Ísafold - 19.06.1889, Page 2
194
þyrluðust fyrir straumnum til tveggja
handa í dalnum eptir því sem flóðinu
fleygði áfram. Gátu þá sumir, sem
komizt höfðu undan, bjargað fólkinu úr
húsunum, er þau bar að landi.
J>etta var nú ekki nema aðdragandi
annars meira. Allur dalurinn að ofan-
verðu var gjöreyddur, en nú var flóðið
komið að Johnstown, blómlegum bæ með
nál. 30,000 íbúa; hann eyddist á 5 mín-
útum. Brú ein á ánni South Fork litlu
neðar stóðst vatnsþungann, og strönd-
uðu húsin á henni og lentu þar eins og
íshrönn í einni bendu, en þeir sem voru
neðanvert í húsunum sárbændu þá um
hjálp, sem ofar voru, en allir höfðu nóg
með sjálfa sig. Ofan á þetta bættist, að
eldstórnar hrundu niður af hristingnum.
Kviknaði þá í húsunum hverju af öðru í
storminum, og brunnu þá margir, sem
ekki höfðu orðið vatninu að bráð.
Flóðið hjelt enn áfram með sama boða-
falli og braut eða sópaði með sjer hús-
um þeim, sem fyrir voru. Sumstaðar sást
fólk halda dauðahaldi í fljótandi viðar-
greinir, sumstáðar var allt fólkið á hús-
þakinu, er það flaut niður eptir. Á einu
húsi sást kona með brjóstbarn, er kvein-
aði um hjálp, en vatnið tók hana og sást
hún ekki framar.
|>essu hjelt áfram alla nóttina, en dag-
inn eptir, 1. júnf, fór flóðið að rjena, er
komið var miðdegi. Tóku þá þeir, er
eptir lifðu, að vitja heimila sinna, sem flest
voru í rústum eða horfin. Bærinn John-
stown var horfinn og þar sáust að eins
eptir fá hús, en eptir dalnum endilöng-
um sást beggja vegna hrönn af húsum og
föllnum trjábolum, húsgögnum og dýra og
manna búkum, limlestum og sundurtættum.
Á svæðinu frá Johnstown niður að New
Florence sást ekkert hús uppi standandi.
Eitt hús hafði strandað hátt uppi i hlíð-
inni, og var lítill, örmagna drengur á þak-
inu, en þegar hann var spurður að for-
eldrum sínum, benti hann inn í húsið, og
fundust þau þar drukknuð ásamt tveimur
systrum hans. Hvert sem litið var, var
ekki annað að sjá en eymd, volæði, lemst-
ur og dauða, og segja þeir, sem af kom-
ust, að slíkt muni sjer aldrei úr minni
líða. Ofan á þetta bættist, að bófar og
illþýði tóku að safnast þar saman til að
klófesta það, sem þeir gætu náð í af því,
sem fjemætt fannst. Hjuggu þeir meðal
annars fingur af líkum þeim, er þeir fundu,
og stálu svo af þeim fingurgullunum. Ná-
lægt 20 af illvirkjum þessum náðust á
vetfangi, og voru þeir óðara sendir til
heljar.
|>egar frjettirnar um þetta voðalega
tjón bárust út um landið, tóku menn að
safna saman hjálp handa aumingjum þeim,
sem eptir lifðu, og reyna að bjarga lífi
þeirra, er hægt væri að finna með lífs-
marki, í bænum Pittsburg var þegar
búið að safna 55,000 dollara, og stjórnin
í Washington hafði þegar látið útvega
tjöld og aðrar lífsnauðsynjar. í ríkinu
New-York var farið að safna saman al-
mennum samskotum, en 20,000 manna
voru önnum kafnir í því, að bjarga lífi
og limum aumingja þeirra, er af komust;
en þar eð ekki var hægt að grafa nógu
fljótt bæði menn og skepnur þær, ertýnzt
höfðu, óttuðust menn, að drepsótt mundi
kvikna af því, þegar líkamirnir tækju að
rotna. Málþráðarskeytum rigndi niður
að kalla mátti úr öllum áttum, þar sem
fólk hingað og þangað að spurði eptir
vinum og vandamönnum, en flestum skeyt-
um þessum gat enginn svarað nema
dauðinn einn. Allt var í óreglu, því
eymdin var á aðra hliðina, en þjófarnir
og bófarnir á hina, sem átu upp það, er
sent var fólkinu til bjargar, svo að því
var komið, að landstjórinn í Pennsylvaníu
sendi þangað herlið til að koma lagi á.
Fregnirnar um manntjónið og fjártjónið
eru mjög á reiki; menn þóttust komast
það næst, að farizt mundn hafa 12 —15,000
manna. P'jártjónið í Conemaughdalnum
talið 25 miijónir dollara. Járnbrantin milli
Pittsburg og Harrison iaskaðist svo, að
ferðum hlaut að hætta þar í heila viku ;
var talið, að skemmdir þær mundu nema
mörgum miljónum dollara.
Auk þessa hefir stórkostlegt fjártjón
orðið af vatnavöxtunum víða á öðrum
stöðum í Bandaríkjunum, svo skiptir
mörgum miljónum doliara, og menn og
skepnur farizt sumstaðar. Brýr og járn-
brautir hafa líka brotnað og skurðir
skemmzt, og fólk beðið bana víðar, eink-
um í ríkjunum Maryland og Virginíu,
fjárskemmdir miklar í ríkinu New York
og í grennd við Washington.
Sömu dagana voru einnig stormar, stór-
rigningar og vatnavextir í Canada, og
bær sá, er Cobourg heitir, ^mrð umflotinn
af vatni, og ollu vatnsflóðin þar mildu
tjóni, landið skemmt á tveggja mílna
löngu svæði, uppskeran spiilt, en brýr og
önnur mannvirki brotin. Fjártjónið áætl-
að nál. J/a milj. dollara.
(J>etta er ágrip af síðustu frjettum í
enskum blöðum).
„Fáein orð um kirkjusönginn
i dómkirkjunni“.
Organleikara Jónasi Helgasyni hefir
þótt eiga við, að svara aðfinningum mín-
um um kirkjusönginn í dómkirkjunni, en
með litlum ástæðum, sem við var að bú-
ast. Hann hefir auðsjáanlega gengið út
frá því nú, eins og áður, að það dygði
einungis að hafa hátt, það væri nóg til
að strá í augu ósöngfróðum almenningi
og þeim, sem aldrei geta athugað söng-
frægisleg atriði í nokkurri bók eða rit-
gjörð, nema í gegn um gleraugu hans.
Organleikarinn heldur því náttúrlega
fram, að söngurinn sje mjög sómasamleg-
ur, „ekki einungis sómasamlegur", segir
hann, „heldur allt eins góður eins og víða
hvar annarsstaðar í kirkjum menntaðra
þjóða“. Og hverjar eru sannanirnar ?
Ekki aðrar en þær, að hann álíti það.
Og svo segir organleikarinn, að það þurfi
meir en meðalfrekju til að ætlast til, að
söngurinn sje eins góður hjer eins og
bezti söngur í kirkjum erlendis, þar sem
hjer sje lagt fram minna fje til söngs en
annarsstaðar. J>að er fjarri mjer, að ætl-
ast til þess, að söngurinn sje hjer á hæsta
stigi, heldur viðunanlegur, ekki beinlínis
til vanvirðu, sem kenna megi fremur
eptirlitslausri eða vankunnandi söngstjórn,
en veikum söngkröptum. f*að er ekki
of litlu fjárframlagi að kenna, þó sungin.
sje tenor í kirkjunni, sem skemmir, já,
eyðileggur samræmið, og ber lagið alveg
ofurliða; það ætti að vera hægra og
kostnaðarminna að syngja lagið ein*
samalt.
I.oksins getur organleikarinn þess, máli
sínu til stuðnings, að það hafi sungið 50.
til 100 kvennmenn í kirkjunni. Hvar í
kirkjunni? Hjá orgelinu ? Nei. Hjá org-
elinu var fullt. af karlmönnum, en enginn
kvennmaður. J>ó einstaka stúlka hingað
og þangað út um kirkjuna hafi tekið
undir, þá gat það ekki bætt hinn sterka
karlmannasöng við orgelið, og því síður
verið organleikaranum að þakka, þó svo
hefði verið. Organleikarinn getur því
naumlega gefið svona drýgiiega í skyn,
eins og hann gerir, að hann með þéssari
ástæðu hafi lagt smiðshöggið á athuga-.
semd mína. Að öðru leyti ætla jeg ekki
að þrátta við organleikarann, en vísa til
vottorðs þess, sem hjer með fylgir, frá
herra kand. theol. Steingrími Johnsen,
söngkennara við latínuskólann, og herra.
emerítpresti St. Thorarensen.
Reykjavík 18. júní i88q.
Björn Krisljánsson.
* *
*
Með því hin fjórraddaða sálmasöngsbók
Jónasar Helgasonar organleikara, eins og
allar þess konar bækur, er raddsett fyrir
ósamkynja raddir, er rangt, að karlmenn
syngi tenor eptir þessari bók, nema ein-
ungis kvennfólk syngi lagið, þar eð ten-
orinn annars ber lagið ofurliða og skemm-
ir samræmi raddanna. |>að er því með
öllu rjett athugasemd, sem Björn Kristj-
ánsson bæjargjaldkeri hefir í ísafold gjört
við sönginn hjerí dómkirkjunni,—það vott-
ast eptir beiðni.
Reykjavík 18, júni i88q.
Steingrímur Johnsen.
Með skírskotun til „Sange til Skole-
brug, udg. af A. P. Berggreený 5. hepti
í formála þess St. Thorarensen.
Legg í lófa karls, karls l
í enska blaðinu „Christian Life“, mál-
gagni tínítara-trúarfiokksins (únítarar neita
guðdómi Krists), er svolátandi grein 25,
f. m.:
„Hr. Jochumsson, á íslandi, tjáir oss,
að hið nýja blað hans sje búið að fá þús-
und kaupendur [800 segir síra M. J.
um sama leyti í ávarpi sinu í „HeimskrA
til „landsmanna sinna fyrir vestan haf“].
Athenæum [tímarit í Lundúnum] talaði
nýlega um hr. Jochumsson og ritstörf
hans með miklu lofi. Vjer vitum, að
hann hefir þegar mikið afrekað (done
good work) fyrir trú vora [þ. e. únítaraj
meðal þjóðar sinnar langt norður þar.
Hann er mjög þakklátur hverjum þeim
meðal vors enska fólks, er gæti látið
hann fá aff gjöf „fortepíanó“ handa hans
miklu fjölskyldu. Einhver kynni að hafa
„fortepíanó11, er hann gæti án verið og
mætti senda honum það“.
(Leturbreytingarnar og hornklofaklaus-
urnar eru ekki í frumritinu).
Þingmálafundur var haldinn að Stór-
ólfshvoli í Bangárvallahreppi 5. þ. m-, sem
alþingismenn sýslunnar (Sighv. Arnason og
þorvaldur Bjarnarson) höfðu boðað til. Helztu
mál, er þar voru rædd, voru þessi:
1. Stjórnarskipunarmálið. Samþykkt, að
skora á alþingi, að halda þvi áfram í líka
stefnu og á undanförnum þingum. Fundur-
inn áleit, að laun hinnar fyrirhuguðu lands-
stjórnar væru of hátt sett í frumvarpi al-
þingis 1886.