Ísafold - 10.07.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.07.1889, Blaðsíða 2
218 ekki er nóg, ef menn vilja dæma um eitt- hvað, að tilfæra orð annara; menn verða að vita sjálfir og hafa sjálfstæða skoðun bygða á eigin rannsókn og þekking. Og það þykíst eg í þessu efni hafa, því það hygg eg að eg skrökvi ekki, að ekki sé hér í söfnum sálmar, rímur né kvæði frá hvaða öld sem er, að ekki hafi eg skygnzt eitthvað í það. Segi eg þetta ekki af ofmetnaði, heldur af því, að eg hefi ekki varpað mér út í þetta mál hugsun- arlaust eða af persónulegum hvötum, og þess- vegna er mér ekki kappsmál að eiga síðasta orðið. Eg vona svo góðs til íslenzkra fræði- manna, að þeir verji tímanum til einhvers annars þarfara en að keppast við að níða niður íslenzkar bókmentir að nauðsynjalausu. LEJÐKJTXINGAR. ísafold bls. 179 fyrsti dálkur 31. lína: 14. öld, les: 15. öld; bls. 182—83. hafa neð- anmálsgreinarnar i) skipt um sæti, svo að sú, sem stendur á hls. 182 á að standa á bls. 183 o. s. frv. Kennarafjelagið. Aðalfundur í »hinu íslenzka kennarafjelagú var haldinn 3. þ. m. kl. 4 e. h. í leikfimishúsi barnaskólans í Rvík. A fundinum voru mættir 24 fjelagsmenn (kennarar) og ennfremur teknir inn í fjelagið á fundinum 21, sem ekki voru í kennarastjett. A fundinum komu til umræðu : 1. Lög fjelagsins, og var 1. grein þeirra breytt, svo að hún hljóði þannig : oTilgang- gangur fjelagsins er, að koma sem beztu og haganlegustu skipulagi á alla kennslu og skóla í landinu, æðri sem lægri, og efla þekk- ingu íslenzkra kennara og þjóðarinnar yfir höfuð í öllu því, er lítur að uppeldi og kennslu«. 2. Að hve miklu leyti væri tiltækilegt, að fjelagið gæfi þegar út tímarit um uppeldis- og kennslumál. Eptir nokkrar umræður var borin upp svo látandi ályktun: oFundurinn felur stjórn fjelagsins, að fullnægja 2. grein laganna svo fljótt sem auðið er». Samþ. með flestum atkv. Tillaga um, «að stjórninni sje falið, að sækja um hæfilegan styrk úr land- sjóði til útgáfu tímaritsinsi). Samþ. með 20: 7. 3. Kosnir embættismenn fjelagsins: forseti; Dr. Björn M. Ólsen; fulltrúar: Jón jpórarins- son, Björn Jensson, Jóhannes Sigfússon, síra þórhallur Bjarnarson, Morten Hansen, þor- valdur Thoroddsen ; varaforseti : Jón þórar- insson; varafulltrúar: Sigurður Sigurðsson og Stefán Steíánsson; endurskoðunarmenn: Björn Jónsson ritstj. og Eiríkur Briem presta- skólakennari. 4. Lagt fyrir fundinn ccfrumvarp til laga um menntun alþýðun (sjá 45. bl. Isafoldar í ár), sem samið hafði verið að tilhlutun fje- lagsins. Eptir 2 stunda allfjörugar umræður sam- þykkt, að kjósa 3 manna nefnd í málið á ný til næsta fundar. Kosningar hlutu í nefnd- ina: Síra þórballur Bjarnarson, síra Jens Pálsson og Stefán kennari Stefánsson. Fundi slitið kl. 10 Um kvöldið. Næsti fundur var haldinn kvöldið eptir 4. þ. m. kl. 8 á sama stað. Var þar lagt fram : 1. Frumvarp til viðaukalaga víð uppfræð- ing barna í skript og reikningi 9. jan 1880 nr. 2., sem nefnd sú hafði samið, er til þess var kjörin daginn áður, að íhuga málið. Fór frumvarp þetta fram á, að prestar haldi opinbert próf í skript, reikningi og rjettritun á vori hverju í maímánuði á öllum börnum, er væri orðin 13f árs, með prófdómendum, kosnum af sýslunefnd eða bæjarstjórn, er fengi laun úr sýslu eða bæjarsjóði fyrir starfa sinn; og að börn, sem ekki hefði náð einkuninni vel við próf þetta, mætti ekki ferma, hvorki á fjórtánda nje fimmtánda ári, en á 16. ári skyldi það ekki vera lengur fermingunni til fyrirstöðu, þó barnið næði þá ekki þessari einkunn. 2. Ennfremur lagði nefndin fram: «Til- lögu til þingsályktuuar um skilyrði fyrir lands- sjóðsstyrk til barna uppfræðslu#. Var farið fram á, að skólar þeir er styrk fengju skyldu fá eins mikið annarstaðar frá eins og úr lands- sjóði, stæðu ekki skemur enn 6 mánuði, í þeim væri kennt, auk þess sem krafizt er til fermingar, meginatriði landafræðinnar, eink- um Islands, og helztu grundvallaratriði nátt- úrufræðinnar, og við þá væri haldið árspróf þar sem sóknarpresturinn og einn maður kos- inn af sýslunefnd, væru prófdómendur, er tækju til próf-spurningarnar. — Styrk til skól- anna skyldi skipt eptir nemenda fjölda, sem gengið hefði undir árspróf og verið á skólan- um að minnsta kosti 4 mánuði af skólaárinu, en að styrkur til umgangskennara veitist að eins i strjálbyggðum og afskekktum sveitum». Langar umræður urðu um frumvörp þessi, og sýndist sumum bezt, að frumvörpum beggja nefndanna yrði steypt saraan til að bæta hvort annað upp. Loks var þó samþykkt með 14: 8, að skora á alþingi, að semja lög um alþýðumenntun á líkum grundvelli og frumvarp 3 manna nefndarinnar, um viðauka við lög 9. jan. 1880» fór frám á. Við cctillögu til þingsályktunar» frá sömu nefnd þótti órjettlátt, að svipta flesta um- gangskennara öllum styrk. Samþykkt á end- anum svohljóðandi ályktun: «Kennarafje- lagið skorar á alþingi, að setja nánari ákvarð- anir, en hingað til, um styrkveitingu úr lands- sjóði til barnaskóla og umgangskennslu, og þá sjerstaklega, að binda eigi styrkveitingu til skólanna eingöngu við nemendafjölda». 3. Tillaga «að skora á alþingi, að sjá svo um, að alþýðuskólakennurum verði greiddur vegur til að mennta sig sem kennarar áður enn þeir takast barnakennslu á hendur#. Samþ. í einu hljóði. 4. Tillaga, að landsstjórnin útvegi barna- skólum smátt og smátt nauðsynl'egustu kennslu- áhöld fyrir nokkurn hluta af fje því, er geng- ur til þeirra. Felld formsins vegna, en talið nauðsynlegt að skólarnir fengi kennsluáhöld og ljetu sumir jafnvel í ljósi, að heppilegt væri, að gjöra skólunum að skyldu, að nota lítinn hluta af landsjóðsstyrknum til þess árlega. 5. Stefán kennari Stefánsson minntist á nauðsyn á, að koma upp náttúrugripasafni, og hafði til sýnis á fundinum vísi þess, er náttúrufræðisfjelag í Höfn hafði safnað, sem hann og Björn Bjarnarson cand. jur. höfðu stofnað fyrir fáum árum. Fundurinn vildi styðja að stofnun sjerstaks náttúrufjelags í þessu skyni. 6. Tillaga, «að kjósa nefnd, til að gera tillögur um rithátt í íslenzku, sem gæti orðið almennur fyrir land allt, og hefði lokið starfi sínu á næsta aðalfundi». Samþykkt. I nefnd- ina kosnir 3 menn : Dr. Björn M. Ólsen, Pálmi Pálsson kennari og Geir Zoega adjunkt. 7. Lesið upp brjef frá Guðm. kennara Hjaltasyni til fundarins í ljöðum «um barna- uppeldi og fræðslu*, er lýsti höfuðskoðunum hinna frægustu kennslufræðinga á Norður- löndum,.með mörgum góðum bendingum. 8. Fundurinu ljet í ljósi þakklæti sitt við Morten kennara Hansen fyrir að hafa sýnt í fundarsalnum á sinn kostnað ýms kennslu- áhöld, t. d. stórar myndir dýra og verkfæra,. jarðlíkanir, (eitt með upphleyptum fjallgörð- um), veggkort, kúluramma viðreikningskennslu o. fl. Ahöld þessi litvegar hann þeim, sem æskja þess. 9. Einn maður tekinn í fjelagið. Fleira kom eigi til umræðu og var fundi slitið um miðnætti. Bókmenntafjelagsfundur. Síðari árs- fundur í Reykjavíkurdeildinni var haldinn í gær. Milli 40 og 50 manns á fundi. Forseti skýrði frá, að Hafnardeildin hefði á ársfundi sínum 30. apríl þ. á. samþykkt í einu hljóði breyting á lögum fjelagsins, er útheimtist til þess að útgáfa Skírnis og Skýrsla og reikninga færðist hingað og deild- in hjer samþykkti í vetur. Af þ. á. bókurn fjelagsins er útkomið 1.-—2. hepti af Tímaritinu og Frjettir frá íslandi 1888; ennfremur frá Hafnardeildinni Skírnir 1888 og 1 hepti af ísl. Fornbrjefasafni. Stjórn deildarinnar var falið á hendur að útvega mann til að sernja Skírni fyrir árið 1889. Næsta ár skyldi reynt að fá tilboð um t,ð taka það verk að sjer fyrir sumar- fundinn. Bragfrœði, eptir síra Helga heit. Sigurðs- son, er fjelaginu hafði boðizt tii prentunar, var hafnað í einu bljóði, samkvæmt tillögu nefndar í þvi rnáli. Páll Melsteð sögukennari hafði boðið fje- laginu til prentunar Fíorðurlandas'ógu eptir sig, á að gizka fram undir 20 arkir prentað- ar. Nokkrir fundarmenn hreifðu því, að lit- gáfa framhaldsins af Sýslumannaæfum ætti að sitja í fyrirrúmi, og tók þá höf. tilboð sitt aptur «að sinni». Stjórn fjelagsdeildarinnar var endurkosin: forseti Björn Jónsson ritstj. (31 atkv.; dr. B. M. Olsen fekk 8 atkv.), fjehirðir E. Th. Jónassen amtmaður (36 atkv.), skrifari síra pórhallur Bjarnarson prestaskólakennari (27), og bókavörður Morten Hansen cand. theol. (32). Varaforseti dr. B. M. Ólsen (25), vara- fjehirðir síra Eiríkur Briem prestaskólakenn-. ari (18); varaskrifari lndriði Einarsson revi- sor (23), og varabókav. Sig. Krisjánsson bók- sali (22). Endurskoðunarmenn sömul. endur- kosnir: Björn Jensson aðjunkt og Halldór Jónsson gjaldkeri. I Tímaritsnefnd 1890 með forseta: dr. B. M. Olsen, Stgr. Thorsteinsson þórfiallur Bjarnason og Björn Jensson. ( Kennslumyndasýning. Dr. Morten Ransen, cand. theol., kennari við barnaskól- ann í Reykjavík, hefir útvegað til sýnis al- menningi í sumar (í leikfimnishúsi barnaskól- ans) ágætt kennslumyndasafn og kennsluá- halda, sem rnikil fróðleikur er að og margur kermari mundi óska sjer að hafa eitthvað af meira eða minna, til stuðnings við tilsögn sína, eins og tíðkanlegt er orðið annarstaðar, til mjög mikils ljettis fyrir hvorutveggja, kennendur og nemendur, en hjer hefir verið sárlítið um, bæði við æðri og lægri skóla. Myndum þessum og áhöldum er skipt í flokka, eptir námsgreinum. Stærsti flokkurinn er sá, sem á við Ianda- fræði og þjóða. Fyrst er nokkuð af myndum, er sýna það sem kennt er helzt um í inngangi landafræðarinnr, svo sem ský í ýmsum mynd- um, fjöll, jökla, hæðir, dali, sljettur, ár, læki, vötn, flóa, firði, skipaskurði, eyjar, sker, vita, skip af ýmsum tegundum; járnbrautir, gufu- vagna o. fl. |>á ern geysistórir landaupp- drættir, til að hengja á vegg; myndir af borgum (Róm, Neapel, Miklagarði o. s. frv.)t

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.