Ísafold - 24.07.1889, Síða 2

Ísafold - 24.07.1889, Síða 2
234 — Vel þeim, sem hjer eptir fer frá stjórn í Noregi eptir afrek unnin þeim lík, sem eptir Jóh. Sverdrúp liggja: landvarnariögin, skóla- og kviðdómalögin. England. Persakonungur þar nú kom- inn, svífandi um ódáinsakra frá einni veizl- unni til annarar, gagntekinn af blíðu Eng- lendinga, skemmtunum þeirra og munaðar- undrum; í stuttu máli: borinn á höndum af tignarfólki þeirra og stórmenni. Kemst hann svo úr álögunum mssnesku? A Egiptalandi hafa Englendingar orðið að snúast með sveitum sínum og liði Egipta móti innrásarher falsspámannsins, ekki langt frá Vady-Halfa, bæ, er svo heitir, við Níl. |>eir ljetu ekki marga síns liðs, en stökktu Súdansmönnum aptur, felldu af þeim 500 og handtóku eins marga. Louise, elzta dóttir prinzins af Wales, ætl- ar í lok þ. m. að giptast enskum lávarði (jarli), er Eife heitir. í>ýzkaland. I brjefaskiptunum við stjórn Svissa þjettyrðum beitt, og þó hún hafi svarað borginmannlega, er þar undan slegið og um- bótum heitið, sem kemur til gæzlu á að- komufólki og útlögum annara landa. Líklegt er, að málið bíði jafnaðarlykta, þó suma gruni, að Bismarck vilji láta svipta Sviss griðlandsrjettinum, og eiga þar svo inngengt, ef á þyrfti að halda. Við slíkt styðja sumir ófriðarspárnar. I byrjun næsta mánaðar ætlar Vilhjálmur keisari að halda til Englands með mikilli flotafylgd. Frakkland- Nú er rannsóknarnefnd öldungaráðsins komin á þá niðurstöðu, að sök Boulangers skuli lögð í dóm, en höfuðatriðin eru landráð gegn þjóðveldinu og ólögleg fjár- afneyzla. — «Afmánar-ráð allt saman», segja vinir hans, «og sá dómur verður afmáður fyr en varir!» þinglok nú fyrir hendi — eða hvíld á þeim hræmuglegustu flokkaviðureignum, sem gefizt geta á þingum, hávaða og öskri, lygafram- burði og skamma, um hnefastælingarnar ekki að tala og uppþotin til handalögmáls og á- floga. — þjóðin snotra og snjalla má fagna því, ef nýkjörna þingið gætir betur sóma síns. þann 3. þ. m. fórust af sprengigosi 208 manns í kolanámunum við Saint-Etienne. Stór framlög þegar veitt af þinginu hinum munaðarlausu til aðstoðar. Austurríki. Við kosningarnar til þings- ins í Prag hafa Ung-Sjekar haft sigur og náð flestum sætum unáan hinum eldri sjeknesku forvígismönnum. þeir hafa sjer til forustu menn er Gregr og Basaty heita, báðir með doktorsnafnbót, harðtækir gegn þjóðverjum í forræðiskröfum fyrir Böhmen og Rússum meir sinnandi en hlýða þykir. Serbía. Alexander konungur er að eins 13 vetra að aldri, en tók konungssmurning 2. þ. m. 1 borðhaldi drakk hann síðar minni guðföður síns, Bússakeisara, með hjartnæm- um ummælum. Ollum kemur saman um, að Bússar nái aptur æ betri tökum á Serbíu. Ameríka. Boð út gengin frá Washington og þegin þegar af flestum sjálfstæðum ríkjum þessarar álfu til ríkjafundar í október í þess- ari borg. Hjer skal rætt um tollsamband allra ríkjanna, sameiginlega mæla og vogir, samgildi silfurpeninga, betri og fastari sam- göngur og samverknað gagnvart Evrópu, og margt annað, er til þjóðskipta kemur. Fund- urinn heitir tThree Ainericas Congress« (Fundur hinnar þrídeildu Ameríku, o: Norður-, Mið- og Suður-Ameríku). Sem kunnugt er, er sjónaukapípan í Licks- turninum í Kaliforníu hin mesta í heimi og greipilegasta, ef svo mætti að orði kveða. En nú er sámaður, sem Clark heitir, að búa til nýja sjónvjel. Pípan 32 álnir á lengd, og á að verða svo innan bviin, að tunglið megi svo skoða, sem væri það ekki lengra á burt en nokkur þúsund feta. Ef þetta rætist verður fleira kannað um efri byggðir, sem nú er hulið. Verzlunarfrjettir frá Khöfn 12. júlí. Líkur til að ull verði í svipuðu verði og í fyrra, sem sje 65 a. fyrir hvíta vorull suun- lenzka. Af saltfislci tveir farmar seldir til Spánar, annar fyrir 40J kr. skpdið og á að vera sendur af stað fyrir 14. ágúst, hinn fyr- ir. 39£ kr. .skpd, og á að vera sendur af stað fyrir 31. ágúst. 011 eptirspurn hætt við það. og búizt við ekki fáist nema um 37 kr. fyrir seinni farma. — Af því sem kom til Khafnar með Laura síðast seldist bezti vestfirzkur saltfiskur óhnakkak. á 55—54 kr. og hnakka- kýldur á 50—-45 kr., vestfirzk ýsa á 37J—37 kr., smáfiskur á 38—41 kr. (eptirspurn frá Genúa). Hdkarlslýsi Ijóst gufubrætt 31-J- kr. tn. (210 pd.), pottbrætt grómlaust 31 kr., dökkt hákarls og þorskalýsi 26J tn. Fallegt þorskalýsi Ijóst grómlaust 32 kr. Sundmagar boðnir á 40 a., en ganga ekki út. Æðar- dúnn hefir selzt á 13f kr. Við biskupsembættinu tekur í dag hinn nýi biskup landsins, herra Hallgrímur Sveinsson, sem kom hingað með póstskipinu 21. þ. m. úr vígsluferð sinni. Póstskipið Laura (Christiansen) kom hingað sunnudagskvöldið 21. þ. m. Auk biskupsins og frúar hans voru með því Dr. phil. Valtýr Guðmundsson og kaupm. Jón Jónsson (frá Borgarnesi), og talsvert af út- lendum ferðamönnum, enskum, þýzkum og dönskum. Brauð veitt- Breiðabólstaður í Fljótshlíð veittur af konungi 6. þ. m. prestaskólakand. Eggert Pálssyni, eptir kosningu safnaðarins. Octavius Hansen, hæstarjettar-mál- færsluinaður, lagði af stað hjeðan til jþing- valla 20. þ. m. og ætlaði þaðan norður í land, norður Grímstunguheiði, og síðan heimleiðis með »Thyra«. — Hann er einhver hinn mesti aðkvæðamaður í liði vinstri manna í Dan- mörku utan þings og í miklu áliti sem laga- maður: hefir rekið flest stórmál af þeirra hendi hin síðari árin fyrir hæstarjetti. Ilann er bróðirEdm. Hansens,augnalæknisins fræga,er mörgum löndum er að góðu kunnur. Eins og margir aðrir hinir frjálslyndari menn í Danmörku hefir hann ólíkar skoðanir um skilyrðin fyrir framförum Islands og hver afskipti Danir eigi að hafa af oss því, sem kunnugt er um hægrimannastjórnina dönsku og hennar fylgi- fiska. Fensmarksmálið. það er hljóðbært orðið, að hæstarjettar-málafærslumaður Octa- víus Hansen, er leitað hafði verið ráða til um málshöfðun gegn ráðgjafa íslands út af Fensmarkshneyxlinu, samkvæmt ályktun þingsins 1887, hefir lýst því eindregið yfir, nú þegar hann var hjer á ferðinni, að hann áliti slíka málshöfðun ógjörning. Er þar með Iíklega sleginn botninn í það fyrirtæki. Manntjón af slysförum. Maður, sem var að síga fyrir egg í Hælavíkurbjargi á Ströndum í vor, dó af steinkasti í höfuðið; festin kom upp mannlaus; líkið fannst rekið nokkru seinna með gat á höfðinu. Mað- ur hvarf um nótt á Vestmannaeyjum 20. þ. m., Arni að nafni, um sjötugt; fannst drukkn- aður daginn eptir nærri landi. Maður datt útbyrðis af báti hjá Einarsnesi á Mýrum 10. þ. m., Sigurður Jónsson frá Knararnesi á Vatnslejsuströnd, og dó af því degi síðar. Hafís höfðu hvalveiðaskipin norsku á Vestfjörðum hitt fyrir skemmstu 6 mílur norður af Horni. Hvalveiðar- Norski útvegurinn á Lang- eyri var búinn að ná 35 hvölum, þegar síðast frjettist, og sá á Flateyri við Önundarfjörð. 32. ' , Norðurmúlasýslu 8. júlí. pað, sem af er sumrinu, hefir verið einkar gott, og yfir höfuð hagstætt fyrir grasvöxt, þótt úrfelli væri í Fjörðunum helzt til mikil fram að miðjum síðasta mánuði. Grasvöxt- 'ur er í hjeraði í bezta lagi á túnum og flæðiengi, því að miklir hitar hafa gengið nú í 3 vikur. I Fjörðum er grasvöxtur lakari, einkum á útengi, enda hefir þar sumstaðar kalið jörð bæði á túni og út- engjum, þótt ekki kæmi nema 2 næmr með litlu frostkuli snemma á sumrinu. Heyskapur sumstaðar byrjaður fyrir viku. Verði nýting góð á heyi, sem nú er út- lit fyrir, má ætla, að heyföng verði í mesta og bezta lagi. Agæús-afli hefir verið í mánuð á Borg- arfirði. Mikið aflahlaup kom á fiskistöðv- ar Seyðfirðinga snemma í síðastliðnum mánuði Aflaðist þá vel af þeim, er beitu höfðu, nl. skel, en um hana er orðið mjög lítið, og varð því minna gagn af þessu aflahlaupi en ella, ef iðulega hefði mátt róa. Síldar er þar orðið vart rjett nýlega, og hefir aflazt á hana mikið vel. í Mjóa- firði hefir verið lítið bæði um fisk og síld allt til þessa. Verzlanir á Seyðisfirði eru nú með lang- flesta móti, nl. Thostrups verzlun, John- sens, G. Jonasens, Gránufjelags, O.Wath- nes, pöntunarfjelagið. Enn fremur verzl- ar Grude Norðmaður á Vestdalseyri, og í Idverpool á Oldunni hefir Tr.Gunnars- son látið Gránufjelagið byrja verzlun f ann ð sinn. Fyrir henni er Snæbjörn Arnljótsson frá Bægisá. Sveita verzlunar- leyfi hefir Sigurður bóndi Stefánsson á Hauksstöðum á Seyðisfirði fengið og leyst borgarabrjef, og segja sumir, að það sje fyrir Færeyinga eða „Normal Nompany“ í Færeyjum ; það hefir gufuskip í förum „Enigheden“, sem er á þönum millifjaið- anna allt frá Bakkafirði á Langanesströnd- um og til Fáskrúðsfjarðar. Annað gufu- skip „Föringur“, eign bræðranna Mor- tensen frá Suðurey, hefir og verið hjer. Var um tíma búizt við, að jafnvel Fær- eyingar mundu keppa við íslenzka kaup- menn um saltfiskinn, og koma honum f afarverð. Áður en frjettirnar um, að fisk- ur fjelli erlendis, komu hingað, var ekk- ert fast verð komið á hann, og við það situr. Ull er og' enn óverðlögð, en búizt við 70 a. fyrir pundið. Kvefvilsa hefir gengið um fima bæði í Hjeraði og Fjörðum, lungnabólgukennd, en ekki hættuleg, og fáir sem engir dáið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.