzt út fyrir, að prestsetrið leggist í eyðí innan fárra ára, nema bót komi einhversstaðar frá. jpar getur nú ekki nokkur kofi staðið lengur, og hver spýta ónýt. Tún- blettur sá, sem er í kring um bæinn, fóðrar tæplega 1 kú, en aðaltún jarðarinnar, sem hafði fóðrað 4—5 kýr í meðalári, — af því fást nú 8 til 12 kaplar af móaskafnings-heyi. Sá búhnykkur datt í einn prestinn, sem bjó í Gufudal fyrir 50 árum, að færa bæinn út úr túninu, og mun hann hafa fengið stipts- yfirvalda leyfi til þess, þótt margir sóknar- manna væru því mótfallnir. Byggði hann bæinn upp undir hálsi, og liggur túnblettur sá, sem þar er orðinn rækt- aður, einlægt undir skemmdum af skriðum ofan xir fjallinu. En síðan hafa einatt þótt erfiðleikar á að halda við heimatúninu, reiða á það áburð og verja það fyrir skepnuágangi, svo langt frá bænum, og ekki verið borið á það árum saman, svo það er nú fyrir nokkr- um árum orðið algjört túnleysi. Er það víst orsök til annarar niðurníðslu jarðarinnar, en öll þessi niðurníðsla, sem að mestu eða öllu leyti er því að kenna, að bærinn var færður, er aðalástæðan fyrir því, að enginn prestur vill sækja um brauðið. Fundur var haldinn að Gufudal næstliðið haust af hjeraðsprófasti. Mættu flestir bænd- ur sóknarinnar og presturinn, sem hjer þjónar. Voru rædd ýms safnaðarmál, en þó einkum, hvað gjöra skyldi við prestsetrið. Var jörðin boðin til ábúðar hinum efnabetri bændum eptirgjaldslaus, og kvaðst hinn þjón- andi prestur skyldi gefa eptir tíundir og dagsverk af sókninni til uppbyggingarinnar, en engin gat þegið; álitu bændur sig ekki skylda að standa kostnað á staðnum, þar hann hefði alla bíð verið í prestanna ábúð og ábyrgð. þó kváðust nokkrir fúsir að rjetta hjálparhönd, ef sjerstakur prestur kæmi og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.