Ísafold - 24.07.1889, Síða 1
“K-emui út 4 miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(>04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrceti 8.
XVI 59
Reykjavik, miðvikudaginn 24. júii.
1889
Gjalddagi
á andvirði þessa árgangs ÍSAFOLDAR var
15. þ. m.—ísafold er, eins og kunnugt er,
meira en helmingi ódýrari að tiltölu en
önnur islenzk blöð, og væri sanngjarnt að
borgun fyrir hana væri ekki látin dragast
langt fram yfir gjalddaga.
Launamálið á alþingi
|>að er ekki ófyrirsynju gjört, að reyna að
ganga nú svo frá því máli á þessu þingi, að
það þurfi ekki að verða að eilífri apturgöngu,
á hverju þingi, og ævarandi uppspretta aggs
og þrætu utau þings og innan. |>að er satt
að segja níi fyrst, síðan launalögin frá 1875
komust á, að gjörð hefir verið alvarleg tilraun
til að koma lyktum á það mál; hitt, sem gjört
hefir verið á undanförnum þingum í þá átt,
virðist hafa miðað fullt eins mikið til að ala
á því endalaust, eins og til að binda enda á
það.
Eptir að þingið var einu sinni búið að
sleppa úr hendi sjer launafrumvarpinu 1875,
með þeirra gegndarlausa launamismun, þá var
allt af undir högg að sækja til stjórnarinnar
að fá því kippt í liðinn aptur öðruvísi eu
eins og henni væri ljúft og þægilegt. Hún
hafði þar alveg tögl og hagldir, úr því hitt
var einu sinni orðið að lögum. Hjer voru
fþví engin tök önnur, en að fara einhverja
samkomulagsleið,—koma með einhver þau
boð, er stjórninni þætti eigi óaðgengileg. |>að
er það, sem flutningsmenn málsins hafa gjört
nú á þessu þingi og tíeðri deild hefir aðhyllzt
(og efri líka nú við 1. umr.), enda mátti heyra
á landshöfðingja, við umræðurnar í neðri
deild, að honum þætti frumvarpið ekki óað-
gengilegt frá stjórnarinnar hálfu.
|>að, sem þetta. launalagafrumvarp fer fram
á, er einkanlega meiri jöfnuður á laununum
en nú á sjer stað. Hæstu launin eru færð
stórum niður, um 1000—2000, en þau lægstu
aptur á móti lítils háttar upp á við, ekki
meira en svo, að sparnaðurinn nemur þó 3—-
4000 kr., þegar launabreytingin kemst í
kring algjörlega.
Sje svo metið, sem að af 6000—7000 kr.
launum, er þeir hafa, amtmennirnir og bisk-
upinn, sje 1000 kr. borðfje eða veizlukostn-
aður, sem á þeim embættum hvílir sjerstak-
lega, eptir fastri tízku, þá eru þessum em-
bættismönnum nú ætlaðar 5000—6000 kr. til
að lifa á fyrir sig og sitt heirnili; en j .ifn-
framt er t. d. 3 kennurum við latínuskólanu
og 1 við prestaskólann ætlað að komast af
með 2000 kr., þótt þeir hafi aðsetur á sama
stað, þar sem jafndýrt er að lifa, eigi ef til
vill fyrir miklu fleirum að sjá (hafi þyngra
hús) og hafi allt eins mikið að gjöra og raunar
eins áríðandi, o. s. frv. f>að er með öðrum
orðum, að tignar-mmmnnn einber á þessum
embættum er metinn 3000—4000 kr! þ>að
sjá allir, að þetta er gegndarlaust.
Eptir frumvarpinu, sem nú er á leið gegn
um þingið, má segja, að þessi mnnur sje
færður niður í hjer um bil 1600 kr., þar
sem lægstu laun eru sett 2400 kr., að 1
kennaraembætti undanskildu, við latínuskól-
ann (2000 kr.), en laun biskups og amt-
manna, sje þeim taldar 1000 kr. í borðfje,
4000 kr. jpó er undantekning gerð frá þess-
ari reglu að því er kemur til forstjórans í
landsyfirrjettinum, þar sem honum eru ætl-
aðar 4800 kr., án þess að neitt af því geti
talizt borðfje, með því að það embætti hefir
ekki í för með sjer neinn þess konar sjer-
staklegan kostnað; en það mun helgast af
þeirri rótgrónu, en ástæðulitlu hugsun, að
mikilsháttar dómaraembætti þurfi' að vera
öðrum fremur vel launuð að tiltölu, til þess
að dómarar geti verið þar eptir »óháðir«, sem
kallað er. Samt virðist ekki vera haldið fast
við þá hugsun, þegar kemur til hinna dóm-
aranna í yfirrjettinum, þar sem þeir eru
látnir vera 1300 kr. lægri, sem sje með 3500
kr. hvor, jafnt og sýslumannaembættin (beztu),
sem auðvitað hafa sjerstakan kostnað í för
með sjer, til hestahalds og jafnvel skrifstofu-
halds, er yfirdómaraembættin eru laus við.
Sá fyrirvari er að sjálfsögðu hafður í launa-
frumvarpi þessu, að launalækkunin skuli eigi
koma fram við neinu þann, sem er í þeim
embættum, þegar það verður að lögum, og
eiga menn því hægra með að ræða það og
greiða atkvæði um það fylgislaust við alla
tiltekna menn eða án alls manngreinarálits.
Ætti það heldur að greiða götu þess en hitt,
og er óskandi og vonandi, að þetta mál þurfi
ekki optar að taka upp tíma fyrir þinginu
og baka landssjóði kostnað með endalausu
þrasi.
Útlendar frjettir.
Khöfn 11. júlí 1889.
Veðrátta. Ofan á þurkana langvinnu
hafa nú byrjað rigningar, en koma nú nm
seinan á flestum stöðum. Um mánaðarmót-
in fór mönnum að lítast annað um horf jarð-
argróðans, en það sem sagt var í frjettunum
síðustu.
Ofriðarlæti blaðanna og þeirra til-
efni. Blöðin heyra tíðum og fiytja í frjetta
skyni þaDn ófriðarhvin, sem er ekki annað
en tilbúningur einhverra, sem vilja koma
hlutabrjefum og skulda niður á við, til að ná
í þau fyrir lítilræði. A þessu verður tíðar
raun á vorum tímum en fyr, þó opt sje meira
í efni, þar sem svo mikið ófriðartundur er
fólgið á sumum stöðum, og flest ríki búast
af öllu megni — og yfir það fram — gegn
styrjöld. Um tíma hafa herbvmingur og her-
flutningar Bússa vakið mestan ugg og at-
hygli — eða sagnir af þeim og lýsingar í
blöðum þjóðverja:
«Herleikar í sumar á 62 herbúðarstöðum.
I útnorður 5 stórdeildum skipað við landa-
mæri, í vestur (á Póllandi) 8, í útsuður (gagn-
vart Galizíu) 7. Undir merki sín geta Bússar
nú fylkt 3,500,000 manna(!)».
J>etta er stutt inntak skýrslnanna—og þær
líklega enginn tilbúningur—, en Bússar kalla
allt gert í meinleysi og til fyrirvara. Svo
mæla allir.
Um Frakka minna talað, því um siun
hirða þeir í óða önnum gullfenginn frá gest-
um sínum, en hefndarhetjan (Boulanger) illa
við látin, hvernig sem um kann að skipta
við kosningarnar.
Fyrir fám dögum hermdi hraðfrjett svo frá
Miklagarði:
«Kastalagerðin albúin um borgina; um
Stólpasund kemst ekkert rússneskt skip; uú
standa Tyrkir vígbúnir með öllu».
Ekki gaman að öðrum eins guðspjöllum,
og því þreyja nú margir, að blöðunum megi
sem fyrst auðnast að segja af fagnafundum
og faðmlögum þeirra frænda frá Bexdín og
Pjetursborg.
Blöð Bismarcks gera mönnum hughægra
með þeirri kenningu, að strið verði að hlýða
pólitiskum lögum og ástæðum. þ>etta er svo
skilið, sem karl mæli: ((Ofyrirsynju yrði frið-
urinn nú rofinn, og pólitisku taumana skal
jeg reyna að halda i, svo dugi!». — Eitt
stjórnarblað Frakka sagði fyrir skömmu, að
fyr en 1891 kæmi stríð ekki, en þá mundi
vart hjá því komizt, því að þá kæmi að upp-
sögnum verzlunarsáttmálans með Frökkum
og þjóðverjum. — Frestur á illu beztur.
Danmörk. Ivonungur og drotning kom-
in heim 8. þ. m.
Mikið um málfundina og orðabramlið, en ó-
gæfa vinstrimanna er hjer, sem víðar (t. d. í
Noregi), að tiilUrnar verða meir til sundrung-
ar en samheldis. Hörð viðureign með Berg,
þó hann sje fáliðaður, og hinum; þeir kalla
hann fara með bölsóta-«póhtík», eu haun seg-
ir þá sýna heigulskap og viuna fyrir gýg. I
þeirra liði ýmislegur ágreiningur, og blöðin
tala um fríhyggjumenn og Evrópusnápa, en
í annan stað hinir um fáráðlinga og föður-
landssauði.
Noregur. Undir þinglok, um máuaðar-
mótin síðustu, var tillaga fram borm til van-
traustsyfirlýsingar gegn ráðaneytinu. Hjer
gekkst fyrir foringi hægri manna, Emil Stang,
málafærslumaður. Jóhann Sverdrúp kaus að
víkja þegar og allir hans sessunautar, því
hann mun hafa treyst, að vinsti flokkarnir
mundu koma sjer saman um þau höfuðatriði,
sem þurfti, til þess að völdin festust í hönd-
um þeirra, og hjet að sínu leyti, að kjósa þá
á burt, sem «hinum hreinu vinstri» líkaði
verst við (bróðurson sinn og fl.j, en taka í
þeirra stað skörunga af liðinu flekklausa.
jbetta brást með öllu, því blaðaskörungar
liðsins kölluðu þá menn svívirða sjálfa sig,
sem hjer vildu gerast sambekkingar svo ber-
syndugs manns, sem Sverdrúp hefði gerzt
móti norskum og hreinum þÍDgstjórnarboðum
(parlamentarismus). Lokin urðu, að konung-
ur fól Stang á hendur að kotna saman ráða-
neyti, er hann hafði rannsakað alla mála-
vexti. Vinstrimenn treysta nú á kosaingarn-
ar að ári, kalla sjer kjörsigurinn vísan; en
samkomulaginu mega þeir þá ekki gleyma.