Ísafold - 29.06.1889, Page 1

Ísafold - 29.06.1889, Page 1
K.emur út a anðvikudö^um o" ^augardögum. Verð árgangsins {104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bunoin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 52. Reykjavík, iaugardaginn 29. júní. 1889. Enn um bankann. jpjer hafið, herra ritstjóri, nú nýlega flutt i blaði yðar 3 greinir, hverja eptir aðra, um ibankann. Hina síðustu nefnið þjer: »Rök- studda dóma um bankann»; en samt vil jeg mega gjöra nokkrar athugasemdir við þá grein yðar. I þessari síðustu grein finnið þjer ýmislegt að bankanum, og eru þessi 8 atriði hin helztu : 1. Að lánsfrestur bankans, 10 ár, sje of ■stuttur. 2. Að hann taki of háa vexti. 3. Að hann taki ekki að veði hús nema í Reykjavík. 4. Að hann taki ekki gilda ábyrgðarmenn fyrir lánum, nema þeir sjeu íReykjavík eða í grenndvið hana. 5. Að hann taki að eins gildan 1. veðrjett í fasteign. 6. Að hann heirnti dómkvadda menn til að virða fasteignir. 7. Að hann standi ekki í nægum viðskiptum við útlenda banka, og 8. Að hann láni ekki hin svonefndu reikn- ingslán. |>egar bankinn var stofnaður, var mjög mikil ■eptirsókn eptir peningum og lánum ; og þar sem stofnfje hans var svo lítið, að eins 500,000 kr., mátti við því búast, að ekki mundi líða langur tími — jafnvel að eins 1 eða 2 ár— áður sú upphæð væri öll lánuð út, og það að mestu móti fasteignarveðum, einkum með því lands- sjóður hafði ekki lengur fje til að lána nje heldur aðrir sjóðir. jpað mátti við því búast, að afleiðingin mundi verða sú, að jafDskjótt ■og stofnfje bankans væri þannig á svona stutt- um tíma fest í lánum, hefði bankinn ekkert fje í höndum til að lána þeim, er síðar þyrftu lán, annað en það, sem árlega kæmi inn í vöxtum og afborgunum. þ>að var því ekki furða, þótt bankastjórnin ætti ekki á hættu að lána í fyrstu til lengri tíma en 10 ára ; með því móti einu gat hún búizt við að hafa árlega yfir að ráða til lána 70—100 þús. kr., sem mn kæmu, og minni upphæð mátti bank- mn alls ekki hafa á reiðum höndum, hvað sem upp á kynni að koma. Að bankastjórn- in var nokkuð nærfærin í getgátum sínum, iýsti sjer og bráðlega, því eptir 6' mdnaða starfstíma átti bankinn 1 útlánum yfir 350,000 kr., en eptir 2 ára starfstíma, í júnílok 1888, 450,000 kr. af stofnfje sínu, þar af hjer um bil a parta í lánum til 10 ára. |>að, sem aukið hefur afl bankans nær því 'um helming, er sparisjóður Reykjavíkur, er rann inn í bankann á fyrra helmingi ársins 1887, og sem þá átti yfir að ráða um 360,000 kr., en sem nvi er orðinn um 430,000 kr. |>að •óbundna fje, sem bankinn hefur nú, er að miklu sparisjóðsdeildinni að þakka ; en þess 'ber aptur að gæta, að vöxtur og fjármagn sparisjóðsdeildarinnar er mést komin undir ár- ferðinu í landinu. í góðum árum getur hún haft aflögu allt að 50,000 kr. árlega, en í hörðum árum er miklu meira tekið út, en -lagt er inn. J>etta er byggt á reynslu spari- sjóðs Reykjavíkur eptir 1880. Af árgæzkunni nú og síðastliðið ár hefur einnig leitt, að bænd- ur hafa tiltölulega lítið þurft á lánum að halda -— því enn sem komið er, munu þeir fleiri, sem lánin taka ekki til jarðabóta eða þessháttar, heldur til að losa sig við kaup- staðarskuldir og aðrar skuldir, sem að kreppa. — petta tvennt hefur, auk annars (svo sem vaxtabreyting kgl.skuldabrjefa) gjört, að bank- inn hefur nú tiltölulega mikið fje í sjóði, svo að peningaforðinn nú sannar alls ekki, að bankinn hafi getað, eða geti, enn sem komið er, gjört það að reglu að lána upp á 20 ára afborgunartíma og haft samt ætíð nóg fyrir- liggjandi handa þeim, sem þurfa. Kaupmenn hafa, enn sem komið er, fremur lítið notað bankann, en fari þeir að gjöra það að nokkru ráði, þarf bankinn að vera við því búinn að geta tekið vel á móti. Langur borgunarfrest- ur eykur einnig lántökurnar, sömuleiðis harð- æri, sem þar að auki minnkar aflögufje spari- sjóðsdeildarinnar og teppir afborgun hjá hin- um fátækari. |>að er líka í sjálfu sjer mjög óeðlilegt, að banki festi mest allt fje sitt í 20 ára afborgunarlán. 2. Bankinn tekur 5°/o í vexti af lánum, 6°/o af víxlum. Auðvitað er, að menn geta litið ýmislega á um það, hvort þessir vextir sjeu eptir þennan tíma of háir, eða ekki. Lán- takendur vilja að sjálfsögðu borga sem lægsta vexti, en aptur ber á hitt að líta jafnframt, að bankanum er það lífsspursmál, að geta safnað sjer talsverðum varasjóði. Hann má enn heita frumbýlingur. Hann á ekkert starf- hús ; hann þarf að borga starfsmönnum sfn- um, og það betur en hann til þessa hefur gjört, eptir að störf hans hafa svo mjög auk- izt; hann þarf eptir 2 ár að borga landssjóði 5000 kr. á ári; hann þarf að vera við búinn því, að tugir þúsunda geti tapazt honum fyrir ófyrirsjáanleg óhöpp, og að hann þarf að afla sjer trausts og álits bæði innlands og utan, og það getur hann því að eins, að hann afli sjer öflugs varasjóðs. |>að eru heldur engin einsdæmi, að bankar taki þá leigu; ætíð er líka hægra að lækka vextina en hækka þá. |>ar að auki er ekki því fje á glæ kastað, sem bankinu aflar sjer í varasjóð. f>að verður landinu sjálfu að notum. 3. f>að er ekki við því að bviast, að bank- inn, eptir því sem nú hagar til, megi eðageti lánað gegn veði í húsum annarstaðar en í Reykjavík, svo nokkru nemi. |>að er rjett, að vátryggja má hús utan Reykjavíkur, en þótt vátrygð sjeu, eru þau því að eins góð veð, að hamingjan gefi} að þau brenni án á- setnings manna. Bkki mun yfirskoðunar- mönnum landsreikninganna þykja þau fáu landssjóðslán vel trygð, sem húsaveð utan Reykjavíkur er fyrir. Bnda eru dæmin deg- inum ljósari fyrir því, að erfitt er að fá þótt ekki sje nema fjórðung verðs upp úr húsum utan Reykjavíkur, ef selja þarf á uppboði. Hús geta auðvitað fallið í verði einnig hjer í Reykjavík, en síður til langframa, og hjer er mun hægra að hafa eptirlit með viðhaldi þeirra en annarstaðar. 4. Bankinn hefur, þegar ástæður hafa leyft, gjört undantekningu frá þeirri reglu að heirnta, að ábyrgðarmenn skuli vera í Reykjavík eða í grennd við hana. En sökum þess, hve mál- sókn, ef til kemur, er kostnaðarsöm og erfið í fjarlægum hjeruðum, hlýtur það að vera aðalreglan, að ábyrgðarmenn skuli vera í Reykjavík eða í grennd við hana. f>að hefir sýnt sig, að skilvísir menn hafa getað fengið stór lán á ábyrgð áreiðanlegra manna, bú- settra í fjarska við Reykjavík. I því efni er engin ástæða til að kvarca. 5. f>að er alls ekki við því að búast, að bankinn vilji lána upp á annan veðrjett en fyrsta. Eigin reynsla hans, þótt ekki sje löng, hefir sýnt, að nógu erfitt er fyrir fyrsta veðhafanda að ná sínu, ef til kemur að selja þarf veðið. Auk þess er opt erfitt fyrir síð- ari veðhafendur að gæta sín fyrir því, að lán með fyrsta veðrjetti vaxi ekki við vanrækslu á vaxtagreiðslu, svo að síðari veðrjettir fyrir þá sök rýrna. A hinn bóginn eru margir vegir opnir fyrir veðeiganda; hann getur inn- leyst 1. veðrjett um leið og síðara lánið er tekið (hafa það þeim mun hærra), hann getur losað einhvern hluta veðsins úr bandi hins fyrra láns, o. fl. 6. Astæðan til þess, að bankinn heimtar dómkvadda menn til að virða veðin, er sú, að á þann hátt er meiri trygging fyrir, að virðingargjörðin sje áreiðanleg, heldur en ef sömu mennirnir í hreppnum eiga ætíð að virða veðin.er opt og einatt eru nákunningjar þeirra, sem lánin ætla að fá ; og er líklegra, að sýslu- maður geti ætið kjörið til þess menn, er telja má óvilhalla. 7. f>að væri auðvitað æskilegt, að bankinn stæði í sambandi við banka, einkum á Skot- landi eða Englandi, til þess að greiða fyrir peningaviðskiptum manna við þá staði, en til þess að geta selt mönnum hjer ávísanir á banka á Knglandi og Skotlandi þarf bankinn að eiga þar fje. Nú er póstsambandi við þessi lönd þannig hagað, að ekki er hægt að senda peningasendingar frá Islandi þangað, og það getur því að eins orðið, að kaupmenn leggi inn peninga sína þar og kaupi svo þar ávísun á landsbankann, en þetta hafa þeir hingað til ekki gjört. Bf til vill gæti bank- inn smátt og smátt komið því á, að þetta yrði, en þó án efa með þeim skilmálum, að borga kaupmönnum út upphæðina hjer að mestu í gulli, því Islendingar eru fúsari á að selja þeim hesta og fje fyrir gull en seðla. Til þessa þyrfti því bankinn að hafa nægan forða af gulli. Hvort honum tekst þetta, verður tíminn að sýna, og takist það ekki, er það sönnun fyrir, að þörfin á slíkum viðskipt- um ekki er svo brýn. 8. Um reikningslán get jeg verið stuttorð- ur. Enginn hefir enn sem komið er beðið um slíkt lán. Yfir höfuð er æskilegt, ef menn vildu gæta þess, að vera ekki of fýknir í að breyta fyrir- komulagi bankans, íyr en reynsla er fengin fyrir því, að breytt sje til batnaðar. En enn þá er reynslan of stutt til þess, að vog- andi sje að gjöra stórvægilegar breytingar á

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.