Ísafold - 08.05.1889, Síða 1
K.emur út'á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 37.
Reykjavík, miðvikudaginn 8. maí.
1889.
í s a f o 1 (1.
NÝIR KAUPENDUR geta fengið ísafold
frá næsta júlíbyrjun til ársloka þ. á., fyrir
2 kr. |>að verða 52 númer alls, og með því
að brotið er talsvert stærra en á öðrum inn-
lendum blöðum, þá er þessi hdlfi árgangur
talsvert meira mál en lieill árgangur af öðr-
Um blöðum hjer á landi, sem kosta allt að
4 kr. ísafold er sem sje meira en helmingi
'ódýrari en nokkurt innlent blað annað.
J>ar að auki fá nýir kaupendur með þess-
um hálfa árgangi, um loið og þeir borga hann,
ókeypis og kostnaðarlaust sent
Sögusafn ísafoldar
þetta ár sjerprentað, í bókarformi, — það
sem út verður komið 1. júlí þá þegar, en hitt við
árslok. Sögusafn þetta verður 300—400 bls.
Ókeypis 300—400 b!s.
í kaupbæti á blað, sem fæst fyrir minna en
hálfvirði, í satnanburði við önnur blöð hjer,
ísafold er hið eina íslenzka blað, sem
kemur út tvisvar i viku, allt árið, 104 blöð
alls, og kostar 4 kr. innanlands, er borgist
fyrir miðjan júlimánuð, erlendis 5 kr. fyrir
fram.
Hálfur árgangur, 52 númer, á 2 kr.
K3=’ Nýir kaupendur gefi sig fram sem
fyrst, annaðhvort við útgefandann eða við
útsölumenn blaðsins víðs vegar um land.
Gufubátsmálið.
Málið um gufubátsferðir um Faxaflóa m.
m., er hreyft var í Jsafold um daginn, er nú
orðið efst á dagskrá hjer í höfuðstaðnum og
mun jafnvel ríkt f huga almennings í nær-
sveitunum llka. það sýnir, að hjer er um á-
þreifanlega almenningsheill að tefla, og er
jafnframt gleðilegur vottur þess, að hjer geta
menn þó sinnt öðru en hinum og þessum
bæjarlífshjegóma, eða umfram hitt, að bauka
hver í sínu horni.
Samt er óvíst, hvort nokkur verulegur
rekspölur hefði nú komizt á málið, ef ekki
hefði vakizt upp utanbæjarmaður, síra Jens
Pálsson, ötull og fjörmikill framfaramaður, til
að koma verklegri hreyfingu á það.
J>að er skiljanlegt, að hann, hinn nýi
prestur að Utskálum í Garði, einhverju hinu
mesta fiskisældarplássi á landinu, fyndi brátt til
þess öðrum fremur, hve óbærilegan hnekki
samgönguleysið gjörír, ekki sízt í veltiári,
þegar nóg er að starfa og hver stund er dýr-
mæt, — allur vinuusparnaður og hægðarauki
dýrmætur. Hann mun hafa haft gufubáts-
málið í huga lengi nokkuð, og hefir tekið sig
til í haust er var með að reyna að útvega
sjer ýmsar skýringar því viðvíkjandi, utan-
iands og innan, í því skyní að koma ein-
hverju áleiðis í þá átt. Jafnframt hefir hann
og þeir fjelagar, |>órður læknir Thoroddsen í
Keflavík, skrifazt á í vetur um málið við
ýmsa málsmetandi menn í öðrum hjeruðum,
þar sem einhver áhugi í líka átt hefir gjört
vart við sig, svo sem einkum við Isafjarðar-
djúp. Eyrir nokkrum dögum kom hann hing-
að til bæjarins í því skyni að koma hjer á
stofn einhverjum vísi til hlutafjelags, er tæki
að sjer að koma á og lialda uppi reglulegum
gufubátsferðum meðfram vesturströnd lands-
ins, frá Faxaflóa til Isafjarðardjúps, að báð-
um fjörðum meðtöldum. Hann boðaði síðan
ýmsa embættismenn og kaupmenn bæjarins
o. fl. til fundar í fyrra kvöld, og hafði skýrt
þeim um leið frá aðalhugmynd sinni um
málið, með prentuðu blaði, á þessa leið:
»Til athugunar um gufubáts-málið.
I. Tilgangur.
1. Að greiða þeim meginstraum verzlunar-
innar, sem frá mörkuðunum í útlöndum
streymir til Reykjavikur, eðlilegt og frjálst
rennsli frá höfuðstað og hjarta landsins
xit um hjeröð og sveitir, og jafnframt
greiða innlendri sveita- og sjávarvöru
hagfellda leið til aðalmarkaða suður- og
vesturlands, Reykjavíkur og Isafjarðar.
2. Að tengja saman hin ýmsu hjeröð og
sveitir með því að greiða fyrir mannferðum
og verzlun með innlendar afurðir; og
3. 1 öllum greinum að bæta hið ómetanlega
og líttbærilega böl, sem samgönguleysið,
eða mikill skortur samgangna veldur í
verzlun, búnaði og öllum atvinnugreinum.
II. Ferðasvæði.
Hið fyrirhugaða ferðasvæði gufuskipsins er
vesturströnd Islands, sunnan frá Reykjánesi
og vestur að Rit norðan ísafjarðardjiips.
Kostir þessa ferðasvæðis eru þessir ;
1. Hafís tálmar eigi ferðum skipsins.
2. Hafnir eru nægar og góðar og ströndin
mjög vogskorin.
3. Reykjavík, Isafjörður og 7 sýslur landsins
háfa bein afnot af skipinu; en á svæði
þessu öllu eru samtals um 27,000 íbúar,
eða f hlutar allra Islendinga.
4. I mannfjöldanum og verzlunar-magninu,
(einkum Reykjavíkur og Isafjarðar), og
mismun búnaðar og afurða í hjeruðum
' þeim, er skipið geta notað, ór fólgin trygg-
ing fyrir því, að mjög miklir og marg-
breyttir flutningar hljóti að bjóðast skipinu
á þessari strönd, fremur en á nokkurri
annari jafnlangri strönd á Islandi.
III. Áœtlað verkefni.
1. Vöruflutningar útlendrar og innlendrar
verzlunarvöru frá vörubúrum (magazinum)
kaupmanna og að þeim.
2. Vöruflutningar innlendrar matvöru (kjöts,
feitmetis, skreiðar o. fl.) til markaða, sem
myndast meiri og minni á öllum komu-
stöðvum skiþsins.
3. Flutningur innlendrar iðnaðarvöru, svo sem
skófatnaðar, smíðisgripa, vaðmála o. fl.
4. Mannflutningar, t. d. vermanna, kaupa-
fólks, skólapilta og þingmanna að vestan,
auk annara ferðamanna, innlendra og út-
lendra.
5. Póstflutningur til vesturlands og þaðan
aptur.
6. Vöruflutningur milli íslands og annara
landa í viðlögum, eða jafnvel erlendis, þá
er skipið annaðhvort ætti erindi til út-
landa, eða á þeim tíma árs, er skortur
yrði á flutningum heima fyrir.
IV. Kostnaður.
Samkvæmt skýrslum, sem hr. ingenieur
N. Hovdenak hefur af mestu’alúð og velvild
og með mikilli fyrirhöfn og nákvæmni útvegað
hjá áreiðanlegustu mönnum f Noregi sunnan-
verðum, er þess konar mál hafa með höndum,
verður kostnaðurinn í allra mesta lagi þessi.
A. Aætlað af Hovdenak :
1. Gufuskip, að stærð 100 tons brutto, en 70
netto, með káetuplássi handa meira en 10
farþegum, gott sjóskip, haffært, traust,
kostar nýsmíðað............... 50,000 kr.
2. Vátrygging 9—10’/» af verðinu 5,000 —
3. Mannahald, viðhald skips og
áhalda, kol og Ijós o.s.frv.
60 kr. á dag; 300 ferðadagar á
ári gjöra..................... 18,000 —
B. Enn fremur áætlað :
4. Laun strandferðastjórans (For-
retningsförerens) 3000 kr. föst
-f 2°/» af brutto-ágóða, áætlað
700 kr.......................... 3,700 —
5. Óviss útgjöld og ófyrirsjáanleg 300 —
6. Rentur og afborgun af skips-
verðinu Gfi..................... 3,000 —
• 80,000 kr.
Hinn árlegi kostnaður verður eptir þessari
áætlun alls 30,000 krónur; en þess er að
gæta, að þótt vátryggingin yrði svona afar-
dýr fyrst í stað, hlyti hún brátt að lækka í
verði.
Herra Hovdenak gjörir ráð fyrir, að skip-
stjóri fái í laun 100 krónur um mánuðinn,
auk 4°/° af bruttotekjum, og fæði ókeypis á
skipinu; getur hann þess, að duglegur skip-
stjóri ætlist til þess að fá alls og alls 2000
krónur í laun auk ókeypis fæðis á skipi. —
5 menn telur hann þurfa auk skipstjóra.
V. Vœntanlegar tekjur og sjcrstök hlunnindi.
1. Um arðinn af ferðum skipsins, flutnings-
gjald og farþega m. m., er ekki hægt að
gjöra neina rökstudda áætlun. Að eins
má nefna svo sem dæmi til skýringar, að
væri skip á þessari stærð látið vera í för-
um milli íslands og Skotland allt árið,
nema 2 miðsvetrarmánuðina, og því ætl-
aðir 15 dagar til hverrar ferðar fram og
aptur, þ. e. 20ferðir á ári, þá fengist upp
úr því um 29,000 kr. í flutningsgjald, ef
það flytti út fisk, og inn aptur salt og
kol og kornvörur, að þriðjungi hverja vöru-
tegund, sem sje með því að reikna flutn-
ingsgjaldið eins og með póstskipinu 16 kr.
pr. ton af fiski, 134 kr. af kolum og salti,
og 18 kr. af korni. Eru í þessum reikningi
samt ætluð 24 tons (af 70) til kolaforða
fyrir skipið í hverri ferð. Væri svo aðeins
gert ráð fyrir 3 farþegum í hverri ferð
fram og aptur, og fargjaldið haft talsvert
Iægraenmeð póstskipunum, eða 100 kr. fram