Ísafold - 08.06.1889, Síða 1

Ísafold - 08.06.1889, Síða 1
Kemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 46. Reykjavík, laugardaginn 8. júni. 1889 Palladómar um bankann. Fáar stofnanir hafa orðið fyrir jafnmiklum palladómum, eða jafnvel sleggjudómum, eins og landsbankinn, alla tíð frá því hann fædd- ist, og jafnvel áður en hann fæddist. Eins og opt ber við, hafa nú þeir annmark- arnir sumir, sem mest hefir verið um talað ■og mest var kviðið fyrir í upphafi, reynzt ekki annað en hjegómi og ímyndun. Má þar til fyrst og fremst nefna óinnleys- -anleik seðlanna, sem bankinn gefur út. |>að var prjedikað stanzlaust og er jafnvel prjedikað enn —fyrir daufum eyrum nrt orð- ið— að af óinnleysanleik seðlanna hlyti að leiða sjálfsagt verðfall þeirra móts við gull og silfur. Reynslan hefir látið þá spá springa gjörsamlega; enda er það engin tilviljun, heldur aí sýnilegum og eðlilegum rökum runnið. Allt hjalið um óinnleysanleik seðl- anna hefir nefnilega verið í lausu lopti byggt, vegna þess, að seðlarnir hafa allt af verið innleysanlegir d borði, þótt ekki sjeu þeir það i orði. Landssjóður innleysir þá, þegar ]ieir eru látnir í gjöld til hans, og póststjórn- in innleysir þá, ef menn þurfa að sencla þá út úr landinu, en í það tvennt fer inegnið af seðlamergð þeirri, sem út hefir verið gefin; ■og með því að bankinn sjálfur hefir hingað til innleyst seðla sína, hvenær sem krafizt hefir verið, þá hefir óinnleysanleikinn hvergi komið fram, og seðlarnir fyrir því haldið fullu verði. jpað hefir ekki komið hingað til ■og kemur fráleitt eptirleiðis, meðan seðlaút- gáfan er takmörkuð eins og hún er, til hans (bankans) kasta að innleysa meira en svo, jafn'nliða landssjóði og póststjórninni, að hann sje því vel vaxinn. — Oinnleysanlegleiki seðl- anna er hættulegur fyrir gangverð þeirra, ef seðlaútgáfan er ótakmörkuð ; en þegar hún ■er svo takmörkuð, sem hjer á sjer stað, svo að ekki nemur nema hjer um bil þriðjung af viðskiptaþörfinni, og þegar svo er um bú- ið, að þetta litla, sem út er gefið, er í raun- inni innlevsanlegt, þótt ekki sje svo í orði, þá er slík hætta hugarburður einn. Og það er reynslan búin að sanna. Sú reynsla hefir líka reynzt öflugri heldur en ræður og rit. Hún er nú búin að út- rýma að mestu eða öllu leyti allri ótrú á seðlum eða hræðslu við hrun í gangverði þeirra. Slík hræðsla var raunar aldrei al- menn nema sumsstaðar til sveita. Eu það er til marks um, hvað lítið er um hana nú orð- ið, að landsbankinn er farinn að eiga örðugt með að koma ut gulli því, er hann hefir undir höndum; almenningur vill nú miklu heldur seðlana, sem eðlilegt er, þar sem menn eru búnir að þreifa á þvi, að gangverð þeirra er jafn-óyggjandi og gullsins, en þeir eru miklu þægilegri í allri meðferð, þar a meðal bæði smærri og stærri en það. Brjefið að vestan, sem prentað var í þessu bl. fyrra laugardag, um »bankann og bænd- ur«» er að því og fleiru óefað góður mæli- kvarði fyrir hugarfari almennings til lands- bankans nú orðið. |>ar er og tekið fram með herum orðum, að öll hræðsla við seðlana sje horfin rneðal almennings. En þar er talað mikið um aðra annmarka við bankann og stjórn hans, sem ekki var spáð fyrirfram, og eru sumir verulegir, en sumir ómyndaðir og ýktir að mun. f>að eru raunar meira en ýkjur, það sem sagt er þar um hlífðarlausa sölu á veðsett- um jarðeignum af hálfu bankastjórnarinnar. Ummæli brjefritarans virðast sprottin miklu fremur af ímyndun eða kvíða fyrir því, að bankinn fari nú að selja »hverja vildisjörðina á fætur aunari«, heldur en sú sje raun á orð- in hingað til. Eptir skýrslu frá bankastjórninni, sem ekki er minnsta ástæða til að rengja, og auk þess er innan handar að rökstyðja, ef þurfa þætti, hefir bankastjórnin ekki látið selja nokkra eina vildisjörð hingað til. f>að eru eptir skýrslu þessari alls og alls 6—sex— jarðir og jarðarpartar, sem bankinn hefir látið selja hingað til, eða þá leggja sjer út til eignar, og mun enginn vilja kalla neina þeirra vildisjörð. Jarðir þessar og jarðarpartar, sem bankinn hefir látið selja, eru : Torfustaðir í Húna- vatnssýslu, Valdarás í sömu sýslu, J úr Hauka- tungu og Háhóll í Hnappadalssýslu, J úr Bjarnastöðum í Grímsnesi, og Hjarðarból í Eyrarsveit. En—enginn af þessum jörðum eða jarðar- pörtum hefir verið seld fyrir vöntun á af- borgun eingöngu, heldur af því, að skuldu- nautar stóðu ekki einu sinni í neinum skilum með vaxtagreiðslu, og voru auk þess sumir —þrír— stroknir til Vesturheims. Einn af þessum þremur hafði þar á ofan selt inn- stæðukúgildi jarðarinuar, áður en hann strauk eða fór til Vesturheims. Af hinum 2 skuldu- nautum, sem ekki stukku af landi, hafði ann- ar aíls eigi staðið í neinum skilum frá upp- hafi, en hinn kominn á sveit og veðleyfandi dá- inn, vextir eigi greiddir í mörg ár, en afborgun aldrei áskilin (gamalt sparisjóðslán). Hjer getur því enginn maður með sanni sagt hart farið í sakirnar eða um skör fram. |>á hefir bankinn enn fremur beðið um sölu á 8 jörðumog jarðarpörtum,—salan óbúin enn. Um þrjú af þessum veðum er svo ástatt, að lántakendur eru annaðhvort farnir til Vesturheims eða dánir, en engin afborgun greidd—lánin þó 3 ára gömlu hjer um bil— og vextir með óskilum. Hin lánin fimm eru sömuleiðis 3 ára gömul hjer um bil, alls engin afborgun greidd af 4 þeirra, og ekki 1 eyrir í vexti nema fyrsta árið, af því þeim var haldið eptir þegar lánið var látið úti. Af 5. láninu hafa vextir verið mjög óskilvíslega borgaðir og því nær ekkert greitt í afborgun- inni. Bankastjórnin tjáir sig ekki hafa neitað neinum manni um frest með afborgun, hafi hann staðið f skilum með vexti. Verður ekki annað sagt, én að það sje mannúðlega gert, hafi fresturinn, sem sjálfsagt hefir átt sjer stað stundum, verið öðruvísi en t. d. rjett um eitt ár, gegn því, að greiða tvöfalda af- borgun að því ári liðnu, sama sem rúma30"/» þá; því það yrði flestum hefndargjöf. Til sönnunar því, hve valt sje að creysta virðingargjörðum á jörðum til veðsetningar handa bankanum, getur bankastjórnin þess dæmis meðal margra annara, að ein af jörð- unurn, sem nú á að selja vegna gjörsamlegra vanskila frá upphafi, hafi verið virt til veð- setningar á meira en 30,000 kr., en hálflenda hennar seld rjett um sama leyti í frjálsum kaupum á 7000 kr.! Prestsekknasjóðurinn. Herra ritsjóri! 1 heiðruðu blaði yðar 27. f. m. farið þjer nokkuð hörðum orðum um oss prestana í grein yðar um prestaekkna- sjóðinn, fyrir afskiptaleysi vort af sjóðinum og dugleysi vort í að styrkja hann. Jeg ætla mjer ekki að hrekja nein ummæli yðar í nefndri grein ; en því mun ekki verða neit- að, að nokkrir prestar hafa styrkt sjóðinn með árlegum tillögum, þar sem aptur margir ekki hafa lagt honum neitt. Jeg er líka viss um það, að sumir prestar hefðu helzt viljað geta lagt í sjóðinn enn, og þannig aukið hann sem mest, en ekki sjeð sjer þetta fært, eða álitið þetta tilgangslítið eða tilgangslaust, með því fyrirkomulagi, sem er og hefir verið á sjóðnum. Prestaekknasjóðurinn þarf, eins og hver önnur stofnun, góðar og greinilegar reglur bæði hvað snertir stjórn lians, tillög til hans og styrkveitingar úr honum; en mjer er ekki kunnugt um, að um slíkt hafi verið hugsað, hvað þeunan sjóð snertir, og þó álít jeg fast, sanngjarnt skipulag á sjóðnum fyrsta og jafn- vel eina skilyrðið fyrir því, að þeir sem eiga að njóta hans, styrki hann með tillögum og aðrir gefi til hans. f>að er mjög falleg hugsun að gefa, —gefa fátækum og þurfandi, en þessi hugsun ó- prýðkar mikið, sje. gefið í ráðleysi eða hugs- unarleysi, eða með gjöfunum vanræktar aðr- ar þýðingarmeiri og helgari skyldur. Mjer finnst alls ekki við því að búast, að nokkur stjett eða nokkurt fjelag sje svo vel skipað, að allir leggi af sjálfsdáðum sitt fram, án þess að nokkrar vissar reglur sjeu settar fyrir framkvæmdunum, og svo liefir þetta einnig reynzt með prestaekknasjóðinn, og jeg álít það eðlilegt. En þegar svona fer, og sumir eða margir draga sig í hlje, og geta það án þess í nokkru að missa af rjett- indum, þá getur svo farið, að hinir, sem á- huginn lifir hjá, hætti öllilm framkvæmdum, og þetta ætla jeg að einnig eigi sjer stað hvað þennan sjóð snertir. |>að er eðlilegt, að prestar öllum öðrum fremur láti sjer annt um prestaekknasjóð, en einkum jafnvel einungis af því, að flestir prestar eru svo fátækir, að þeir geta búizt við, að ekkjur þeirra og börn verði styrkþurfar að þeim látnum. Með öðr- um: það er hugsuuin um þá, sem prestinum standa næstir, fremur en umhyggja fyrir stjettinni í heild sinni, sem helzt mun hvetja prestinn til að styrkja sjóðinn. En sje nú sjóðurinn í því horfi, í því ó- lagi, hvort sem ólagið er að kenna áhuga-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.