Ísafold - 06.04.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.04.1889, Blaðsíða 3
111 Gagnfræðakennsla í Reykjavík eða í Flensborg? Svar til hr. slcólastjóra Jóns pórarinssonar. Ut af því í grein hr. J. |>. í Isafold 23. jan. 1889, sem höf. beinir að mjer, skal jeg geta þess, að það gleður mig að heyra, að fleiri en 2 unglingar hafa gengið á alþýðu- skólann í Flensborg í fyrra vetur, því að jeg óska, eins og hinn heiðr. höf., að skólar vorir geti orðið sem flestum að liði. Hins vegar má höf. vera mjer þakklátur fyrir það, að jeg skyldi geta um þetta í formála bæklings míns »Um menningarskóla»; því að þá fjekk hann tækifæri til þess að leiðrjetta það. jpess skal og getið, að þetta hefir eigi orsakazt af skakkri eptirtekt frá minni hálfu, og að hlut- aðeigandi kandídat sagði mjer það optar en einu sinni og nefndi sinn sögumann ; þar sem hann er nákunnugur skólanum, og engin á- stæða var til þess að rengja hlutaðeiganda, tók jeg það trúanlegt. Hinar aðfinningar höf. eru aptur á móti báðar byggðar á rnisskilningi, og mun hann sjálfur sjá það, ef hann vill gera sjer grein fyrir því, hvað aðrar menntaðar þjóðir kalla al- þýðu- og gagnfræðaskóla, en það hafði jeg í huga^ er jeg var svo djarfur að kalla »al- þýðuskólann og gagnfræðaskólann í Flens- borg» bekk úr alþýðuskóla, eins og jeg bendi á til samanburðar hjá Dönum. (Um menningar- skóla, bls. 4 neðanmáls). Ganfræðaskólar í ýmsum menntuðum lönd- um Evrópu eru venjulega 6 bekkir; sumar- leyfið þetta einn mánuður (hjer í Danmörk 6 vikur), en í Flensborg 6—sex mánuðir (sbr. 6. gr. reglug. fyrir alþýðusk. og gagnfræða- skóla í Flensborg, Stjórnartíðindi 1882 B, bls. 125—7), og þar sem Flensborgarskólinn er 2 bekkir í 6 mánuði, að jólaleyfinu meðtöldu, verður það að eins 12 mánuðir eða eins árs nám fyrir þá, sem eru 2 vetur í skólanum, sinn veturinn í hvorum bekk, eða lj-U- úr bekk í alþýðu- eða gagnfræðaskólum erlendis, °g -J- úr bekk raeð 9 mánaða skólaári; og skemrnra má það ekki vera í gagnfræða- og menningarskólum vorum, eins og jeg hef sýnt fram á í bækling mínum, ef skólarnir eiga að geta staðið í því sarnbandi hver við annan, sem nauðsynlegt er. 5. gr. reglug. skólans, sem jeg og hafði fyrir mjer, skipar eigi, að ávallt sjeu 2 bekkir í alþýðu- og gagnfræðaskólanum, enda væri líklega eigi-gott að koma því við, þegar læri- sveinarnir eru mjög ÍEáir, en börnin í barna- skólanum margfalt fleiri, og kennararnir 3 við báða skólana. Eptir þessu og því, sem cand. theol. Jóh. Sigfússon, hinn góðkunni kennari við Flens- borgarskólann, var svo velviljaður að segja mjer 1886 um skólann, einkum frá aðsókn hans og fyrirkomulagi þá um veturinn, var eigi gott að sjá þá, að það væri meira að jafnaði en sem svaraði einum bekk úr al- þýðu eða gagnfræða við barnaskólann í Flens- borg. Eptir reglugjörð skólans að dæma er það og fullkomlega rjett hjá mjer, »að skólaveran er óákveðin og ekkert ákveðið burtfararpróf» (sbr. Menningarskóla bls. 70). þ>ar er hvergi ákveðin skóla-veran, og »burtfararpróf» er þar ekki nefnt. Skóla-arið er ákveðið, og gert Svo dæmalaust stutt; annað próf en miðs- vetrarpróf og árspróf er þai' ekki nefnt. það eru ekki einu sinni ákveðnar eða nefndar neinar einkunnir fyrir reglulegt burtfararpróf, eins og gert er í báðum reglugjörðum Möðru- vallaskólans. Ef höf. ber saman reglugjörð Möðruvallaskólans og Flensborgarskólans, get- ur hann sjeð muninn, og að í þessu tvennu er Flensb.skólinn líkastur kvennaskólanum, þar sem nemendurnir taka eigi annað full- komnara próf en árspróf, og ekki einu sinni það allar. I annan stað getur Flensb.skólinn eigi iafuast á við þá nje heldur barnaskól- ann í Reykjavík og Mýrarhvisum, er til skóla- ársins kemur ; en vonandi er, að höf. reyni að ráða bót á því. Svo stutt skólaár gerir ekki annað en að efla hjá almenningi þá skökku skoðun, að menn geti orðið allvel menntaðir á einum vetri, á fáeinum mánuð- um, og svo, er það kemur upp úr kafinu, að nemendurnir hafa eigi orðið það, þá er skuld- inni optast skellt á skólana, og þeir kallaðir ónýtir. Jeg skal fúslega játa, að jeg er eigi mjög kunnugur aðsókn og innra fyrirkomulagi Flens- borgarskólans; og hvernig ætti jeg að vera það ? Flensb.skólinn hefir eigi átt því láni að fagna, að skýrslur um hann hafi að nokkr- um mun verið birtar í blöðunum. Frá kvenna- skólunum fá menn þó venjulega að sjá »skóla- röð». En fæstir eiga aðgang að öðru en því, sem prentað er og fæst keypt. —- Vilji menn vita eitthvað meira, kostar það bæði mikiun tíma og fyrirhöfn. Hins vegar er jeg Flens- borgarskólanum nógu kunnugur til þess, að sjá, að það er miklu hagfeldara fyrir landið, að gagnfræðakennsla sje í Reykjavík í sam- bandi við lærða skólann (sbr. Um menning- arskóla), en að fara að koma upp gagn- fræðaskóla í Flensborg; og það er þetta, sem er aðalatriðið, og sem okkur höf. greinir á um. Höf. hefir lieldur aldrei leitt rök að því, að hagfeldara sje að hafa gagnfræðaskóla í Flensborg en í Rvík, og meðan hann gerir það eigi, fær hann tæplega marga á sitt mál. Annað mál er það, að gagnfræðakennsla í Flensborg er eigi óþörf, á meðan engin er í Reykjavík. það hefir hingað til verið fjarskalegt stefnu- leysi í skólamálinu ; það hefir verið byrjað á sumu í hálfgerðri blindni. Að sýna fram á það, var nauðsynlegt; því að svo virtist, sem sumum þætti sjálfsagt að halda áfram lengra í blindni, t. a. m. að koma á stofn kennara- skóla í Flensborg. það er svo sem sjálf- sagt, að Flensborg er mikið menntaból; en höf. verður að gæta að því, hve hægra það er fyrir almenning að nota skóla í Reykja- vík en í Flensborg, að gagnfræðakennsla f Reykjavík í sambandi við lærða skólann hefir mjög lítinn kostnaðarauka í för með sjer fyrir landið, að lærði skólinn getur ráðið til sín bezta kennara landsins, og fengið t. a. m. beztu kennarann frá Flensborg, ef hann vill; en það getur Flensborgarskólinn ekki, o. s. frv. Annars er jeg mjög þakklátur kennurun- um í Flensborg fyrir þann áhuga, sem þeir hafa á kennslumálum vorum ; þeir eiga, á- samt Ögmundi Sigurðssyni, þakkir skilið fyrir tímaritið sitt litla; en jeg vil sjerstaklega biðja hinn heiðraða höf. og skólastjóra, að líta dálítið betur út fyrir Hafnarfjörð og Garðahverfið, og taka tillit til alls landsins. Kaupmannahöfn, 21, febr. 1889. Boai Tii. Melsteð. > JlL GAGNS OG GAMANS. Ný aðferð til að strokka smjör. Sænskur vinnumaður, C. A. Johansson að nafni, hefur í vetur fundið upp nýja aðferð til þess að ná smjörinu úr nýmjólkinni undir eins, án þess að láta hana standa neitt.. Hann hafði unnið á mjólkurbúi (Meieri), þar sem undanrenningin var síuð frá rjómanum með miðflótta-afli (með áhöldum, sem kölluð eru centrifúgar). það er farið að tíðkast mjög í útlöndum, að greina þannig rjómann frá undanrenning- unni, að mjólkinni er hellt í ker, sem snýst mjög ótt um ás í miðju kerinu, en á kerinu eru smáholur, eins og á síu; þegar kerið snýst, slengist það, sem þyngst er (undan- renningin) langt út frá ásnum, en það, sem Ijettara er (rjóminn), verður eptir. Með þessu móti leitar undanrenningin út um hol- urnar á kerinu. Eru áhöld þessi kölluð miðflótta-áhöld eða centrifúgar. Sá annmarki hefir þó verið á aðferð þess- ari, að rjóminn þjappast svo fast saman, að hann heldur eptir í sjer dálitlu af undan- renningunni, sem ekki kemst út að holunum. Til þess að gjöra við þessum agnúa, hefir Johansson hugkvæmzt, að hafa valtara úr vír niðri í kerinu, og festa hann við lokið á því á þann hátt, að hann slengist út og inn í kerinu. |»egar kerið snýst, klífur vírinn rjómann og gjörir þannig göng fyrir undan- renninguna. þegar þá fituefnið í mjólkinni er orðið laust við öll önnur efni, er það orðið að smjöri; er það látið síga niður um op í botninum á kerinu, og er þá ekki annað eptir en að kæla það og hnoða, eins og vandi er til að gjöra. Að breyta mó í steinkol. 1 Rússlandi er nýlega fundin aðferð til þess að breyta mó í kol. |>ykir þetta harla mikilsvert, þar eð mór er þar mjög mikill í jörðu. Stjórnin hefur látið rannsaka aðferð- ina og reyna kolin í járnbrautarvögnum og í verksmiðjum, og er mælt að þau hafi alstaðar þótt mikið góð. þau eru lítið eitt hitaminni en ensk kol, en hitameiri en viður. þann kost hafa þau, fram yfir venjuleg steinkol, að í þeim er mjög lítið af brennisteini, en hann skemmir járnið í ofnunum. Af aflabrögðum er hið sama að frjetta og síðast. Allgóður afli í Garðsjó og Leiru- sjó, en þó nokkuð misjafn, nálega allur fisk- urinn mjög rýr og magur, varla nokkur lifur hirðandi. Hjeðan ekki róið til Sviðs hina síðustu daga, enda varla fiskvart síðast er reynt var, og sama var að frjetta af Akranesi um miðja þessa viku. —Frakkneskt fiskiskip kom hjer 3. þ. mán., hafði það fengið nál. 4 þús. frá því það kom ’til landsins, og mest af því á 100—120 faðma dýpi um 5 mílur suður af Eyrarbakka. Ljet lítið yfir afla. annarsstaðar. Innlend þilskip hafa verið vestur í Garðsjó þessa viku, en óvíst hve mikið þau hafa aflað eða hvort það hefur nokkuð verið. Að sunnan er skrifað 3. þ. m.: «Aflabrögð voru hjer fremur lífleg seinni hluta marz- mánaðar á ýsulóðir og haldfæri; en seinast, þegar róið var, leit helzt út fyrir, að fiskur- inn væri farinn að hörfa aptur til djúps undan lóðamergðinni. Menn tóku sig að vísu saman um það, seint og síðar meir, að hætta við ýsulóðir; en þau samtök náðu ekki nema

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.