Ísafold - 02.03.1889, Side 1

Ísafold - 02.03.1889, Side 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (i04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austwstræti 8. XVI 18. j Reykjavik, laugardaginn 2. marz. 1889. Styrkveiting til búnaðarfjelaga. I. I Stjórnartíðindunum (1888) deildinni B, bls. 103 sjest, að 55 búnaðarfjelög hafa notið styrks úr landssjóði næstl. ár, samtals 4800kr. |>að er útlit fyrir, að þetta sje töluverður fram- faravottur í landbúnaði vorum; fyrst, hve mörg búnaðarfjelög hafa getað myndazt á fáum ár- um, og annað það, hve þingið á mikinn þátt í að efla og glæða þessar framfaratilraunir með því að heita búnaðarfjelögum styrk úr landssjóði, enda er líklegt, að þessi mikla fjölgun búnaðarfjelaga næstl. ár stafi frá fjár- 'veitingu þessari. Geti styrkur þessi komið rjettilega niður, ■er auðsætt, að hann ber mikinn ávöxt í fram- tíðinni; en til þess að það geti orðið, þarf landstjórnin að hafa einhverjar skynsamlegar reglur til að fara epcir við skiptingu fjárins milli fjelaganna. Ætti þingið eða þing og stjórn í sameiningu að setja slíkar reglur -jafnframt og fjeð er veitt. Mjer hefir nýlega borizt í hendur brjef frá ■amtmanni áhrærandi styrkveitingu til búnað- arfjelaga í Vesturamtinu yfirstandandi ár, og er þar tekið fram, að styrkveitingin muni Verða miðuð við framkvæmdir fjelaganna næst ^r’ °g að fjelögin verða að sníða skýrslur sír ar eptir reglum þeim, eramtsráðið í Norðui °g austurumdæminu hefir fyrirskipað 1882 o ¥8* ávallt síðan, „og sem landshöfðingi i lítur einkar-hentugar“. ]>að er óefað, að það hlýtur að vera rjet1 að miða styrkveitinguna við framkvæmd: hvers búnaðarfjelags. En á hinu held jeg sj meiri efi, hvort þessar umgetnu reglur norðuj ■og austuramtsins sjeu i raun og vera ein hagfcldar eins og landshöfðingi álítur þær og hvort þessi rjettur næst til fulls, þó þeir sje fylgt; en þar eð þær eiga nú að öðlas þá virðingu, að gilda fyrir allt land, er uaut synlegt að þær verði sem flestum kunnar ; e það eru því miður svo fáir, sem lesa Stjórr artíðindin, einkum ef þau eru nú orðin margr ára. Reglurnar hljóða þannig: f • „Higi skulu aðrar jarðabætur taldar í skýrsl- Ur>um, er fylgja með bónarbrjefum fjelag- anna um styrk af fje, sem ætlað er til efl- lngar búnaði, eu þær einar, er fjelagsmenn Vlnna sem fjelagsmenn, og því eigi þær, 01 f3efr Vlnna utanfjelags, svo sem áskildar jar a aetur leiguliða í byggingarbrjefum þeirra o. 8. frv. 2. Nákvæmlega skal lýst jarðabótinni, bæði hver un 8je og hvernig kenni sje háttað, svo sem hvað háir Gg breiðir garðar, brýr og girðingar sjeu að meðaltali, eða skurðir djúpir og breiðir ; hvernig sljettað sje t. d. hvort með plóg eður spaða.hvort undir sje borið grasrótina o. s. frv., hve margar dag- sláttur eður ferfaðmar sjeu gjörðir að flóð- engi með þeim flóðgörðum, o. s. frv. -3. Metið skal, hve mörg gild dagsverk jarða- bótin sje, og sem sönnun um áreiðanleg- leika dagsverkatölunnar skal fylgja með vottorð frá hreppsnefndaroddvita eða tveim- ur valiukunnum mönnum". Nú er að athuga, hve sanngjarnar þessar reglur eru. Um fyrsta atriðið er það að segja, að það sýnist ekki vera mjög hvetjandi fyrir fátæka leiguliða, sem hafa orðið eða verða að gang- ast undir að gera ákveðnar jarðabætur á á- býlum sínum. það eru menn, sem ekki eiga upp á háborðið í þessu efni. Bíkir sjálfs- eignarbændur, sem vel geta verið án alls styrks af opinberu fje, gert þær jarðabætur, er þeir óska, og sem eiga víst að njóta alls afrakst- ursins af jarðabótunum, eiga að njóta styrks þessa, en ekki fátæklingar, sem geta alls ekki gert nokkrar verulegar jarðabætur af sjálfs sín ramleik, og sem þar á ofan eiga á stund- um enga von á að njóta ávaxtanna af þeim jarðabótum, er þeir geta gert. Br nokkuð minnsta rjettlæti eða sanngirni í þessari und- antekningu? Jeg veit, að höfundar reglna þessara eiga hægast með að svara þessari spurningu. En meðan það svar kemur ekki, verð jeg að reyna að svara mjer sjálfum, og dirfizt jeg þá að segja nei. það mun vera tíðast, að áskildar jarða- bætur í byggingarbrjefum leiguliða eru auka- kvöð, sem leiguliði verður að fullnægja án þess að eptirgjald ábýlisins sje hið minnsta minnkað fyrir það, og þess vegna eru það þær einu jarðabætur, sem leiguliðar verða optast að gjöra, án nokkurs endurgjalds, og þótt þær væru skoðaðar sem eptirgjald ábýl- isins og því endurgoldnar af landsdrottni jafnóðum og þær eru gjörðar, þá þarf þó ekki að gjöra ráð fyrir, að þær verði nokkurn tíma betur endurgoldnar, en þær jarðabætur, er leiguliðar gjöra og sem ekki eru gjörðar að skyldu í byggingarskilmálunum. Samkvæmt lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða (12. janúar 1884) getur hver leiguliði fengið að nokkru endurgoldnar af jardeiganda þær jarðabætur, sem bann hefir gjört á jörðinni, í síðasta lagi, þegar hann fer frá henni, einungis að leiguliðinn hagi sjer að öllu eins og lögin tilskilja, og haú jarðabæt- urnar ekki verið áskildar í byggingarskilmál- unum. það eru því þessar jarðabætur, sem ieiguliðum er í rauninni sjaldan eða aldrei borgaðar af landsdrottni, en aðrar ekki, ef leiguliðinn hefir vit á að halda fram rjetti sínum. Er það þá rjett, að útiloka þær frá öllum styrk af opinberu fje, en ekki þær, sem verða fyr eða síðar endurgoldnar ? Væri svo, hlyti það þó vera hóti nær, að undanskilja alla leiguliða frá opinberum styrk til jarðabóta, því þá stæði næst að skoða allar jarðabætur sem verk jarðeigenda, en ekki leiguliða; en þótt landsstjórninni þóknaðist að snúa þessu þannig, þá getur árangurinn ekki orðið sá, að jarðabætur leiguliða verði undanskildar styrknum, heldur að eins leiguliðarnir sjálfir; því það er auðsætt, að jarðabæturnar gjöra sig aldrei sjálfar, og þess vegna hlytu jarð- eigeudur þá að eiga heimting á styrknum eins fyrir þær jarðabætur, er þeir væru tald- ir hafa gjört á annara ábýlum, sem sjálfra sín, ef þeir að eins væru fjelagsmenn. En nú er það víst, að endurgjald það, er landsdrottnar greiða landsetum sínum fyrir unnar jarðabætur, er eða verður aldrei nema að eins lítill hluti kostnaðarins við að gjöra þær, en vandinn, fyrirhöfnin og framkvæmd- in hvílir eingöngu á ábúandanum, og ávallt meiri eða minni efi á, að hann geti notið nokkurs af árangrinum, en þar á móti er jarðabótin viss eign jarðeiganda, hvort sem hann þarf nokkurn tíma eða aldrei að endur- gjalda hana. Af þessari orsök er það ekkert efamál, að leiguliðum ber fullkomlega að fá tiltölulega hlutdeild af styrk þeim, er veittur er til efl- ingar búnaði, engu síður en jarðeigendum; enda mun þeim það mest til hagsmuna, þeg- ar fram í sækir, eða þegar skoðaður er hinn óbeinni hagurinn. ]það má t. d. eiga það víst, að leiguliði, sem gjörir sjer vissa von um styrk af opinberu fje til jarðabóta, gengst undir meiri skyldu-jarðabætur í byggingar- skilmálunum án skerðingar á jarðarafgjaldinu, heldur en ef sú von væri með öllu fyrirbvggð, einnig að hann gjörir meiri og fullkomnari jarðabætur en áskilið er, sje honum það unnt, og einkum, að allt sem hann gjörir, gjörir hann með betra geði og fúsari vilja, ef hann á von á einhverri viðurkenningu fyrir verk sín, og hefir það ekki hvað minnsta þýð- ingu. fæssar áskildu jarðabætur leiguliða, sem enga hvöt hafa aðra en þá, að uppfylla bygg- ingarskilmálana, eru optast mestar og merki- legastar á pappírnum; því leiguliðar skoða þær tíðast sem ósanngjarnan viðauka hins ákveðna jarðarafgjalds, og annaðhvort upp- fylla ekki skilmálana 1 þessu efni, eða að eins reyna að koma einhverju nafni á það rjett til málamynda; og litlar líkur eru til, að þetta breytist til batnaðar við það, að misunna mönnunum þessa sanngjarna jafn- rjettis við fjelagsbræður þeirra í þessari litlu styrkveitingu. (Guðjón Guðlaugsson búfr.). Tíðarfar. Öndvegistíð hefir verið síðan hlákuna gerði um 20. f. m. Vermenn, ný- komnir að norðan, segja sama þaðan. í Skagafirði komin upp nóg jörð fyrir 9 dögum, er þeir fóru þaðan; í Húnavatnssýslu orðið örísa víðast hvar. Um Borgarfjörð ofanverð- an lakast um jörð; höfðu svellalög verið orð- in þar fjarskaleg, og vinnst seint á þeim. Aflabrögð. A Suðurnesjum og í Höfnum hefir orðið mikið vel fiskvart’ þessa vikuna, allt að 20 í hlut af nýgengnum fiski, þorski og stútungsfiski. A Eyrarbakka vel vart við hákarl, og eins á Akranesi. Prófastur settur Í Norður-f>ingeyjar- prófastsdómi í gær síra Halldór Bjarnarson á Presthólum. »BjargráðanefndÍr«. í bjargráðanefnd fyrir Bessastaðahrepp voru kosnir í f. mán.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.