Ísafold - 01.05.1889, Side 2

Ísafold - 01.05.1889, Side 2
187 vinarbragð við jpjóðverja í hjeruðunum við Eystrasalt, og það sem Prússastjórn leyfði sjer við germönsku frændurna í Sljesvík. Dunárlönd. í Serbiu allt enn í lagi eptir burtför Milans konungs, en þeirra vandi ekki lítill, sem með völdin fara, eða stjórnarþrenn- ingarinnar, þar sem Eistic, gamall vin Eússa, er fyrsta persóna, því Alslafavinir hafa hjer allar klær frammi að koma ráðum Eússa i fyrirrúmið. Forræðisnefndin hefir, að því er blöð segja, léyft hinum unga konungi (Alex- ander) að heimsækja móður sína á Eússlandi optsinnis á ári, en það á að vera gjört til þess að aptra henni frá vitjunarferð til Bel- grads. Konungurinn landlausi og konulausi (Milan) er tíðast á ferðum, nú til Jórsala, og hefir heimsótt soldán í Miklagarði, en svo sagt, að ht.nn eigi »ókvæmt víða» fyrir vestan fyrir skulda sakir. Ymsar um hann sögurnar, sem nærri má geta, og þær sumar sem koma koma við hjúskapinn, sem nú er slitinn. — í Rúmeníu er bróðurson Karls konungs, Fer- dínand prinz af Hohenzollern, tekinn til ríkis- erfða. í Búkarest nýlega ráðherraskipti, og sá fyrir ráðaneytinu nýja, sem Catargi heitir. Um hann sagt, að hann sje sem flestir lendir menn Eúmena og mikill partur bændanna, Eússum vilhugaður. Til þess ber með fleiru trúarneyti fólksins við Eússa. Norður-Ameríka. Til erindreka á ýmsum stöðum í Evrópu hafa þeir Harrison, forset- inn nýi, og Blaine, ráðh. utanríkismálanna, nefnt skörunga af blaðstjóraliði Bandaríkj- anna. Einn er sá, sem John Enander heitir, af sænsku ætterni, er koma skal í stað An- dersons í Kaupmannahöfn. Sem kunnugt er, bola ýms nýmæli Sín- lendinga frá bólfestu í Bandaríkjunum, og er af þessu rígur risinn með stríðara móti, og nú er vakið máls á í blöðum Sínlendinga, að vísa á burt þar eystra úr umboðum og þjónustu öllum raönnum frá Norður- Ameríku. Nýtt og auðugt gullnámssvæði uppgötvað í Suður-Kaliforníu, þar sem Los Angelos heitir. Afríka. Dáinn er Jóhannes Abessiníukeis- ari, og hafði bana af sárum, er hann fjekk í orustu við hersveitir falsspámannsins. Me- melek, konungur í Schoa, ætla menn sæki nú til tignar og valda, sem fyrrum, er hinn varð hlutskarpari. Við því er búizt, að ítalir færi sig nú upp á skaptið, og reyna að ná vild- ari stöðvum en þeir hafa að svo stöddu í Massovah. Frá Stanley. Brjef nú frá honum komin, dags. 4. sept. árið sem leið við Arúvímí vest- ur frá, eða nærri þeim slóðum, er hann lagði af stað frá 28. júní 1887. Auk þess aðbrjefin segja frá margkynjuðum uppgötvunum, t. d. ókönnuðu stórvatni, snætypptu fjalli, ýmsum náttúrukynstrum, dvergþjóð í skóglendinu mikla meðfram Arúvímí, sem vinnur á dýr- um og mönnum með eituryddum örfum, og fl. þess háttar, er hjer löng þrautarsaga aust- urferðarinnar — hún tók 160 daga — frá Jambugafossum til Albertsvatnsins (minna). J>ar fundust þeir Stanley og Emin pasja 29. apríl í fyrra. í Vaddai dvaldi Stanley hjá honum til 25. maí, og lagði þá af stað vest- ur aptur með nýtt fylgdarlið, hjelt aðra leið en fyr, og náði Bonalaya eptir 82 daga ferð, þar sem hann hafði látið eptir Bartelot heit- inn með varaliðið og meginbirgðirnar. Brjefin bera það af Emín, að hann sitji að lands- Btjórn í allgóðu gengi, og með drjúgan liðs- kost. Menn geta til, að þeir hafi ráðið ein- hver samtök með sjer, þó Stanley láti ekkert uppskátt. A nýja austurferð lagði hann fyrir 7 mánuðum, en af henni engar áreiðanlegar frjettir komnar. Annars búa þjóðverjar nú út mikla ferðarsveit vestur til Emins frá Zanzibar. Japan. Með svo mörgu öðru hafa Japans- menn nú tekið það eptir kristnum þjóðum, að gera sunnudaginn að sínum hvíldardegi. 18. apríl. Nýtt skiptjón hefir hent gufu- skipafjelagið »Thingvalla». 26. marz lagði á vesturför (til New-York) frá Cristianssand eitt af skipun þess — annað hinna nýju, »Danmark» kallað—, og voru þar innanborðs á 8. hundrað manna. þann 8. þ. m. sigldi (að vestan) enskt vesturfaraskip fram hjá þessu skipi, hjer um bil á miðri leið, lösk- uðu, bátalausu og hálfmarandi í kafi, en öll merki til, að gjörvöll skipshöfnin væri á burtu. Sökum sjávargangs varð hjer ekki af nánari rannsóknum. þessi fárfregn kom hingað þann 12. þ. m., en í dag um miðdegi ekkert enn frjett um forlög hins mikla mannsægs. Viðbætir. það frjettist á Englandi, að fólkinu af gufuskipinu »Danmark« hafði verið bjargað af öðru skipi, Missouri, er var á leið vestur um haf til New York. það kom við í Azoreyjum, og skyldi þar eptir hjer um bil helming af skipverjum af »Danmark«, en fór með hinn helminginn til New York. Slysið atvikaðist svo, að pípa sprakk í vjelinni, og beið vjelmeistari bana af; aðrir hjeldu allir lífi. »Missouri« varð að ryðja miklu af farmi sín- um útbyrðis til þess að geta komið skipbrots- mönnum fyrir. Boulanger var vísað á burt úr Belgíu 21. f. m., og ætlaði til Englands. þar mun hann eiga griðland, sem aðrir hans nótar að fornu og nýju. Fiskimannasjóður Kjalarnessþings. Af reiknigi sjóðs þessa fyrir 1888 og skila- grein fyrir samskotum til hans sama ár, sem hvorutveggja var birt í baði þessu nr. 15, 20. Febr. í vetur, hafa menn sjeð, að tilraun sú, sem stjóru sjóðsins gjörði í fyrra vetur, með tilstyrk margra góðra manna, til að auka sjóðinn með almennum samskotum í Kjalar- nessþingi, hefir borið æskilegan ávöxt. Sjóðn- um bættust á þennan hátt 1491 kr. 72 a.; styrkur úr sjóðnum til ekkna fiskimanna var hækkaður úr 200 kr. í 350 kr. en innstæðan aukin úr rúmum 5700 kr. til 7057 kr. Hin- ir sundurliðuðu samskotalistar, sem birtir hafa verið í nr. 16—25 þessa blaðs í vetur, sýna, hvern þátt hin einstöku byggðarlög og fiski- ver hafa tekið í samskotunum, og hve mikið hver einstakur hefir gefið. Af þeim má sjá, að með fáum undantekningum, sem vonandi er að framvegis jafnist, hafa undirtektirnar yfir höfuð verið mjög góðar og samskotin al- menn. Verið getur, að vjer enn eigum von á nokkrum tillögum frá liðna árinu, því að frá nokkrum þeirra manna, sem vjer sendum samskotalista og báðum liðsinnis, höfum vjer eigi fengið skýrslu um, hvað þeim hafi orðið ágengt. Jafnframt að vjér sjóðsins vegna kunnum safnendum og gefendum innilegustu þakkir, óskum vjer, að þeir, sem enn kynnu að eiga ógefna skýrslu um framlög til sjóðs- ins, vildu hið allra fyrsta senda hana til ann- ars hvors okkar undirskrJfaðra; sömuleiðis, að menn vildu láta okkur vita, ef greidd tillög væru eigi komin fram í hinum auglýstu list- um, svo að það geti orðið leiðrjett. Stjórn sjóðsins hefir ákveðið, að halda sam- skotatilraununum áfram, og falið okkur að birta áskorun í þá átt. Leyfum við okkur því að skora enn af nýju á alla góða menn í þessu hjeraði, að gefa gaum þessu nauðsynja- máli, og bæði láta sjálfir tillög af hendi rakna, og hvetja granna sína og sveitunga til hins sama. Eins og tekið var fram í áskorun þeirri, sem út var send í fyrra vetur, og sem nú á ný mun vera send í allar sveitir hjer- aðsins, er hugsun stjórnarnefndarmnar sú, að koma á, ef unnt væri, árlegum samskotum, því að einungis á þann hátt getur þessi þarflegi sjóður fengið þann viðgang og það. bolmagn, sem hatin þarf að hafa, til þess að geta veitt nokkurn árlegan styrk þurfandi ekkjum, og vera fær um að veita sjerstaka verulega hjálp pau ár, sem stór slys bera að höndum. Og við tökum það sjerstaklega fram, að með almennum og jöfnum tillögum, nokkrum fiskum af hverjum hlut á vetrar- og vorvertíð, sem engan þarf um að inuna, sfzt í góðum fiskiárum, eins og nú er, ætti að mega ná saman á ári hverju sjóðnum tit handa eigi minna en 2000 kr. Vjer megum ekki hætta framsókninni eða gefa oss hvíld, fyrri en sjóðurinn er orðinn svo öflugur, að- hann sje fær um að lijálpa að verulegummun öllum þeim munaðarleysingjum, sem missa menn sína eða feður í sjóinn við fiskiveiðar í þessu hjeraði. Væri höfuðstóllinn 20 þús. kr., yrðu árs- vextirnir um 800 kr., og er bersýnilegt, að með því fje mætti sjá mörgum fátækum ekkj- um sómasamlega borgið, og halda þeim frá sveit; þá gæti hjálpin orðið ferföld við það, sem hún hefir verið að undanförnu um mörg ár. Aður en mjög langt lfður, mun og sjóð- urinn eiga í vændum mjög verulega aukningu á höfuðstól sínum, þegar hann verður njót- andi «Jón Arnasonar legatsins», um 4000 kr. sem bæjarfulltrúi Jón Arnason ánafnaði sjóðn- um. Verður þessi sæmdarlega gjöf drjúgur styrkur til að efla sjóðinn, og væri æskilegt, að fleiri menn vildu feta fsporþessa heiðurs- manns, og ráðstafa á sama hátt eigum sínum eptir sinn dag; gætu slíkir menn átt það víst, að fje þeirra mundi á ókomnum tíma bera blessunarríka ávexti. þjer sjómenn í Kjalarnessþingi, víkizí nú aptur drengilega við þessu nauðsynjamáli; gef- ið sjóðnum 3 fiska eða fleiri af hverjum hlut á vetrarvertíð og á vorvertíð, og gleðjið með því þurfandi ekkjur og börn stjettarbræðra yðar. Sjáið til, að öll byggðarlögin verði að þessu sinni vel samtaka, og að enginn, sem drottinn gefur góðan afla úr sjó, skorist und- an að leggja sinn skerf í þessa guðskistu. Við vonum, að góðir menn muni til verða f öllum veiðistöðvum og byggðarlögum hjeraðs- ins, að taka að sjer forgöngu þessara sam- skota; að þeir, sem í fyrra reyndust góðir liðsmenn í þessu efni, muni og reynast það nú, og að þar sem samskot fórust fyrir í fyrra, muni þau ganga því greiðlegar og fús- legar í ár. Öll samskot og gjafalistar óskast á sfnum tíma send undirskrifuðum bæjarfó- geta sem gjaldkera sjóðsins eða sýslumann- inum í Hafnarfirði. í umboði stjórnarnefndar fiskimannasjóðsins í Kjalarnessþingi. Á sumardaginn fyrsta 1889. Hallgrímur Sveinsson. Halldór Daníelsson,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.