Ísafold - 20.07.1889, Blaðsíða 2
230
Bankarnir í Skotlandi horfa ekki í að setja
upp útibú í sveitum, þar sem þeir mega sjá
fyrir, að það getur ekki borgað sig fyrstu
árin ; en þeir halda áfram þangað til sveitin
er orðin velmegandi og þeir fá margfalt borg-
að það, sem þeir töpuðu í fyrstu. Bankarn-
ir skapa dugnað og velmegun«.
Snæfellsnesi, 18. júlí. Veðrátta hefir
verið hin hagstæðasta hjer í allt vor, hvað
grasvöxt áhrærir ; — því votviðrasamt hefir
jafnan verið seinni partinn—; enda er gras-
vöxtur orðinn hjer í bezta lagi, bæði á tún-
um og úthaga. Eru menn nú almennt ný-
farnir að slá; en mundu löngu fyr hafa byrj-
að slátt, hefði ekki votviðrin tafið vorverkin
fram á þennan tíma. En óþægilegastir hafa
þó óþerrarnir orðið fyrir þá, sem þurft hafa
að verka saltfisk, sjerstaklega þá af Jöklur-
um, er lofað hafa fiski í pöntunarfjelag Dala-
manna, og sem þarf að vera tilbúinn 28. þ.
m.—Eg er mjög hræddur um, að sumir þeirra
brenni inni með hann.
Vöruverð á Stykkishólmi er nú á þessa leið :
rúgur 15kr. tn., bankab. 21kr., meðalrís 22kr.,
rúgmjöl 16 kr., overheadmjöl 19 kr.; kaffi lkr.
pd., sykur36a. A innlendri vöru þetta : ull
70 a. i reikning, en 65 a. í lausak., dún 12
kr. Verð á fiski og lýsi þar óuppkveðið enn.
Barðastr.sýslu (vestanv.) 12. júlí. Síð-
an jeg skrifaði 18. júní, er ekkert að frjetta.
—Rigningatíð stöðug, nema dag og dag, en
hlýindi mikil, hæstur hiti 17°R. 7. og 9. þ.m.
þ>að er slæmt fyrir sláttinn og Bjargferðir,
ef þessi úrkomutíð helzt, því hvorttveggja
hefði mátt vera byrjað, ef veðrátta hefði leyft.
En menn hika sjer við að byrja, meðan lík
tíð helzt. Mun þó verða almennt tekið til
sláttar um næstu helgi, og á stöku stað er
farið að slá. Menn eru nú að koma úr veri,
hinir fyrstu. Vertíðin víst í lakara lagi.
Annars eru hjer ætíð mjög lágir hlutir. Ver-
stöðurnar eru slæmar, brimasamt mjög.
í dag var Hagaeignin hálf boðin upp í síð-
asta sinn, eptir ráðstöfun landsbankans. Varð
hæst'bjóðandi verzlun Jóns heit. Gnðmunds-
sonar í Flatey fyrir 6,380 kr.
Norður-Þingeyjarsýsla 30. júní: Bezta
veðrátt sífellt frá því jeg skrifaði síðast (15.
maí), og getur tæplega heitið að einn dagur
hafi komið öðrum hærri á þessu sumri, sem
af er, þó gjörði lognmollusnjó í legg (upp-
stigningardagskast) í þíðu (+ 3°R.) 31.maím.,
en leysti þegar næsta dag með sólbráð og
hita( + ll°R.). Gjörði aptur ofurlítirm kulda-
steyting (hvítasunnuhret) 7.—8. júním. (+2°
til3°R.). Síðan inndælasta tíð, opt með dembu-
skúrum (optast á hverjum degi + 12 til 18°R.;
nokkrum sinnum allt að + 24°R.).
Jörð hefir gróið einstaklega vel, sem von
er, í jafnhagkvæmri tíð, en þó tún ekki sem
von hefði verið, og er það að kenna langvar-
andi harðindum mörg undanfarin vor, og sein-
um slætti, er ræktuð jörð þolir ver en órækt-
uð. Slátt hófu nokkrir í síðustu viku (um
25. júní), og hefir slíkt ekki átt sjer stað ífjöl-
mörg sumur.
Flestir fyrnt eitthvað af heyi.
Skepnuhöld hin beztu ; víðast fært frá í síð-
ustu viku.
Aflavart (af þorski) orðið víða, og það í
maím. í Víkum í þistilfirði og út á Langa-
uesi; er að aukast, t. d. í 6 róðrum að Lóni
í Kelduhverfi síðustu viku nær þrjú hundruð
stór, margt vænn fiskur.
Vöruskip komin til allra hafna í maím. og
byrjun júním., 1 til Gránufjelags (um miðjan
maím.) á Raufarhöfn, og þaðan til þórsiiafn-
ar og Kópaskers ; frá Húsavík til Kópaskers
(21. maím.); Fog frá Borgundarhólmi til Rauf-
arhafnar (2. júním.) og þaðan til þórshafnar;
Predbjörn frá Borgundarhólmi til Kópaskers
(3. júním.) og þaðan til Húsavikur (19. s. m.)
Uppkveðið verð : rúgur 16 kr. tn.; b.bygg og
ertur: 23 kr.; kaffi 1.05—1.10 a. pd.; sagt þó
að kaffið verði ekki yfir 1 kr. 1 reikningum,
og von með að fleira lækki; melis 30—32 a.
U11, sem lítið er enn komið inn af, 62 a. pd.
í lausakaupum; sögð muni hækka.—- »Thyra»
kom með kaupfjelagsvörur (c. 90—100 tons)
á Húsavík (17. maím.), og Zöllner á »Tull»,
ensku gufuskipi (í síðustu viku) ; allt óverð-
sett.
Ulkynjuð hdlsbúlga (diphtheritis) stungið
sjer niður á stöku bæ í Axarfirði á ungling-
um síðarf hluta júním., en dáið að eins ein
stúlka 16 ára að aldri, af því að ekki náðist
nógu fijótt í meðöl ; síðan þau komu ekki
dáið, enda gætt varúdar sem unnt er. Að
öðru leyti heilsufar hið bezta.
Vesturfarar fóru fáeinir hjeðan (Ankorlína)
með »Thyra» af Vopnafirði um hvítasunnu, og
allmargir nú aptur (Allanlína) fyrir viku af
Húsavík og Vopnafirði, líklega alls nær 100
úr þingeyjarsýslu allir, enda hafa þeir löng-
um verið á ferðinni í því efni þaðan, síðan
vesturfarir hófust.
Amtráðsfundur Í vestramtinu, haldinn
15.—18. júní, af amtmanni E. Th. Jonassen
með amtráðsmanni Hjálmi Pjeturssyni og
vara-amtráðsmanni Torfa Bjarnasyni, í sjúk-
dómsforföllum sýslum. S. E. Sveinssonar.
Amtsráðið neitaði að verða við áskorun frá
sýslunefnd Isfirðinga um að afnema dönsku-
kennslu f Olafsdalsskóla; samþykkti beiðni
frá sömu sýslunefnd um að mega taka 4000 kr.
lán til gufubátsferða í viðbót við 6000 kr. lán það,
sem sýslunefndinni hefir áður verið leyft að taka
í því skyni; veitti 100 kr. styrk af jafnaðar-
sjóði þ. á. til kvennaskólans í Reykjavík; á-
lyktaði eptir áskorun frá Æðarræktarfjelag-
inu á Breiðafirði og við Strandatíóa að sækja
um allt að 5000 kr. lán til alþingis í sumar
með 8ömu kjörum og áður; samþykkti að
verja til búnaðarskólans í Ólafsdal 2100 kr. í
ölmusur, 150 kr. til verkfærakaupa og við-
halds þeirra, 800 kr. í laun handa forstöðu-
manni, 350 kr. til aukakennara, og 540 kr.
til ýmissa útgjalda, alls 3940 kr., og skyldi
ganga til þess búnaðarskólagjaldið úr vestur-
amtinu 1889, vextir s. á. af búnaðarskóla-
sjóði og búnaðarsjóði vestur-amtsins og
styrkur úr landssjóði, sem veittur er í fjár-
lögunum.
Strandferðaskipið Thyra kom hing-
að í fyrrakvöld norðan um land og vestan.
Með því komu allmargir farþegar, þar á
meðal sýslumennirnir úr Barðastrandarsýslu
og Snæfellsnessýslu, hjeraðsl. Olafur Sigvalda-
son, síra Matth. Jochumsson frá Akureyri,
dbrm. Hafliði Eyjólfsson í Svefneyjum.
Gufuskipið Clutha (Zöllners) kom
hingað 17. þ. m. um kvöldið frá Newcastle
á Englandi með kol o. fl. Fór aptur í dag
norður um land, til Akureyrar, eptir hest-
um ; 8Íðan til Englands aptur.
Gufuskipið Magnetic fór aptur í gær
beint til Englands með hesta.
Messu í dómkirkjunni flytur á morg^
un á hádegi síra Sigurður alþingism. Stefáns-
son frá Vigur. þar á undan kh 10, flytur
enskur prestur, Dr. Walker, guðsþjónustugjörð
í dómkirkjunni á sínu máli.
Lausn frá prestsskap hefir fengið 11.
þ. m. síra Bénedikt prófastur Kristjánsson í
Múla í Aðalreykjadal (nú forseti í efri deild),
frá næstu fardögum. Mun standa til, að
hann setjist að hjer í Reykjavík.
Alþingi.
VI.
Lög irá alþingi. f>essi lög eru þegar
fullgerð og afgreidd frá þinginu :
I. Lög um bann gegn eptirstœling peninga
og peningaseðla o. fl.
1. gr. það er bannað öllum öðrum en
hlutaðeigendum rjettum, enda þótt eigi búi
nein svik undir, að búa til þess konar hluti,
er fyrir lögun sína og annan frágang eru
verulega líkir að ytri ásýndum innlendum
eða útlendum peningum eða peningaseðlum,
ríkisskuldabrjefum eða öðrum skuldabrjefum
eða hlutabrjefum, er hljóða upp á handhafa,
og leigumiðum þeirra.
2. gr. Svo er og bannað að flytja til lands-
ins eða láta ganga manna á meðal hluti þá,
er eigi má búa til hjer á landi samkvæmt
1. gr. *
3. gr. Brot gegn lögum þessum varða
sektum, 10 — 200 kr., nema þyngri hegning
sje við lögð í almennum lögum. Sektirnar
renna í landssjóð. Hlutir þeir, sem í banni
laga þessara hafa gjörðir verið eða fluttir til
landsins, skulu upptækir gjörðir og ónýttir.
Mál, er rísa út af brotum á lögum þessum,
skal fara með sem almenn lögreglumál.
II. Lög um bann gegn botnvörpuveiðum.
1. gr. í landhelgi við ísland skulu bann-
aðar vera fiskiveiðar með botnvörpum (trawl).
2. gr. Ef brotið er móti banni þessu, varð-
ar það sektum, 40 — 4000 kr., er renna í
landssjóð. þau mál skal fara með sem opin-
ber lögreglumál.
III. Lög um viðauka við lög 9. janúar 1880
um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á Is-
landi, 4. maí 1872.
Niðurjöfnun sii eptir efnum og ástæðum,
er ræðir um í 1. gr. í lögum 9. januar 1880,
um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á
íslandi, 4. maí 1872, nær til allra þeirra
manna, er hafa fast aðsetur í hreppnum.
þ>eir skulu greiða þar fullt gjald eptir öllum
efnahag sínum, nema þeir á gjaldárinu hafi
líka liaft fast aðsetur annarsstaðar; sje svo,
má ekki leggja hærra gjald á þá, en sam-
svari þeim tíma, er þeir hafa haft fast að-
setur í hreppnum. Fast aðsetur í hreppnum
skemmri tíma en 4 mánuði kemur ekki til
greina. Sömuleiðis má leggja gjald á ábúð
á jörðu eða jarðarhluta og á fastar verzlanir
og aðrar arðsamar stofnanir og fyrirtæki í
hreppnum, er sjeu rekin að minnsta kosti 4
mánuði af gjaldárinu, þótt eigendur þeirra
hafi þar eigi fast aðsetur. A þessa stofna
skal leggja gjald, er samsvari útsvarinu
eptir efnum og ástandi, eptir því er hæfa
þykir eptir árlegri veltu og arði, án þess
að tillit sje haft til annara tekja eða eigna
þess, sem í hlut á.
Lög þessi ná eigi til ákvæða 2. gr. í lögum
19. júní 1888 um bátfiski á fjörðum.