Ísafold - 22.06.1889, Síða 4
200
þ>á sjaldan gefið hefir að reyna aðafla
fiskjar, hefir að eins orðið vart, og þó
sumir alls eigi. f>ó fjekk einn maður hjer
um ioo á skip i næstliðinni viku. þ>að
var á ióðir; hinir hafa flestir færi. Net
eru hjer aldrei höfð. Hrognkelsaafli hefir
verir dáJitill. Sama er að heyra úr
Tálknafirði. En úr Dölum hef jeg eigi
frjett nýlega. þilskipin komu inn um
næstliðna sunnudagshelgi, þau er hér
(þ. e. við Patreksfjörð) leggja upp. þau
höfðu aflað þetta alls, síðan þau fóru út,
— flest eptir páskana: —
„Komet“ frá Vatnseyri 7,000 fiskjar
„María“ írá Flatey 5,600 fiskjar
„Sjólífið“ frá Geirseyri 5,200 fiskjar
,.Snugsrur“ frá Hlaðseyri 3,000, eign
skipstj. Pjeturs Björnssonar í Dölum.
Póstskipið Laura kom í gærkveldi að
vestan, af vesturhöfnunum. Með því kom
amtm. B. Th. Jónassen, af amtsráðsfundi,
og alþingismennir Gunnar Halldórsson, síra
Jakob Guðmundsson, Páll Briem, síra Sig-
urður próf. Jensson og síra Sigurður Stefáns-
son — auk margra fleiri farþega.
Póstskipið fer hjeðan 26. þ. m. áleiðis
til Khafnar.
AUGLÝ SINGAR
ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 5 a.)
hvert orð 15 stala frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-]engdar. Borg. út í hönd
Undirskrifaður kaupir:
Maanedstidender
I. Bindi.
»fra Oetobr. Maaneds Begyndelse 1773 til
Septembris Udgang 1774 «(Hrappsey 1773—74)
og borgar með:
25 krónum.
Úr „SKULD“ 4. árg. (1880)
Nr. 124, 127, og 128.
og borga þau öll ineð:
9 krónum.
Reykjavík II. júní 1889.
S fCj ■wtcki't- cKziotj ánoson.
pað er er ekki til neins að þræta við
V. O. Breiðfjörð, sem fælist allar ástæður
eins og skollinn krossmark; það er ekki
til neins að sýna honum medaiíur, því
hann segir víst, að Nr. i væri Nr. 2 og
öfugt. En lesendanna vegna vil jeg taka
upp þessi atriði, sem V. O. Breiðfjörð
hefir ekki hrakið og getur ekki hrakið:
1. að Rahbeks Allé-öl ekki sje sú eina
öltegund, sem fjekk medalíu á sýn-
ingunni í Khöfn 1888.
2. medalíu af 2. flokki fengu ekki færri
en sjö, og þá lestina rekur bjórgerð-
in í Rahbeks AUé, sem gat ekki náð
í hin sætu vínber 1. verðlauna.
Marstrands-öl getur hrósað sjer af 4
medalíum og 6 diplómum frá heimssýn-
ingum í Antwerpen, Edinborg og fl.
stöðum. Á hverjum tínum stað í Khöfn
er það haft á boðstólum, þar sem Rah-
beks Allé-öl ekki sjest eður þykir boð-
legt.
Marstrands-öl fjekk sömu viðurkenn-
ingu á Khafnar sýningunni sem öl frá
fabríkunni
Alliance,
sem allir þekkja, utanlands og innan.
Hvernig dirfist V. O. Breiðf. að kalla
„Svenska Bryggareföreningens nya Mán-
adsblad11, út gefið af stóru fjelagi í Stokk-
hólmi, mánaðarlappa, og drótta að því,
að það láti kaupa sig til að flytja lyga-
lof? Vari hann sig á því.
Hvernig dirfist V. O. B. að segja,
að Khafnarbúar sjeu þeir einu, sem
kunni að dæma ufn öl? Hann held-
ur víst, eins og „Jöklarar“ forðum, að öll
veraldarinnar skip sigli gegn um Eyrar-
sund. — Lofum honum að geyfla á græn-
jöxlunum sinum; ætli þeir sjeu ekki
sprottnir á lúsalynginu í hraununum
kring um Dritvík?
Hnífilyrðum þeim, sem V. O. Breiðf.
hefir þóknazt að velja mjer persónulega
í seinustu auglvsingu sinni, get jeg ekki
verið að svara hjer, en mun, ef til vill,
gjöra það á annan hátt, „eptir kúnstar-
innar reglum“. — Að fara í persónulegt
saurkast í blöðunum við mann eins og
V. O. B. getur mjer aldrei komið til
hugar. 22/(j—8g.
tlelgi Jónsson.
BúnaðarQelag suðuramtsins.
Ársfundur fjelagsins hinn síðari verður
haldinn föstudaginn 5. júlí næstkomandi
á hádegi i leikfitnishúsi barnaskólans, og
verður þar:
1., skýrt frá efnahag og aðgjörðum fje-
lagsins;
2., rædd þau mál, er fjelagið snerta.
Keykjvk 2 1. júni 1889.
H. Kr. Friðriksson.
Gufubátsfjelagið.
Eins og ráð var fyrir gert á stofnunar-
fundi gufubáts-fjelagsins 7. f. m. verður
fundur haldinn í fjelaginu laugardag 29.
þ. m. kl 5 e. h. í Kirkjustrœti nr. 2.
(Hótel Reykjavík), til þess að ræða og
samþykkja lög fyrir fjelagið og kjósa
stjórn m. m. Eru allir þeir, sem styrkja
vilja hinar fyrirhuguðu gufubátsferðir,
beðnir að sækja fund þennan, ef þeir
geta því við komið.
Bráðabirgðastjórnin.
Tombóla.
Samkvæmt auglýsingu í ísafold 15. f.
m. verður Tombóla haldin til ágóða fyrir
Lágafellskirkju í Ártúni í Mosfellssveit
laugardaginn 29. þ. m.
par verða margir ágætir munir, svo
sem ýmisleg búsáhöld og handavinna úr
sveitinni, og, það sem meira er vert, marg-
ar kindur veturgamiar og fjalllömb, sem
afhentar verða af gefendunum að haust-
lagi, og loks ýmislegt af þessum alþektu
ágætisvörum úr búðunum.
Drátturinn byrjar kl. 12 — 1 f. m. og
svo verður hlje frá kl. 2 — 4, þegar
drátturinn byrjar aptur. Inngangur
ókeypis.
Elliðakoti 21. jiint 1889.
fyrir hönd forstöðunefndarinnar
Guðmundnr Magnússon.
Allir peir, er til skulda telja_ í bíd kaup-
manns Th. Thorsteinssonar á ísafirði, inn-
kallast hjer með samkv. opnu brjefi 4. jan-
úar 1861 og lögum 12. apríl 1878 til pess.
innan 12 mánaða frá síðustu birtingu pessar-
ar augljsingar, að lýsa kröfum stnum og sanna
þœr fyrir undirritaðri ekkju hans, er situr í
oskiptu búi.
ísafirói 4. júní 1889.
Amalie Thorsteinsen.
Tii útsöiumanna bóksaiafólagsins.
Viðskiftaskilyrði Bóksalafél. ná að eins til
íslenzkra bóka. Danskar og aðrar útlendar
bækr, sem ég hefi til sölu eða útvega, geta
útsölumenn fól. eigi fengið til útsölu- I
fastan reíkning geta þeir fengið slíkar bækr,
en án nokkurra sölulauna.
Af Helga-kveri gefast engin sölulaun, og
það fæst að eins mót fyrirfram borgun í pen-
ingum.
Bókt^erzl. Slgf. Eymundssonar.
Útlend blöð.
Verðið, sem auglýst er á dNutidem, Illustr.
Tidende», «Nordstjernen», «Illustr. Familie-
Journab) og útl. blöðum og bókum yfir höfuð
er verðið hér á staðnum (sama verð
sem í Kaupmh.), en burðareyri hér innan-
lands verða kaupendr að borga að auki.
Bókverzl. Sigf. Eymundssonar.
HOLBÖJA hefur fundizt rekinn af sjó. Kjettur
eigandi getur vitjað hennar til Brlendar Bjarnar
sonar á Breiðabólstöðum, en borga verður hann
þessa auglýsingu.
RAIJÐ HEYSSA með mark biti fr, v. var send
með mjer frá Víðimýri til Reykjavíkur handa
kvennmanni, sem jeg veit ekki hvar er eða hvað
heitir; verði stúlkan ekki búin að gefa sig fram
áður en jeg fer af stað aptur, kem jeg hryssunni
fyrir á Bústöðum á hennar kostnað.
Hannes Hansson póstur.
THORVARDSON & JENSlvN.
bÓkbands-verkstofa.
Bankastræti 12 (hús Jóns Olafssonar alþm.).
Hjer með leyíi jeg mjer að tilkynna
mmum heiðruðu s?iptavinum, að tengda-
sonur minn, kaupmaður
TH. THORSTEINSSON,
tekur hjer eptir þátt í störfum og
stjórn verzíunar minnar sem meðeígandi að
henni, og undirskrifar sem slíkur reikninga
og önnur skjöl verzluninni viðvíkjandi. Vona
jeg að viðskiptavinir minir sýni honum og
verzlun minni framvegis hinn sama velvilja,
sem jeg hingaðtil hefi notið hjá þeim.
Reykjavík 22 júní 1889.
G. Zoéga.
Fuglaegg- og fuglshamir. Sje nokkur
hjer nærlendis, semhefirtil sölu fuglaegg-
og fuglshami af ýmsu tagi, þá eru þau
keypt á hoteli ísland nú þangað til póst-
skipið I.aura fer 26. þ. rn. og gefið vel
fyrir, ef kaupanda líkar þau.
„Barníostran“, fyrirsögn handa alþýðu
um rjetta meðferð á ungbörnum, eptir dr.
Jónassen, fæst hjá höfundinum og bóksöl-
um hjer í bænum. Verð 50 a.
FJÁEMAEK síra Jóseps Kr. Hjörleifssonar í
Otrardal er hvatt og biti fr. bæði eyru
i ítl inarpfni vor’ sem s-lst^ðar eru viður-
L.ILUUal v/llll henncl ágæt að vera og sæmd
voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888,
enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er
samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð-
ing,—hin einu íitunarefni, er hver húsmóðir
getur litað með fljótt og auðveldlega eins
fallega og beztu litarar, fást hjá herra P.
Thorsteinsson, Bíldudal.
Buch’s Farvefabrik.
Studiestræde 32. Kjöbenhavn K.
EorngripasaimO opió hvern mvQ. og id. kl. I—2
Landsbankinn opinu hvern vírkan dag kl. 1—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., rnvd. og ld. kl. 2—3
Söínunarsjóðurinn opinn I. inánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen,
Júní Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millitnet.) Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. em. fm. em.
Mvd.19. + 9 + 13 769.0 769.6 O b Sa h d
Fd. 20. +11 + •7 769.6 762.0 Sa hv b Sa hv d
Fsd. 21. + 8 + 8 764-5 762.0 O d 0 b
Ld. 22. + 6 + 762,0 á h b
+
Undanfarna daga heíir optast verið landsynn-
ingur, bráðhvass um tíma h. 2o.; daginn eptir logn
með regnskúrum, dimmur ailan íyrri part dags,
síðan bjartur. í morgun (22.) hægur á sunnan,
all-bjartur.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.