Ísafold - 18.05.1889, Qupperneq 3
15!»
hans. Mokka-kaffinu er skipt í þrjá flokka.
I fyrsta flokki eru þær kaffibaunir, sem losna
sjíllfar við legginn. f>að er skatturinn, sem
Arabar í eyðimörkinni greiða soldáni. þegar
baunirnar detta eigi lengur af sjálfum sjer
niður úr trjenu, er breiddur út dúkur fyrir
neðan það og er það svo hrist ákaft. f>að,
sem þá aflast, fá ráðgjafár og jarlar soldáns.
En það sem eptir verður á trjánum, þegar
búið er að hrista þau, fær almenningur.
Að gæðum gengur kaffi frá eynni Bourbon
(Mauritius) næst Mokka-kaffinu. f>ar að
auki er kaffiyrkja á eyjunum Martinique,
Guadeloupe, Cuba, Puerto Bico, Jamaica, í
Brasilíu, Cayenne, Surinam, á Haiti, Malab-
ar, Java, Padang, Guayra, Sumatra, Manilla,
Gabon, og Ceylon.
Ef steikt eru blöð af kaffitrje, fæst úr
þeim te, sem ýmsum þykir betra en káífi,
soðið af baunum, með því að það er meira
taugaörvandi. Sjeu blöðin vel steikt og
síðan látin í sjóðandi vatn, þá verður liturinn
dökkmórauður, eins og á kaffi; það ilmar af
því eins og af grænu tei, og á smekk er það
eins og sambland af kaffi og tei. f>að er
einkanlega styrkjandi og hressandi, ef maður
hefir reynt mikið á sig, bæði í hita og kulda.
í armenisku kaffihiisunum í Manchester er
veitt kaffite, soðið af kaffibaunum og hýði af
kakaóbaunum, og er það mikið hressandi og
styrkjandi drykkur, ef höfð er mjólk saman
við það.
Kaffi hressir og styrkir mann betur en á-
fengir drykkir, enda er það sannreynt, að
mikið hefir drykkjuskapur minnkað víða þar,
sem kaffibrúkun er orðin mikil.
En það er verst, að það er sjaldan nema
svo sáralítið af reglulegu kaffi í kaffinu, eins
og það gengur kaupum og sölum. f>að er undir
eins byrjað á að falsa það áður en það kemst
á stað úr Arabíu—áður en kaffisekkirnir kom-
ast í næstu kaupstaði, Alexandríu, Jaffa og
Beyrut. Góðu baunirnar í Mokka-kaffinu,—
þær eru harðar, kringlóttar og hálfgagnsæjar—
eru tíndar iir og látnar lakari baunir í stað-
inn til útflutnings. f>ess vegna vilja menn
heldur Java-kaffi hjer í Európu. Að blanda
kaffirót saman við kaffi, er mjög algengt. Til
þess að komast fyrir, hvort það hafi verið
gjört, þarf ekki annað en láta kaffið í vatn ;
sje það hreint kaffi, flýtur það ofan á, en sje
kaffirót í því, sekkur það og lögurinn gulnar.
Sje brenndu korni blandað saman við kaffið
og sje það látið í hreinsað vatn, verður lög-
urinn gruggaður, en heldur sjer gagnsæjum,
ef kaffið er hreint.
Opt eru hafðar í verzlunum heilar kaffi-
baunir, sem búið er að seyða úr allan krapt
og búa til af kaffi-extrakt. f>ær eru lyktar-
lausar, og eru þau svik þess vegna auðfundin.
f>á eru allskonar korntegundir og margvís-
leg grös og jurtir hafðar til að blanda saman
við kaffi. Lengivarþað leikið, að steypa í dá-
litlu móti kaffibaunir úr kaffirót, kaffigromsi
og snikkaralími. f>að var kallað xheilsubótar-
kaffií og seldist vel. Einnig hefir verið tíðk-
að að blanda saman víð kaffið brenndu sykri,
sírópi eða glyceríni, til að gera það þyngra
í vikt og gljáaudi. f>essu kaffi hafa svo verið
valin einhver viðhafnar-nöfn, og hefir það
runnið út.
Til að auka gróða sinn, falsa margir kaffi-
salar kaffið með kaffirót. En til þess að
kaffirótin gangi betur í augu kaffikaupmanns-
ins, falsar margur kaffirótarkaupmaður kaffi-
rótina með rauðum lit (Feneyjarauðu), en sá
sem býr þennan rauða lit til, lífgar hann upp
með dálítilli tígulsteinsmylsnu, til þess að
liturinn gangi betur í augu kaffirótarkaup-
manninum, og hann geti gert honum það til
geðs, að selja honum hann ódýrara en ella
gjörist.
Um tilbúning á kaffi eru margar reglur
hafðar og ýmsar aðferðir. f>að þykir optast
hverjum gefast sín aðferð bezt. Eptir aust-
rænni fyrirsögn á kaffið að vera xsvart eíns og
helvíti, sterkt eius og fjandinn og ljúft eins
og meyjarvarir».
Kaffið verður varla nokkurn tíma eins ilm-
andi, eins og ef það er nýbrennt og haft sí-
að (filtrerað) vatn til að sjóða það í. Kaffi,
sem hver svertingjakerling á Cuba getur búið til
með því að láta kaffið blátt áfram niðurmjó-
an ullarposa, og hella þar í gegnum sjóðandi
heitu síuðu vatni, ber langt af öllu kaffi, sem
þið getið búið til, bæði á bragð, lykt og
sterkleik».
(ZJr „Ny lllustr. Tidning").
Leiðarvísir ísafoldar.
156. Vorið 1887 var mjer byggð jörð, en ekk-
ert brjef var um það gjört nje neitt samið um,
hve langur ábúðartíminn skyldi vera. Sumarið
1888 er mjer sagt að faraburt af jörðinni í næstu
fardögum, þótt jeg hafi staðið í fullum skilum við
landsdrottin, og haldið uppi öllum lögskilum fyrir
jörðina. Get jeg ekki samkv. lögum um bygging,
ábúð og úttekt jarða, 12. jan. 1884, 2. gr. (sbr. 5.
gr.) setið kyrr, og það þvi fremur, sem mjer enn
ekki hefir brjeflega verið byggt út (sbr. sömulaga
26. gr.)?
Sv.: Jú, vafalaust.
157. Er það rjett af sýslumönnum, að taka eið
af bændum á manntalsþingum, ef hreppstjóri ekki
hefir fært upp tíund hjá þeim, og ekki kært þá
fyrir rangt framtal, og engin sjerstök grunsemd
er á þeim um rangt fraratal?
Sv.: Nei, það er heimildariaust að lögum.
158. Hver á að borga þann kostnað, sem leiöir
af því, þegar manni er stefnt til að mæta fyrir
rjetti hvort, heldur sem sóknar- eður varnaraðili,
en dómarinn er ekki tilstaðar — kemur ekki á
staðinn —, svo þess vegna verður ekkert af rjett-
arhaldinu?
Sv.: Dömarinn, nema hann hafl haft lögleg
forföll.
159. Varðar það prestinn við lög, ef hanngipt-
ir mann eða stúlku, þótt barn þeirra hafi þegið
sveitarstyrk ekki fyr en eptir að það varð 16 ára, og
sje hann hvorki uppgefinn nje endurgoldinn?
Sv.: Nei.
160. Eða telst sá sveitarstyrkur ekki eingöngu.
veittur barninu, er því hefir verið veittur eptir að
það varð 16 ára að aldri?
Sv.: Jú.
161. Er jeg skyldur til að lögum að annast
barnabörn mín og láta þau ekki fara á hreppinn,
sje jeg þess megnugur, en min eigin börn annað-
hvort dáin eða geta ekki staðið straum af þeim
eða sjer?
Sv.: .Já.
162. Ef jeg er svo fátækur, að jeg get ekki
uppalið barnabörn mín, svo þau verða að fara á
hreppinn, er þá hægt að lögsækja prestinn, ef
hann giptir mig?
Sv.: Nei.
163. Hef jeg ekki fulla heimild til að banna
nábúa mínum (sem er nýkominn úr skiprúmi), að
róa út á það fiskimið, er jeg hefi stundað síðan
fiskur kom, en er svo lítið, að ekki er hægt nema
fyrir eina fleytu að vera þar?
Sv.: Nei, ekki ef miðið er utan netlagna.
164. Eiga þeir menn atkvæðisrjett í safnaðar-
Vofan í Hreiöurborg.
Öll umhugsuu um að fara að sinua hinum
kynlegu vitrunurn, er jég hafði fengið um
nóttina, hvarf gjörsamlega úr huga mjer að
s'nni, af óvæntum áhyggjum, er á mig lögð-
ust fyrstu dagana á eptir; jeg meira að segja
gleymdi hjer um bil algjörlega því sem fyrir
mig hafði borið, af því jeg hafði svo mikið
annað að hugsa. Jeg varð þennan sama
morgun var við ískyggilega breyting á Frank.
Jeg þóttist sjá, að hann væri að verða veik-
ur. Jeg kom honum því fyrir á góðum bæ
þar í nágrenninu, og fórum við þangað báðir
fyrir kvöldið, og yfirgáfum þennan óheillastað,
Hreiðurborg. Fyrir miðja nótt var hann orð-
inn fárveikur, með miklum höfuðórum.
Mjer þótti rjettast að láta heitmey hans
vita af þessu, og skrifaði henni, en reyndi til
að haga svo orðum mínum, að henniyrðisem
minnst um. þriðja kvöldið eptir að brjef
mitt var farið, sat jeg við rúmstokkinn hjá
Frank. þá heyri jeg einhvern óvanalegan ys
frammi, og geng fram í eldhúsið. þá sje jeg
þar við birtuna af eldinum í hlóðunum þriðja
svipinn stúlkunnar fölleitu með glóbjarta hár-
ið, er var svo rík í minni mjer, — jafn sorg-
bitna og þá sem jeg sá fyrst, en jafnfríða og
þá sem fyrir mig bar í síðara skiptið. En
sá var mismunurinn, að .þetta var lifandi vera,
með holdi og blóði. Hún var að taka af sjer
hattinn og sjalið, og stóð þar dökkklædd og
viðhafnarlaust búin. Jeg strauk hendinni
um augun, til þess að átta mig á, hvort þetta
væri annað en sjónhverfing. Jeg hafði sjeð
svo marga yfirnáttúrlega fyrirburði fyrir
skemmstu, að það var eins og jeg ætti bágt
með að trúa því, sem fyrir augun bar, fyr
en jeg tæki á því.
Stúlkan tók til máls og kvaðst heita María
Leonard, og spurði, hvort jeg væri ekki vinur
hans Franks. «Yið sjáum ekki sólina hvort
fyrir 'öðru, og jeg gat ekki látið hann deyja
svo, að jeg ekki kæmi ekki að finna hann áð-
ur og sjá hann í síðasta sinni».
þá setti að lienni grát. Jeg huggaði hana
eins vel og jeg gat, og sagðist vona, að Frank
vsari bráðlega úr allri hættu. Hún sagði
mjer, að hún hefði sagt upp vistinni þarsem
hún var, til þess að geta komið og hjúkrað
honum. Jeg sagði henni, að við hefðum út-
vegað okkur kvennmann til að hjúkra honum,
sem væri reyndari í þess konar heldur en hún
gæti verið. Síðan fól jeg hana umsjá hús-
freyju okkar, er ól móðurlega önn fyrir henni.
Að því búnu fór jeg aptur inn þangað sem
Frank lá, og fór ekki frá rúminu hans fyr
en hann var aptur á batavegi. Sóttin hafði
sópað burtu öllum hinum kynlega blæ á and-
liti hans og háttsemi, sem jeg hafði kunnað
svo illa við, og varð hann alveg sami maður
eptir og hann hafði áður átt að sjer.
|>að varð inikill fagnaðarfundur með hon-
um og Maríu hans. þ>ví lengur sem jeg
vandist hinu bjarta og broshýra andliti Maríu
Leónard, því betur sannfærðist jeg um, að
hún var lifandi eptirmynd svipsins, er jeg
hafði sjeð í legstaðarherberginu um nóttina.
Jeg hjeltspurn fyrir um ætt hennar og upp-
runa, og komst brátt fyrir, að hún var
raunar sonardóttir Maríu Thunder, þeirrar er
jeg hafði heyrt sagða æfisöguna af með svo
kynlegum hætti, og löglegur erfingi allra eigna
þeirra, er jeg hafði verið kallaður eigandi að
nokkra mánuði. Undir trjenu í garðinum,
hinu þrítugasta, sama trjenu sem jeg hafði