Ísafold - 18.05.1889, Page 1
Kemur ót á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(lO+arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til ótgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. i Austurstrœti 8.
XVI 40.
Reykjavik, laugardaginn 18. mai.
1889.
Um samgöngur og gufubátsferðir við
Island.
Kafli úr brjefi N. Hovdenaks vegfrœðings til
síra Jens Pálssonar 8. marz 1889.
I.
f>að eru avo rnargar skynsamlegar athuga-
semdir og góðar skýringar viðvíkjandi þessu
máli í áminnztu brjefi frá hr. Hovdenak, er
getið var um hjer í blaðinu fyrir skemmstu,
að þær þurfa að koma fyrir almenningssjónir.
Hr. Hovdenak er líka svo vel kynntur hjer
bæði af verklegurn framkvæmdum þá stuttu
stund, sem hann var hjer við vegagjörð, og
eins af hinni ágætu ritgjörð sinni í Andvara
um það efni, að almenningi þyki óefað mikið
til koma að heyra hans skoðanir og tillögur
um samgöngumál vor. — Með leyfi eiganda
brjefsins eru því birtir hjer helztu kaflarnir
íir því:
Brjefritarinn lætur fyrst í ljósi von sína
um að þetta fyrirtæki, gufubátsferðirnar við
Paxaflóa o. s. frv., muni verða harla mikils-
vert fyrir landið, og þá ósk, að sá tími komi
-flður langt um líður, að Island- eigi sjer
kaupskipaflota, er samsvari legu landsins úti
í reginhafi, með miklu af fiskisælum fjörðum
-og flóum; «mætti búast við, að þar sem svo til
hagar, væri sjerstakt tilefni til að ala upp
röskva og harðfenga sjómannastjett. það er
i rauninni merkilegt, að ekki skyldi hafa áð-
uður kornizt á fót í slíku landi nokkur far-
mennska eða siglingar (það sem Islendingar
■eiga sjálfir af hafskipum, er, það jeg veit
frekast, varla teljandi). |>að, að landið er
skóglaust, getur naumast verið aðalorsökin til
þess, Nú er og viður eigi aðalefnið, sem á
þarf að halda til skipasmíða, þótt svo væri
4ður.
það mundi margur ætla, að Islendingar,
sem annars eru svo náskyldir Norðmönnum,
■væru, eins og þeir eru, mjög gefnir fyrir sjó-
inn; en það lítur ekki út fyrir, að svo sje, og
•er það merkilegt. — — —
Bn að einmitt fiskiveiðarnar hljóti að vera
góður undirbúningsskóli til að koma upp
reglulegri sjómannastjett, virðist mjer vera
sjálfsagt, — ef til vill ekki sízt, ef það færi
að tíðkast, að hafa fiskiveiðaþilskipin stærri
en nú gjörist, og í þá áttina mun nú útveg-
^rinn stefna á íslandi. Eins og þjer máske
vitið, þá eru líka fiskiveiðar hjer hjá oss enn
stundaðar mestmegnis á opnum skipum; en á
síðari tímum er þilskipum allt af að fjölga í
hinum stóru fiskiverum, og jafnvel gufuskip-
um líka, og er líklegt, að þeim fjölgi meir og
meir, því að á þeim má ausa upp afla, þeg-
■ar nógur er fiskur fyrir, þótt engu opnu skipi
sje fært á sjó fyrir stórviðri. Jeg drep á
þetta af því, að það or ef til vill umhugsun-
vert einmitt þegar verið er að íhuga þetta á-
form með gufubátsferðirnar, sem þjer talið
um; því ef hið fyrirhugaða gufuskip hefði
eigi nóg að gjöra í venjulegum milliferðum,
þá gæti það ef til vill fengið dágóða auka-
^etu með því að taka þátt í fiskiyeiðum þess
á milli.
Með því að byggð er mest á íslandi með
ströndum fram, liggur í augum uppi, að sjór-
inn er og verður mjög mikilsverð samgöngu-
leið. Bf ekki hagaði svo óheppilega til, að
mikið af strandlengjunni getur orðið umgirt af
hafís, þá hlytu fjörugri samgöngur milli allra
helztu staða á landinu sjóleiðis að vera mesta
nauðsynjamál fyrir landið. En eins og kunn-
ugt er, þá er ísinn illur þrándur í götu fyrir
samgöngum á sjó rnilli ýmsra hluta landsins;
vjer viturn, hvað örðugt hin dönsku póstskip
eiga opt með að komast kringum landið, þótt
það sjeu stór og góð skip með duglegum skip-
stjórum. Að því leyti til er þó, að því er
kunnugt er, suðvesturhluti landsins und-
antekning, og einkum einmitt strandlendi
það, þar sem þjer hafið í huga að reyna að
koma á innlendum gufubátsferðum. Ef jeg
man rjett, þá er það einmitt á því svæði,
Sem einna mest er um fiskiveiðar á Islandi,
og með því að, óptir því sem þjer segið í
brjefi yðar, mörgum mundi þar að auki koma
mikið vel að fá gufubátsferðir milli ýmsra
helztu staða við Faxaflóa, þá virðist full-
sennilegt, að nauðsyn bera til að koma slíku
fyrirtæki á gang. Jeg er nú of ókunnugur til
þess, að geta haft rökstudda sannfæring um
það, hvort fyrirtækið kunni að svara kostn-
aði beinlínis eða ekki; en það sem þjer til
nefnið um tilfinnanlega þörf á betri samgöng-
um virðist mjer vera sannfærandi. En frá
þjóðmegunarlegu sjónarmiði stoðar eigi að
líta eingöngu á hreinar og beinar tekjar af
þeim tækjum og tólum, er höfð eru til að
greiða fynr samgöngum manna á meðal.
f>að verður einnig að líta á sparnað þann í
fiutningskostnaði og aðra hagsmuni, er þeir
hinir mörgu njóta, er nota þau. f>að liti
ekki efnilega vít t. d. með gaguið af járn-
brautum vorum, ef eingöngu væri litið ábein-
an arð af þeim á hverju ári.
Jeg skal geta þess í þessu sambandi, að
einn brautarstvifur, Smálanda-brautin, er þó
liggur um hin beztu hjeruð vor, þarfnast enn,
eptir hjer um bil 10 ára brúkun, fram undir
1 miljón króna styrks á ári til þess að hægt
sje að greiða 4þ af hundraði í vöxtu af fje
því, er fór til að leggja hana í fyrstu. En
svo mikið þykir þó varið í braut þessa, bæði
til almennrar þjóðmenningar og til þess að
greiða fyrir hagnýting landsnytja vorra, að
ekki sje hikandi við að leggja svo mikið í söl-
urnar til að halda henni við og hagnýta sjer
hana.
Mikill hluti eða jafnvel meiri hluti gufu-
skipa vorra, sem höfð eru til strandferða eða
Iátin ganga eptir stöðuvötnum, fær styrk úr
ríkissjóði, og hann mikinn sum af þeim, gegn
því, að þau flytji póstsendingar, og þykir mjer
þá ekki til ofmikils ætlazt, að annað eins fyrir-
tæki og þetta, sem þjer hafið vakið máls á,
þar sem um það er að ræða að byrja alveg
frá fyrstu rótum á nýju framfarafyrirtæki,
hljóti styrk af almannafje. 011 byrjun er
erfið, og jeg get getið því nærri, að margar
tálmanir þurfi að yfirstíga, er koma skal fram
tilraun til að koma á innlendum gufuskipa-
ferðum við ísland. f>ar vantar dugandi sjó-
menn, og verður því kostnaður til mannahalds
á skipinu í meira lagi að tiltölu; það vantar
áreiðanlega uppdrætti til strandsiglinga,
og hafnir m. fl. eru þar lítt kunnar margar,
en af því leiðir aptur, að með því að eigi
eru til sjóábyrgðarfjelög í landinu sjálfu, þá
fást eigi skip, sem höfð eru þar í förum,
vátryggð í útlendum fjelögum öðruvísi en fyr-
ir hátt gjald. En fram úr þeim örðugleikum
má þó kljúfa að vonandi er.
Að því er til þess kemur sjerstaklega, að
fá vátrygging fyrir ' gufubát, er hafður sje að
staðaldri í förum um Faxaflóa, þá hef jeg
borið mig sarnan um það við forstöðumann
fyrir stóru ábyrgðarfjelagi hjer (þ. e. í Aren-
dal). Hann taldi mikil torinerki á, að til-
taka ákveðið vátryggingargjald, er ókunnugt
væri nm ásigkomulag staða þeirra, er gufu-
báturinn ætti að koma við á, eða hvað hægt
eða óhægt væri að leita hafna í flóa þessum,
en þar mundi vera býsna stormasamt, m. m.
Honum leizt þó betur á, er jeg gat frætt
hann um það, að ekki væri þar hætt við
hinu mikla ísreki, er hefir gert strendur Is-
lands svo illa ræmdar. Hann hjelt, að á-
byrgðarfjelög í Khöfn, er mundu þekkja bet-
ur til, mundu eiga hægra með að til-
taka ákveðið vátryggingargjald. Raun-
ar hafa norsk fjelög, bæði þetta og öiin-
ur, opt tekið að sjer vátrygging á skipum
til Islands, bæði hvalveiðaskipum og verzlun-
arskipum ; en eptir samþykktum þessa fjelags,
sem nú eru í gildi, má það ekki taka að sjer
ábyrgð á skipum til íslands á öllum árstím-
um ; hættulegustu mánuðirnir eru undanþegnir
og sömuleiðis sumar hafnir algjörlega. Hann
hjelt þó, að fá mætti skip í sllkum milli-
ferðum, sem hjer um ræðir, vátryggt í fje-
lögum hjer; en af því að norsk ábyrgðar-
fjelög þekkja svo lítið til siglinga við Island
og álíta þær hættulegar, þá bjóst hann við
að þau rnundu setja upp rnjög hátt vátrygg-
ingargjald. Meira en 9—lO/o hjelt hann þó
að gjaldið mundi aldrei verða. Fyrir skip,
er fór hjeðan til íslands fyrir skömmu og
vátryggt var í fjelaginu hjer í bænum, var
tekið 9°/o í vátryggingargjald. Til saman-
burðar skal þess getið, að fyrir gufubáta í
strandferðum hjer við land eru vanalega
tekin um 6°/> í vátryggingargjald«.
Kaffi.
Frumheimkynni kaffitrjesins ætla menn muni
vera við ána Níl ofanverða. j?ar vex það
enn óræktað.
Enginn veit með vissu, hverjum hugkvæmd-
ist fyrst að fara að sjóða kaffi. Persar segja
svo frá, að einhverju sinni, er hinn mikli
spámaður þeirra, Múhamed, var þungt hald-
inn og baðst fyrir, þá kom til hans Gabríel
erkiengill,—er hafði einu sinni áður gjört hon-
um þann greiða, að kenna honum að lesa
með því að láta hann drepa þrisvar höfði
við jörðu,—og kenndi honum að drekka kaffi
með því að neyða hann til að kyngja svört-
um drykk, er hann bjó til úr baunategund
einni, er óx í aldingarði Múhameds.
Arabar segja aptur á móti, að einsetumað-