Ísafold - 27.02.1889, Page 1
Kemur út á miðvikudögum og
iaugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin vjð
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austwstrœti 8.
XVI 17.
Reykjavik, miðvikudaginn 27. febr.
1889.
ísafold
kostar að eins 33 aura um
mánuðinn. Kemur út, í þess-
ari stærð, 8—9 sinnum á hverjum mánuði,
með eins miklu máli og á 10 arka bók i
meðalbroti.
íSsT Við einstaka menn í fjarlægð, sem
■ðska blaðið sent sjer á parti, án milligöngu
útsölumanna, er áskilið, að þeir greiði árs-
andvirðið, 4 kr., fyrir fram.
eins framfarafyrirtæki
árna því allra heilla.
og þetta fjelag er og
Kennarafjelagið.
það er eitt af því, sem margur furðar sig
4 með sjálfum sjer, nú þegar það er komið
4 stofn, (sbr. skýrsluna hjer á eptijr), að það
skyldi ekki vera komið á löngu fyr, — þótt
sá hinn saini hafi hvorki hreyft hönd nje fót
í því skyni. En þetta sýnir, að slík fjelags-
stofnun hefir eins og legið í loptinu; menn
hafa vitað af þyf 0g fundið til þess, að þess
var þörf, mikil þörf.
þetta fjelag hefur nóg að vinna : «að efla
■menntun hinnar fslenzku þjóðar“.
það finna nú orðið flestir hinir betri menn
þjóöarinnar, eins meðal alþýðu og utan þeirrar
stjettar, að meiri og betri menntun er eitt hið
allra fyrsta skilyrði fyrirþví, að þjóðin taki þeim
■stakkaskiptum, er eigi má án vera, ef hún á ekki
að verða „eilíft apturúrstand" annara siðaðra
þjóða. þeir viðurkenna það líka í orði kveðnu
vel flestir. Margir hafa einnig sýnt talsverða
viðleitni til að láta eigi lenda við meðvitund-
ina eina eða orðin tóm. það er stór munur
ú því, hvaða viðleitni er nú höfð hjer á landi
til að mennta alþýðu t. a. m. eða var fyrir
20—30 árurn. En sú viðleitni er öll í mol-
um, of viða varla nema kák. það vantar
alla fasta stefnu og fast skipulag, samkvæmni
°g fylgi.
Alþingi hefir alþýðumenntunarmálið á prjón-
unum eða hefir haft nokkur ár andanlarin ;
en þar kemur fram sama stefnuleysið, sami
ráðfestuskortur í þeim efnum, sem utan þings,
eins og við er að búast.
Æðri menutunarstofnanir vorar,Iatínuskólinn
og þessir 2 embættismannaskólar, sem til eru,
hafa reyndar reglubundið og lögskipað fyrir-
komulag og standa á föstum fótum. En um-
bóta þarfnast þær allar að ýmsu leyti. Allar
slíkar stofnanir þurfa nokkurs konar eudur-
lífgunar við allt af öðru hvoru. Einhverjir
þeirra, sem við þær eru riðnir> gjá, optast,
hverju er ábótavant og hafa vilja á, að kippa
því í liðinn. En þá er fjelagsskapurinn þjóð-
ráð til að koma því áleiðis, sem einstökum
mönnum er um megn með sínu eindæmi.
Nóg er að hugsa og nóg er að vinna fyrir
fjelag þetta.
þeir eru þó, sem betur fer, enn í meiri
frluta hjer, sem trúa því og treysta, að land
°g þjóð eigi góðrar viðreisnar von, og að til
Þess þurfi ekki annað en að landsmenn beiti
^yggilega þeim kröptum, sem í þjóðinni búa,
að þeir liggi Bem minu8t á liði sínu. Allir
þeir, sem þannig hugsa, hljóta að fagna öðru
Sveitarútsvör á verzlunum.
Staðfesti hæstirjettur landsyfirrjettardóm
þann, er getið er um hjer í blaðinu, í máli
um útsvarsskyldu af verzlun utansveitar-
manns, þá verður ekki hægt að leggja fram-
ar sveitarútsvar, aukaútsvar, á neinar þær
verzlanir, er útlendir kaupmenn eiga eða reka
hjer á landi, nema í kaupstaðarumdæmunum
þremur: Reykjavík, ísafirði og Akureyri.
Landsyfirrjetturinn hefir lýst því skýlaust
yfir, að engin lög sjeu til að leggja á aðra
en þá sem „hafa lögheimili í hreppnum“,
samkvæmt greinilegum fyrirmælum laga 9.
jan. 1880; en það hafa ekki kaupmenn þeir,
sem búsettir eru utanlands, eins og kunn-
ugt er.
Dómur þessi er því þýðingarmeiri en
margur hugsar í fljótu bragði. Hann getur
orðið til þess, að hert verði nú á strengnum
með að fá lög um búsetu fastakaupmanna
hjer á landi. það er einsætt, að annaðhvort
verður að gjöra, eptir þessu, að koma því í
lög, að umboðsmenn útlendra kaupmanna
hjer sjeu skyldir að greiða alla þá skatta og
skyldur af atvinnu þeirra, er þeim mundi
gjört að greiða, ef þeir væru hjer búsettir,
eða þá hitt, að skylda þá með lögum að
hafa sjálfir búsetu hjer á landi.
t Vigfús prófastur Sigurðsson.
Um Vigfús prófast Sigurðsson á Sauðanesi,
er andaðist 8. f. m., eins og getið var í Isaf.
20. þ. m., ritar merkur embættisbróðir haus
nyrðra á þessa leið :
»Vigfús próf. Sigurðsson, þorsteinssonar
sterka, Guðmundssonar ríka, sýslunmnns f
Krossavík í Vopnafirði Pjeturssonar, var að
mörgu leyti mannkostamaður, framtakssamur
og framfarasamur, enda mun Sauðanes lengi
bera menjar hans, þar sem nú er þar nýtt
steinhús, stórt og vandað, til íbúðar, og ný
timburkirkja fögur. Hinn mesti bjargvættur
var hann sínu marga frændfólki, manna gest
risnastur og viðfeldnastur í umgengni. Mjö(
góðar gáfur hafði hann og affarasælar, en
fór ætíð gætilega. Heilsan var ávallt frá
upphafi heldur lingerð, en reglusemin stök
alla hina löngu æfi. Mörgum var mjög vel
til hans, þótt vandalausir væri. Hann var
laglegur maður í sjón á yngri árum, og raun-
ar eins þótt hann eltist, hár og grannur og
limaður vel. — Ekkja lifir hann: Sigríður
Vigfúsdóttir, prófasts í Vallanesi Pálssonar
Ekki varð þeim barna auðið«.
Landsyfirrjettardómar. Landsyfir-
rjettur kvað í fyrra dag upp dóm í máli
milli Pjeturs bónda Kristóferssonar á Stóru-
Borg fyrir hönd Slimons-verzlunar og hrepps-
nefndarinnar í Bæjarhreppií Húnavatnssýslu,
út af sveitarútsvari.
Segir svo í dómnum:
»Haustið 1887 flutti hið svo nefnda Slimons-
fjelag eða af þess hendi capt. Coghill nokkr-
ar vörur til Borðeyrar, er höfðu verið pant-
aðar af einstökum mönnum innan Húnavatns-
sýslu. En nokkuð af vörunum, að mestu
nauðsynjavörur, er nokkrir af pantendum ekki
vildu taka við vegna einhverra galla, er þeir
töldu vera á þeim, fjekk Coghill áfrýjanda til
að selja fyrir sig — en áfrýjandi hefir um
nokkur ár haft útmælda verzlunarlóð á Borð-
eyri, en sem hann þó ekki hefir notað eða
reist á hús — og ljet Coghill þar reisa fjala-
skíir til að geyma vörurnar í, en áfrýjandi
fjekk verzlunarmann einn á Borðeyri til að
standa fyrir sölunni. |>ótti hreppsnefndinni í
Bæjarhreppi sem hjer væri um fasta verzlun
að gjöra og lagði 150 kr. aukaútsvar á áfrýj-
anda, og var það tekið lögtaki (25. maí 1888)
og uppboð haldið til að selja hina lögteknu
muni (13. júlí s. á.), en seldur var að eins 1
sykurkassi fyrir 200 kr., er maður fyrir hönd
áfrýjanda bauð í og þegar í stað greiddi af
hendi.
í fyrstu grein laga 9. janúar 1880 um
sveitarstjórn er ákveðið, að »að því leyti sem
fátækratíundir og aðrar tekjur hreppsins ekki
hrökkva fyrir útgjöldum, skuli jafna niður
því, sem vantar, á alla þá, sem eiga lög-
heimili i hreppnum, eptir efnum og ástandi«.
|>ótt álíta mætti, að ofangreinda sölu á-
frýjanda á vörum þeim, sem Coghill lagði
upp á Borðeyri um haustið 1887, bæri að
meta sem verzlun, verður þó ekki sagt, að
lögheimili áfrýjanda, sem er biisettur langt
frá í annari sýslu, fyrir þá sök hafi verið á
Borðeyri, og þess vegna brast hreppsnefndina
Bæjarhreppi heimild til að leggja auka-
útsvar á hann. það verður því að dæma
hina áfrýjuðu uppboðsgjörð og lögtaksgjörð
ómerka. — Að því er kemur til skaðabóta
þeirra, er áfrýjandi hefir krafizt, þá virðist
engin sönnun vera komin fram fyrir, að hann
hafi beðið neitt tjón af uppboðssölunni ann-
að en það, að hann lagði út 200 kr. fyrir
kassa af sykri, er hann ljet bjóða í á upp-
boðinu, og var sú upphæð af uppboðshaldara
álitin nægja fyrir útsvarinu og kostnaðinum
við að ná því, og sem honum ekki hefir ver-
ið skilað aptur. það verður því að skylda
hreppsnefndina til að greiða áfrýjanda 200 kr.
Eptir þessum virslitum er rjett, að hrepps-
nefndin í Bæjarhreppi greiði áfrýjanda kostn-
aðinn af málskotinu eptir kröfu áfrýjanda og
samkvæmt lögum 16. des. 1885, 13. gr.»
Dómsorðið er samkvæmt þessu.
S. d. kvað landsyfirrjettur upp svofeldan
dóm í mikils háttar málarekstri milli kaupmann-
anna á Eyrarbakka út af hafnarlegu þar:
»Hinir stefndu í máli þessu, kaupmennirn-
ir Einar Jónsson og Guðmundur Isleifsson,
sem reka sína verzlunina hvor á Eyrar-
bakka, skrifuðu áfrýjandanum, verzlunarstjóra
P. Nielsen, er rekur verzlun á sama verzlun-
arstað fyrir hönd stórkaupmanns J. B. B.
Lefolii, [brjef hinn 14. sept. 1887 þess efnis,
að þeir skora á P. Nielsen að gefa skýra yfir-