Ísafold - 04.05.1889, Blaðsíða 1
Keraur út^á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(t04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlimánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 36.
Reykjavík, laugardaginn 4. mai.
1889.
Bindindishreyfingin um hinn mennt-
aða heim.
Eptirfarandi grein stendur í hinu
■danska vikublaði »Nutiden» nr. 12 1889. Af
því ein ástæðan fyrir mótspyrnu ýmsra hjer
á landi gegn bindindismálinu er sú, að þeir
alls enga hugmynd hafa um stöðu þessa máls
í útlöndum, og þess vegna ímynda sjer eða
láta í veðri vaka, að þessi hreyfing sje að
■eins sjervizku-kredda vtr »nokkrum mönnum
í Reykjavík», þá vil jeg biðja yður, herra rit-
stjóri, að taka greinina í blað yðar. það
gæti þó verið, að einhver reyndi til að hugsa
dálítið alvarlegar um málið á eptir, því van-
þekking á málefninu, skammsýni og barna-
skapur í allri rökleiðslu hefir hingað til ein-
kennt framkomu þeirra, er móti málinu hafa
ritað; en því fer betur, að þetta eru sjúk-
dómar, sem má lækna.
Rvík, 3. maí 1889.
Guðl. Guðmundsson.
»|>að var voða-óhóf, sem kom henni (bind-
indishreyfingunni) af stað, óhóf, sem kom upp
á ófriðartímum, eins og opt hefir átt sjer stað.
Stjórnin í Bandaríkjunum (í Ameríku) hafði
í blindni sinni og fáfræði tekið það vanhyggju-
ráð til þess að »hressa» dáta sína í volki
þeirra í frelsisstríðinu, að hún jós í þá brenni-
víni ótæpt. þetta leiddi til þess, að brenni-
vínsnautn fór þá almennt mjög vaxandi.
Af svipuðum ástæðum óx löngu síðar of-
drykkja í París stórum á skömmum tíma, en
þar hafði annars verið mjög lítið um hana.
Á þeim 8 mánuðum, er liðu frá því umsátin
um borgina byrjaði fyrst 1870 og til þe3s er
uppreistaróöldin leið undir lok vorið eptir, var
í París drukkið fimmfalt meira af á,fengum
drykkjum, en gjört hafði verið nokkurn tíma
•áður á heilu ári ; sá vani, sem borgarbúar
tóku þá upp, hefir síðar orðið svo ríkur í lífi
þjóðarinnar hversdagslega, að þess sjest enn
ljós vottur.
Brennivínsdrykkja Ameríkumanna í byrjun
■aldarinnar var svo mikil, að hún jafnvel tók
fram drykkjuskap vor Dana nú á tímum, og
■®r þó áfengisbrúkun vor orðin svo nafnfræg,
að hún hefir bakað Danmörku auknefnið:
»eitt af hinum þrem staupa-bandaríkjum» —
en það auknefni eiga þó Noregur og Svíþjóð
alls eigi skilið. Tíu eða tólf miljónir Ame-
ríkumanna drukku þá 300 miljónir potta af
brennivíni um árið. Útgjöld þjóðarinnar, er
stöfuðu af áfengisdrykkjum, voru talin ná-
lægt 250 miljónum króna. þjóðin ljek sjer
að þessu skaðræði með svo glaðværri fásinnu,
að á veitingahusspjöldunum mátti víða sjá
auglýsingar í þessum stíl:
»Hjer geta menn orðið vel kenndir fyrir 1
penny (7 aura), og rennandi-fullir fyrir 2pence.
Átenn fá að sofa úr sjer ókeypis ölæðið í veit-
ingastofunni».
þegar það svo vitnaðist af landshagsskýrsl-
um og öðrum opinherum skýrslum, að í
Bandaríkjunum væri 400,000 drykkjurútar, og
að nálægt 35,000 manns á ári fengi ofdrykkju-
æði (Delirium), þá var allt í einu sem almenn-
ingsálitið vaknaði við voudan draum.
I fyrstu voru gjörðar nokkrar reikular og
árangurslausar tilraunir til þess að koma á
»hófsemd»; en litlu síðar vakti það mikla ept-
irtekt hjá þjóðinni, að nokkrir einbeittir menn
gengu saman í fjelag, sem hafði að meginat-
riði sínu þá skoðun, að vínandi væri eitur,
sem eingöngu væri til tjóns, en aldrei til gagn-
semdar, drepsýki, er útrýma ætti úr mann-
fjelaginu á þann hátt, að allir hætti algjör-
lega að neyta hans.
þetta var árið 1827.
Nú eru nálægt 16—18 miljónir albindindis-
manna í Bandaríkjum. I 6 rikjunum cr vín-
andi fyrirboðinn, eins og aðrar eiturtegundir
hjer hjá oss. Meðal fjölda-margra af heima-
þjóðinni í Ameríku er algjörlega liætt að hafa
áfengisdrykki um hönd bæði hversdaglega og
í samsætum. það er nú talið tvímælalaust,
að fyrir aldarlokin næstu muni þann dag, er
forsetinn skal kosinn, lagt til liinnar miklu
þjóðarorustu um Bandarikin öll til þess að
fá lögleitt algjört bann gegn vínandadrykkj-
um í öllum þeim löndum, er lúta hinu fræga
»stjörnumerki».
Fjöldi af mestu ágætismönnum þjóðarinnar
hafa átt þátt í þessari hreifing. Lincoln for-
seti (1861—1865) fylgdi fast fram þessari
siðbót. þegar búið var að kjósa hann til
forseta, þá streymdu vinir hans til hans að
árna honum hamingju, eins og lög gjöra ráð
fyrir. Einhver hugul sál, sem eigi gat hugs-
að sjer þennan hátíðisdag rjettilega haldinn,
ef «hátíðaskálina» vantaði, kom blaöskellandi
með kampavínskörfu og raðaði hróðugur glös-
uuum á borðið. Lincoln gaf honum brosandi
bendingu um, að stinga hjá sjer flöskunum,
hellti sjálfur vatni á skálarnar og bað menn
drekka minni Bandaríkjanna «í hinum bezta
drykk, er væri til». Cleveland forseti var al-
bindindismaður, og Harrison liershöfðmgi
(kosinn nú fyrir skömmu Bandaríkja- for-
seti) hefir í mörg ár starfað röggsamlega að
útbreiðslu bindindis.
Kvennþjóðin hefir með miklu fylgi og at-
orku tekið þátt í bardaganum mót þessum
skaðræðis-ávana. þess eru mörg dæmi, að
konur í vesturríkjunum hafa farið á fætur
um miðjar nætur, meðan bændur þeirra stein-
sváfu, hafa klæðzt í föt þeirra, brugðið grímu
fyrir andlit sjer og barið að dyrum hjá vín-
sölum með marghleypu mannsins síns hlaðna
í hendinni. þegar svo vínsaliun kom til
dyra, grútsyfjaður og rotaður, gjöru margir
opnir skammbyssulásar og marghleypukjaptar
skjót umræðulok. Steinþegjandi varð hann
að bera allt sitt dót á vagn, sem var til taks,
og svo var honum fylgt stundum margar míl-
ur út í buskann. Að skilnaði var honum svo
gefið í skyn, að ef hann dirfðist optar að stíga
fæti sínum inn fyrir bæjarmörkin, þá mundi
hann fá fleiri blýkorn í búkinn er honum
mundi heilnæmt finnast.
í austurríkjunum beittu þær öðrum ráðum,
sem ekki áttu út af eins skylt við «Lynch
dómara», en gáfust þó allvel. í borg nokkurri
hafði drykkjuskapur farið svo í vöxt, að úr
hófi keyrði. Kvennþjóðin átti málfund um
þetta efni, og bruggaði mörg og stór ráð.
«Við skulum taka að okkur kvæntu karl-
mennina», sögðu konurnar og glottu kulda-
lega. «En hinir ókvæntu»? þær kunnu líka
tök á þeim.
Einn góðan veðurdag kváðu við bumhur um
öll stræti borgarinnar, og út þustu allar ung-
ar stúlkur í borginni, sem voru á giptingar-
aldri, ríkar og fátækar, fríðar og ófríðar. I
langri skrúðfylking gengu þær um öll stræti,
en fyrir þeim var borið merki og þetta rit-
að á:
«Vjer giptumst engum, sem cigi er albind-
indismaðuvn.
Nú varð uppi fótur og fit í allri í borginni.
A strætamótunum stóð stór hópur af ungum
karhnönnum og ljetu óspart fjúka háðglósur
og hnittinyrði. Allt í einu varð einn af hinum
hvatskeytustu snögglega svo stilltur; hann
fölnaði dálítið í framan og það eins og togn-
aði á andlitinu; hann umlaði eitthvað um, að
hann þyrfti að gjöra nokkuð, sem lægi á, og
flýtti sjer burt. Hann hafði sem sje tekið
eptir, að «húm var líka þarna í fylkingunni.
Svo fengu þeir hver af öðrum «forföll», af
svipuðum ástæðum, og loks voru ekki eptir
nema örfáir yfirgefnir «piparsveinar».
Um heimilis-búsifjar kvæntu karlmannanna
er ekkert skráð í þessari sögu ; en litlu eptir
þetta samþykktu borgarar bæjarins með
miklum atkvæðamun, að lögleiða algjört bann
gegn sölu og tilbúningi áfengisdrykkja innan
endimarka bæjarins, og frá þeim tíma hefur
líka meðal-aldur manna í borginni orðið lengri
og sjúkdómum og glæpum fækkað þar.
Frá Ameríku færðist svo bindindisbreifingin
innan skamms til Englands og þaðan til
hinna ensku lýðskylduríkja ; hjer verður svo
fyrst fyrir oss hinn mesti bindindis-postuli,
sem heimurinn hefir átt, «faðir Mathewn.
Theobald Mathew var fæddur á Irlandi 1790
og var prestur í Cork, góður klerkur og mikils
metinn fyrir ljúfmennsku og nafntogaður fyrir
mælsku sína. Hann hafði í mörg ár látið
bindishreifinguna afskiptalausa, þangað til
einn af kunningjum hans sagði einu sinni
við hann :
«Hugsaðu um, hvað miklu góðu þú getur
til vegar komið með því að starfa að út-
breiðslu bindindis».
Hann hugleiddi svo rnálið og skrifaði litlu
síðar undir bindindisheitið með þeim orðum:
«þótt jeg gæti ekki bjargað nema alls einum
einasta manni, þá væri það næsta mikils-
vert».
þetta var 1838.
það, sem lijer fer á eptir, líkist fremur
ævintýri en sönnum viðburðum. Hann hjelt
fundi tvisvar á viku og fólk streymdi á fund-
ina. Eptir 8 mánuði höfðu 158,000 manna
skrifað undir bindindisheitið á fundum hans.
Nafn hans og orðstír flaug um allt Ír-
land. Svo fór hann til Limerick og talaði
þar á fjölsóttum fundum í 4 daga. það voru
bændur af vestanverðu írlandi, er þar söfn-
uðust að honum; á þessum 4 dögum unnu