Ísafold - 06.04.1889, Page 1
Kemui út á íniðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(iO|arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
IJppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 28.
Reykjavik, iaugardaginn 6. april.
1889.
___
Um skilning á safnaðarstjórnar-
lögunum, 12. gr.
Herra ritstjóri! f>egar þjer og jeg á síðara
hluta fyrra árs vorum í blaði yðar að tala
um flutninginn á hinni sögulegu kirkju á
Lágafelli, tókuð þjer í blaðið að eins lítið af
hinni síðustu grein minni, að líkindum af
því, að blaðið var þá lítið, en umræðurnar
Um flutninginn orðnar helzt til langar. f>ar
sem blað yðar er nú orðið miklu meira en
helmingi stærra, leyfi jeg mjer að vænta, að
þjer takið í það nokkrar athugasemdir um
eitt af því, sern hreyft var í hinni úrfelldu
grein minni. Jeg vil gjöra þessar athuga-
semdir, ekki með tilliti hinnar áðurnefndu
sögulegu kirkju — hún er nú farsællega og
•öllu leyti löglega komin upp, svo að þeim,
sem hlut áttu að því máli, er sómi að, og
allir hafa ástæðu til að vera ánægðír ——, held-
ur með tilliti til meðferðar á samkynja málum
annarsstaðar.
Lög um stjórn safnaðamála og skipun
sóknanefnda, 27. febr. 1880, eru hinn fyrsti
vísir til frelsis og hluttöku safnaðanna í
kirkjulegum málum. Alít jeg það miklu
skipta, að rjettindi þau, sem lögin veita
söfnuðunum, sjeu eigi gjörð að engu með
þeim skilningi laganna, sem þau eigi gefa
heimild til. Að því leyti sem það er auðsær
tilgangur laganna, að efla frelsi og rjettindi
safnaðanna og með því leiða þá til að hafa
meiri áhuga á kirkjulegum málum, álít jeg
yfir höfuð rjettara að skilja þau í þá átt,
þar sem vafi gæti á verið, einnig eptir hinni
gömlu, gullvægu reglu: frelsi í því sem efa-
samt er (in dubiis libertas). Ef synodus,
eins og jeg optar en einu sinni hefi farið
fram á, hefði hlutdeild í yfirstjórn kirkju-
fegra mála í sambandi við iög þessi, þá teldi
jeg mikla umbót orðna á stjórn kirkjulegra
mála hjá oss.
I>að er sjerstaklega 12. gr. laganna, eink-
um síðari málsgreinin, sem misskilningur hefir
komið fram um. I fyrri málsgreininni eru
talin upp þau mál, sem hverjum fundarmanni
er heimilt að bera upp á hjeraðsfundi, þar á
meðal um, að leggja niður kirkjur og færa
'lr stað. |>að er eptir fyrri málsgreininni
shýlaus rjettur til að bera þessi mál upp á
hjeraðsfundi, en hún leysir eigi úr þeirri
spurningu, hvaða árangur það geti haft, að
hera slík mál upp eða hvaða ^rjettindi það
geti veitt í frarnkvæmdinni. Einmitt úr þessu
leysir síðari málsgroinin, sem er svo látandi:
nEngabreyting má gjöra á takmörkum sókna
eða prestakalla, og eigi leggja niður kirkju,
nje færa ur stað, nema meiri hluti hjeraðs-
nefndarmanna þeirra, sem hlut eiga að máli,
samþykki breytinguna á hjeraðsfundi».
Tilgangur þessara orða er sá einn, að veita
hjeraðsfundum þau rjettindi skýlaust, að eigi
Qiegi gjöra breyting á þeim málum, sem þar
r®ðir um, nema með þeirra samþykki, en
alla eigi sá, að ákveða, hve .margir skuli
m*ta á hjeraðsfundi i þessum einu málum,
enda hefði það nálega að segja verið kjána-
leDf- Held jeg það Ijóst, að þessi skilningur
sje rjettur þegar af því, að málsgreinin byrjar
á því, sem er aðalatriðið af því, sem hún á
að taka fram, og segir: »Enga breyting má
gj'óra á takmörkum sókna eða prestakalla,
nje færa kirkju úr stað», og svo frv. þetta
voru nýmæli og þurftu því að takast skýrt
fram. Hin orðin, sem á eptir fara: «nema
meiri hluti hjeraðsnefndarmanna þeirra, sem
hlut eiga að máli, samþykki breytinguna á
hjeraðsfundio, hafa enga aðra þýðingu, en ef
þau hefðu verið á þessa leið: «nema sú
breyting hafi verið borin upp á hjeraðsfundi
í því hjeraði og verið samþykkt með meiri
hluta atkvæða». Eins og orðin nú standa,
verður eigi annað fengið rjettilega út vir þeim,
en að einfaldur atkvæðamunur sje nægilegur,
að sjálfsögðu af þeim atkvæðum, sem greidd
eru, því þau, sem eigi eru greidd, eru eigi
til. Hitt hefir við ekkert að styðjast, að
leggja í orð þessi þann skilning, að í þeim
sjeu ákvæði um, hve margir skuli vera á
fundi til þess að þessi mál geti náð þar úr-
slitum. þessi skilningur held jeg að styrkist
líka með því, að í fyrri málsgrein hinnar
sömu greinar eru ákvæði um þá, sem greinir
á «við meiri hluta fimdarmanna». Getur þá
greint á við þá fundarmenn, sem ekki eru á
fundi? Eða.er rjettur til að álíta, að lög-
gjafinn í hinni sömu grein og um hið sama
efni f öðru orðinu telji þá eina fundarmenn,
sem* eru á fundi, en í hinu orðinu þá einnig,
sem ekki eru á fundi ? Getur verið, að
æskilegt hefði verið að málsgrein þessi hefði
verið ljósar orðuð, en það gefur eigi rjett til
þess, að láta í hana þann skilning, sem ekki
felst í henni, og það er reynsla, fyr og síðar,
að það er torvelt að orða ákvæði laga svo,
að þau verði ekki misskilin.
Sá rangi skilningur, sem kominn er fram
á málsgrein þessari, er sem sje, að þeim mál-
um, sem hún ræðir um, verði eigi ráðið til
lykta nema þau sjeu samþykkt af meiri hluta
allra hjeraðsnefndarmanna, þeir meðtaldir, sém
ekki eru á fundi. Til þess að þessi skilning-
ur væri heimill, þyrfti að standa ljóslegar í
greininni, ekki einungis orðið »allra«, sem
eðlilega er þar ekki, heldur með skýrum orð-
um tekið fram, að til þess að mál þessi gætu
heitið samþykkt af hjeraðsfundinum, yrðu at-
kvæðin með málinu á fundinum að vera
meira en helmingur allra þeirra atkvæða, sem
gætu verið greidd, ef allir væru á fundi! þ>etta
væri sem sje nýmæli, sem ekki eiga sinn líka
í nokkru landi í heiminum, að tala atkvæða á
fundi sje miðuð við tölu allra þeirra, sem hafa
rjett til að sækja fund! Slíkt nýmæli yrði
því að vera tekið fram með berum orðum. En
eins og það væri nýmæli, svo væri það ástæðu-
laust, því enginn getur vitað, hvort atkvæði
þess, sem eigi er á fundi, er með eður móti
máli. Eptir gamalli góðri reglu er þvert á
móti rjett að 3egja : Sá hjeraðsfundarmaður
sem ekki er á fundi, er ekki í heiminum (í því
máli); og þá er hægt að skilja þessi orð hinnar
umræddu greinar: »meiri hluta hjeraðsnefndar-
manna þeirra, sem hlut eiga að máli, á hjeraðs-
fundi«. Er að hinu leytinu rjettur til að ætla
löggjafanum, að jeg álít án ástæðu, að hann í
málsgrein þessari hafi búið til spánýa lokleysu?
I lögunum eru engin ákvæði um það, hversu
margir skuli vera á fundi til þess, að fundurinn
sje lögmætur, og geti gjört fullnaðarúrslit á
hverju máli sem er. Er það bæði frjálslegasfc
og líka eðlilegast, þar sem fundarmenu sækja
fundinn kauplaust, og að sækja fundinn er
meira að álíta sem rjettindi en sem skyldu. ,
Hvaða ályktun verður dregin af þessu önnur
en sú, að fundurinn er lögmætur, ef hann er
reglulega boðaður, hvort sem allir koma,
helmingur eða færri?
Lögin gera hjeraðsprófasti að skyldu, að
halda hjeraðsfund á hverju ári. En þau veita
honum engan rjett, og hann hefir þessvegna
engan rjett til að segja, hversu fáir sem koma:
þetta eru of fáir fundarmenn, jeg held ekki
fund. Ef að hinu leytinu mætti úrskurða
reikninga allra kirkna, og ráða hverju máli til
lykta sem væri, hversu fáir sem væru á hjeraðs-
fundi, en enga miunstu breytingu gera á sókn-
inni, og ekki færa kirkjuna faðm úr stað, nema
meira en helmingur allra hjeraðsnefndarmanna
—þeir meðtaldir, sem aldrei ‘koma á hjeraðs-
fund— samþykkti, þá væri skilningurinn á
greiniuni fullkomlega hlægilegur.
|>að er skýlaus rjettur hvers hjeraðsnefndar-
manns á fundi, ekki einungis að bera upp á
hjeraðsfundi, heldur og að fá í/rslit á hverju
því máli, sem lögiu til greina. þennan
skýlausa rjett geta ekki aðrir fundarmenn
borið fyrir borð, með því að koma ekki á
fund; þar á móti afsala þeir, sem ekki koma,
sjer þeim rjetti, eða svipta sjálfa sig þeim
rjetti, sem þeir höfðu til að taka þátt í með-
ferð þess máls, sem er til umræðu.
það sem mun hafa leitt í þá villu, sem
hjer ræðir um, mun vera, að í málsgreininni
stendur«hjeraðsnefndarmanna», enekkihjeraðs-
fundarmanna; en jeg segi aptur: hjeraðs-
nefndarmenn í máli eru ekki aðrir en þeir,
sem eru á fundi, þá er það er til umræðu;
og eins og allar aðrar þjóðir, höfum við kom-
ið okkur saman um, að hafa í atkvæða-
tölu á fuudi ekki tillit til annara en þeirra,
sem eru á fundi. það eru ekki aðrir til í
því máli.
Jeg verð að álíta, að það hafi verulega
þýðingu um skilning laga, þegar löggjafinn
hefir lýst yfir, hvað hann hafi meint. Sáeig-
inlegasti löggjafi í þessum lögum erum við
flutningsmennirnir, sem vorum 3, því frum-
varp okkar gekk að mestu óbreytt gegnum
þingið. Jeg hefi skýrt lýst yfir, hvað jeg heli
meint, og þykist vita það betur en aðrir; um
tilgang hinnar umræddu greinar fór hinn
annar flutningsmaður, framsögumaður síra A.
Ólafsson þessum orðum: «í 12. grein ræðir
um rjettindi hjeraðsfundar, í fyrri málsgrein-
iuni um tillögurjett hans, í hinni síðari um
samþykktar atkvæði hans». Alþt. 1879 II.
bls. 640. Hann segir ekki rjettindi hjeraðs-
nefndarmawwa, því hann þekkir ekki aðra hjer-
aðsnefndarmenn en þá, sem eru á fundi. Einn
þingmaður kom með þá breytingartill., að fyr-
ir «meiri hluta» komi f, og hann rökstuddi
það með þessum orðum: «af því að mjer
þykir œtíð vafasamt, þegar um er að ræða