Ísafold - 06.07.1889, Blaðsíða 1
Kemui út á miðvikudö^um og
laugardögum. Verð árgangsins
(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 54.
Reykjavik, laugardaginn 6. júli.
1889.
Útlendar frjettir.
Khöfn ‘Jn. júlí 1889.
Veðrátta. Hitar miklir um alla Evrópu
-til þessa, víðast hvar vel áhorfs nm allan
jurtagróða, erj sumstaðar hafa eldingaveður
valdið sköðum.
Danmörk. Afinælisdagur ríkislaganna—
nú hinn fertugasti—var haldinn sem að vanda
•ð. júní, en bæði í Khöfn og víðar með meiri
deyfðarblæ en að undanförnu. Los á flest-
um flokkafylkingum, og ekki trútt um, að
stælingarmóður hægrimanna sje að linast, er
trúin á varnarvirkin um höfuðborgina hefir
heldur veiklazt við hinar þrálegu aðfinning-
ingar, en sumar þeirra frá foringjum sjó-
iiðsins. A málfundunum eggjað til samheld-
is við kosningarnar nýju, en ekkert enn á-
•kveðið, hvenær þær skuli fram fara.
Tuttugu einvalaliðar a'f íþróttamönnum
Dana hafa gist Parísarsýninguna, sýnt þar
íþróttir sfnar, og fengið bæði lof og góð verð-
laun, sigursveig af silfri, auk minnispeninga.
Hæðarstökk Dana talin afburðar-íþrótt. Að
sögnum sænskra blaða hafa Svíar þó orðið
hlutskarpari, fengið sveig af gulli, auk ann-
ara dýrindis-minja. Iþróttakennsla Svía í
öllum skólum hefir líka sinn einkunnarbrag;
henni er mjög á lopt haldið og víða eptir
henni tekið.
Konungur vor og drottning eru erlendis,
og bæði nú hjá f>yri dóttur sinni.
Noregur Og Svíþjóð. Sem nærri má
geta, mundu Norðmenn ekki vilja verða ept-
irbátar frændanna í Höfn í viðtökunum, þeg-
ar Friðþjófur þeirra frækni kom til Kristjaníu.
Mikill floti hjelt út á skrúðsigling móti hon-
um, og í höfuð-hátíð borgarinnar tóku þátt
allt að 30 þúsundum manna. Nansen er nú
veitt »konservators»-embætti við háskólann,
og launin (1400) aukin um 1600 króna.
Hjá Svíum hafa nýir menn tekið við sjórn
dómsmála og utanríkismála (Akerhjelm), en
slíkt bendir vart á neina nýja stefnu, t. d. í
tollmálunum, og þó sízt á sveiging úr horf-
inu þýzka við hirð konungs og í stórmennis-
hvirfingum Svía.
England. Heldur af varúð en vígmóði
mun það vera, er Englendingar ætla að
auka herflota sinn 10 bryndrekum.
Gladstone gamli hefir verið um tíma á
derðum um land til málþinga; óþreytandi
sem fyr i kenningum sínum gegn torý-stjórn-
•inni og öllu athæfi hennar á írlandi. Times
kallar hann bæði gamalæran og landráða-
prjedikara, en fundalýðurinn hefir hvervetna
æpt á móti honum: »Sjáið, sjáið! þarna
kemur hann, þjóðskörungurinn aldraði, mikli,
blessaði!« .
Stórmikið járnbrautarslys henti á Irlandi
12. þ. m. ekki langt frá bæ, er Armagh
heitir. þaðan hjeldu tvær brautarlestir á
lystiferð með 1200 manna. A þeim skóla-
börn, skyldfólk þeirra og kennarar, auk fleiri;
þar sem allbratt var upp að sækja, slitnuðu
nokkrir vagnar af fyrri lestinni og runnu
aptur á hina. Hjer fórust 70 manns, af
þeim 12 börn, en 30 lemstruðust.
í>ýzkaland. Dylgjusamt um hríð í blöð-
unum við Rússa, og sagt, að þeim sje nú til
annars en góðs trúandi. Sú tortryggni kvikn-
aði á ný við orð Rússakeisara, er honum
fóru um munn fyrir nokkru, þegar hann
drakk minni Nikulásar Svartfellingajarls, en
hann var gestur keisarans í brúðkaupi dótt-
ur hans (Milizu), sem giptist Pjetri Nikulás-
syni, frænda keisarans. Orðin þóttu miður
vinveitt en skyldi gagnvart Vilhjálmi keisara
og fleirum höfðingjum Evrópu, en hann kall-
aði jarlinn »þann eina trausta vin, sem
Rússland ætti». Hjer til kom krytur út af því,
er Rússar hleyptu niðurvöxtum af hlutabrjefum
járnbrauta, er eigendum þeirra í jpýzkalandi
líkaði afar-illa. þetta uppþot nú hjaðnað að
mestu leyti—þó að öðru hverju sje talað um
liðsafnað Rvissa og undirróður í Balkanslönd-
unum-—og nú er altalað, að Rússakeisari ætli
að efna heit sín, og sækja vináttumót við
Vilhjálm keisara á einhverri höfninni við
Eystrasalt (Kíl), líkast á ferðinni til Dan-
merkur í ágústmán. eða fyr.
Misklíð komin á með Sviss, sem enn
bíður úrslita. Tilefnið það, að embættismað-
ur úr löggæzluliði þjóðverja hafði látið ginna
sig—svo segja þýzk blöð—inn yfir landamær-
in til að njósna um, hvað fram færi á leyni-
fundum sósíalista og útlaga frá þ>ýzkalandi.
Hjer var hann höndlaður í bæ, er Rhein-
felder heitir, en síðan færður út aptur eptir
nokkurra daga varðhaldsvist. Sambandsráð
Svissa tregt til yfirbóta eptir kröfum þýzku
stjórnarinnar, og nú haft í heitingum við það,
að takmarka griðlandsrjettindin bæði frá
jpýzkalandi og Rússlandi, en Svissum borið
á brýn, hvernig þeir hafi lengi gert land sitt
að vistarstað illræðismanna og verksmiðju
ódáða gegn grönnum sínum og öðrum. Hver
hjer verður yfirbót saka eða lyktir á málinu,
mun kostur að segja í næstu frjettum.
Altalað, að Vilhjálmur keisari ætli í lok þ.
m. að halda á kynningarferð eða hressingar
með fram ströndum Noregs norður til Lofo-
ten og dvelja þar í nokkra daga.
Saxakonungur hefir haldið í höfuðborg
sinni, Dresden, minningarhátíð þess í 5 daga
(15.—19. þ. m.), er forfeður hans, «Wettíns-
greifarnir», festust í völdum í Saxahjeruðum
fyrir 8 hundr. ára. Hátíðin dýrðleg, mörg
afreksverk Saxa sýnd í prósessíum, og minn-
isvarði Jóhanns konungs afhjúpaður. þar
kom Vilhjálmur keisari og fjöldi annara höfð-
ingja.
Frakkland. Svo virðist sem stjórnin
hyggi nú betur en fyr til mála sinna, og að
Boulangers vinum rýrist gengi. Sagt, að
rannsóknanefndin hafi komizt yfir skjöl hjá
trúnaðarmönnum hans, sem kunni að verða
honum að falli, já, firra hann þegnrjettind-
um og gera hann ókjörgengan. |>ví og fleygt,
að kosningarnar nýju muni fara fram miklu
fyr en við var búizt.
Nýlega beiddist sjóvarnaráðherrann 60 milj.
franka til að efla hafnavirki og flota, og því
vel tekið.
Sýninguna sækja nú að jafnaði 100 þús.
manna á degi hverjum, en helmingi meira á
helgum.
Mikið um alþjóðlega fundi um alls konar
efni. Sagt, að tala þeirra verði um 70.
Einn um áfenga drykki og skaðvæni þeirra.
Italía. Upp frá Rauðahafi og ekki langt
frá laudamærum Abyssiníu hafi Italir sezt á
tvær varðstöðvar, sem þeir kalla sjer mikinn
feng í. Onnur þeirra heitir Keren (Kerm?),
sem þeim þykir mest í varið. Hvernig vin
þeirra Menelek konungi lízt á þetta, er bágt
að vita.
Með hátíðahaldi í þrjá daga var (9. þ. m.)
afhjúpaðnr í Rómaborg minnisvarði Jordano
Bruno’s, en hann hlaut að stíga þar á bana-
bál fyrir nær því 300 ára (17. febr. ár 1600),
sakaður um trviarglöp, dæmdur af bölvadómi
páfans (inkvisizíóninni) — en eitt af höfuð-
sakaratriðum það, að hann vildi ekki hverfa
frá kenningu Kopernikusar um göngu jarðar-
innar kring um sólu.— Já, »nú er öldin önn-
ur«, geta fleiri sagt en blessaður páfinn. Út
af þessu mikill úlfaþytur í klerkaliðinu ka-
þólska í öllum löndum.
Rússland. l>að annað brúðkaup nýlega
haldið hjá Rússakeisara, er Páll stórfursti,
yngsti bróðir hans, giptist frændkonu sinni,
dóttur Grikkjakonungs. Hann og drottning
hans í brúðkaupinu.
Nasreddin Persakonungur er nvi í vorri álfu
og ætlar til sýningarinnar í París, en lagði
fyrst leiðina til Pjetursborgar. því líklega
til getið, að fáir nái betri tökum á honum
en Rússakeisari eptir viðtökunum að dæma—
þó fleiri höfðingjar láti við hann mjúklega og
spari sízt risnu sína.
Serbía. Róstur í Belgrad fyrir ekki löngu.
Lýðurinn veittist einkum í ærslurn sínum að
Garasjatiin, fyrrum stjórnarforseta Milans
konuugs og vini Austurríkis. Nokkrir menn
fengu hjer meiðsl og bana, og meðal þeirra
stiident, af skoti, sem síðar var kennt Gara-
sjanin. Michael yfirbiskup kvaddur heim
aptur frá Rússlandi og kominn á stól sinn,
en Mílan hafði flæmt hann á burt. jpetta
og margt fleira gerir ástandið ískyggilegt í
Serbíu og víðar þar eystra. — Bezt og skap-
legast gengur, ef til vill, hjá höfðingjanum ó-
lögmæta og óhelgaða á Bolgaralandi.
Stanley. Frá honum nýjar frjettir bornar,
er þykja ógreinilegar. Ætlað rjett hermt, að
hann sje kominn aptur á fund Emins pasja,
hafi átt enn við miklar þrautir að stríða og
látið marga af fylgd sinni, en hitt ekki ólík-
legt, að þeir Emin ætli að reyna að komast
austur til Zansibar, og leggja leið um það
svæði landa, þar sem Englendingar ráða
meiru en aðrir.