Ísafold - 01.06.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.06.1889, Blaðsíða 2
174 um heldur ekki að unnt sje að færa nokkur rökstudd mótmæli gegn henni. Hin eina mótbára, er vjer höfum heyrt nefnda gegn eldsvoðaábyrgð hjer á landi, er sú, að með því að eigi sje til neitt ísl. brunabótafjelag í landinu sjálfu, sje eigi ástæða til að kaupa brunabótatryggingu; því þá fari öll iðgjöldin út úr landinu til hinna erlendu brunabóta- fjelaga. En þessi ástæða er harla ómerkileg, enda með öllu röng. Fyrst er nú það, að hin útlendu vátryggingarfjelög hafa hingað til orðið að greiða miklu meira skaðabótafje inn í landið en iðgjöldin hafa numið, með því líka svo hefir viljað atvika/t, að allflest- ir þeir, sem orðið hafa fyrir eldsvoðaslysum síðari árin, hafa haft eignir sínar vátryggðar, og margir hverjir eigi verið búnir að borga nema lítilfjörleg iðgjöld, en fengið allháar skaðabætur; í öðrn lagi eru litlar líkur til, að ísl. brunabótafjelög geti myndast hjer á landi fyrst um sinn, því til þess mun al- gjörlega vanta fje; slík fjelög þurfa strax í byrjun að hafa stórfje til umráða. Fyrir hvern einstakan mann hefir það líka minnsta þýðingu, hvort iðgjöldin renna, því að eigi vátryggja menn eigur sínar vegna fjelaganna, heldur vegna sjálfs sín. Hitt er mest um vert, að mönnum gefist færi á að útvega sjer með auðveldu og hægu móti fulltrygga ábyrgð á eignum sínum, og þann kost eiga menn, þó menn sjeu helzt til hirðulausir að færa sjer hann í nyt, og það svo, að furðu gegnir; því að eigi mun það dæmalaust, að brunnið hafi hjá sama manninum hjer á landi stór- vægilegir fjármunir hvað eptir annnað, án þess hann hafi nokkurn tíma fundið sig knúð- an til að vátryggja eigur sínar, sem hann þannig hefir misst bótalaust fyrir sjáifsskap- arvíti. N. Athugasemd um alþýðumenntamálið á pingvallafundi 1888. Jeg bjóst aldrei við því, að þingvallafundar- tíðindin mundu geta orðið fullkomlega nákvæm eða rjett skýrsla um það, er fram fór á jpingvallafundinum í sumar; þess vegna kom mjer það ekki óvart, er jeg las þau, þótt ýmsu væri ábótavant, og því hef jeg heldur ekki nennt að leiðrjetta það, er til mín tekur. En þegar eitt af helztu blöðum iandsins, blað, sem opt liefur heitið því, að verja ætíð rjett og satt mál, hver sem í hlut ætti, tekur sjer fyrir hendur, að staðfesta óáreiðanlega skýrslu tíðindanna í mikilsvarðandi máli, eins og «f>jóðólfur» gjörir í 10. bl. þ. á., þar sem hann segir, að þingvallafundartíðindin skýri nstuttlega en rjetU frá því, sem gjörðist á fundinum í alþýðumenntunarmálinu, þá get jeg ekki lengur þagað, en finn mig kníiðan til, að leiðrjetta það, sem ranglega er haft eptir mjer í þessu máli, og skal jeg um leið leyfa mjer í fám orðum, að láta í ljósi mína persónulegu skoðun á því. 1 þingvallafundartíðindunum segir, að Páll prestur Pálsson hafi í byrjun umræðunnar lesið upp tillögu þá til fundarályktunar, er samþykkt var : en þetta er rangt, og þar af leiða fleiri villur. Jeg er látinn segja : «Jeg get ekki sam- þykkt þessa uppástungu, sem hjer liggur fyrir». Með öðrum orðum: Jeg er látinn segja það, að jeg vilji ekki, að alþingi styðji alþýðumenntunarmálið eptir því, sem efni og ástæður landsins leyfa. En slíkt hefur mjer aldrei dottið í hug, og því síður látið mjer um munn fara, því að jeg óska einkis fremur en að alþingi styðji og styrki af fremsta megni þetta eitt hið mesta uauðsynjamál vort. En hið sanna er það, að það var alls ekki hin áðurnefnda tillaga, er lá fyrir, er jeg sagði þetta, heldur önnur tillaga, og hún hljóðaði svo : «Fundurinn skorar á alþingi, að skipa fyrir um alþýðumenntamálið með lögum». það var þessi till., sem jeg gat eigi samþykkt, og það fyrirverð jeg mig ekki fyrir að viðurkenna; því að jeg ber ekki það traust til þingsins, að það geti ráðið þessu stórmáli heppilega tii lykta með lögum á næsta þingi; það hefur fpngið allt of lítinn undirbúning til þess, og skoðanir þingmanna á því eru svo mjög sundurleitar og jafnvel á reiki, eptir því að dæma, er sýndi sig á síðasta þingi. f>essu næst er jeg látinn segja, að jeg vilji helzt ekki «þessa föstu skóla». Fasta skóla nefndi jeg ekki, enda veit jeg ekki, við hvaða skóla er átt með þessu nafni ; það er yfir- gripsmikið nafn, sem getur átt við um alla skóla, realskóla, kvennaskóla o. s. frv., og liggur því næst, að skilja þessi orð, sem mjer eru eignuð, þannig, að jeg vilji enga skóla hafa. það sem jeg sagði þessu viðvíkjandi, var á þá leið, að jeg vildi ekki lögskipaða barna- eða unglingaskóla, heldur að þingið styrkti með fjárframlögum þá skóla, er ein- stakir menn eða sveitir kæmu á stofn ; því að jeg var og er á þeirri skoðun, að ung- mennaskólar geti að eins þrifizt og orðið að notum í þeim byggðarlögum, þar sem menn unna þeim, finna sjálfir þörf þeirra og vilja eitthvað leggja í sölurnar til þess að koma þeim á fót og halda þeim við, en ekki þar, sem þeim væri troðið upp á menn nauðuga viljuga með lagaboði. En þótt jeg nú ekki telji það ráðlegt, að lögbjóða skóla fyrst um sinn, þá er það þó sannfæring mín, að menntun alþýðu vorrar komist aldrei í viðunanlegt horf, fyr en að ungmennaskólar með hentugu fyrirkomulagi og hæfum kennurum eru orðtiir almennir um land. því að hinir æðri alþýðuskólar, o: realskólar, kvennaskólar, búnaðarskólar og sjómannaskólar, verða ávallt miður sóttir, og námið á þeim ærið torvelt og getur eigi komið að fullum notum, á meðan alla undir- búningsfræðslu vantar, svo að nemendurnir koma á þá opt og tíðum illa læsir, illa skrifandi eða óskrifandi, kunna ekkert í reikningi, og það sem verst er, kunna alls ekki að læra. Jeg hef opt heyrt kennara kvarta sáran undan þe3sum vankvæðum á skólafyrirkomulagi voru. Auk þess hlýtur fjöldi hinna mörgu, sem ekki getur notið menntunar á hinum nýnefndu skólum, að fara á mis við mestalla menntun, á meðan oss skortir ungmennaskóla. Um- ferðakennsla sú, sem nú er farin að tíðkast í stöku sveitum, getur að vísu mikið bætt úr hinum algjörða menntunarskorti ungmenna — ef kennararnir eru brúklegir, en það mun of víða vanta á, að svo sje. En ætíð hlýtur umferðakennsla að verða tiltölulega dýrari, ófullkomnari og að flestu leyti óhagkvæmari en skólakennsla, að öðru jöfnu. jpess væri óskandi, að þingið vildi framvegis stvrkja ungmennaskóla, ekki síður í sveitum en í sjóplássum, og mundu þeir þá brátt fjölga, ef eitthvað batnaði í ári; því að víða er vakn- aður lofsverður áhugi á því, að efla menntun alþýðu, en framkvæmdina og getuna vantar.. Felli 8. apríl 1889. Aiinór Aknason. Óskemmtileg nótt úti i reg- inhafi I útlendum blöðum eru miklar frásagnir um slysið, sem vesturfaraskipinu «Danmark» vildi til í vor í Atlanzhafi, en betur rættist úr en áhorfðist eða vinir og vandamenn vest- urfaranna í Danmörku og Noregi bjugguzt við, þegar frjettist að skipið hefði fundizt mannlaust og marandi í kafi; voru menn þar milli vonar og ótta f heila viku eða meir, þar til loks á páskadaginn, að hraðfrjettin kom um að öllum skipverjum hefði verið bjargað. Sá sem greinilegast hefir lýst ástandinu, þeg- ar slysið varð, er matráðurinn á skipinu, er Hempel heitir. Hann segir svo frá : »Vjer lögðum frá Kristjánssandi með 665 farþega og skipshöfnin var 69 manns ; 28 af farþegunum voru í lyptingunni, en allir hinir í lestinni. Veðrið var þykkt, illt og hvasst, og 4. apríl laust á útsynnmgs-ofviðri. Litlu eptir nón þann dag (4. apríl) vissu skipverj- ar ekki fyrri til en ógurlegt brak hayrðist f eptri enda skipsins, og skipið sjálft skalf og nötraði, eins og stór ísjaki hefði rekizt á það. Varð nú óp mikið af farþegunum í lestinni, en þeir sefuðust, er skipstjóri sagði þeim, að ekki væri nein bráð hætta á, að skipið mundi sökkva. þegar aðgætt var, sást, að höfuðás vjelarinnar var brotinn hjer um bil 30 fet frá skrúfunni. Fremri partur hins neðra enda hafði losnað úr grópi sínu og kastazt innan um skipið, þangað til hann hafði mölbrotið kjölinn. Tók þá skipið að leka og kom sjór- inn óðar inn en sogdælurnar gæti við ráðið. Seig skipið nú smátt og smátt að aptanverðu, og öllum var augljóst, að það hlaut að sökkva, og skipshöfnin var í voðalegu ástandi. Að stöðva lekann var ómögulegt; var því að eins spurning um það, hve lengi vjer gætum hald- ið skipinu á floti. Nóttin fjell nú á og fólk- ið kvaldist af ótta og efasemi. «Er hægt að halda skipinu á floti til morguns»? spurðu allir í hálfum hljóðum. Farþegarnir komu upp á þilfarið og hvesstu augun út í nátt- myrkrið í von um, að sjá ljós frá einhverju gufuskipi, sem fram hjá kyntd að fara. Of- viðrið hafði nú aukizt, og stórsjóirnir flóðu yfir þilfarið. Yfirmenn skipsins reyndu að telja hina óttaslegnu farþega á, að fara nið- ur undir þiljur, en þeir vildu heldur hafast við á þilfarinu til þess að vera viðbúnir að bjai’ga sjer í bátana, ef afráðið yrði á endan- um, að yfirgefa skipið. Sökk nú skipið meir og meir, og hver holskeflan af annari reið yfir þilfarið. Farþegarnir hröktust flestir fram í framstafn skipsins, sem reis æ hærra upp úr sjónum. Apturstafninn sökk smátt og smátt meir og meir. jpetta var öllum augljóst, og jók það ótta farþeganna; en þó undarlegt virðist, urðu þeir nærri því rórri eptir því sem hættan óx og sjónin varð óg- urlegri. Mörg hundruð manns höfðu safnazt saman fram á skipinu, sem eyddu tímanum með því að biðjast fyrir, syngja og tala sam- an í lágum róm. Urðu þeir rennandi votir af ágjöfinni, en þeir skeyttu því ekki, heldur skimuðu stöðugt í angist sinni eptir því, að ljósi brygði fyrir einhversstaðar á hinu kol- dimma hafi. Bátarnir voru hafðir tilbúnir,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.