Ísafold - 13.07.1889, Side 2
282
gert. það er meining mín, að allvíða mætti
gera meira en gjört er, ef iðni og fylgi
væri beitt; einknm er það áríðandi, að herða
eptirlitið með hreppsnefndum. |>að er ekki
lítið komið undir samtökum í þessu, sem
flestu öðru. því er það áríðandi, að þar sem
tvö eða fleiri sýslufjelög liggja saman, og
eitt hefir mikið dýrapláss, eða afrjettir liggja
á milli hjeraða, að allir sjeu sem bezt sam-
taka og að ekki einu sveita- eða sýslufjelagi
líðist hirðuleysi gagnvart öðru.
Síðan tilskipun um sveitastjórn 4. maí
1872 kom í gildi, eru það hreppanefndir, sem
eiga að sjá um refaveiðar, en yfirumsjónina
hafa sýslunefndir, og þær hafa vald til að
semja reglugjörðir um refaveiðar; ákvæðin
geta þær haft nógu ströng. En svo kemur
til skoðunar, hvaða vald hafa sýslunefndir
til, að leggja á svo þungar sektir, að þær
verði tilfinnanlegar þeim, sem brýtur, og öðr-
um til viðvörunar? það mun jafuan reynast
erfiðleikum bundið fyrir sýslunefnd, að fá
sektum fullnægt. Hjer þarf ný lagaákvæði,
svo að mál, sem rísa út af brotum í þessu
efni, mætti reka sem opinber lögreglumál.
það mundi ekki af veita, að sýslunefndir
mættu ráða skyttur og vökumenn úr öðrum
hreppum upp á kostnað hreppanna, þar
sem grunur liggur á um hirðuleysi. þetta
var gert í fjárkláðanum síðasta, og hafði
ekki svo lítil áhrif. En svo kemur annað.
það getur orðið nýtt fjárspursmál. það
er, að launa skyttum betur en verið hefir,
svo að það komi upp duglegar skyttur, og
valið verði úr þeim, og að ekki þurfi að ráða
fyrir skyttur gagns- eða dáðlaus vesalmenni,
sem opt eru ekki til annars enn að eyða fje
og gera illt verra. þennan starfa þarf að
launa svo vel, að um hann sje sótt, en ekki
eins og nú gengur, að hreppsnefndir verða
að ganga, eða rjettara sagt skríða berhöfðað-
ar og tilbiðja, ef til vill, trjegoð, af því að
ekki er á öðru völ. það eru mörg dæmi
þess hjer á Suðurlandi, að einstöku menn
hafa sýnt framúrskarandi dugnað og elju við
dýraveiðar, en þó orðið að lifa við skort, og
aldrei safnað svo miklu fje, að þeir hafi get-
að keypt sjer valin verkfæri í hendur. En
þeim, sem fram úr sköruðu í þessu efni, ætti
að veita verðlaun af almannafje, eða þá
sýslusjóðum. Næst vorveiðum til að eyða
refum er eitrunin. það þarf annað en kasta
höndunum til þess. Eitrið mun opt vera lje-
legt og lítil alúð lögð á verkið. Bezt mundi
verða, að sýslunefndirnt.r pöntuðu eitrið og
útbýttu þvf til hreppanna, og útnefndu menn-
ina, sem ættu að sjá um verkið í hverjum
hreppi, og að þessir menn gæfu sjerstaka
skýrslu um eitrunina og árangurinn af henni.
það má furðu gegna, að enn á þessum tím-
um skuli mega óá'talið og eptirlitslaust af
allra hálfu ala upp refi hjer á landi sem
önnur húsdýr. þetta ætti engum að leyfast
nema dýraskyttum einungis um þanu tíma,
sem þörf er á, að nota melrakkana við refa-
veiðar, og sem undir engum kringumstæð-
um getur orðið lengur en til júlímánaðar-
loka. Svo ætti ekki að borga fyrir nokkurt
dýr, yngra nje eldra, af vordýrum, sem ekki
væri afhentur hreppsnefndum belgurinn af.
þeir menn hljóta að vera fæddir með daufri
sálarsjón eða þá blindir af eigingirni, sem eru
að ala þessa meingripi upp, og leggja það á
hættu fyrir Iftílfjörlega hagsmunavon, sem
orðið getur náunganum að stóru fjártjóni.
það er hægt að sanna, að þessum heimaöldu
dýrum hefir verið sleppt, og almannarómur,
að það verði verstu bitdýrin. »Seint mun tóa
tryggð». það er ósamrýmanlegt, að vilja
heita heiðarlegur maður, en fórna þó sauðum
annara og sóma sjálfs sín. Sleppi dýrin, sem
ætíð getur komið fyrir, er við því búið, að
þar af fljóti óbeinlínis sauðaþjófnaður á hæsta
og grimmdarlegasta stigi. Er þá óþarft að
taka í taumana, og skerpa eptirlitið ?
Hitavjelar i sveitabæi.
í 27. tbl. ísafoldar þ. á. getið þjer
þess, herra ritstjóri, eptir bendingu frá ónafn-
greindum lækni, að ritstjóri læknatímarits-
ins «Ugeskr. for Læger» vari menn við brúk-
un carbon-natron-ofna. Læknir þessi á þakk-
ir skildar fyrir bendinguna; «ekki veldur sá,
er varar». — þjer getið þess jafnframt, að
jeg hafi í grein minni um ofnana drepið á
hættuna, sem af kolsýrunni gæti hlotizt, án
þess jeg hafi álitið hættuna verulega. Hvað
þessu viðvíkur, þá áleit jeg það nægja, að
geta þess, að kolsýran væri «banvæn lopt-
tegund, og að gjalda þyrfti varhuga við, að
ganga vel frá ofnpípunni». Jeg skil ekki í
að nokkur maður geti dregið af þessum orð-
um mínurn,. að jeg hafi ekki álitið hættuna
verulega, það er að segja, ef brugðið væri út
af reglum þeim um notkun ofnanna, sem
ofnasmiðurinn hefur lagt fyrir. Aptur á hinn
bóginn hafa ofnar þessir reynzt mjer alveg
hœttulausir, ef fylgt er brúkunarreglum ofna-
kaupmannsins.
það þarf annars ekki að leita það upp í
dönsku læknariti, að slys hljótist af ofni.
það mun mega finna það meðal almennra
frjetta í 10. til 20. hverju tölublaði danskra
dagblaða, #ð einn maður eða fleiri hafi dáið,
eða verið dauða nær, af kolastybbu úr almenn-
um vindofnum, eða glóðarkerum. Kolsýr-
ingur (kol-oxyd), sem gufar út úr vindofni,
sem kolum er brennt í, þegar snerilnum á
ofnpípunni er snúið fyrir, er engu hættu-
minni, en kolsýran af carbon-natron, og hef-
ur orðið mörgum manni að fjörtjóni. það
munu fáir hlutir vera, sem ekki geta valdið
tjóni á einhvern hátt, ef þeír eru ranglega
brúkaðir. Jeg vil hjer nefna hættu þá, sem
orðið getur af steinolíulömpum, ef óvarlega
er með þá farið; enda man jeg það, að marg-
ir voru smeykir við steinolíulampa, þegar fyrst
var farið að brúka þá hjer á landi; nú heyr-
ist sjaldan talað um hjer á landi, að stein-
olía 3je hættulegur ljósmatur, og fara sumir
helzt til óvarlega með hana. þetta gjörir
vaninn; menn venjast hættunni, gleyma henni
og verða skeytingarlausir. þetta er mjög
illt; steinolíulampar geta sprungið, ef óvar-
lega er með þá farið, og má opt lesa um
það í dönskum og öðrum útlendum frjetta-
blöðum, að stórslys hafi orðið af þeim. þetta
gæti einnig orðið hjer eins og annarstaðar,
og er því jafnan bezt, að fara varlega með
voðann.
I áminnztri grein yðar getið þjer þess einn-
ig, herra ritstjóri, að innanríkisráðherra
Prússaveldis hafi lagt fyrir amtmenn sína,
annaðhvort, að banna sölu á carbon-natron-
ofnum, eða vara menn sterklega við þeim.
Eyrir því skrifaði jeg verksmiðjueígandanum,
og beiddi hann að skýra mjer frá, hvort bann
þetta væri rjett hermt, og hefir hann í brjefi
til mín tekið fyrir, að slíkt bann, sem talað
er um 1 27. blaði ísafoldar, hafi út gengið
frá Prússastjorn, en beiðzt, að þjer vilduð
taka eptirfarandi grein í yðar háttvirta blað ;•
«Carbon-natron-ofna má nota í opnum hús-
um, þar sem nægur súgur er, án þess að.
hafa ofnpípu til að veita burtu loptlegund
þeirri, er myndast, er eldsneytið brennur. f
læstum berbergjum, sem menn eru í að stað-
aldri á daginn, má því að eins nota ofnana,
að pípa sje viðhöfð til að veita burtu lopt-
tegund þeirri, er myndast, er eldsneytið brenn-
ur. I svefnherbergi má alls ekki kynda ofn-
inn að nóttunni, þar lífsloptið, sem er í her-
berginu, minnkar við það um of. — Sökum
þess, að corbon-natron-ofnar eru svo handhægir
og hagkvæmir, hefir það borið \ ið, að menn
hafa orðið skeytingarlausir með notkun þeirra,
svo að menn hafa kynnt þá í svefnstofum
án nokkurrar ofnpípu. Fyrir því hefur inn-
anrikisráðherra Prússa í opnu brjefi varað
almenning við að brúka ofnana pipulausa í
íveruherbergjum, en það er einmitt hið sama
og carbon-natron-fjelagið r Drcsden skýlaust
hefir tekið fram í leiðarvísi sínumn.
p. t. iieykjavik 0. júlí 1889.
Bogi P. Pjetursson.
A 1 þ i n g i.
iii.
Lárus Halldórsson prestur, 2. þing^
maður Suður-Múlasýslu, hefir tilkynnt, að
hann sje óvæntanlegur til þings í þetta sinn,
sakir heilsubrests.
Ný frumvörp. þessum 13 hafa þing-
menn enn bætt við frumvarparolluna:
25. Um uppfræðing barna í skript og
reikningi, viðauki við lög 9. jan. 1880. Frá
Arna Jónssyni og Sigurði Stefánssyni.
26. Um brúargjörð á þjórsá. Sighv. Arna-
son.
27. Um að meta til dýrleika nokkrar jarð-
ir í Vestur-Skaptafellssýslu. Olafur Pálsson.
28. Um aðflutningsgjald á vefnaðarvöru,
fatnaði, sætindavöru, glysvarningi, tilbúnu
viðmeti m. m., og um afnám lausafjárskatts.
Jón Jónsson (N.-þing.).
29. Um hundahald á lslandi. J. Jónassen,
þorst. Jónsson og þorv. Kjerúlf.
30. Um útflutningsgjald af fiski og lýsi,
breyting á lögum 4. nóv. 1881. Sighv. Árna-
son.
31. Um ábúðarskatt. Sighv. Arnason.
32. Um lausn frá árgjaldsgreiðslu frá
prestakalli (Laufási). Sigurður Stefánsson.
33. Um laun íslenzkra embættismanna,
breyting á lögum 15. okt. 1875. Sigurður
Stefánsson, Sigurður Jensson, þorlákur Guð-
mundsson, Jón Jónsson (N.-þing.) og Árni
Jónsson.
34. Um breyting á þingsköpum alþingis.
Fr. Stefánsson og Jón Ólafsson.
35. Stjórnarskráin. Flutningsmenn Sig-
urður Stefánsson, Jón Jónsson (N.-þing.),
Eir. Briem, Páll Briem, þorvarður Kjerúlf.
36. Um gjald af aðfluttu smjöri og við-
meti. Arni Jónsson og Ólafur Briem.
37. Um löggilding verzlunarstaðar að Stapa
í Snæfellsnessýslu. Páll Briem.
Pallin lagafrumvörp. Kjögur eru fall-
in, öll þingmannafrumvörp.
1. Um læknisdæmi í Dalasýslu og Bæjar-
hrepp í Strandasýslu. Fjell í efri deild, þar
sem það var upp borið.
2. Um brúargjörð á þjórsá og Ölvesá, frá
þingm. Gullbringu- og Kjósarsýslu. Fór fram
á að nema úr lögum nýju lögin um brúar-