Ísafold - 12.06.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.06.1889, Blaðsíða 3
187 ui'ri dómkirkju, eins og dæmin á undan sýna. J>að, sem einkum gaf mjer hvöt til að semja söngfræðisbækling þann, sem jeg gaf út í fyrra, var að gera mönnum ljóst, að ekki hentaði, að karlmenn syngi tenor í lög- um, sem raddsett eru fyrir samkynja raddir, þegar karlmenn syngja sopran og alt; síðan hefi jeg verið að bíða og bíða eptir því, að menn tæki þessar bendingar mínar til íhug- unar, einkum hjer í höfuðstaðnum ; en af því jeg er orðin úrkulavonar um, að þessi til- raun mín dugi, þá vek jeg máls á því á ný, og set upp þessi dæmi, sem hver skynber- andi maður, er heyrir þau leikin á hljóðfæri, hlýtur að finna, að líkist meir «harmoniskum» höfrungahlaupum en «melodiskum» söng. Jeg vona þó enn, að söfnuðurinn hjer, og allra helzt þeir, sem syngja með orgelinu, geri fósturjörðinni þann sóma, þó þeir alls ekki vilji viðurkenna það rjett, sem jeg fer með, að leggja algjörlega niður þennan tenor-söng í kirkjunni, meðan kvennfólk ekkí syngur lagið, og ef þeim þykir ekki nægilegt að syngja sopraninn, sem bezt fer á, víðast er venja og söfnuðurinn getur bezt stutt sig við, þá að eins að syngja bassann með laginu, sem á fœrri stöðum veldur öðru eins hneyksli eins og þessi tenor-söngur. Eeykjavík 11. júní 1889. Bjökn Kkistjánsson. Nokkur orð um kveðskap Islendinga á miðöldunum- Bptir dr. phil. Jón porkelsson yngra. III (Framh.). Að eg hafi, eins og Jpjóðólfur gefur í skyn, kallað Jón Sigurðsson, Finn biskup, Jón Espólín og Guðbrand Vigfússon »hálfmennt- aða« menn, er, eins og nærri má geta, sá átyllulausasti tilbúningur og ósannindi; ellegar að eg hafi með einu orði innt í þá átt, að þeir hafi ekki þekkt bókmenntir miðaldanna, enda tek eg það svo að Briem sé að hrekja orð Boga, þar sem Bogi á bls. 754 verður það ósjálfrátt að hæla mjer fyrir það, »að eng- inn (fyrri) hafi tekið fyrir sig að rannsaka þessar bókmenntir neitt nákvæmlega#. En til samanburðar við minn dóm er jafn- gott þó tilfærður sé dómur Boga. En hann er svo: »Helgikvcðskajnirinn er ýmisleg kvæði um Maríu meyju, ýmsa postula? Jóhannes skírara og aðra dýrðlinga. En í öllum þess- um kvæðum er svo að segja ekki ein frumleg hugsun, svo að segja ekki eitt mergjað orð, er lýsi sérstaklegumskáldseinkennum. þ>essikvæði eru eiginlega elcki annað en hörmuglega voluð eptirlíking af eldri kvœðum í sömu stefnu . . . pegar á allt er litið andleg aplafyl.« Gapalegri og höfuðhleypingslegri dóm er varla hægt að hugsa sjer, og ómögulegt er að maður, sem hefði þekkt nægilega til, hefði get- að sagt slíkt. Páll Briem samsinnir nú þessu og leggur sérlega áherzlu á það, að hin síðarí helgi- kvæði sé eptirlíking af Lilju og telur þetta hafa verið almeuna skoðun, og getur þess, að sálmakveðskapurinn verði andríkari með siða- skiptunum. En eins og það gerir í raun- inni minna til, hvað menn hafa haldið, held- ur en hvað er, eins er þetta ekki rétt. Hið sanna er það, að helgikveðskapur miðaldanna er hér um bil alveg sjálfstæður; lftið af hon- um er þýtt úr útlendum kvæðum, og ekki eru það fieiri en tvö kvæði, sem með neinni vissu sé hægt að segja að sé eptirlíking Lilju. Væri þetta hlutfall borið saman við kveðskap Is- lendinga nú, þá mundi það koma upp, að það væri fleiri en tvö kvæði tals, sem væri eptir- líking kvæða hinna betri skálda. En úr því eg er farinn nú að tala um þetta á annað borð, er bezt að segja söguna eins og hún gengur. Og það er með sanu- indum að segja, aðí það er ekki með siða- skiptunum, að andlegi kveðskapurinn fer að fá andrfkari blæ ; þó að einhver hafi sagt það, gerir ekkert til. Siðaskiptin voru engin skemtilegur né andríkur skáldskapur fyrir Is- lendinga. |>au voru raunaleg reynsla. f>á kemur einmitt í sálmakveðskapinn á íslandi það drep og sá dauði, sem ekki læknast fyrr en löngu síðar. Verri afskræmi í skáldlegri mynd hef eg ekki séð en sálmabækurnar frá siðaskipta- tímunum á Islandi, og þó er sálmabók Olafs Hjaltasonar glötuð, að því er menn bezt vita, og hefir hún líklega varið aumust allra. I sálmabók Marteins biskups frá 1555 er að vísu ýmislegt laglegt, að minnsta kosti í sam- anburði við annað verra, en í sálmabók Gísla biskups frá 1558 hefir hinn andlegi kveð- skapur komizt dýpst í niðurlæginguna, af því sem nú er til. J>ar er vandi að finna óbjag- aða íslenzka setningu. |>ar úir og grúir af bjöguðum orðum. þ>ar finnst varla réttur höf- uðstafur eða stuðull. |>ar er varla hending rétt. þar finnst varla óbrjálað rím, og málið er hér um bil mitt á milli þess, að vera ís- lenzka og danska. Svo kemur sálmabók Guðbrands biskups 1589 og Grallarinn 1594, og er hvorttveggja þeirra að vísu betra og langt auðugra, og sumt er þar fallegt, en í frágangnum kennir hins sama : brjáluð kveð- andi og rím, höfuðstafir og stuðlar skakk- settir eða ekki til; bjagað mál. En af hverju kemur þetta? Orsökin er þessi. Alt fram undir siða- skiptin stendur andlegi kveðskapurinn á inn- lendum merg, og verður fyrir svo að segja engum útlendum áhrifum. |>au kvæði, sem með vissu verður sagt að sé þýdd, eru mjög fá, enda eru þau auðþekt úr. I bréfum og skjölum frá 15. og 16. öld ber töluvert á út- lenzku slettum, en kvæðin standa þar miklu betur á móti, því að mál þeirra stendur á djúpum rótum og föstum allar götur ofan úr fornöld. En við siðaskiptin verður hinn gamli katólski sálmakveðskapur óalandi og óferjandi og útlægur um endilangt Island, og í stað hans ern innnleiddir hinir lútersku sálmar, og eiga menn nú að fara að þýða þá, og tókst það eins og vonlegt var, óhönduglega, því kvæðaþýðingum voru Islendingar ekki vanir fyrr. Allar þessar sálmabækur: Marteins, Gísla og Guðbrands, eru ekkert annað en þýðingar, og þær svo íir garði gerðar, eins og áðurer á vikið. jpetta hafði þau argvítugustu áhrif á sálmakveðskapinn á Islandi, þvi þetta voru fyrirmyndirnar, og frá þessu stafar það, að sálmarnir í heild sinni eru verr kveðnir, verri að máli og rími en hinn veraldlegi kveð- skapur. |>au skáld, sem um aldamótin 1600 ortu slétt og vel og andríkast sálma, höfðu einmitt kynning af og virðing fyrir hin- um katólsku sálmum, eins og séra Einar í Eydölutn og Bjarni skáldi, og upp af þessara manna beinum og anda vex það, sem bezt er í kveðskap 17. aldarinnar. Allir þekkja afkomendur séra Einars, og hitt er líka kunn- Frœgöarverk af kvennmauni Foote flotadeildarforingja, eða þá þeim Stan- ton, Halleck og Foote í sameiningu. Lincoln sagði ekki neitt. Hann og nánustu trúnað- armenn hans vissu, að öll herförin var hugs- uð upp af kvennmanni, og að kvennmaður þessi var Anna Ella Caroll frá Maryland. Benjamín F. Wade, formaður herstjórnar- nefndarinnar, ber vitni um þetta í mörgum brjefum, og segir: «Jeg hefi stundum ásakað sjálfan mig fyrir það, að segja ekki þjóðþing- inu frá, hver hugsað hefði upp og lagt ráðin á herförina til Tennessee, þegar það var að reyna að uppgötva það. En Lincoln og Stanton voru því mótfallnir, að það væri gert heyrum kunnugt, að herinn hagaði ferð- um sínum og framkvæmdum eptir ráði manns, sem ekkert væri við herstörf riðinn, og að þetta væri meira að segja kvennmaður. Hann vildi láta hermennina standa í þeirri trú, að þeir einir hefði tekið að sjer að verja landið. I brjefum sínum segir Wade aptur og apt- ur, að ungfrú Caroll hafi lagt ráðin á við herförina, talar um, hvað Bandaríkin eigi henni upp að inna, um áhrif hennar og af- skipti, er vörnuðu því, að ríkið Maryland gengi úr sambandinu, og um hinar mikil- vægu ritgjörðir hennar um framkvæmdir og stjórn hersins, er hún hafi ritað eptir áskor- un Lincolns. Henni sjálfri skrifaði hann á þessa leið : «f>að voru vitsmunir yðar og mikla atorka, er frelsaði landið, þegar það var komið á heljarþröm að kalla mátti. Verðleikar yðar eru sannarlega svo miklir, að örðugt verður að fá heiminn til að trúa þeim. Smásálar- legir menn geta ekki trúað því, að kona hafi verið fær um, að vinna þetta mikla verk. |>jer verðið ekki 3vipt þeim heiðri, að hafa unnið landinu miklu meira gagn, þegar það var að þrotum komið, en nokkur maður ann- ar í öllu ríkinu, og þetta getur ekki orðið dulið lengi hjeðan af». Viðlíka afdráttarlausan yitnisburð hefir ung- frú Caroll fengið hjá ofursta Tomas A. Scott, aðstoðarmanni hermálaráðherrans, er hún fjekk fyrst í hendur ráðagjörð sína, og hann sagði henni 1862, að landinu hefði sparazt fje svo miljónum skipti fyrir það, að ráðum hennar hefði verið fylgt. Sama hefir Edvard Bates ráðherra sagt, og ýmsir aðrir nafnkunnir menn. L. D. Evans, yfirdómari í hæstarjetti í Texas, hefir samið rit «um þau miklu áhrif, er Tennessee-herförin(hafði á afdrif borgara- styrjaldarinnar», og sýnir þar fram á, að ekk- ert ráð annað hefði getað bjargað samband- inu, og að það var ekki fundið eða hugsað upp af neinum, fyr en ungfrú Caroll bauð það fram ; hún ein hafði það hugvit, að sjá, hvernig bezt var að grípa í strenginn. 30. nóvember 1861 lagði hún ráðagjörð sína með uppdráttum fyrir hermálaráðherrann. Var hún fljótt samþykkt og framkvæmd í stóru og smáu svo sem hún hafði lagt til. Hún lifði það, að sjá ráð sitt heppnast ljóm- andi vel. Hinn 10. apríl 1862, fjórum mánuðum eptir að uppástungur hennar höfðu verið samþykktar, gaf Lincoln forseti út ávarp, og þakkaði þar almáttugum guði fyrir fuli- kominn sigur, sem hefði frelsað landið frá á- rásum og afskiptum annara þjóða. Sambandi Bandaríkjanna var borgið, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.