Ísafold - 01.05.1889, Qupperneq 1
Kemur út'á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 35.
Reykjavík, miðvikudaginn 1. maí.
1889.
Útlendar frjettir.
Khöín, 16. apríl 1889.
Yeðráttufab og stoemar. Vorið kalt held-
ur víðast, það af er, 1 norðurhluta álfu vorrar.
Nýlega miklir stormar meðfram austurströnd-
um Norður-Ameríku, eða í »Chesapeak»-flóan-
um, sem höfðu mikla skipskaða og önnur spell
í för með sjer.
16.—17. marz ógurlegt hafrótsveður á Sa-
moaeyjum (í Kyrrahafi í austur frá Norður-
Astralíu), sem auk annara skipa molbraut ð
herskip, tvö frá þýzkalandi og þrjú frá Norð-
ur-Ameríku. Óðastormuriun á útnorðan, en
skipin lágu við akkeri við Apín, bæ á útnorð-
urjaðri höfuðeyjarinnar (Opolú), og rak þau
þar upp á kurjelarif, ásamt þriðja og stærsta
skipi þjóðverja, freigátu, er Olga heitir ; en
hún komin á flot aptur, og til Sidney til að-
gerðar. Full mannbjörg af því skipi, en af
hinna liði fórust 95 manns, og Ameríkuskip-
anna 30—40. Ensk freigáta gat forðað sjer
á haf út.
Danmörií. þinginu slitið á löglegu skapa-
dægri, en þá var enn eptir þriðja umræða
fjárhagslaganna í landsþinginu. Allir játa, að
til lítils mundi koma að halda lengra, en hitt
er með sanni sagt, að fólksdeildin skammt-
aði þar hinni deildinni tímann úr hnefa, er
hún skyldi fjalla um frumvarpið tæplega
hálfan mánuð.—-Af 83 nýmælum stjórnarinn-
ar 36 rædd til lykta og samþykkt. I>ing-
menn báru upp 29 nýmæli, og af þeim 4 fram
gengin.
Kristján prinz, elzti son krónprinzins, hefir
nýlega gengið undir stúdentapróf, og þótti allt
vel takast.
Noregur. þingrimrnurnar tíðari en skyldi,
en stjórnin ber að eins hærra hlut í málum
fyrir fylgi hægri manna, og stundum ekki
skapraunalaust. Svo var fyrir skömmu, er
borið var upp að takmarka tölu erindreka
ríkjanna erlendis, eða hleypa niður útgjöld-
nnum til launanna. Tvær áskorunar-uppá-
stungur ræddar, báðar reyndar með varkárni
orðaðar, en Jóh. Sverdrúp vildi þá þekkjast,
sem ljettast og lauslegast tók á málinu. f>ar
var stjórnin beðin að íhuga.hverju hjer mætti á
flot fara. Askorunin var frá G. Stang, oddvita
hægrimanna. Bróðir hans og tveir aðrir ráð-
herranna voru honum hjer ósamdóma, og við
þetta varð Stang að orði: »Nú verð jeg þó að
spyrja, ekki eptir því, hvar Noregsstjórn sje,
en hvort hún sje til». Allt um það tók Jóh.
Sverdrúp við áskorunarorðum hægri manna.
Svíaríki. 1 neðri deild þingsins hefir verið
spurzt fyrir um, hvort nokkuð væri hæft í,
að Svíþjóð væri einkamálum bundin við þýzka-
land, ef ófrið bæri að höndum. Ráðherra
utanríkismálanna synjaði hjer svars. Sumum
leizt þetta grunsamt.
Nýmæli fram gengin á þingi Svía um kjör-
gengi kvenna í sveitastjórn og skóla.
England. Nú skal hlje á máli Parnells
og Ira til mánaðarloka, hvort sem það þá
verður upp tekið eða ekki. í lokaræðu sinni
lýsti Charles Bussel, verjandi þeirra, það
gjöreytt að öllu leyti. 800,000 kr. er þegar
skotið saman handa Parnell til að borga mála-
færslumönnum.
Kosningasigur Gladstonesliða á fjórum
stöðum, þar sem auð sæti skyldi skipa í neðri
málstofuna, ber vott um, að alþýðu manna
hefir orðið annars hugar við, þegar upp komst
um falsbrjefin, sem Times ljet ginnast á og
Torystjórnin líkast til hefir trúað á. Einn af
kjörstöðunum varí Lundúnum(Kensington), en
hjer varð undir bróðurson Salisbury lávarðar
(stjórnarforsetans), og frændi Balfours, ráðh.
Irlandsmála.
þeirrar nýungar má geta frá þinginu, að
einn fulltrúi Skota vakti máls á sjálfsforræði
Skotlands, ineð þingi fyrir hin sjerlegu mál
landsins. Málið fellt að vísu, og Gladstone
kvaðst ekki geta verið því meðmæltur að svo
stöddu, þar sem Skotar hefðu hugsað of lítið
um undirbúning þess, og mundu vart sinna
því svo enn, að framgöngu mætti vænta.
Hjer mál í salti, en eytt ekki.
þi’ZKALAND. Allmjög nií. um talað, að Vil-
hjálmur keisari ætli snemma í júní að leggja
af stað til Englands, og koma þar með sama
höfðingjabrag, sem var á ferðum hans í fyrra,
—með flotafylgd o. s. frv. þetta tekið fram
í þýzkum blöðum til að benda á, að hann
muni eiga þangað stórhöfðingjaerindi, heldur
en kynnisferðar til ömmu sinnar. TJm mörg
mikilvæg erindi talað : samheldi í Samoamál-
inu gagnvart Norður-Ameríku, samkomulag
og samvinnu í Zanzibar og víðar í Afríku —
og að freistað verði, að koma Englandi í
bandalag stórveldanna á meginlandinu, eða
að gjöra ferþætt friðarvjebönd álfu vorrar. Er
mælt, að Herbert Bismarck, sem nýlega hefir
heimsótt ráðherra Bretadrottningar, hafi, auk
þess að boða komu keisarans, lagt þau eða
önnur járn í eldinn í Lundiinum.
Om Samoamálið þinga bráðum í Berlín
fulltrúar Norður-Ameríku, Englands og þýzka-
lands. Fallizt hefir verið á uppástungu Bis-
marcks fursta, að hvert ríkjanna skuli að eins
halda eitt herskip á verði við eyjarnar, unz
fundinum er lokið.
26. marz var hjá Bismarck í boðí einvala-
lið þingsins prússneska. Hjer kom keisarinn
sjálfur, var þar í 4 stundir, og hafði tal af
sem flestum. Af orðum hans það hermt, að
honum þætti nýir tímar vísa sjer á þennan
nýlunduveg, viðtalsmót og nánari kynning
með konunginum og fulltrúum fólksins. Yið-
mót hans mjög lofað. Hann ljet mjög kunn-
ingjalega við Bismarck, og bað hann, þegar
staðið var upp frá borðum, að kveikja í píp-
unni sinni, sem hann væri vanur.
Frakkland. Mörg veðrin í lopti, sem fyr,
og ekki sýnt, hvenær staðviðri kemur í stjórn-
arfar Frakka. Forustumenn »föðurlandsvin-
anna», sem teljast meðal Boulangers-liða,
hafa verið fyrir dómi, en fengu að eins litlar
útlátasektir. En hjer er ekki öllu lokið, því
nú er öldungadeildin gerð að ríkissakadómi,
og á að prófa þær sakir og dæma, sem born-
ar eru og verða á Boulanger. Garpinum
sjálfum leizt ekki betur á blikuna en svo, að
hann strauk í dularbúningi frá Paris og hjelt
til Bryssels (2. þ. m.). Hann segist hafa
sloppið hjer rir »bófa og böðla» höndum, en
verkefni sitt og áform sje enn sem fyr, áð
frelsa undan þeim Frakkland sjálft. Bíti
hann sakir í dóminum, er enginn efi á, að
til fleiri mun taka af fylgismönnum hans eða
samblástursliðum. Sannfrjett kallað, að Bou-
langer sitji opt í ráðagerðum við Viktor Na-
póleon, keisaraefnið (son Napóleons keis-
arafrænda), og því er von, að mörgum þyki
það tortryggilegt, þegar hann kallar sig al-
huga vin og einasta bjargvætt þjóðveldisins
á Frakklandi. Annars óvíst talið, hve lengi
honum og vinurn hans helzt það uppi, að
hafa vistina í höfuðborg Belga til ráðabruggs
gegn stjórninni á Frakklandi, eða rjetcara
kallað: móti lögskipun ríkisins. — »Bíðum
haustdaga !» segir Boulanger og vinir hans,
»og þá skulu kosningarnar nýju skýfa afskræm-
isgoð þingstjórnarinnar af stalla, og þá mun
meginhluti fólksins snúa sjer að þeim, sem
kunna að gæta gagns þess og sæmda».
5. maí verður minningarhátíð lialdin í Ver-
sailles þess dags fyrir 100 árum. þá helgaði
þar Loðvík 16. stjettaþingið, sem síðar varð
að þjóðþingi (17. júní), þar sem fulltrúar
»þriðju stjettarinnar» hófu nýja lögsetning, og
byltingin mikla magnaðist til alls þess, er
henni fylgdi.—Daginn á eptir verður inngengt
á svæði alþjóðasýningarinnar, og þá stórhá-
tíð haldin. þar er turn reistur, sem gnæfir
yfir alla turna heimsins, eða er á hæð 478
álnir (7 hæðir Sívalaturnsins í Höfn). Baf-
segulljós hans bera birtu yfir allt svæðið og
mikinn hluta borgarinnar. Eiffels-turn heitir
hann, eptir yfirsmiðnum.
Nýlega (9. þ. m.) er látinn hinn nafntog-
aði frumefnafræðingur Chevreul, í París; hann
varð 103 ára að aldri.
Holland og Lúxemborg. A Hollandi er
sett bráðabirgðastjórn — fyrir henni Heem-
skerk (stjórnarforsetinn að undanförnu) —•
sökum sóttarfars konungs, þó honum verði
ljettara öðruhverju. Við þeirri stjórn í Lúx-
emborg hefir tekið Adolph hertogi af Nassau,
sem hjer er til erfða borinn. Hann er yfir
sjötugt, en Prússar tóku af honum land
(Nassau) og tign 1866, er hann gekktil banda-
lags við Austurríki. Eptir lát Hollandskon-
ung3 verður Lúxemborg sjálfstætt hertoga-
dæmi.
Rússland. Langt síðan að vísu, að bærði
á »nibílistum» Rússa, en nú er margt kvisað
um nýjar hreyfingar, þó bágt sje reiður á að
henda. það er þó sannfrjett, að lögreglan í
Zúrich f Sviss hafði hendur á ungum mönn-
um, — stúdentum, sem sagt var — frá Rúss-
landi, þar sem þeir sátu í leyniklefa og bjuggu
til nýjar morðvjelar, sem sendar skylduheim
og þar neytt. Fleiri sögur bornar Evrópu-
blöðum af ískyggilegum uppgötvunum í Pjec-
ursborg og víðar.
Nýlega hefir stjórnin í Pjetursborg boðið,
að lagakennsla skyldi eingöngu fara fram á
rússnesku við liáskólann í Dorpat. Amóta