Ísafold - 20.07.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.07.1889, Blaðsíða 3
231 í>ingsályktunartillögur. f>essar eru enn fremur samþykktar og afgreiddar frá þinginu : 3. Áskorun frá neðri deild um, «að sjá svo um, að kostnaður af heimflutningi skip- verja af gufuskipinu «Miaca» árið 1888, sem greiddur hefirverið úr jarðabókarsjóði, verði tjeðum sjóði endurgoldinn úr ríkissjóði, eða af öðrum rjettum hlutaðeigendum, og að samningurinn («Declarationen») milli Dan- merkur og Svíaríkis-Noregs, frá 10. ágúst 1883, ekki eptirleiðis leggi neina byrði á landssjóð». 4. Áskorun, frá báðum deildum, til lands- stjórnarinnar, um að gefa Lundarbrekkukirkju kost á, að skuld sú, er kirkjan er í við við- lagasjóðinn við árslok 1889, ávaxtist og end- urborgist frá þeim tima með 6f á ári í 28 ár. í siðasta bl,, var samþykkt við 3. umr. í neðri deild í dag með 14 atkv. Búseta fastakaupmanna. Samþykkt í dag við 3. umr. í neðri d. frv. um »rjettindi kaupmanna búsettra á Islandi». f>eir, sem ekki eru búsettir hjer, mega að eins selja í stórkaupum, fyrir 100 kr. minnst af hverri víntegund í hvert skipti, að viðlögðum 100— 1000 kr. sektum. Undanþegnir þessum lög- um eru þeir, sem nú reka verzlun hjer á landi. Smjörtollur. Samþ. við 3. umr. í neðri d. í dag með 14 : 5 atkv. 10 aura tollur af | aðfluttu smjörlíki (margarin), og bann gegn innflutningi þeirrar vöru, nema hún sje auð- kennd með ákveðnu vörumerki. Sektir allt að 500 kr. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Kristjám bónda Jónssonar á Núpi, og að undangenginni fjárnámsgjörð 10. þ. m., verður jörðin SuSur-Hamar á Hjarðar- nesi í Barðastrandarhre.ppi innan Barðastrand- arsýslu, 12,4 hndr. að dýrleika að nýju mati, tilheyrandi herra Jóhanni Einarssyni, með öllu, sem eign þessari fylgir og fylgja ber og með öllum ástandandi húsabyggingum, með hliðsjón af fyrirmœlum í opnu brjefi 22. april 1811 og samkvæmt liigum 16. desember 1885, seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar 14. og 28. ágúst næstkomandi, og hið 3. á eigninni sjálfri 11. september ruest á eptir, til lúkningar veð- skuld, að upphæð 2550 kr., auk vaxta og kostnaðar. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga, og verða söluskilmálar fyrir fram birtir á uppboðsstöðunum. Skrifstofu Barðastrandarsý^lu, I . júlí 1889. A. L. E. Fischer. Eríingj ainnköllun. Hjer með innkallast til þess innan 30. des- cmbr. næstkumandi að gefa sig fram fyrir undirrituðum skiptarjetti erfingjar Olafs þor- steinssonar frá Beinárgerði í Vallahreppi hjer í sýslu, er varð úti 8. janúar þ. á., og sanna erfðarjett sinn eptir hann. það er ekki kunnugt annað um erfingja hans, en að móðir hans heiti Aðalbjörg og hafi verið á þorvaldsstöðum á Langanesströndum árið 1887, og að hann muni hafa átt systur, að nafni Matthildur. Skiptarjettur Suðui-Múlasýslu á Eskifirði 13. júni 1899. Jón Johnsen. Skiptafundarinnköllun. Skiptafundur verður holdinn í dánarbúi Magnúsar sál. Magnússonar frá Eydölnm á skrifstofu Suður-Múlasýslu á Eskifirði þann 30. november 1889. Verður þar tekin ráð- stöfun um, hvort höfða skuli mál gegn fiski- fjelagi Vallamanna, en Magnús heitinn var ráðinn forstjóri nefnds fjelags áður en haun dó, og var i þess þjónustu ár, en Valla- menn vilja ekki borga dánarbúinu kaup Magn- úsar. Ný frumvörp. f>essi hafa viðbætzt frá því síðast : 46. Um viðauka við lög um vegi 10. nóv. 1887. Sigurður Jensson. 47. Um sameining Dala- og Strandasýslu. Fjárlaganefndin. 48. Um breyting á póstlögunum—hækkun á burðareyri undir pÓ3tböggla á vetrarferðum. Fjárl.nefndin. 49. Um afnám amtmannaembættanna og stofnun fjórðungsráða. Sig. Stefánsson og Sig. Jensson. 50. Um brauðaskipunarbreyting — að koma Klippstaða-prestakalli 1 samt lag og áður. f>orv. Kjerúlf. 51. Um stofnun ullarverksmiðju. Jón Jónsson, N.-þing. Tollmálið. Tollfrumvörpin (kaffi, sykur, tóbak) eru nú komin alla leið gegn um neðri deild, með góðum byr, svo sköpuð sem frá er skýrt í Isaf. 13. þ. m. að nefndin vildi hafa þau. Á móti kaffitollinum (10 aura) voru : Gunnar Halldórsson, J. Jónassen, -Jón f>órarinsson, Olafur Pálsson, Sveinn Eiríksson og f>ór. Böðvarsson ; móti sykurtolli hinir sömu og enn fremur Sig. Jensson. En tó- bakstollshækkunin var samþykkt í einu hljóði í neðri d. Launamálið. Frv. það, er frá var skýrt Til hr. dr. Finns Jónssonar. Yfirlýsing dr. Finns Jónssonar i Isafold XVI. 57 vil eg anza þessu. Eg trúi eg bafi aldrei sagt, að hr. dr. Finnur hafi „lært nokkra velsærai í rithætti“, svo að það var óþarfi fvrir hann að vera að bera af sjer þessi ósannindi. En skyldi eg hafa sagt það, vil eg gjarna hafa það oftalað, úr þvj honum er svo mikil mótgerð í því, að menn ætli honum að kunna að rita sæmilega. Efnið í seinni hluta yfirlýsingarinnar er hjer um bil þetta hjá hr. dr. Einni: Eg undirskrifaður hr. dr. Pinnur Jónsson er reyndar neyddur til að játa, að eg hef á röngu að standa, eu það gerir ekkert til, því að eg hef eins rjett fyrir mjer fyrir því. Af þvi að flestir munu hafa vit á að meta slík rök, þarf hjer ekki frekari svara við. P. t. Reykjavík, 20. júli 1889. .Jón porkelsson AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkar-ív. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Ensk guðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. io f. h., framflutt eptir sið ensku hákirkjunnar, af Dr. F. A. Walker, enskum presti. Lagt út af I.úk XV. 4—7. — Allir vel- komnir að hlýða á. Hugvitsamlegt bjargráð. það var fagur haustmorgun og glaða sól- skin. Um nóttina hafði að vísu verið rok og rigning; það var enn blautt urn á götum úti, en eptir því, sem sólin hækkaði á lopti, hurfu öllmerki eptirnæturregnið.—Verksmiðju-vinnu- fólkið, smiðir, múrarar og undirtyllur þeirra, sem störfuðu að reykháfnum mikla, gengu í hópum til vinnu sinnar. Vinnan byrjaði kl. 7 á morgnana. Einn af múrurunum, ungur maður, að nafni Georg Wigan, stóð lítið eitt við á leiðinni í mjóu stræti í nýja hluta borgarinnar, til þess að tala við unnustu sína, Önnu Hales, sem einmitt í sama bili kom út úr húsi foreldra sinna, rjett eins og hún hefði beðið eptir hon- um; hún hafði fötu í hendi og ætlaði að sækja vatn í eldhúsið. |>au voru bæði ung og fríð sínum, og höfðu vérið lofuð í 3 mán- uði, en biðu betri tíma með giptinguna. Stúlkan var nú óvenjulega föl og kvíðafull á svipinn. »Hvað er að þjer?« spurði Georg, »því ertu ekki eins kát og þú ei't vön, þegar við finnumst?« »(), Georg! mig dreymdi svo hræðilega ljót- an draum í nótt«. Georg hló. »það eru þá draumórar, sem hafa haft þessi áhrif á þig, Anna mín«. »Hlæðu ekki að því, Georg! Móðir mín, sem hefir sömu trú á draumum og jeg, er líka hálf sturluð vit af honum«. »það lítur íit fyrir, að allt kvennfólk sje hjátrúarfullt« sagði Georg. »Hún hefir beðið mig að aðvara þig«. •Draumurinn snertir þá mig eitthvað«, »Já, Georg! og jeg vara þig við, jeg bið þig, jeg grátbæni þig, að fara ekki til vinnunnar í dag. Vertu heima! eða vertu hjá okkur!« »það er ómögulegt, góða! Hvað fegmn sem jeg vildi þá get jeg það ekki«. »Gerðu það fyrir mig, að fara ekki tíl vinnu- í dag!« »Jeg verð að fara; jeg get ekki látið mig vanta Anna. I dag ljúkum við nvúrararnir við toppinn á stóra reykháfnum, og á morgun taka trjesmiðirnir til að rífa niður snvíðapall- ana. Jeg hefi nú starfað að þessari mikilfengu byggingu í meira en ár, og jeg héfi verið með að byggja grundvöllinn; nvv verð jeg einnig að vera vneð að leggja seinasta steininn á brúnina á reykháfnum.« »Mig sundlar, þegar jeg hugsa til þess, að þú vinnur þarna uppi í þessari ægilegu hæð«. »0! Anna!« mælti múrarinn og brosti, »mjer sýnist nú að þú ættir að vera orðin því svo vön þetta síðasta ár; dag frá degi höfum við fjelagar hækkað í lopti smátt og smátt, fet fyrir fet«. »En ef slys vildi til ?« »Enn sem komið er hefir ekkert slys viljað til við revkháfsbyggingu þessa. En á öðrum stað, þar sem verið er að byggja hús, datt múrari úr stiga, sem í nvesta lagi hefir verið 10 fet á hæð, og hálsbrotnaði. Svona geng- ur það, Anna! það eru nænv slysin, þegar illa á til að vilja. þau geta komið fyrir öld- ungis eins á jafnsljettu eins og í afarmikilli hæð. Sem mvvrari hlýt jeg að taka hættum þeim, sem iðn minni eru samfara, eins og aðr- ir, og jeg get ekki gjört annað en verið ró- legur og aðgætinn. þú værir sjáfsagt nviklu hræddari um mig ef jeg væri sjómaður«. »þá gæti jeg aldrei verið róleg hvorki nótt nje dag,« sagði Anna kjökrandi. »Jeg veit

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.