Ísafold - 01.06.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.06.1889, Blaðsíða 3
svo hægt væri að yfirgefa skipið á hverju augnabliki; en því méir sem sjávargangurinn óx, því bersýnilegra varð það, að eins mikil hætta var( að fara í litla báta, eins og sú sem skipshöfnin var í á skipinu. Voðalegri nótt liafa fáir lifað. Loks sást roða fyrir degi, og urðurn vjer því fegnari en frá megi segja. Nú mátti þó sjá dálítinn spöl út frá sjer á sjónum, og ný von glæddist með hverj- um ljósgeisla. Undir morguninn lægði of- viðrið nokkuð, en sjórinn hækkaði jafnt og þjett í lestinni, og endalykt skipsins nálgað- ist meir og meir. Skömmu eptir hádegi gaf reykjarrák út við hafsbrún til kynna, að gufuskip nálgaðist, og hjörtu allra fylltust von á ný. Konur og karlar æptu upp yfir sig af gleði. Neyðar- merki hafði verið dregið upp þegar er birta tók, og allir á skipinu vonuðu, að það mundi sjást langt að frá gufuskipinu. þegar víst var orðið, að það hafði sjezt, og að gufu- skipið kom til að bjarga, föðmuðu farþegarnir hver annan af gleði. Skipið ókunna hjet Missouri, og skipstjór- inn tjáði sig fúsan til að taka á móti skips- höfninni af «Danmörku», ef nauðsyn krefði. Daginn eptir var álitið nauðsynlegt að yfir- gefa skipið, og allir er á því voru, voru fluttir á Missouri, í smábátum þess og vorutr. eigin sjö bátum. Var það allt gjört án þess að hið minnsta óhapp kæmi fyrir, þrátt fyr- ir það þó enn hjeldi áfram storminum og stórsjónum. Murrell, skipstjórinn á Missouri, veitti oss hinar beztu viðtökur, og sýndi oss, að hanu var ekki að eins hiun bezti sjómað- ur, heldur einnig hinn hjartabezti lieiðurs- rnaður, seni nokkr'u sinni hefir rjett út hönd sína til hjálpar náungum sínum í hafsnauð. Matráður sagði og svo frá, að nóttina ept- ir að vjelin brotnaði hafi sviplegur sorgarat- burður orðið á skipinu «Danmark», um kl. 3. A þeirri stund var vani, að undir-gufuvjela- stjórinn tók við af yfir-gufuvjelarstjóranum. þ>egar undir-gufuvjelarstjórinn kom að gæta að vjelinni, fann hann yfirmann sinn liggj- andi dauðan á gólfinu, með mölbrotið höf- uðið og hræðilega sundurtætt, og vjelin og veggirnir blóði stokkin. Enginn vissi með vissu, hvernig dauði hans hefði atvikazt, en almennt var haldið, að hann hefði fallið í svefn á stóli sínum, og stóllinn svo fallið um koll af snöggum slætti á skipinu, og maður- inn kastazt beint á vjelina. Hann hlýtur að hafa dáið á augabragði. Líkama hans var sökkt í sjó, með þeim útfararsiðum, er tíðk- ast á hafskipum. Farþegarnir hjeldu, að hann hefði fyrirfarið sjálfum sjer af einhverri vangá, sem hefði orðið hjá honum í stjórn vjelarinnar». — J>að vitnaðist síðar, að hanu hafði dáið löngu áður en skipinu vildi slysið til. Er haldið, að honum hafi skrikað fótur nærri vjelinni, og beðið bana af. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum- Bptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. II Eg ætla, áður en eg á orðastað við mála- flutningsmann Briem, að koma dálítið við Boga Melsteð,—Briem segir, að Bogi. »haldi því fram«, að dómar mínir um kveðskapinn á 15. 0g 16. öld só »mislukkaðir« og að hann »leiðrjetti ýmsar villur í disputazíu minni«. Eins og von er, eru þær villur ekki margar; því að villur eru fáar í bókinni og liggja flestar dýpra en svo, að Bogi geti séð þær, nerna þar sem misprentazt hefir, sem ekki er víða og ekki til mikils baga, því að mest af því er leiðrjett af mér sjálfum, og leyfi eg mjer efast um, að bókin, sem er rúmar 32 arkir að stærð, og prentuð á að eins rúmum 40 dögum, hefði sloppið lausari við misprentanir, þó aldrei nema Bogi eða Briem hefðu lesið prófarkir af henni, því í ritdómi Boga finnast prentvillur, og er hann þó ekki full örk. Jú , Bogi leiðréttir það, er eg segi, að svarti dauði hafi verið 1400—1402, og segir hann 1402— 1403, og er það ekki rjett; á að vera 1402—• 1404; sömuleiðis prentvillu um árrit presta- skólans, og það hið þriðja, að séra Hannes á Bíp sé fæddur 1777, en ekki 1775, sem eg hafði tekið eptir skilgóðu riti, Prestatali séra Sveins Níelssonar. þar með eru leiðréttingar Boga búnar. En hins vegar hefir hann verið svo óheppinn annarstaðar, þar sem hann hefir ætlað að leiðrétta, að hann hefir sett villur og vafninga í staðinn, og það kallar þjóðólfur að rita »með ástæðum«. Eg endist að vísu ekki til hór að reka allan hégóma Boga ofan í hann, en benda vil eg á nokkur atriði. —Eg nefni Símon garminn Dalaskáld (bls. 132) með þessum orðum: »Af núlifandi mönnum yrkir Símon Björnsson Dalaskáld mest af rím- um». Hjá mér stendur þetta og ekki annað. En Bogi segir: »Símon Bjarnason Dalaskáld, sem nú loksins sýnist að hafa fundið mann, sem dáist að honum«, og hnýtir þar við nokkr- um skammarorðum um Símon greyið. þetta er nú minsti leikur á bandi, en sýnir þó, að Boga er ekki sýnt um að fara með rétt njál, því Símon er Björnsson, en ekki Bjarnason, og var óþarfi að hafa það rangt eptir.—Eddu- kvæðin nefni eg í að eins tveim línum í allri bókinni og get þess, sem hefir verið almenn skoðun, að þau ættu rót sína að rekja til þeirra tíma, er lægju fyrir framan landnáms- tíð Islands. þetta vill Bogi leiðrétta með því, að sumir hafi oœtlað að sannai (»villet bevise«), að Völuspá væri ekki eldri en frá 10. öld, og leiðrétting Boga verður hér því ekki annað en að hann œtlar að leiðrétta. Að öðru leyti er þetta málefni um aldur eddukvæðanna enn svo á reiki, að það gildir svo sem einu hvað við Bogi segjum um það, og lærðir menn munu rífa ritningarnar um það langan tíma eptir að við báðir erum úr sögunni.—Eg hef kallað Braga gamla hinn eiginlega föður drápukveðskaparins (Kunstdigtning) og er það í samræmi við skoðun lærðra mann (sbr. Guðm. f>orláksson Udsigt bls.9) og samkvæmt skáldatali hinu forna, þar sem hann er nefndur fyrstur allra skálda. En ekki þykir Boga það rétt, af því að um sama leyti er getið 10 annara skálda, og hafi einn af þeim verið tengdafaðir Braga, Erpr lútandi1. f>að getur að vísu verið rétt, að Erpr hafi verið eldri en Bragi, en hann getur líka hafa verið yngri. En hitt virðist Boga ekki vera ljóst, að eptir öll þessi 10 skáld er nú ekki til eitt einasta orð, svo að kveðskapur Braga er sá elzti drápukveðskap- ur, sem þekkist nú.—Eg segi, að Sturla f>órð- arson (d. 1284) sé hinn síðasti »repræsentant« hirðkveðskaparins. Ekki þykir Boga það rétt, því getið sé samtíða og litlu seinna um 5 önnur hirðskáld, en það er að segja af þeirra kvæðum, að ekki er svo mikið sern eítt orð til af þeim. Sá síðasti kveðskapur, sem þekkist og sem menn vita nokkuð um, tíru því einmitt 1) Fyrir þessar upplýsingar væri eg Boga mjög þakklátur, ef eg hefði ekki vitað þetta áður, og muudi eg eflaust hafa nefut öll þessi-skáld, hefði það átt við i bók minni. kvœði Sturlib. — Bogi segir, að eg Iáti Jón biskup helga Ogmundsson vera að námi við' háskólann í Bologna áður en háskólinn var til. En þetta er auðvitað byggt á vanþekkingu. Boga er að vísu kunnugt um, að Jón kom til Islands aptur 1076, og að haldin var 800' ára hátíð háskólans í fyrra; en hitt virðist honum vera óljóst, að Italir sjálfir vita ekki einu sinni hvað gamall háskólinn er, eins og ekki er furða, en hitt ber flestum saman um, að hann sé eldri en 800 ára og það töluvert, en árið í fyrra var valið rétt sem af handa- hófi til hátíðarinnar. En hitt getur venð, að eg hafi lagt of mikla áherzlu á för Jóns til Ítalíu; í sambandi við þetta segir Bogi, að eg láti páfann setja Jón í heilagra manna tölu, en þetta er með öllu tilhœfidaus tilbúningur og þvert d móti því, sem eg segi. Mín orð eru þau (bls. 26), að Jón biskup og jporlákur biskup hafi einir innlendra manna verið »virkilegir þjóðdýrðlingar« á Islandi, eða, ef eg mætti svo að orði komast, löggiltir heilagir menn, og tek eg það fram (bls. 22), að helgi þorláks hafi verið lögtekin á alþingi 1199, og Jóns 1200, og veit eg ekki til, að þess hafi nokkurntíma verið leitað, að páfinn kan- óníseraði þá. Hins vegar tek eg það fram um Gvend góða, að hann hafi aldrei verið kanóníseraður, og geri það einmitt af því, að það var margsinnis reynt að fá það gert, og borgað til erkistólsins í Niðarósi og kúríunn- ar of fjár hvað eptir annað, og seinast 1524, en svo leið hin katólska tíð, að aldrei varð. Gvendur kanóníseraður. Hitt er annað mál, að mikil trú var á helgi Gvendar á 14., 15., og 16. öld á íslaudi, en ekki vita menn þó. til, að hún hafi verið lögtekin á alþingi. AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta i a. (þ ikkar iv. 3 q.} hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1818 og 0. br.á.jan* 1861 er hjermeð skorað d þd, sem til skulda telja í ddnarbúi þeirra hjóna, Tómdsar Pdlssonar og þórunnar Sveinsdóttur, sem önduðust a Litlabœ í Vatnsleysustrandarhreppi hinn 5. /.. vi., að lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir mjer innan 6 nidnaða frd síðustu birtingu augtýsingar þessarar. Með sama fresti inn- kallast erfingjar hinna Ldtnu til að sanna fyrir mjer erfðarjett sinn. Skrifstofu Kjósar- og (lullbringusýslu 25. mai 1889.. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og ö. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað d þd, sem til skidda telja í sameignarbúi Sveins sdl. Sigurðssonar d Innri-Asldksstöðum í Vatnsleysustrandar- hreppi og eptirlifandi ckkju hans, Ingveldar Einarsdóttur, að gefa sig fram við mig og sanna krófur sínar innan 6 mdnaða frd síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og Grullbringusýslu iíó. maí 1889.. Franz Siemsen. Proclama. Eptir lögum. 12. apríl 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer mcð skorað d þd, sem til skulda telja í ddnarbúi Jóns Sveinbjarnarsonar frd Vor- húsum i Vatnsleysustrandarhreppi, er andaðist hinn 13. þ. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þcer fyrir mjer innan 6 mdnaða frd síð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.