Ísafold - 29.05.1889, Blaðsíða 2
170
naumast getur orðið tilfinnanlegur fyrir kaup-
endum.
f>að er einmitt það sem að er þessum toll-
frumvörpum stjórnarinnar, að tollarnir eru of
lágir, bæði á sykri, kaffi og tóbaki. Auk
þess sem ráða má á ástæðunum fyrir þess-
um frumvörpum, að hún hugsar alls ekki til
að hækka neitt vínfangatollinn í þetta sinn,
þótt undarlegt sje.
það er sem sje alls eigi rjett hugsað, að
vera að binda sig við að hafa tollana svo
lága, að almenningur finni varla neitt til
þeirra.
Hvers vegna á þessi þjóð að hafa þau
hlunnindi um fram allar aðrar þjóðir, að
þurfa ekki að gjalda til landssjóðs nema svo
lítið, að hún viti varla af því, eða svo sem
$—part á mann af því, sem annarsstaðar
er tíðkanlegt ?
Og hver eru hlunnindin, þegar betur er að
gáð?
þau, að þessi þjóð fer fyrir bragðið á mis
við flest þau framfara-hlunnindi, er aðrar
þjóðir afia sjer með sameinuðum kröptum,
með því að leggja á sig þau gjöld, er til
þess þarf, að koma slíkum umbótum á. Og
þó gjöra þær það margar varla nema eins og
í hjáverkum við það, sem mikill hluti af
þeirra landssjóðsgjöldum eyðist til, en það
eru hervarnir og skuldalúkning, sem vjer er-
um algjörlega lausir við hvorttveggja.
það sem vjer eigum að miða við og bera
saman, þegar vjer erum að miða niður toll-
gjöld eða þess háttar, það er ekki, hvort vjer
finnum nokkuð eða ekki neitt til tollanna,
heldur það, hvort oss verður hollara og
notadýgra til frambúðar, að fá kaffið okkar
og brennivínið og tóbakið nokkrum aurum
ódýrara, eða hitt, að búa enn einn manns-
aldurinn til við sama alþýðumenntunarleysið,
sama vega- og brúarleysið, sama samgöngu-
leysið á sjó, sama viðburðaleysið með að
hagnýta oss ahnennt svo dugi auðsuppsprett-
una í sjónum kringum landið, sama iðnaðar-
framfaraleysið, og þar fram eptir götunum.
J>að er þetta hvorttveggja, sem á að bera
saman og kjósa um.
|>að er víst, að sá er ekki mikill föður-
landsvinur,—nema ef það er í orði,—sem
hugsar sig lengi um, hvorn kostinn eigi
heldur að taka.
A reglulegar munaðarvörur, svo sem tóbak
og áfenga drykki, á blátt áfram að leggja
eins mikið og þær þola. A hitt, sem er
eitthvað þess á milli að vera nauðsynjavara
og munaðarvara, á að leggja að minnsta
kosti svo mikið, að það þurfi þó dálitla
. sjálfsafneitun til að takmarka það við sig
svo mikið, sem nemur verðhækkuninni vegna
tollsins. JPyrir ekkert fæst ekkert: fyrir að
taka enga vitund nærri sjer fæst ekkert í
aðra hönd, eugar þær framfarir, sem almenn
fjárframlög þarf til.
Eimm aura kaffitollur gefur eptir áætlun
stjórnarinnar af sjer 35,000 kr. á ári, og
tveggja aura sykurtollur 20,000 kr., en tó-
bakstolls-hækkunin 17,000. |>etta eru samtals
72,000 kr. Stjórnin gizkar á, að «sem stend-
ur muni þetta verða nóg til að koma aptur á
jafnvægi milli tekja landssjóðs og gjalda».
Kn svo lítilþægir megum vjer með engu
móti vera. |>að er ekkert lag á slíkum bú-
skap fyrir landssjóðs hönd, að hugsa eigi
hærra en að koma aptur á jafnvægi eins og
stendur, þ. e. með þeim gjöldum, sem á
landssjóði hvíla nú. það er svo margt og
mikið, sem oss bráðliggur á að láta landssjóð'
vinna, til hagsbóta fyrir almenning, að vjer
megum til að auka tekjurjlians langt um
meira en svo, að «standi í járnum* nú.
Helmingi hærri tollur á kaffi og sykri en
stjórnin stingur upp á er oss engin ofætlun.
Hann er mjög lágur samt, nefnil. 10 og 5
aurar. Lægri tolla hefði ekki átt að taka í
mál á þeim vörum, úr því einu sinni var
farið að tolla þær. Sjálfsagt mögla ýms-
ir undan þeim fyrst í stað; það eru
margir, sem láta sig allt muna, og sjá
eptir hverjum eyri til almenningsþarfa; en
þegar frá líður hætta menn að fást um það
eða jafnvel að veita því eptirtekt, þar sem
tollurinn yrði samt sem áður ekki nema lítill
partur af því, sem verðinu á þessum vörum,
kaffinu að minnsta kosti, skýtur upp og ofan
ár frá ári hvort sem er.
Tóbakstollinn hefði vel mátt hækka upp í
30—40 aura á pundinu, og 100 aura af 100
vindlum, í stað 20 og 50 a., sem stjórnin
stingur upp á.
Með slíkri tollhækkun eða þvílíkri gæti
landssjóður kannske farið að búa þolanlega,
en fyr ekki. Tekjur hans aukast ekki að
sama skapi, sem tollurinn er hækkaður ; því
bæði minnkar tollvörubrúkunin nokkuð hans
vegna, og svo höggva að líkindum nokkur
tollsvik skarð í hann. þess vegna verður
jafnan að hafa vaðið fyrir ueðan sig, þegar
gerð er áætlun eptir tolltekjum.
það er annars mikið áhorfsmál,hvorttil nokk-
urs er að vera að streytast lengur við að 3neiða
hjá sjerstakri tollstjórn eða tolleptirliti. Að
því rekur hvort sem er fyr eða síðar.
Kvennaskólinn Í Eeykjavík hefir nú
staðið 15 ár.
I haust er leið (1. okt.), þegar skólinn var
settur, voru bekkirnir 2, eins og áður, og
námsmeyjarnar 25. En þegar komíð var
fram í mánuðinn, bættust svo margar stúlkur
við, að of þröngt varð í þeim tveimur bekkj-
um. |>að varð því eigi hjá því komizt, að
bæta við þriðja bekknum, einkum vegna
hannyrðanna, og skipting í þrjá bekki hefir
orðið skólanum til verulegra framfara.
|>að er sem sje, eins og kunnugt er, mjög
mikill munur á því, hvernig námsmeyjarnar
eru undir skólann búnar, þegar þær koma í
hann, og sömuleiðis á því, hverja þörf (eptir
stjett og stöðu þeirra) og hverja hæfilegleika
þær hafa til kennslunnar, að það er mjög
nauðsynlegt, að geta skipt skólanum í svo
marga bekki, sem orðið getur; með því móti
má það takast, að fullnægja nokkurn veginn
kröfum og þörfum hverrar einstakrar stúlku,
sem í skólann gengur.
þ>að er nú vonandi, að aðsóknin að kvenna-
skólanum verði svo mikil í sumar, að þessi
breyting á honum geti haldið sjer. En eg
get aldrei of opt beðið foreldra, að sækja
nógu snemma um skólann fyrir dætur sínar,
því að það er mjög óheppilegt — af því það
truflar og tefur tilsögnina — að nýjar stúlkur
bætist við skólann eptir að kennslustundir eru
þar byrjaðir á haustin ; en hins vegar mundi
það verða kallað ósanngjarnt, að neita þeim
um inntöku, einkum þeim, sem eru langt að,
meðan þess er nokkur kostur. Skólatíminn
er svo stuttur, að það ríður á, að forðast
allt það, er getur truflað eða tafið.
Námsgreinarnar hafa verið hinar sömu sem
að undanförnu, nl. 1 fyrsta bekk : íslenzka,
skript, söngfræði og söngur, klæðasaumur,
' ljereptasaumur, skattering. I öðrum bekk
sömu námsgreinir, og þar að auk reikningur-
og danska, er 3 stúlkur úr 1. bekk hafa
tekið þátt í. 1 þriðja bekk, allt sem kennt
hefir verið í öðrum bekk, og þar að auk saga
og landafræði, er 4 stúlkur úr öðrum og
fyrsta bekk tóku þátt í, — svo og baldýring,
bróderí og hekling. Tímunum hefir verið
skipt milli námsgreinanna þannig: íslenzka.
12 tíma um vikuna1, danska 4, saga 2, landa-
fræði 2, reikningur 6, söngfræði og söngur 5,
skript 2 (allir bekkir í einu), klæðasaumur
26 til 30 tímar á viku, ljereptasaumur 17,
skattering 12, baldýring 3, bróderi 2, hekl-
ing 1.
Af þessari upptalning má sjá, að það sem
þykir allra nauðsynlegast, er látið sitja í
fyrirrúmi fyrir hinu, sem minna þykir um
vert.
Af þeim námsmeyjunj — en þær voru 31—.
sem í skólann gengu, höfðu 7 verið þar áður,
og þær tóku, eins og vænta mátti, mestum,
framförum. Efnilegar og iðnar stúlkur geta.
haft talsverð not af tveggja vetra tilsögn, en
skemur ætti engin stúlka að vera í skóla, ef
unnt væri.
Allar hannyrðir kvennaskólans voru — eins.
og venja til— lagðar fram til sýnis og dæmdar
af tveimur prófdómendum (konum). Að af-
loknum þeim dómi gat hver sem vildi skoðað
hlutina, eins og ætíð hefir verið siður. Að
allra áliti, sem sáu, voru hannyrðir stúlkn-
anna bæði margar að tölu og vel af hendi
leystar, og sama álit hafa þær jafnan áður-
fengið.
þeir einir, sevi ekki þeklcja og ekki vilja
fella rjettan dóm um kvennaskólann í Eeykja-
vík, geta sagt, að þar sje lítið unnið. það-
er einmitt einn af helztu kostum skólaus, að
reglur hans miða til þess, að nota tímann
sem bezt, og að þessum reglum er fast og
stöðugt fram fylgt. Sömuleiðis er þess vand-
lega gætt, að námsmeyjar leysi hannyrðir
sínar af hendi sem allra bezt þær geta, undir
leiðsögn kennendanna; ef eitthvað mistekst,
þá er «sprett upp» og saumað þangað til vel
þykir fara. Síðan skoðar forstöðukonan hvern
hlut, sem búinn er, áður en stúlkan má taka
hann með sjer úr skólanum heim til sín.
Af verðlaunafje kaupmanns H. Th. A.
Thomsens, fyrir beztar hannyrðir, fjekk að
þessu sinni námsmeyjan Guðfinna Gísladóttir
úr Vestmanneyjum verðlaun.
Hið munnlega próf mátti, eptir því sem á
stóð, heita að gengi vel. Stúlkur þær, sem
áður höfðu í skólanum verið, leystu prófið
vel af hendi, og sömuleiðis nokkrar aðrar,
sem stuðugt höfðu lesið það vel heima, er
þeim í hvert skipti hafði verið fyrir sett.
Evík 27. maí 1889.
Thóka Melsteð.
Afiabrögð. Austanfjalls, á Eyrarbakka og
Stokkseyri o. s. frv., var bezti afli í vikunni
sem leið, á 2. hundrað í hlut á einum sólar-
hring.
Hjer við Faxaflóa fremur tregt um afla.
Oþurrkar spilla talsvert fyrir fiskverkun.
Pöntunarfjelag nýtt, í Bosmhvalaness-
hreppi, er þeir standa fyrir síra Jens Páls-
son á Útskálum og hjeraðslæknir þórður
Thóroddsen í Keflavík, fjekk vöruskip frá
1) Af þessu er auðsætt, að það er ekki allt
sem sannast og rjettast, er hinn nafnlausi maður
segir í greih sinni um „kvennamenntun11 i „þjóð-
<ilj.“ 3. maí 1889 nr. 19.