Ísafold


Ísafold - 13.03.1889, Qupperneq 1

Ísafold - 13.03.1889, Qupperneq 1
ÍCemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. i Austwstrœti 8. XVI 21. Reykjavík, miðvikudaginn 13. marz. 1889. Fáein orð um framfarir Islands. Eptir landlækni Schibebbck. jpótt jeg sje ekki Islendingur að uppruna, þá segi jeg það þó eins og er, að nijer er mjög umhugað um framfarir lands þess, er for- lögin hafa laðað mig að. það er þessi lif- andi áhugi um hag landsins, sem knýr mig til að koma fram með mínar skoðanir um mein það, er að minni hyggju stendur land- inu langmest fyrir þrifum, þótt allmargir kunni að styggjast yið það. Með því að mjer þannig gengur ekki nema gott til að reyna að skýita þetta mál, skilyrðin fyrir framförum landsins, leyfi jeg mjer að vænta umburðar- lyndis af þeirra hálfu, er hafa aðra skoðun á þessu mikilsverða máli. Jeg get með engu móti fyllt þann flokk, sem kennir afstöðu landsins, loptslagi o. s. frv. um alla þá fátækt og eymd, sem hjer er. það er mín innileg sannfæring, að iðin þjóð og starfsöm g®ti haft mjög mikið upp úr landinu. það er hvergi nærri eins gæðasnautt og af er látið að öllum jafnaði. Væri það rjettilega hagnýtt og almennilega ræktað, gæti hjer lifað margfalt fleira fólk en nú, og lifað margfalt, betra lífi. Aðalorsök fátæktarinnar hjer á landi er sú, að framleiðslan er svo lítil. Vjer verðum að vinna og framleiða stórum mun meira en vjer gjörum; því framleiðsla ýmis konar landsnytja •er þó, þegar öllu er á botninn hvolft, upp- spretta allra auðæfa; verzlunarmaðurinn gjör- ir ekki nema flytur þær á milli, handiðna- maðurinn gjörir ekki nema býr til úr þeim hitt og þetta, og vísindamenn og listamenn gjöra ekki nema lypta nautn jarðneskra gæða á efra stig. En aðalörsök hinna rýru framleiðslu hjer á landi er leti og iðjuleysi, sem er svo algengt meðal almennings hjer á landi, sjer í lagi karlmannalýðsins. Hjer er raunar nálega alls -ekkert unnið, svo vinna geti heitið, í saman- burði við það sem annarsstaðar gjörist, nema rjett með höppum og glöppum. Bændur gjöra víðast hvar ekki nema slá sama blettkornið, sem langafa-langafarþeirra slógu; mikið víðlendi og frjósamt, er orðið gæti mikil auðsupp- spretta, liggur í órækt og auðn. Bændur hafa almennt litla sem enga viðleitni á að auka og efla búnað sinn; þá vantar bæði fje, áræði, þolgæði og framtakssemi. þeim vex náttúran svo í augum, að þeir þora ekki að kljást við hana; þeir hopa á hæl fyrir henni, í stað þess að ganga öruggir á hólm við hana og gjöra sjer hana undirgefna í sveita síns andlitis. það lítið sem unnið er, lendir nær eingöngu í því, að reyta frá henni þann litla gróður, sem hún getur enn í tje látið eptir margra alda tott, og í því, að káka við móld- arhreysin, sjer í Iagi þakið á þeim; fyrir vesalings kvennfólkinu fer ótrúlega mikill tími til þess að halda við skóplöggum karl- manna, eins og þau eru hentug eða hitt þó heldur, og þar fram eptir götunum. Sumir kunna nú að segja, að þetta sje allt saman mest að kenna fjeleysi; en það erekki satt, þótt vitaskuld sje, að atvinnufje væri æskilegt. Ef hver maður tæki sig til allt í einu, og færi að vinna, og vinna af kappi, þá mundi það brátt sýna sig, að öll sú vinna samanlögð mundi duga til þess að auka stór- um velmegun hjer á landi, og það jafnvel þótt vinnufje brysti til að byrja með. En orsök þess, að 'leti og iðjuleysi er svo algengt hjer á landi og illt að koma því af, er hinn langtum of greiði aðgangur að fátækra- styrk. Allir vita, hvað lítið verður afgangs árstekjum sveitarsjóðanna til annara hluta, þegar búið er að greiða af hendi hinn gífur- lega fútækrastyrk. I þessum fátækrastyrk lenda efni landsins; hið viðbjóðslega átumein, letin og iðjuleysið, sýgur merg þess og blóð ár eptir ár. þetta átumein ætti að skera burt úr þjóðlíkaman- um hið allra bráðasta. Allt þetta fje, er landið missir á hverju ári til einskis, verður að gjörast arðberandi; það verður að breyta því í vinnu. það er eins og það þyki orðið sjálfsagt hjer á landi og óhjákvæmilegt, að hjálpa letingjanum undir eins og hann segir: «Nú hef jeg ekkert til að lifa á lengur; nú verðið þið að láta mig fá eitthvað, því annars flosna jeg upp». það er eins og menn verði hræddir við þessa hótun; en það er óþarfi, að láta letingjana drottna yfir sjer. Látum þá eiga sig. það eru svo sem ekki þeir, sem landið á sjer af viðreisnar von. Nei, þeir eru hinar verstu blóðsugur, allir þessir landsómagar, sem sitja heima á rúmstokknum og jeta það, sem aðr- ir vinna sjer inn. Að leti og iðjuleysi er svo algengt hjer á landi er eingöngu því að kenna, hvað auð- gengið er að fátækrastyrk, sem veittur er án nokkurs endurgjalds í vinnu og sendur er heim til letingjanna. Jafnvel Kínverjar, sem eru annálaðir fyrir iðjusemi, mundu brátt míssa þann kost, ef þeir ættu kost á fá- tækrastyrk eins og hann gjörist hjer á landi. það er líka naumast hægt að koma með öllu snjallara ráð til að efla og útbreiða leti og ómennsku, en hjer tíðkast, þetta að segja við letingjana: «þegar þig þrýtur vistir, lætur þú mig vita, og verður þjer þá sent eitthvað heim til þín». Ogvið hina, sem eru að bera sig að vera iðnir, er sagt: «Hafir þú eitt- hvað afgangs, af því sem þú vinnur þjer inn, þá skulum við koma og finna þig; þú hefir ekki mikið upp úr því». J>etta er að leggja verðlaun við letinni, og með slíkum verðlaunum er fásinna að búast við aukinni framleiðslu, eða ræktun á óyrktu landi o. s. frv. Með þessum hætti hverfur allur munur á lífskjörum manna; enginn verður öðrum frémri, allir verða jafnir, jafnaumir. Jöfnuðurinn er kominn svo langt á leíð, að það er eins og það sje ómögulegt að forða letingjanum við að verða hungurmorða öðruvísi en að gjöra hann jafnan þeim, sem styrkurinn er tekinn frá. Já, hugmyndin um, aðallir eigi að vera jafnir, hefir reyndar rutt sjer sæmilega til rúms hjer á landi. Og þó eru naumast til nokkur meiri ósann- indi á jörðunni en þessi hjegómi, nje meira eitur til fyrir mannlegt fjelag. Látum alla vera jafna andspænis lögunum; því er jeg með að öllu leyti. En að tala um fullkominn jöfnuð meðal mannanna að öðru leyti, það er fullkomin fásinna. 011 náttúran ber vitni gegn þeirri ramskökku skoðun. Vjer vitum, að því lengra sem dregur upp á við í dýraríkinu, því meiri verður munurinn á ein- staklingnunum, og langmestur verður hann meðal fulkomnustu skepnanna, mannanna; þar getur enginn hlutur afmáð hinn mikla mismun, hvort hann heldur er áskapaður (gáfur) eða löglega fengmn, með námi og ann- ari fyrirhöfn og erfiðismunum, eptir mismun- andi lyst og löngun til slíkra hluta. Slíkur mismunur á lífi og lífskjörum manna á að hafa fullt frelsi til að koma fram og fara vaxandi eptir mætti; en hins vegar á ekki að vernda slíkan mismun með einkarjett- indum eða láta hann ganga að erfðum í ætt- inni. j>ótt stjettir með einkarjettindum fyr á tímum hafi haft slæma annmarka, og því fari fjarri, að nokkur maður óski eptir öðru eins ástandi og víða gerðist annarsstaðar fyrrum, er t. d. aðalsmenn, er lifðu sjálfir í svalii og iðjuleysi, ráku almúgann með högg- um og slögum til að rækta fyrir sig jörðina, þá getum vjer samt eigi varizt þeirri hugsun, að það hefði ef til vill getað orðið íslandi miklu fremur til blessunar en bölvunar, ef þjóðin hefði einhvern tfma átt við þess konar atlot að búa eða gengið í slíkan skóla. |>á væri að öllum líkindum mikið og margt betra hjer á landi. Mikið víðlendi, sem nú liggur í auðn og órækt, hefði þá verið umgirt og rækt- að. J>á hefði plógur verið altíðkað verkfæri hjer á landi. J>á hefðu menn lært að vinna, vitað hvað vinnudagur er, og lært að hlýða, en það vantar algjörlega hjer á landi; hús- bóndinn verður nú optast nær að bera það undir vinnumanninn, hvort það standi nokk- urn Veginn vel á fyrir honum með að taka höndurnar úr vösunum og gjöra það eða það viðvik. J>að væri reyndar ekki margt að því, ef ekki vantaði annað til að afla landinu skjótr- ar viðreisnar, en að steypa. nokkrum aðals- mönnum; það mundi að minnsta kosti vera mun hægra en að kenna frjálsri en latri þjóð að vinna. En það er einmitt það, sem að er: það er einmitt frelsið, sem oss vantar. Oss vantar frjálsræði til þess að geta orðið nógu ólíkir, eins ólíkir og oss er áskapað að geta orðið. J>eir sem eru iðnir að náttúrufari og vinna baki brotnu í sveita síns andlitis, þeir hljóta að trjenast upp á því bráðlega, er þeir sjá, að því meir sem þeir vinna, því meira eru þeir reyttir og rúnir, til þess að letingjarnir geti setið heima á rúmstokknum og dottað. J>að er enginn vegur til að koma þessu hraparlega ástandi af, annar én sá, að afnema allan fátækrastyrk, nema fyrir börn og gam- almenni eða þá sem veikir eru. Látum let- ingjana flosna upp og eiga sig; þeir eru átu- mein landsins; það er landhreinsun að þeim. J>að ímyndar sjer margur, að slík nýbreytni

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.