Ísafold - 06.04.1889, Qupperneq 4
112
yfir Strönd og Njarðvíkur. Brátt sýndi það
sig samt, að engin þörf var á að brúka lóðir;
því þeir, sem með haldfærin voru, öfluðu
engu miður á þau, en hinir á lóðirnar ; en
vaninn er svo ríkur hjá sumum sjómönnum,
að þeir hugsa að þeir geti ekki fengið fisk á
annað veiðarfæri en lóðir, þó þeir sjái og
viðurkenni, að það sje hættuleg veiðiaðferð
og miði ekki til þess, að tryggja sjer fiski-
göngurnar.
I þorskanet hefur sárlítill afli fengizt til
þessa, enda hafa fáir lagt net að nokkrum
mun enn».
Austur í Mýrdal var sagður dágóður afii
um síðustu mánaðamót, hátt á 2. hundrað.
í Vestmannaeyjum lítið um afla. I Land-
eyjum 30 í hlut mest.
Verzlunarskýrslur fyrir árin 1886 og
1887 eru nýlega út komnar í Stjórnartíðind-
unum.
Heldur er það ánægjulegt en hitt, að sjá þar
hina miklu rýrnun á aðflutningi áfengra drykkja,
meiri en nokkur dæmi eru til áður hjer á landi.
það hefir árið 1887 ekki flutzt til lands-
ins af brennivíni og vínanda nærri því helm-
ingur á við það, sem fluttist 3 árum áður,
eða tæplega 150,000 pottar 1887, í stað rúmra
340,000 potta árið 1884.
Fyrir 5 síðust árin, sem skýrslur ná yfir,
er samanburður þessi á aðflutningi brennivíns
og vínanda:
Ár 1883 . . . 322,380 pottar
— 1884 . . . 342,654 —
— 1885 . . . 250,562 —
— 1886 . . . 165,517 —
— 1887 . . . 149,893 —
Aðflutningur á öðrum vínföngum hefir og
minnkað að sama skapi og meira en það :
þokazt úr 72,000 pottum árið 1885 niður í
27,000 árið eptir (1886) og 26,000 árið þar á
eptir (1887).—Bara að ekki sje eitthvað bog-
ið við framtalið (tollsvik ?) ; það er óskiljan-
legt hrun þetta allt í einu á einu ári, um
nærri því f.
Af öli fluttist til landsins 106,000 potta árið
1885, en ekki nema 43,500 árið eptir, og
60,000 árið 1887.
Aptur hefir aðflutningur óáfengra drykkja
aukizt nokkuð, en ekki svo, að neitt kveði
að samt: er talinn hjer um bil 7^- þús. kr.
virði hvort árið, 1886 og 1887, eptir útsölu-
verði, en ekki nema 4 þús. kr. árið 1885; var
aptur um 6 þús. kr. á ári tvö árin þar á
undan.
Eðlilegar orsakir hinnar miklu þurðar í að-
flutningi áfengra drykkja er fyrst og fremst
hin öfluga bindindishreyfing, þar næst harð-
ærið (nyrðra), og loks það, að síldveiðaút-
vegur Norðmanna hjer við land lagðist niður
að mestu þessi ár, en hann hafði tekið vel
sinn hlut af brennivínseyðslunni.
Harðæri er það eflaust að þakka — eða
kenna —, fremur en nývaknaðri sparsemdar-
stefnu meðal almennings, að kaffieyðsla hefir
jafnframt minnkað stórum í landinu þessi ár,
eins og sjá má í þessum samanburði um að-
fiutning þeirrar vöru :
Ár Kaffibaunir Kaffirót m.m.
1883 pd. 544,766 245,547
1984 — 527,379 220,223
1885 — 600,603 211,584
1886 — 441,311 184,023
1887 — 350,675 217,729.
það er ekki lítil þurð, úr 812,000 pundum árið 1885 niður í 568,000 pund árið 1887. Meðfram stafar það sjálfsagt af hinni skyndi-
legu miklu verðhækkun, er varð á kaffinu árið
1887, eins og bent er á í athugasemdunum
við skýrslurnar.
Sykureyðsla hefir og verið lítið eitt minni
þessi árin en að undanförnu, rúm 1 milj. pd.
hvort árið, en um 1,200,000 á ári tvö árin
þar á undan.
það er líka harla einkenniiegt, hvað lítið
hefir flutzt til landsins af álnavöru þessi tvö I
ár, sem skýrslurnar ná yfir (1886 og 1887),
við það sem áður gerðist. f>að er fullur
helmings munur við það, sem var t. d. árin
1883 og 1884, hafi, sem líkindi eru til, verð-
ið verið heldur lægra síðari árin. Sá varn-
ingur nam um og yfir 400,000 kr. fyrri árm
(1883 og 1884), en ekki nema 190,000 kr.
árið 1886 og 228,000 árið 1887.
Með útflutning á síld stingur mjög í stúf
við það sem áður var : 11,000 tunnur árið
1886, og ekki nema rúmar 3000 tuunur 1887,
en nálægt 30,000 tunnur á ári árin 1884 og
1885.
Útflutningur lifandi penings hefir, eptir þvi
sem í skyrslunum segir, verið þanmg, að
tölu:
Ár Jtlross Sauðíjo
1883 ........ 3,753 9,532
1884 ........ 3,859 10,878
1885 ...... 2,061 31,542
1886 ........ 1,663 20,330
1887 ...........; 2,523 15,090
En þessar tölur eru ef til vill einna óá-
reiðanlegastar af öllum þeim misjafnlega á-
reiðanlegu tölum í landshagsskýrlum vorurn,
«með því það eru mestmegnis lausakaupmenn
er hrossa og sauðaverzlun reka, og þessari
verzlun er þannig háttað, að örðugt er íyrir
lögreglustjóra að hafa eptirlit með, að ekkj
skjótist undan stærn eða rninni hópar af fje
og hestum, sem engin skýrsla er gefinn
um».
Tala kaupmanna var árið 1887 á öllu land-
inu 112; þar af voru 38 útlendir.
Ekki nefna skýrslurnar nema 8—9 sveita-
verzlanir á öllu landinu þessi árin, og það
að eins í 5 sýslum. það er auðsjáanlega
ekkert að marka.
Mannalát. í verstöðunum syðra gengur
nú almennt megn og hættuleg taksótt með
lungnabólgu. Nokkrir eru þegar dánir og
allmargir liggja mjög hætt. þeirra nafn-
kenndastur, er dáið hafa, er Egill trjesmiður
Guðmundsson (Brandssonar alþingismarms),
bóndi á þórustöðum á Yatnsleysuströnd, gáfu-
maður og vel að sjer.
Nýlega er og dáinn Helgi bóndi Svein-
bjarnarson (Sveinbjarnarsonar prests að Stað-
arhrauni) á Hlíðarfæti í Borgarfirði.
SMÁSKAMMTALÆKNIN G AR. (Leiðr jetting).
Orðið „þessvegna11 i 42. línu að neðan í 1- dáliti í
síðasta blaói á að falla burt. þar sem stendur síðar
í greininni „vott 1240 sjúkdóma“, þá á það að \era:
„1240 sjúkdómseinkenni11.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Rorg. út i hönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir hröfu landsbankans að undangengnu
fjdrndmi þann 7. þ. m. verður J eða 2 hd.
117 áln. úr jörðinni Skálabrekku í pingvalla-
hreppi í Arnessýslu með öllu tilheyrandi seld
samkvcemt lögum 16. des. 1885 með hliðsjón
af opnu brjefi 22. apríl 1817 við 3 opinber
uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrif-
stofu Arnessýslu laugardagana 12. og 27. april
nœstkomandi, og hið 3. ásjálfri jörðinni laugard.
25. maí, til lúkningar veðskuld til Landsbank-
ans að upphceð 150 kr., auk vaxta og kostnaðar.
Tvö hin fyrstu uppboðin byrja kl. 12 (hádegi),
hið þriðja kl. 5 e. h. Uppboðsskilmálarnir
verða til sýnis á skrifstofu sýslunnar degi fyrir
fyrsta uppboðið, og verða birtir fyrirfram á upp-
boðsstaðnum.
Skrifstofu Arnessýslu 25. marz 1889.
St. Bjarnarson-
Skiptafundur
i dánarbúi Jóns sál. Jónssonar frá Reynisvatni
verður haldinn á skrifstofu minni laugardag-
inn hinn 13. aprílmán. nœstkom. kl. 12 á hád.
A fundi þessum mun tjeðu búi vœntanlega
verða skipt.
Skrifstofu Kjósar- og GruUbringusýsIu h. 30/s 1889.
Franz Siemsen.
i' f>ann 1. þ. m. þóknaðist drottni að burt
kalla hjeðan til betra lífs minn ástkæra
eiginmann,
Egil trjesmið Guðmundsson-
Jarðarförin fram fer, — að forfallalausu —
fimmtudaginn 11. p. m. þetta tilkynnist hjer
tneð fjærverandi ættingjum' og vinum okkar.
þórustöðum á Vatnsleysuströnd S. april 1889.
Olöf porsteinsdóttir.
Hjcr með fyrirbýð jeg öllunv, jafnt bcejar-
búum sem öðrum, að nota á nokkurn hátt,
hvort heldur til uppsáturs eða annars, eða hafa
nokkurn umgang um stakkstœði það, t-ilheyr-
andi verzlun P. C. Knudtzon & Söns, sem ligg-
ur við Hafnargötu, gagnvart barnaskólahúsinu,
og skora jeg á alla, sem eiga báta, trje eða
aðra muni liggjandi á tjeðu stakkstceði, að
taka þá tafárlaust burtu.
peir, sem brjóta bann þetta, geta átt von á
lögsókn til sekta og skaðabóta.
Reykjavík, 5. apríl 1889.
Lúdv. Hansen.
I Ð U N N. ~
Síðasti árgangurinn (1888) fæst keyptur á
afgreiðslustofu Isafoldar og hjá öðrum bók-
sölum bæði allur í einu lagi á 2 kr. og einn-
ig hvert heptið sjer (10 arka) á 1 kr.
Fyrra heptið af VII. árgangi (1889) kem-
ur bráðum út,—10 arkir eða þar um bil, á
1 kr. þar eru í ýmsar mjög fróðlegar og
skemmtilegar ritgjörðir.
hoingripasafniö opið hveru mvd. og Id. kl. 1—2
l.andshankinn opinn hvern virkan dag kl. I —2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
'söfnunarsjóðutinn opinn l. mánud. í
hverium mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- Veðurátt.
Aprll 1 3 O- ; c ; um hád. fm. em. fm em.
Mvd. 3. -4- 4 + 4 75h-9 759-5 O b O b
^ d. 4. -5- 3 + t 756 9 759 5 A h b A h b
Fsd. c Ld. 6. -7- 2 0 + 6 759.5 759-5 759-5 A h b A h b A h d
Hinn 3. var hjer logn og fagurt veður allan dag-
inn, síðan hefir verið hægur austankaldí og bjart veð-
ur þar til sfðari part h. 5. að fór lítið eitt að rigna
með hægð af austri, en stytti þegar upp aptur.
Ritstjóri Björn Jónason, cand. phil.
Rrcntsmiðja ísafoldar.