Ísafold - 29.06.1889, Blaðsíða 4
184. Jeg er daglaunamaður, og hefi orðið fyrir
árásum og áverka af samverkamanni minum.
Hefir þá eigandi vinnunnar nokkurn rjett til að
blanda sjer inn i það mál og banna mjer að
Jeita rjettar míns á löglegan hátt?
Sv.; Nei, engan veginn.
185. Kaupmaður vegur islenzka vöru, er hann
kaupir, þannig: 1 pund 45 kvint skrífar hann 1
pund, 2 pund H5 kvint skrifar hann 2*/2 pund,
en vöru þá, er hann selur, skrifar hann ná-
kvæmlega i pundum og kvintum. Er 'þetta rjett?
Sv.: >Jei. það er sami yfirgangurinn og nefndur
er í 183. fyrirsp., og þó meiri. Brot úr pundi ber
að reikna nákvæml. í kvintum, nema kaupunautar
sjeu báðir á annað sáttir.
186. Tómthúsmaður i verzlunarstað leigir öðrum
manni húsnæði hjá sjer (með sjer, þ. e. í íbúð-
arhúsi sinu) án nokkurra nytja lands eða fjöru,
nema að eins að sækja sjer vatn. Hefir þá lóðar-
areigandinn rjett til lóðargjalds af þessum manni
sjerstaklega, í viðbót við fullt lóðargjald frá aðal-
eiganda (og aðal búauda) hússins, hafi það ekki
verið um samið fyrir fram?
Sv.: Nei.
187. Bru sóknarnefndir, sem hafa á hendi fjár-
hald kirkua, skyldar til að taka i gjöld til kirkj-
unnar annað en peninga, eptir að hinn lögákveðni
gjalddagi er liðinn? Og ef vörur (landaurar) eru
gjaldgengar, þá með hverju verði, gangverði eða
verðlagsskrárverði ?
Sv.: Sóknarnefndin verður að taka gjaldgenga
landaura i gjöld þessi, jafnt eptir gjalddaga sem
áður, og eptir verðlagsskrárverði.
AUGLYSINGAR
i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru ietri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Allir þeir, er til skulda telja/i bíd kaup-
manns Th. Thorsteinssonar á Isafirði, inn-
kallast hjer með samlcv. opnu brjefi 4. jan-
Uar 1861 og lögum 12. apríl 1878 til þess
innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessar-
ar auglýsingar, að lýsa kröfum sinum og sanna
þœr' fyrir undirritaðri ekkju hans, er situr í
óskiptu búi.
ísafirði 4 júní 1889.
Amalie Thorsteinson.
Aðalfundur hins ísl. kennarafjelags
verður haldinn miðvikudaginn 3. júlí næst-
komandi kl. 4 e. m. í leikfimishúsi barna-
skólans. Verðurþar: 1. Borin undir atkvæði
inntaka nýrra fjelagsmanna. 2. Bætt um
ýms málefni, sem fjelagið varða. 3. Kosnir
embættismenn fjelagsins. 4. Bætt um laga-
setning viðvíkjandi alþýðukennslu. 5. Bædd
önnur mál, sem fjelagsmenn kunna að bera
UPP-_____
Búnaðarfjelag suðuramtsins.
Arsfundur fjelagsins hinn síðari verður
haldinn föstudaginn 5. júlí næstkomandi
á hádegi í leikfimishúsi barnaskólans, og
verður þar:
1., skýrt frá efnahag og aðgjörðum fje-
iagsins;
2., rædd þau mál, er fjelagið snerta.
Reykjvik 21. júni 1889.
H. Kr. Friðriksson.
Hið íslenzka garðyrkjuQelag
heldur aðalfund hinn 15. júlí kl. 5 e. h. i
leikfimishúsi barnaskólans Reikningur
fyrir árið 1888—8q verður framlagður og
nýir embættismenn kosnir i stað þeirra
er trá fara.
Beykjavík 25. júni 1889.
Schierbeck
(p. t. formaður).
GOTT ÍSLENZKT SMJÖK, 6—7 fjórð., er
til sölu með góðu verði. Ritstjóri vísar á selj-
anda.
Landsbankinn.
Um þingtímann í sumar verðar lands
bankinn opinn kl. 10—12 f. m. Verður
sparisjóðstörfum gegnt kl. 10—11, en öðr-
um störfum kl. 11 —12.
Reykjavík 28. júni 18s9.
L. E. Sveinbjörnsson.
Landsbókasafnið.
I.estrarstofa Landsbókasafnsins verður
fyrst um sinn (í júlím. og ág'ústmán.) að
eins opin kl. 4—6 e. h. og útlán bóka á
sjer stað kl. 6—7 e. h. á mánud., miðvikud.,
og laugardögum.
Bvík V- 89. Hallgr. Melsteð.
Með gufuskipinu „Laura“, er kom hing-
að (2. júní þ. á. hefir verið fluttur í land
kassi mrk. Br H ; í kassa þessum áttu að
vera vindlar og tóbak.
Sá, sem kann að finna kassa þennan
hjá sjer, er beðinn að skýra undirskrifuð-
um frá því, til þess að hann geti gjört
hlutaðeiganda aðvart um það.
Reykjavik, 27. júni 1889.
O. Finsen.
Hin einasta öltegund
sem fjekk írædalíu
K.höfn 1888, er
í R A H B E K S
á sýningunni í
frá bruggeríinu
A L L É;
þeir einu, sem færir eru að dæma um öl, eru
K.hafnarbúar. Einasti útsölumaður hjer á
landi, og sem hefir lært að aftappa öl eptir
kúnstarinnar reglum, og selur það í stærri
skömmtum með fabríkuprís, er
W. O. Breiðfjörð, Reykjavík.
Vátryggingarf jelagið
Commercial Union
tekur í ábyrgð hús, allskonar innanstokks-
muni, vörubirgðir o. fl. fyrir lægsta bruna-
bótagjald.
Umboðsmaður á Islandi: Sighvatur Bjarna-
son bankabókari.
Litunarefni
vor, sem alstaðar eru viður-
kennd ágæt að vera og sæmd
voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888,
enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er
samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð-
ing,—hin einu litunarefni, er hver húsmóðir
getur litað með fljótt og auðveldlega eins
fallega og beztu litarar, fást hjá herra P.
Thorstemsson, Bíldudal.
Buch’s Farvefabrik.
Studiestræde 32. Kjöbenhavn K.
/ Líkt sem Helgi, lesendanna vegna, vil
jeg taka það fram, að herra Helgi Jóns-
son hefir ekki og getur ekki á móti því
borið, að hann bað mig að taka Mar-
strands-ölið til útsölu,—hvers vegna, veit
hann bezt sjálfur.
Herra Helgi Jónsson hefir ekki og
getur ekki sannað, að Marstrands lager-
öl hafi fengið medalíu á K.hafnarsýning-
unni 1888. J>ótt það fengi þar sömu við-
urkenningu sem öl frá Alliance, sannar
ekki annað, en að Alliance hafi held-
ur ekki fengið þar medalíu. En hvað
vill herra Helgi vera að slá um sig með
þessum villandi samanburðum?
Herra H. J. talar um einhver lygalofs-
kaup, má ske hann meini handa Mar-
strands-ölinu. Hann um það. Jeg hef
aldrei nefnt lygalof. Jeg brúka ekki svo
gróf orð.
Að Marstrands-öl hafi fengið medalíur
frá einhverjum sýningum, þar sem allt
innlent öl er lítt drekkandi, sannar lítið
gæði þess, samanborin við ölið frá Rah-
beks Allé. J>ar á móti sannar það fram
yfir aðra kunnáttu K.hafnarbúa að dæma
um öl, að þeir medalíusæmdu ölið frá
bryggeríinu í Rahbeks Allé, en gáfu
Marstrands-öli einungis „hæderlig Om-
tale“.
J>etta er nú hið sanna og rjetta. Beri
herra Helgi Jónsson á móti með rök-
studdum ástæðum, ef hann getur, en fari
ekki út um dali og hóla í flæmingi utan
um efnið; því að elta hann með sinn
Marstrands lager-öls-belg á baki og græn-
jaxla-halarófuna á eptir, yfir jökla og
Dritvíkur hraunaklungur, hefi jeg ekki
tíma til, og hvort hann sökkur öli sínu
niður í sjávardjúp (sjá áður gefin heilræði
mín), eða hann urðar það í Dritvikur-
hrauns dýpstu gjótu, læt jeg mig engu
skipta.
W. O. Breiðfjörð.
PBNINGABUDDA raeó 24—28 kr. í týndist
24. þ. m. á leið úr Hafnarfirði og inn í Reykjavík
og að tíakkakoti á Seltjarnarnesi. Skila til ritstj.
ísaf. gegn góðum fundarlaunum.
GÓÐ MJÖLKURKÝR óskast til kaups. Má
ekki bera seir.na en um miðjan janúar 1890. Rit-
stjóri v sar á kaupanda.
ALþllVGISMENN, 1 — 2, geta fengið gott og
ódýrt húsnæði, með fæði, ef vill. Ritstj. vísar á.
PORTEPIANO er til sölu í Vesturgötu 14.
TAPAZT hefir vaðmáls-undirdekk, skatterað
með grænu í kring, á leið úr Njarðvíkum inn
fyrir Vogastapa, og er finnandi beðinn að skila
því, mót fundarlaunum, að Hólmabúð í Vogum.
THORVARDSON & JENSKN.
BOKBANDS-VERKSTOFA.
Bankastræti 12 ' hús Jóns Olafssonar alþm.',
Bókaverzl. ísafoldarprentsm.
(Austurstræti. 8)
hefir til söiu allar nýiegar íslenzkar bækur,
útgefnar hjer á landi.
TsTý tack.
Hvernig er oss stjórnað?
eða
stutt yfirlit yfir löggjöf og landsstjórn Is-
lands, eins og hún er nú,
eptir
Jón A. Hjaltalín.
IV +92 bls. Innihald: staða íslands; löggjafarvald-
ið (lögreglumálefni, kirkjumálefni, kennslumálefui,
heilbrigðismálefni, vegir og póstgöngur, skattamál,
þjóðeignir og opinberir sjóðir, sveitastjórn); dóms-
valdið.
Fæst í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju
(Austurstræti 8) og hjá útsölumönnum
Bóksalafjelagsins.
Kostar innb. 60 a.
Korngripasafníó opid hvern mvd. og ld. ki. i—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. io—12
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6 —7
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir 1 Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Júní Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. em. í'm | em.
Mvd.2ó. + 9 + ‘3 746.8 744.2 S> h d is h d
Fd. 27. + 7 + .1 744-2 744-2 S h d phd
Fsd. 28. -f 5 + 11 746.2 751-8 S h b |S h b
Ld. 29. + 8 754-4 L A h d |
Sama diramviðrið með vætu hjelt áfram þar til
batnaði h. 28. gjörði bjart og fagurt veður með sól-
skini, vestankaldi. í dag 29. hægur á austan,
dimnmr að morgni og vætulegur.
Ritstjóri Björn Jónason, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.