Ísafold - 04.05.1889, Blaðsíða 3
143
Landskjálpti- Á Eyrarbakka varð vart
við landskjálpta á þriðjudagskvöldið var 30.
april kl. 910. Fyrst vart við hægan aðdrag-
anda, er stóð svo sem 3 sekúndur; svo kom
aðalkippurinn, ekki nema einn, og stóð rúma
sekúndu. Hann var allsnarpur; húsgögn ljeku
sem á þræði, en færðust þó ekki úr stað.
Stefnan var frá austri-suðaustri til vesturs-
norðvesturs.
Prestaköll Síra Brynjólfur Gunnarsson,
fyrrum aðstoðarprestur á Útskálum, var í
gær settur til að þjóna Vestmannaeyjabrauðinu
fyrst um sinn.
Prestaskólakennari síra þórhallur Bjarnar-
son, fyrrum prófastur, hefir tekið að sjer að
þjóna dómkirkjubrauðinu fyrst um sinn, •—-
eptir að síra Hallgrímur Sveinsson fer utan
til að taka biskupsvígslu —, með aðstoð
emeritprests síra Stefáns Thorarenson.
Frjetzt hefir, að prestaskólakandídat Egg-
ert Pálsson (frá Sogni í Kjós) sje kosinn af
af söfnuðinum prestur að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð. I kjöri voru með honum síra
Brynjólfur Gunnarsson og síra Páll Pálsson í
í Júngmída. Aðrir sóttu eigi.
Aflabrögð. Alla þessa viku hefir verið
hjer austanstormur og því sjaldan gefið að
róa til Sviðs. enda. lítið um afla. j?ó reri
almenningur vestur á Svið í gær; en fengu
mjög lítið, að eins 10—12 í hlut hæst. Sama
er að segja um afla á grunnmiðum, að hann
er nú sem 3tendur injög lítill og misjafn; þó
hafa Kjalnesingar fengið 20—30 í hlut af
þorski upp undir Kjalarnestöngum.
A Akranesi var bezti afli, er síðast frjett-
izt og gæftir leyfðu.
1 Garði er hlutarhæð eptir vetrarvertíðina
3—9 hundruð, helmingur á lóðir, framan af;
hitt á færi, nú í 5 vikur. I Leiru líkur afli.
í Kefiavík miklu minna. í Vogum meðal-
hlutir 4 hundr.
Við Isafjarðardjúp ágætisafli, eptir því sem
frjettist með pósti.
Ekknasjóður drukknaðra manna
í Borgarfjarðarsýslu var aukinn í
Skaganum (Akranesi) árið sem leið (1888)
með líkum tillögum og fiskimannasjóð-
urinn í Kjalarnesþingi, sjá ísafold . þ. á.
Aformað og óskað var, að flestir sjómenn
gæfu 3 fiska af hlut, og eins af skipahlutum;
þannig gáfust frá 82 gefendum eða af 184
hlutum 535 fiskar, en þar voru þá á vetrar-
tíðinni 356 + 120 hlutir. Fyrir þennan fisk
og nokkrar krónur, er aðrir gáfu í peningum,
söfnuðust 156 kr., svo nú er sjóðurinn orð-
inn rúmar 1900 krónur. Loforð eru fengin
fyrir líkum samskotum á þessari vertíð, og
nu *tla menn í Innri-hreppnum að vera
með. — 17. apr. 1889. Hallgr. Jónsson.
AUGLÝSINGAR
i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Hjermeð er skorað á alla þd, sem telja til
skulda í dánarbui Guðjóns bónda Jónssonar á
Arnórstöðum í Barðastrandarhrejijri innan
iSarðastrandarsýslu, er andaðis 19. júli siðastl.,
að koma fram með kröfur sínar og sanna fyr-
%r skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða
fra siðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Barðastrandarsýslu 25. marz 1889.
A. L. E. Fischer.
Uppboðsauglýsing.
Eptir krófu Landsbankans i Beykjavílcog að
undangenginni fjárnámsgjörð 9. þ. m. verður J
jórðin Hagi í Barðastrandarhreppi innan
Barðastrandarsýslu, 20.7 hd. að dýrleika að
nýju mati, tilheyrandi herra Jósíasi Bjarna-
syni, með öllu sem eign þessari fylgir og fylgja
ber, með hliðsjón af fyrirmœlum í opnu brjefi
22. april 1817 og samkvcemt lögumlG. desem-
ber 1885 seld við 3 opinber uppboð, semhaldin
verða 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar 5. og 25.
júní nœstkomandi og hið 3. á eigninni sjálfn
12. júlí ncest á eptir, til lúkningar veðskuld að
upphað 3500 kr., auk va,xta og kostnaðar.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga,
og verða söluskilmálar fyrirfram birtir á upp-
boðsstöðunum.
Skrifstofu Barðastrandars., Geirseyri 10. april 1889.
A. L. E- Fischer.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans, og að undangeng-
inni fjárnámsgjörð hinn 4. þ. m. verða 16
hndr. 55 ál. úr jörðunni Harastöðum með
Harastaðakoti í Vindhœlishreppi hjer í sýslu,
ásamt tilheyrandi húsum, með hliðsjón af fyr-
irmcelum í opnu brjefi 22. apríl 1817 og sam-
kvcemt lögum 16. clesember 1885, seld við 3
opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu
á skrifstofu sýslunnar að Kornsá í Vatnsdal
laugardagana 22. júni og 6. júlí nœstkomandi,
en liið 3. á jörðunni sjálfri laugardaginn hinn
20. júli þ. á., til lúkningar veðskuld, að upp-
hœð 700 kr., auk vaxta og kostnaðar.
Kaupandi, sem greiðir áfallna og ógoldna
vexti af veðskuldinni, samt kostnað við fjár-
námið og söluna, getur fengið 15 ára frest með
afborgun á veðskuldinni gegn veði í jörðunni,
þannig, að auk vaxta verði greiddur TU i af-
borgun árlega.
Uppboðin byrja kl. 12 m.d. (á hádegi) fyr-
nefnda daga, og verða söluskilmálar birtir á
uppboðsstöðunum.
Slcrifstofu Húnavatnssýslu 20. apríl 1889.
Lárus Blöndal.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undangeng-
inni fjárnámsgjörð hinn 8. þ. m. verður jörð-
in Hrafnabjörg í Svínavatnshreppi hjer í sýslu,
23,8 hndr. að dýrteika, ásamt tilheyrandi
húsum, með hliðsjón af opnu brjefi 22. april
1817, og samkvæmt lögum 16. desember 1885
seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða,
2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kornsá
í Vatnsclal fimmtudagana 20. júm og 4. júlí
nœstkomandi, en hið 3. á jörðunni sjálfri
fimmtudaginn liinn 18. júli þ. á., til lúkning-
ar veðskuld, að upphœð 1500 kr., auk vaxta
og kostnaðar.
Kaupandi, sem greiðir áfallna og ógoldna
vexti af veðskulclinni, samt kostnað við fjár-
námið og söluna, getur fengið 15 ára frest með
afborgun á veðskuldinni, gegn veði i jörðunni,
þannig, að auk vaxta verði greiddur í af-
borgun árlega.
Uppboðin byrja kl. 12 m.d. (á hádegi) fyr-
nefnda daga, og verða söluskilmálar birtir á
uppboðsstöðunum.
Skrifstofu Húnavatnssýslu 20. apríl 1889.
Lárus Blöndal.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undangang-
inni fjárnámsgjiirð hinn 19. f. m. verður \
jörðin Syðn-Beykir í Ytri-Torfastaðahreppi
hjer í sýslu, sem öll er að dýrleika 16,3 hndr.,
ásamt tilheyrandi húsum, með hliðsjón af
fyrinncelum t opnu brjefi 22. apríl 1817
og samkvœmt lögum 16. desember 1885, seld
við 3 opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin
fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kornsá í
Vatnsdal fimmtudagana 13. og 27. júní nœst-
komandi, en hið 3. á jörðunni sjálfri fimmtu-
daginm hinn 11. jidí þ. á., til lúkningar veð-
skuld, að upphœð 447 kr. 75 a., auk vaxta
og kostnaðar.
Kaupandi, sem greiðir áfallna vexti af veð-
skuldinni, samt kostnað við fjárnámið og söl-
una, getur fengið 15 ára frest með afborgun
á veðskuldinni gegn veði í jörðunni, þannig, að
aulc vaxta verði greiddur ~15 1 afborgun árlega.
Uppboðin byrja kl. 12 m.d. (á liádegi) fyr-
nefnda daga, og verða söluskilmálar birtir á
uppboðss töðunum.
Skrifstofu Húnavatnssýslu 20. apríl 1889.
Lárus Blöndal.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undangeng-
inni fjárnámsgjörð hinn 8. þ. m. verður jörð-
in Ingjaldsstaðir í Helgástaðalireppi í ping-
eyarsýsln, 20 hndr. 7 ál. að dýrl., með öllu til-
heyrandi, seld samkvcemt lög. 16. des. 1885
með hliðsjón af opmc brjefi 22. apríl 1817, við
3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin
fyrstu á skrifstofu þingeyarsýslu þriðjudaginn
14. og föstudaginn 31. maí ncestkomandi., og
hið þriðja á jörðunni sjálfri föstudaginn 14.
júni nœstkomandi, til lúkningar veðskuld til
landsbankans, að upphceð kr. 1000, auk vaxta
og alls kostnaðar.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi ofannefncla
daga, söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu
sýslunnar, og fyrirfram birtir á uppboðs-
staðnum.
Skrifstofu þingeyarsýslu 15. apríl 1889.
B. Sveinsson.
Uppboðsauglýsing.
Fimmtudaginn hinn 16. þ. m. kl. 12 á há-
degi verður eptir beiðni frá Hans A. Guð-
mundssyni á Gufunesi við opinbert uppboð
samastaðar seld heyhlaða með járnþaki, timb-
ur úr bœjarhúsum, 30—40 œr, kýr, hestur
og annað fieira. Söluskilmálar verða birtir á
uppboðsstaðnum.
Skrifstofu K]ósar- og Gullbringusýslu 1. maí 1889.
Franz Siemsen.
Aðalnæturvörður
verður skipaður í Beykjavík frá 1. júní næst-
komandi. Launin eru 500 kr. á ári. Aðrar
upplýsingar um sýslan þessa verða veittar hjer
á skrifstofunni, og verða þeir sem vilja sœkja
um hana að senda hingað bónarbrjef sín fyrir
15. þ. m.
Bæjarfógetinn í Keykjavík 3. maí 1889.
Halldór Daníelsson.
Almennur safnaðarfundur
fyrir Beykjavíkursöfnuð verður haldinn í leik-
fimishúsi barnaskólans föstudag 10. maí, kl.
5, til þess að gjöra ákvörðun um, hvort söfn-
uðurinn vilji taka að sjer umsjón og fjár-
hald dómkirkjunnar. Prentað nefndarálit í því
máli verður lagt fram, og geta atkvæðisbærir
sóknarmenn vitjað þess hjá fjárhaldsmanni
kirkjunnar, síra Stefáni Thorarensen. Kosin
sóknarnefnd. Aríðandi, að fundurinn verði
sem bezt sóttur.
Hallgr. Sveinsson.
Um leið og eg hjer með læt mína heiðr-
uðu skiptavini vita, að eg nú með »Lauru»