Ísafold - 27.03.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.03.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (i04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) btindin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 25. Feykjavík, miðvikudaginn 27. marz. 1889 Prestaekknasjóðurinn. |>að er ein sú stofnnn, sem allir ljúka upp ■einum munni um, að sje mjög svo fögur og nytsamleg og nauðsynleg, en — láta þar við lenda velflestir, láta lenda við orðin tóm, og það þeir, sem næstir henni standa, prestarnir sjálfir. það er sorglegt tímanna tákn, sem vikið er á í grein herra biskupsins hjer í blaðinu 13. f. m., að árið sem leið skyldi alls einn prest- ur á öllu landinu leggja nokkuð í þá guðs- kistu. Hvar eru hinir 137, eða hvað sem þeir eru nú margir? það er líka merkilegt, að þegar verið var að undirbúa stofnun sjóðs þessa, nu fyrir mannsaldri, þá var það ekki prestur eða prests- kona eða nein andlegrar stéttar persóna, sem varð til þess að leggja fyrsta skerfinn til hennar, heldur umkomulaus stúlka af almúgafólki, vinnukona, er hjet Ingveldur Guðmundsdóttir og var ættuð úr Ölfusi. Hún hafði með mikl- um sparnaði dregið saman af kaupi sínu svo mikið fje, að nam á 5. hundrað króna, og það gefur hún svo á dánardægri sínu semfyrsta vísi til styrktarsjóðs handa fátækum presta- ■ekkjum. það var ekki henni að kenna, að sjóðurinn varð að láta gjöf þessa af hendi *ptur síðar meir, eptir dómi, vegna þess að •ekki hafði verið löglega gengið frá arfleiðslu- skránni. Hinn fagri og lofsverði tilgangur hennar náðist samt sem áður, með því að gjöfin hafði, löngu áður en dómurinn kom, haft þann árangur, að aðrir vöktust upp til þess að koma styrktarsjóðnum á stofn. Biskupinn, sern þá var, Helgi G. Thorder- sen, las upp gjafabrjef Ingveldar (dags. 26. apríl 1856) á synodus 1857, og »hreyfði því, að nauðsyn bæri til, að stofna sjóð fyrir fá- tækar prestaekkjur hjer á landi ; en til þess þótti nú vart vera hentugur timú. þannig er frá skýrt í synodus-fundarskýrslu í iiþjóðólíin það ár. það er með öðrum orðum, að undirtektir sjálfra prestanna á synodus hafa verið svo sem lýst' er með þessum orðum : »Til þess þótti nú vart hentugur tími!» það var nefnilega fjárkláðinn, sem blessaðir prestarnir báru áhyggju út af. þeim þótti -ekki hentugur tími til að hugsa um ekkjurn- ar sínar, meðan sá vogestur vofði yfir. Samt sem áður' ritaði Helgi biskup sama ár umburðarbrjef um málið^til allra presta og prófasta, og mun að vísu hafa fengið góðar undirtektir víðast 1 orði, en miður á borði, nema á stöku stað, og það ekki síður hjá leikmönnum en prestum, þótt fáeinir prestar gæfu rausnargjafir þá fyrst í stað, eins og nefnt er í áminnztri grein biskups P. Pjeturs- sonar. En sá sem átti mestan og beztan þátt í, að fyrirtækið hafði framgang, annar æn Helgi biskup, var Jón heitinn Guðmunds- son, er þá var ritstjóri »þjóðólfs». Bæði gaf hann til þess töluvert sjálfur, af sínum litlu efnum, og lagði fyrirtækinu trúlega liðs- yrði fyr og síðar. Annars hefir, síðan sjóðurinn komst á stofn, ■enginn einstakur maður lagt honum nándar- nærri annan eins styrk og biskupinn, sem nú er, herra Pjetur. Hann hefir, eptir því sem reikningarnir með sjer bera, gefið sjóðnum sjálfsagt 11—1200 kr. alls sína biskupstíð, að meðtöldum arðinum af Smásögum þeim, er hann hefir gefið út til ágóða fyrir sjóðinn (rúmurn 600kr.). Að hans hvötum hefir það og að öllum líkindum verið, er dætur hans stofn- uðu ásamt nokkrum helztu embættismannadætr- um öðrum í Rvík, til »bazar» þess og »tombólu» hjer í Rvík 1869, er sjóðurinn hafði upp úr nálægt 3000 kr., meðfram fyrir talsverðar gjafir til »bazarsins» bæði frá Englandi og Dan- mörku, fyrir þéirra milligöngu og fleiri góðra manna. þetta hefir sjóðinn munað mikið um, og lengst af hefir hann jafnframt haft þó nokkr- ar tekjur, meiri eða minni, af árlegum tillög- um frá prestastjettinni. En hann gæti samt v.erið orðinn helmingi meiri en hann er nú (17,000), og hafa þó þegar gert enn meira gagn en hann hefir gert, ef prestastjettin hefði ekki almennt legið á liði sínu með að styrkja hann. Enda virðist svo sem herra biskupinum hafi verið sýnna um að leggja sjóðnum frá sjálfum sjer en að laða aðra til þess,— laða presta sína til að gegna almennt og að staðaldri þeirri hjer um bil sjálfsögðu og ekki þungbæru skyldu, að leggja árlega eitthvað lítils háttar af mörkum við sjóðinn. Vjer íslendingar erum svo afdæmislega framhaldsdaufir við nytsöm fyrirtæki. það vantar ekki, að oss detti margt þarflegt í hug, og sjaldnast vantar heldur hitt, að menn sjeu fúsir að byrja. það stendur sjaldnast á því, að menn sjeu fúsir að vera með þegar stungið er upp á að hyrja á einhverjum nýj- um fjelagsskap »til framfara« í hinu og þessu, og jafnvel sjóð-stofnun í þá sömu átt. það er talað einstaklega fagurlega um fyrirtækið, og það fylgir meira að segja hugur máli fyrsta árið eða fyrstu árin. En þá er búið opt og tíðum. það er éins og oss svipi heldur mik- ið til barnanna, sem segja óðara en þau eru byrjuð á einhverjum leik: »Æ, nú skulum við leika eitthvað annað«. Allt af nýtt og nýtt, en aldrei framhald í því, sem einu sinni er byrjað. það er framhaldið, þrekið, þolinmæðin, tryggðin og ástfóstrið við það sem einu sinni er vel byrjað —, það er það sem skilur þroskuð þjóðfjelög og þau sem eru í bernsku, eíns og vjer erum. það væri orðið dávænt grafskriptasafn, ef ort hefði verið eptir öll þau framfarafjelög og almenn framfarafyrirtæki, er fæðzt hafa hjer á landi að eins á síðari hluta þessarar aldar, en lognazt brátt út af aptur, og sum aldrei komizt úr reifunum. Um nauðsyn og nytsemi Prestaekknasjóðs- ins heyrist nú ekki annað en að allir sjeu enn á einu máli. það sem á brestur til þess að hann aukist og þróist skaplega, eru reglu- bundin samtök með föst árstillög til sjóðsins frá prestastjettinni og öðrum þeim, er kynni að vilja styrkjaj hann, og reglubundin inn- heimta á tillögum þessum. Aðferðin snjallasta virðist vera sú, að pró- fastar standi fyrir slíkum samtökum hverjí sínu prófastsdæmi og innheimti tillögin á sín- um visitazíuferðum og sendi sjóðnum fyrir hver árslok. Engum dettur í hug að ætlast til, að til- lögin sjeu há. Aðalatriðið er, að þau sjeu regluleg, —að aliir prestar landsins, bæði kvæntir og ókvæntir, skoði það eins og sið- ferðislega skyldukvöð, að láta eitthvað af hendi rakna við sjóðinn á ári hverju. það er enginn þeirra svo fátækur, að hann muni um t. d. 2 kr. tillag á ári, en sjóðinn mun- ar það stórmikið, því »safnast þegar saman kemur«, með því líka að gjöra má ráð fyrir, að hinir efnaðri hafi tillagið talsvert rífara. Eins og áður er getið, var fyrsti vísir sjóðs- ins dánargjöf, aleiga umkomulausrar vinnu- konu. Er það nú ekki merkilegt, að enginn prestur, og þá ekki heldur leikmaður, skuli hafa tekið það fagra dæmi til fyrirmyndar, og arfleitt sjóðmn að eigum sínum, öllum eða nokkrum? það er ótrúlegt, hvað menn eru sinnulausir lijer á landi eða hugsunar- lausir með að ráðstafa svo fje sínu eptir sinn dag, að það geti borið sem mestan og feg- urstan ávöxt til frambúðar og haldið nafni gefandans á lopti um ókomnar aldir, í stað þess að láta fjármunina hverfa í sjóinn, með því að smábitast í sundur til eyðslu meðal fjarskyldra útarfa t. a. m. Eða þá hvernig arfleiðendur gjöra það stundum, þegar þeim verður það að vegi. þeir stofna ómagasjóð fyrir sinn hrepp—ekki er víðsýnið !—,sem er sama sem að gefa efnamönnum hreppsins reyturnar, því það eru þeir, sem hafa þá Zagra-skyldu, að standa mestan straum af ó- mögunum. Hvað varðveizlu Prestsekknasjóðsins snertir og ávöxtun, þá er Söfnunarsjóðurinn svo sem sjálfkjörinu til þess: tryggingin órjúfanleg, ávöxtunin svo greið og viss, sem orðið getur. Hvorttveggja er mjög mikilsvert, og hlyti að örva menn til að styrkja hann. Heyrzt hefir, að herra biskupinn hafi ritað nýlega próföstum landsins umburðarbrjef með áskorun til prestastjettarinnar um að styrkja Prestsekknasjóðinn. það væri nú drengilegt bragð af prestastjettinni, að gleðja sinn há- aldraða höfðingja og sýna honum sóma með því að verða sem bezt við þessari áskorun. + Dr. Guðbrandur Vigfússon. Hann andaðist fimtudaginn 31. janúar, laust fyrir miðnætti. Hafði hann tekið meinsemd nokkra skömmu fyrir jól, og var það krabba- mein í lifrinni. Hann var fæddur í Dala- sýslu þriðjudaginn síðastan í Gói 1827, er þá bar upp á hinn 13. Marz. Faðir hans var Vigfús bóndi Gíslason, stúdents á Ökrum á Mýrum, og voru þeir frændur komnir að langfeðgatali af Bustfellingum eystra, sem áttu kyn sitt að rekja í beinan karllegg til Sveinbjarnar officialis þórðarsonar í Múla (Barna-Sveinbjarnar, d. 1490), og er það föð- urætt Guðbrands biskups. Frá Guðbrandi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.