Ísafold - 24.07.1889, Qupperneq 3
235
A 1 þ i n g i.
VII.
Lög frá alþingi- i>essi lög hefir verið
lokið við á þinginu frá því síðast:
IV. Lög um viðauka við lög 14. janúar
1876 um tilsjón með flutningum á þeim mönn-
um, er flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur.
1. gr. Enginn útflutningastjóri eður um-
boðsmaður fitflutningastjóra má taka við neinu
innskriptargjaldi eða neinu fje undir nokkru
öðru nafni sem borgun upp í væntanlegt far-
gjald eður meðalgöngu fyrir að útvega ut-
förum far, nje heldur nokkurri skuldbindingu
um gjald síðar í þessu skyni, nema hann
jafnframt gefi útfaranurn skriflegt loforð um
flutning fyrir fastákveðið verð á tilteknum
tíma og frá tilteknum stað.
Brotum gegn þessum ákvæðum hegnir lands-
höfðingi með úrskurði til sekta allt að 2000
kr. af upphæð þeirri, er útflutningastjóri hefir
að veði lagt; útflutningaleyfið má og af hon-
um taka, ef tilefni þykir til.
2. gr. Nú tekur útflutningastjóri eigi við
útförum á þeim tíma og stað, er hann eður
umboðsmenn hans hafa um samið eður aug-
lýst, enda sje eigi lögmætum forföllum um að
kenna, og getur þá vttfari hver kært útflutn-
ingastjóra fyrir landshöfðingja; en hann á-
kveður bætur útförum til handa af veði því,
er útflutningastjóri hefir sett, enda hafi út-
farinn eigi vanhaldið sínar skuldbindingar.
3. gr. Skip, sem flytja útfara af landi,
mega hvergi hjer við land taka neinn farþegja
um borð, sem ekki hefir útfararsamning á-
teiknaðan af lögreglustjóra eða umboðsmanni
hans, áður en hann fer á skip, nema hann
hafi vegabrjef frá lögreglustjóra umdæmisins
eða umboðsmanni hans, þar sem hann fer á
skip.
Broturn gegn ákvæði þessu hegnir lands-
höfðingi með úrskurði tíl sekta allt að 400 kr.
fyrir hvern þann mann, ér skipstjóri tekur á
Fkip sitt gegn þessu banni, og -greiðist sekt-
arfjeð af upphæð þeirri, er útflutningastjóri
hefir að veði lagt. Nú afhendir maður öðr-
um vegabrjef sitt, og varðar það jafnháum
sektum, sem áður er talið.
4. gr. Allar sektir eptir lögum þessum renna
í landssjóð-
Fallin lagafrumvörp. þessi frv. hafa
ennfremur verið felld:
— 8. Um breyting á ábúðar- og lausafjárskatts-
lögunum (ábúðarsk. 1 alin af jarðarhundr.
hverju, lausafjársk. afnuminn, frá Sighvati
Árnasyn). Fellt í efrideild.
9. Um aðflutningsgjald á smjörlíki (marga-
rin). Fellt í gær í efri d. við 1. umr. með
5: 5 atkv..
10. Um að meta til dýrleika nokkrar jarðir
í Yestur-Skaptafellssýslu. Fellt í efri d.
Ný lagafrumvörp. Enn hafa viðbætzt
þessi frv. :
52. Um að meta til dýrleika býlið Garða í
Beykjavíkurkaupstaðar umdæmi. J. Jónassen.
53. Um breyting á konungsúrsk. 2¥5 1853
viðvíkjandi Ásmundarstaðakirkju í Presthóla-
kalli (afnám 15 rd. endurborgunar til prests-
ins frá sóknarbændum). Jón Jónsson, þm.
N.-þing.
54. Um endurreisn Kjalarnesþingapresta-
kalls. Jón þórarinsson.
55. Um breyt. á 4. gr. í lögum 1885
um stofnun landsbanka. Flutningsm. Gr.
Thomsen og 5 þingm. aðrir.
Tollmálið. Frv. um kaffi- og sykurtoll
(10 og 5 a.) og tóbakstoll (35 og 100 a.) voru
samþykkt óbreytt við 2. umr. í efri deild 22.
þ. m. — kaffi- og sykurtollurinn með 7 atkv.
gegn 4 (Arnlj. Olafss., Á. Thorsteinsson, Jón
A. Hjaltal. og Sighv., Arnas.. sem vildu hafa
tollinn að eins 5 og 2 a.).
Stýrimannaskóli- Nefnd í neðri deild,
Eir. Briem, Sig. Stefánsson og þorsteinn
Jónsson, þykir stjórnin hafa farið of skammt
í frumvarpi sínu um stofnun sjómannaskóla
— er nefndin vill heldur kalla stýrimanna-
skla. — Vill nefndin auka kennsluna við
skólann og jafnframt ákveða 2 stýrimanna-
próf, annað minna fyrir menn á siglingum
hjer við land, og hitt meira fyrir menn, er
vilja vilja vera stýrimenn eða skipstjórar á
seglskipum, er fara milli landa, og er ætlazt
til, að það próf skuli verða í öllu tilliti svo
tryggilegt, að eigi verði nein ástæða til að
ætla, að kunnátta þeirra, er prófið standast,
standi á baki kunnáttu þeirra, er taka stýri-
mannapróf í Danmörku.
Síra Matthías Jochumsson og
„The Christian Life“.
Af einskærri mannúð, án nokkurrar skyldu
eptir prentfrelsislögunum, tekur ísafold eptir-
fylgjandi grein:
Herra ritstjóri! Samkvæmt 11. gr. laga vorra
um prentfrelsi getið þjer ekki undan skorazt, aö
taka í blað yðar, og það tafarlaust, eptirfylgjandi
leiðrjetting, er jeg sendi á ensku blaðinu „The
Christian Lije", mót sraágrein þeirri, sem þjer fisk-
uðuð upp handa lesendum yðar og báruð á borð
fyrir þá, með fyrirsögninni : „Legg í lófa karls,
karls/“
„Til þess að afstýra misskilningi og athlægi,
neyðist jeg til að yfirlýsa því, að jeg kannast ekki
við, að jeg hafi nokkru sinni beðið yður um neitt
hljóð/œri, og þótt jeg hefði beðið yður sem vin
minn um slíkt, hefði mjer aldrei dottið í hug, að
fallast á, að þjer bæðuð almenning á Englandi að
sæma mig slíkri heiðursgjöf.
En viðvíkjandi lofsorði yðar um útbreiðslu
mína á skoðunum vina yðar og hins frjálsara krist-
indóms, er jeg yður þakklátur, en með þeirri at-
hugasemd, að svo lengi samvizka mín leyfir mjer
að halda tryggð við þar.n söfnuð, sem jeg er
fæddur í, er fylgi mitt við yðar flokk að skoða
sem visindalegt og kristil. mannúðlegt, en ekki
sem safnaðarlegt“.
Matth. Jochumsson.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Hjer með auglýsist, að allar skuldir þær,
er jeg undirskrifaður, hefi uppgefið og viður-
kennt rjettar, dag 26. jviní næstliðinn, við
opinber fjárskipti, sem fram fóru að Tindum í
Geiradal milli mín og konu minnar Kristínar
þórarinsdóttur, tilsegi jeg öllum skuldheimtu-
mönnum mínum, að snúa sjer til konunnar
Kristínar pórarinsdóttur, búsettrar á Tiudum
í Geiradal í Barðastrandarsýslu, hvað áhrærir
lúkningu skulda, þar eð jeg við ofangreind
skipti útlagði henni í fasteign og lausafje
eptir virðingarverði móti þeim. fæssu til
sönnunar hef jeg í höndum skriflegan og
vottanlegan skiptasamning okkar hjóna.
St. á Reykhólum 17. júlí 1889.
Einar Jochumsson
fyrverandi hreppsstjóri í Geiradalshreppi.
Skósmiðaverkstæðið fyrir almenn-
ing og leðurverzlun mín fjekk nú með
Lauru 500 af skó-yfirleðruin af ýmsu tagi,
margs konar barna-yfirleður hneppt, méð hæl-
böndum og með fjöðrum ; karlmannsskórnir
vönduðu, aðrir ódýrari, karlmannsstígvjel (ný
tegund), aldrei hafa þvílík stígvjel sjezt á
Islandi; nýtt vatnsstígvjetaleður ; barnavatns-
stígvjel; sporar, silkipluss, súlaleður (ýmsar
tegundir), sjóskóleður, skófjaðrir, skinn; brókar-
skinnin góðu, söltuð og þurkuð, jeg ábyrgist
að brækur úr þessum skinnum mislieppnast
ekki, má því skila mjer aptur liverjn skinni af
þessari tegund og hverri brók m þessum
skinnum, sem kynni að reynast illa, og verður
þá. andvirði þeirra greitt aptur að fullu.
Oll þessi yfirleður og skinn -eru til sýnis i
búð minni alla virka daga, bæði íyrir þá,
sem kaupa, og þá sem ekki kaupa.
Mín nýju yfirleður munu og verða send
um bæinn til sýnis.
Skósmiðaverkstæði mitt tekur einnig við
öllum aðgjörðum.
Reykjavík 23. júlí 1889.
Björn Kristjánsson.
Tuborg-öl.
Bjór þessi, sem er viðurkenndur fyrir sitt
óvenjulega þægilega bragð og fyrir það, hvað
hann heldur sjer vel, hefir verið sæmdur
silfurmedalíu á sýningunum í Malmö
(Málmhaugum) 1881, Antwerpen 1885, Am-
sterdam 1887,
fyrstu verðlaunum
á sýningunni í Kaupmannahöfn 1888, og
gullmedalíu
á heimssýningunni í Barcelona 1888, verður
hafður á boðstólum innan fárra daga að
staðaldri hjá uudirskrifuóum meó mjög vægu
verði og prýðilega aftappaður (ábyrgð fyrir því)
með hinum beztu áhöldum, sem til eru.
Ölverzlunin í Reykjavík,
N. II. Thomsen.
0. Aðalstræti g.
Undirskrifaður hefir einkasölu fyrir ísland
á Södring & Co. kgl. privil. mineralvatns-
verksmiðju
Soda- og Selters-vatni,
læknandi mineralvatnstegundum eptir pöntun,
tilbúnum með eptirliti prófessors, dr. med.
Warncke, og
ávaxta-limonade í mörgum tegundum
sœnsku sodavatni,
Ginger-Beer fyrir Good-Templara,
og fengu þessir drýkkir hæstu verðlaun á
sýningunni í Kaupmannahöfn 1888.
N. Zimsen.
N. Zimsens verzlun í Reykjavík hefir út-
sölu á ekta ófölsuðum rauðvínum frá Iíorsíku:
St. Lucia þ fl. á 1 kr. 25 a. með fl.
Vino Sano | fl, á 1 kr. 20 a. með fl.; þetta
ágæta vín er mjög styrkjandi fyrir sjúklinga
og þá sem eru í apturbata.
Nú með Lauru komu ýmsar vörur til
verzlunar minnar.
Kjólatau, fataefni allavega, prjónatau á krakka.
Kjólar með löngum ermum 1,25—1,35.
Klukkur 0,90—1,00—1,15.
Buxur 0,66, 0,75, 0,88, 1,00, 120.
Skirtur 0,50, 0,60, 0,70, 0,80, og margt annað
fleira.
Finnig ágætar kartöflur 10 kr. tn. Flesk af
ungum grísum pd. 0,60. Allavega steintau,
óvanalega billeg sett. Hið alþekkta góða öl
frá Bahbeks-Allé með ábyrgð á gæðum lOJfl.
á 1,50. Miinchener- öl 10 fl. á 1,20;" og
margt annað fleira.
Reýkjavik 24. júli 889.
W. O. Breiðfjörð-
\F f |>oq 1 o Að jeg hefi fengið í hendur hr.
1 11 I>~ct I Cl kaupmanni l1. J. Thorsteins&on
á Bíldudal einkasölu á mínum góðkunnu vínum
og áfengum drykkjum á Bíldudal og nálæg-
um hjeruðum, gerist hjer með kunnugt heiðr-
uðum almenningi.
Peter Buch.
Halmtorv. 8. Kjöbenhavn.
R/lllíI f*fi (kaffiblendingur), sem má brúka
UllliUilll eingöngu i staðinn fyrir kaffi-
baunir, fæst eins og vant er við verzlun 11. Th. A-
Thomsens i Reykjavík, á 56 aura pundið.