Ísafold - 19.06.1889, Qupperneq 1
fCemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 49.
Reykjavik, mióvikudaginn 19. juni.
1889.
Enn um prestaekknasjöðinn.
í ísafold 8. þ. m. hefir sveitaprestur ritað
^grein um prestaekknasjóðinn, sem ef til vill
kann að spilla fyrir góðu máli, og því má
*eigi láta ósvarað.
Mergurinn málsins í greininni er sá, að
sveitapresturinn vill sjálfur ekkert til presta-
•ekknasjóðsins gefa, og álítur það rjett fyrir
presta, að láta það ógert, meðan ekki það
íyrirkomulag er á sjóðnum, að ekkjan fái
styrk úr honum að rjettu hlutfalli við það,
sem maður hennar hefir í hann lagt. Hann
segir meðal annars: «Hið minnsta, sem kraf-
izt verður, finnst mjer þó vera það, að sönn-
un sje fyrir því, að þeir sem leggja í sjóð-
inn, gjöri ekki sínum nánustu beinan skaða
með því, eða svipti styrkþurfandi ekkju og
börn að meira eða minna leyti þeirn styrk,
■er þeir voru færir um að veita þeim».
Sveitapresturinn vill gera prestaekknasjóð-
inn að framfærslustofnun. Opið brjef frá 31.
maí 1855 skyldar embættismenn til, að sjá
ekkjum sínum borgið með fjárstyrk eptir
sinn dag, en undantekur presta, «þangað til
sjerstakt lagaboð gerir breytingu á því».
Jeg skal láta það alveg liggja á milli hluta,
hve heppileg slík valdboðin ekkjuframfærsla
er, og hvort hún eins á að ná eða getur náð
til presta sem annara embættismanna hjer á
landi. En eigi slík breyting að komast á,
verður hún að koma löggjafarleiðina, og síð-
an eflaust að smákomast á, því að vart verða
prestar þeir, sem nú hafa fengið embætti,
skyldaðir til slíkrar ekkjuframfærslu. Abyrgð-
ina kynni landssjóður að geta eða vilja taka að
sjer, en sennilegast yrði reynt að slengja öllu
■á hið breiða bak lífsábyrgðar- og framfærslu-
stofnunarinnar dönsku. |>etta er margbrotið
og vandasamt mál, en jeg skil ekki hvernig
prestaekknasjóðurinn á hjer nærri að koma.
Ekki er hann því vaxinn með sínum litla
höfuðstól, að taka ábyrgðina, eða á hann að
renna inn í landssjóð eða framfærslustofnun-
ina dönsku ? f>ess verður og að gæta, í hvaða
skini sjóðurinn er stofnaður og gjafir hafa
bætzt honum hingað til. j>essar 17500 krón-
ur. sem nú eru í sjóðnum, eru gefnaraðeins
til styrktar þurfandi prestaekkjum, og vöxt-
unum af þeim má ekki verja til annars, og
útbýting vaxtanna af þessum 17500 kr. aldrei
bundin við það, hvað prestar framvegis leggja
í sjóðinn. Sveitapresturinn talar um ólag á
sjóðnum; en utn það verður því að eins tal-
að, ef hægt er að sanna með rökum, að fje
hans sje ekki ávaxtað, eða á ótryggum stöð-
um, eða þá að hin árlega útbýting vaxtanna
sje miður heppileg; en við það kemur hann
ekki.
Sveitaprestinn vantar tilfinninguna fyrir því,
að prestastjettin á einmitt sem stjett að
^lynna að þessum sjóði sínum. Væri um
stór framlög að ræða, þá væri hægt að tala
UÍU. að gera ekkju sinni beinan skaða með
því að leggja í sjóðinn, þar sern engin vissa^
er fyrir þvf, að hún njóti þess; en hjer er að
■eins að ræða um lítinn skerf árlega, sem eng-
•um getur orðið tilfinnanlegur, en munar um,
þegar frá mörgurn kemur. Annars mætti
segja, að maður geri jafnan sínum nánustu
beinan skaða í hvert skipti sem maður gjörir
náunganum eitthvað gott, svo framarlega sem
það kostar peninga. jpað liggur beint og hár-
togunarlaust í orðum sveitaprestsins, að mað-
ur eigi því að láta allt slíkt ógjört; en fjarri
er mjer að ætla honum þá hugsun. A presta-
stjettin að sýna minni samtök, minna dreng-
lyndi og innbyrðis hjálpsemi en ýmsar aðrar
stjettir ? Styrktarfjelag verzlunarmanna í
Eeykjavík lætur sjer einkanlega annt urn þurf-
andi ekkjur verzlunarmanna. Elestir verzlun-
ármenn á staðnum munu leggja í það, og það
engu síður ókvæntir menn. Sjómenn við
Faxaflóa hafa nú á seinni tíð sýnt allmikinn
áhuga á því, að styrkja Fiskimaunasjóðinn.
Eptir kenningu sveitaprestsins ætti enginn
sjómaður að leggja eyri í hann, nema sá, sem
hefði fulla sönnun fyrir því, að ekkja sín
nyti styrks úr honum; það er með öðrum
orðum : hann yrði að hafa sönnun fyrir því,
að hann sjálfur færi í sjóinn! Bræðrasjóður-
inn við Reykjavíkurskóla er víst líka í Ijótu
ólagi. Allir piltar leggja í hann, en ekki
fær nema 5. hver piltur styrk úr honum.
Vill sveitapresturínn ekki skipta vöxtum
þessa sjóðs jafnt milli allra skólapilta?
jþað er ekki hægt að segja, hverjar presta-
ekkjur fái beinjínis styrk úr prestaekknasjóði
og hve mikinn, þar sem slengt er saman
landssjóðsstyrknum og rentunum úr presta-
ekknasjóði. Af öllum prestaekkjum landsins
fengu á síðasta synodus nálega þrír. hlutar
einhvern styrk; hver þeirra hefir þá um leið
fengið svolítinn skerf úr prestaekknasjóði.
þ>að sýnir bezt, hvað fáar ekkjur verða út
undan. Skyldi það vera 20 prestar hjer á
landi, sem geta sagt hiklaust, að aldrei muni
til þess koma, að ekkjur þeirra fái styrk á
synodus, og þá um leið úr prestaekknasjóði ?
Jeg vildi óska, að til væri 20 prestar svo vel
efnum búnir, en þeir hinir sömu ættu þá
sízt að sjá eptir sárlitlum skerf á ári til að
styrkja fátækar ekkjur stjettarbræðra sinna,
enda munu þeir hinir sömu allir gera sínum
nánustu árlega mikið meiri skaða með ýms-
um fjárframlögum eða gjöfum, sem alls eigi
er betur varið en svolitlu árstillagi til presta-
ekknasjóðsins.
Prestaekknasjóðurinn getur ekki orðið og
má ekki verða, eptir uppruna sínum og 30
ára sögu, að framfærslustofnun.—Prestaekkna-
sjóðurinn missir alls eigi sína þýðingu, þó að
leitt verði í lög, að prestar sjái ekkjum sín-
um borgið með fjárstyrk eptir sinn dag,
eins og aðrir embættismenn landsins. Fjár-
styrkur þessi yrði auðvitað miðaður við em-
bættislaunin. Ekkjur presta, er deyja í fá-
tækum brauðum, eru eðlilega og vanalega
fátækastar, en þær fengju minnst úr fram-
færslusjóðnum, og yrðu því mjög svo styrk-
þurfandi úr prestaekknasjóði éins eptir sem
áður.
Innilega óska jeg þess, að grein hins heiðr-
aða sveitaprests dragi ekki frá prestaekkna-
sjóðnum eina einustu krónu, og er enda ekki
vonlaus um, að hann sjálfur átti sig betur
á spursmálinu um lögskipaða ekkjuframfærslu
og innbyrðis hjálparsjóð, og hlynni með öðr-
um stjettarbræðrum sínum að þessari fögru
kærleiksstofnun, þótt hann hafi enga sönnun
fyrir því, að hans eigin ekkja uppskeri það
sem hann sáir.
Jeg leyfi mjer að síðustu, að minna á nið-
urlagsorð ritstjórnargréinarinnar f 25. tölu-
blaði ísafoldar, sem komið hefir sveita-
prestinum af stað. þar stóð, að drengilegt
bragð væri það af prestastjettinni, að gleðja
sinn háaldraða höfðingja, biskupinn, með
því að verða sem bezt við áskorun hans, að
styrkja prestaekknasjóðinn. Honum er það
mest að þakka, hvað sjóðurinn nú á til, og
hve mikið gott hann hefir gert til þessa, og
sem vonandi margfaldast á næstu 30 árum,
og ekkert gæti verið honum ánægjulegra, en
að lifa það, að sjá mikinn ávöxt af þessari
síðustu áskorun sinni til prestanna.
Prestur.
Voðalegt vatnsflóð og manntjón
í Ameríku.
Kvöldið 31. f. m. kom ógurlegt vatns-
flóð á einum stað í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum, sem eyddi breiðar byggðir og
varð miklum fjölda manna að bana. Höfðu
stórrigningar gengið áður í nokkra daga
bæði í Pensylvaníu og eins i Maryland og
Virginíu. Ar og lækir höfðu vaxið ógur-
lega og margar þeirra flóðu yfir bakkana.
I dalnum Conemaugh nálægt bænum John-
stown var fjallavatn eitt, er kallað var
Lake Conemaugh, sem hafði verið
stýflað upp og stundum haft til að
veita nægvatni í Pennsylvaníu-skurðinn,
en seinna hafði skemmtifjelag eitt í Pitts-
burg eignazt vatnið. Vatn þetta var hjer
um bil 3/r rnflu á lengd og allt að hálfri
mílu á breidd að dönsku máli. íhleðslan
var 110 feta há, 90 feta breið að neðan,
en 20 fet að ofan, og var aðgætt einusinni
á hverjum mánuði af verkvjelafræðing,
hvort hún væri nægilega traust, og höfðu
menn því ekki óttazt, að nein hætta væri
á ferðum. Vatn þetta var tæpar tvær
mílur frá borginni Johnstown og 300 fet-
um hærra en bærinn.
Stundu eptir nón hinn 31. maí brast í-
hleðslan úr vatninu, því hún þoldi ekki
vatnsþungann lengur. Fossaði nú vatnið
fram um þröngan dal, og sópaði öllu burt,
sem fyrir var. Náði straumurinn 50 feta
hátt og kippti með sjer stórtrjám, húsum
og fjenaði. Varð fyrst fyrir þorpið South
Fork með 500 húsum og 2000 íbúa, og
ruddi vatnið því með sjer, svo ekki sást
örmull eptir. Einnig eyddust þorpin Min-
eral Point með 800 íbúa, Conemaugh með
2500 ibúa og Woodvale með 2000 íbúa.
Sumir ibúanna reyndu að forða sjer,
en urðu of naumt fyrir, því flóðið
kom svo snögglega yfir þá. Húsin