Ísafold


Ísafold - 03.08.1889, Qupperneq 1

Ísafold - 03.08.1889, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. f Austurstrœti 8. XVI 62. j Reykjavík, laugardaginn 3. ágúst. 1889. Lang-greiðast og áreiðanlegast kemst jsafold að staðaldri til kaupenda i nærsveitunum með þvi móti að þeir muni tyrst og fremst eptir að vitja hennar sjálfir á afgreiðslustofunni (Austurstr. 8) þegar þeir eru hjer á ferð, og i annan stað að Játa taka hana þar hvenær sem þeir vita af ferð þess á milii. Burðavgjald er ekki sparað. Stjórnarskrármálið á alþingi. Um það geta verið og hafa verið skiptar skoðanir meðal fylgismanna stjórnarskrárend- ■urskoðunarinnar, hvort rjettara er, eptir því sem stjórnin hefir komið fram í því máli, að halda fram óbreyttu því sem þingið eða neðri -deild hefir einu sinni komið sjer saman um, eða breyta til og leita hófanna til samkomu- lags með Iíklegum tilslökunum í þeim atrið- um, er eigi snerta verulega aðalmerg málsins, færslu stjórnarinnar inn í landið í hinum sjer- stöku málum. Hugsunarrjettast er það, að koma ekki fram með neinar tilslakanir meðan hinn málsparturiun lætur ekki á öðru bóla en ein- tómum þvergirðing. En í framkvæmdarlíf- inu verður opt og tíðum eins hollt og affara- sælt að rígbinda sig ekki eingöngu við það sem er hugsunarrjett, heldur miða við hitt, hvað helzt muni bera eptiræsktan árangur. Neðri deild hefir nú tekið það ráðið, að breyta frumvarpinu frá 1887 í nokkrum at- riðum, þeim er helzt hefir mátt skilja á andmælendum endurskoðunarinnar að þeir vildu hafa öðruvísi, en án þess að fara þó ofan af kröfunum um alinnlenda stjórn í hinum sjerstöku málum, Er málinu þannig haldið áfram ekki einungis í «líka stefnu» og á undanförnum þingum, eins og þingvalla- fundur orðaði áskorun sína í fyrra, heldur í rauninni í sömu stefnu að aðalatriðunum til. jpó eru tilbreytingarnar svo mikilvægar, að hinn þjóðkjörni minni hluti, sem var á þingi 1887, hefir nú gengið saman um helm- lng» og mótspyrna þeirra örfáu, sem eru málinu andvígir í neðri deildinni, var nú miklu daufari en síðast. Nú er eptir hið þröngva hlið gegn um efri deild. Hlutkestið um forsetakostninguna í efri deild — einn hyrningarsteinninn undir stjórn- arskipun vorri eptir hinni núgildandi stjórn- arskrá! — rjeð því í þetta sinn, að hinir konungkjörnu þingmenn ráða lögum og lofum í deildinni í sumar, og þar með raunar á öllu þinginu, ef þeir vilja. Satt er bezt að segja nm það, að þeir hafa engan veginn misbeitt þessu valdi sínu sem flokkur út af fyrir sig á þessu þingi. En það hefir heldur ekki reynt svo mikið á það enn. f>að er fyrst, þegar kappsmál koma þar á dagskrá, að til þess kemur. En kappsmál hefir stjórnar- skrármálið verið fyrir þeim hingað til, sem nú eru konungkjörnir, — á síðasta þingi svo mikið kappsmál, að þeir neyttu afls at- kvæðis til að draga það go nærri því kæfa það í nefnd. Tilslökun og samkomulagsviðleitni neðri deildar ætti nú að hafa þau áhrif, að þeim hyrfi öll freisting til að beita slíkum tökum. Virðist eigi rnega minna í móti koma, en að svara því af alúð, meðhöndla málið skaplega og koma að minnsta kosti fram með einhver sennileg samkomulagsskilyrði af sinni hálfu. Ekki er að örvænta, að það kynni að geta leitt til frekari málamiðlunar, og óvíst er að hinn þjóðkjörni flokkur bjóði betri kosti síðar, ef nvi er slegið bendi á móti miðlunartilraunum hans. Hitt er vissulega fullsjeð, að ekki hverfur hann frá kröfu sinni um þannig lag- aða stjórnarbót, sem haldið hefir verið fram nú svo mörgum árum skiptir á nýjan leik. f>jóðin hefir sýnt sig æ staðfastari í því á- formi, sem lengra hefir liðið, og lætur sízt bilbug á sjer finna, ef eintómu þrái er beitt í móti. A lþ i ngi. x. Lög frá alþingi. f>essi lög hefir verið lokið við á þinginu frá því síðast. IX. Lög um styrktarsjoði lianda alþýðu- fólki. 1. gr. í hverjum kaupstað og hreppi á landinu skal stofna styrktarsjóði handa heilsubiluðu og ellihrumu alþýðufólki. 2. gr. Sjóði þessa skal stofna á þann hátt, að allir karlar og konur, sem eru fullra 20 ára og ekki 6o ára, og eru hjú, þar á meðaí börn hjá foreldrum, eða þeir sem vinna fyrir sjer í lausa- mennsku, skulu preiða á ári hverju, karl- maður i kr. og kvennmaður 30 a. þ>ó skulu undanþegnir gjaldi þessu fjelausir menn, sem fyrir ómaga eða ómögum hafa að sjá, sem og þeir, er fyrir heilsu- brest eða af öðrum ástæðum eigi geta unnið fyrir kaupi; sömleiðis þeir, sem á einhvern hátt hafa tryggt sjer fje til framfærslu eptir að þeir eru orðnir 65 ára að aldri. 3. gr. Gjald þetta greiðist fyrir hvert liðið vistarár, á þann hátt, að hver húsráðandi inni gjaldið af hendi fyrir alla, er hjá honum hafa heimili haft það ár, og gjald skyldir eru, en rjett er húsbændum að halda gjaldi þessu eptir af kaupi þeirra, er vinna hjá þeim. 4. gr. Hreppsnefndir skulu fyir lok marzmánaðar ár hvert senda viðkomandi hreppstjóra skýrslu um alla þá, sem gjald- skyldir eru í hreppnum eptir lögum þess- um, en í kaupstöðum semja 3 menn, er bæjarstjórnin kýs úr sínum flokki, skýrsl- ur þessar og senda þær fyrir sama tíma til oddvita bæjarstjórnarinnar; gefa skal hlutaðeigendum kost á, að kynna sjer skýrslur þessar fyrri hluta aprílmánaðar. 5. gr. Nú álítur einhver sig ranglega talinn á gjaldskrá, er honum þá rjett að kæra það mál fyrir hlutaðeigandi hrepps- nefnd eða bæjarstjórn, er hefir fullnaðar- úrskurð f þvf. 6. gr. 1 kaupstöðum skulu bæjarfógetar en f sveitum hreppstjórar innheimta gjald- ið á framtalsþingum á vorin, og koma því á vöxtu í aðaldeild Söfnunarsjóðsins. Fyrir ómak sitt ber þeim 40 „ afhinu inn- heimta gjaldi. 7. gr. Hin fyrstu 10 ár, eptir að slíkur sjóður er stofnaður í hverju sveitarfjelagi, leggst hið árlega gjald allt við höfuðstól- inn, ásamt öllum vöxtum, en frá þeim tíma leggst það aðeins Itálft við höfuðstólinn og hálfir vextirnir, en hinum helmingnum af hinu árlega gjaldi og vöxtunum skal árlega úthluta; skulu bæjarstjórnir og hrepps- nefndir úthluta upphæð þessari heilsulitlum og ellihrumum fátæklingum, sem heimili eiga i sveitarfjelginu og eigi þiggja sveit- ■ rstyrk, án tillits til, hvar þeir eiga fram- færslusveit, enda sjeu þeir eða hafi ein- hverntíma verið i þeim sijettum, sem gjald- skyldar eru til styrktarsjóðanna. 8. gr. í kaupstöðum skulu bæjarfóget- ar, en í hreppunum hreppstjórar, hafa á hendi reikningshald sjóðanna, og geyma eignarskilríki þeirra. Reikningar sjóðanna fyrir hvert ár skulu fyrir lok janúarmán- aðar sendir hlutaðeigandi bæjarstjórn eða hreppsnefnd, og kýs bæjarstjórnin eða hreppsnefndin svo menn til að endurskoða þá. Verði nokkur ágreiningur um at- hugasemdir endurskoðenda, fellir hlutað- eigandi amtmaður úrskurð um reikning- inn, þar sem kaupstaðirnir eiga hlut að máli, en sýslunefnd úrskurðar reikningana úr hreppunum. í kaupstöðum sendir bæjar- stjórnin amtmanni árlega skýrslu um hag styrktarsjóðanna; sams konar skýrslu send- ir hreppsnefndin til oddvita sýslunefndar- innar. q. gr. Amtmenn hafa í kaupstöðum og sýslunefnd í hreppunum eptirlit með, að lögum þessum sje flýtt. 10. gr. Gjald þetta má taka lögtaki samkvæmt lögum 16. des. 1885. X. Lög um bre.yting á tilskipun um pástmál 26. febr. 1872 og lögum 15. okt. 1875 um breyting á sömu tilskipun. 1. gr. Sendingar, sem eru prentað mál í krossbandi eða með einbrugðnu bandi, mega vega allt að 5 pd. Burðareyrir fyrir þær skal vera 3 aurar fyrir hver 10 kvint eða minni þunga 2. gr. Böggulsendingar, sem sendar eru með póstskipunum hafna á milli á íslandi og ekki þarf að senda neitt yfir land, mega vega allt að 10 pd. Burðar- eyrir fyrir þær sendingar skal vera 10 aurar fyrir hvert pd. og 5 a. að auki í ábyrgðargjald fyrir hverjar 100 kr. eða minna af verði sendingarinnar, ef verð er tiltekið. Undir tilvísunarbrjef við slíka böggla greiðist að auki venjulegt burðar- gjald, ef brjefið er lokað. * 3. gr. Burðareyrir fyrir lokaða böggla, sem sendir eru með landpóstum frá vet- urnóttum til sumarmála, skal vera 25 a. fyrir hver 25 kvint eða minni þunga. 4. gr. Með lögum þessum eru lög nr. 21, 4. nóv. 1881, úr lögum numin. XI. Lög um breyting á 1. gr. í lögum wn skipun prestakalla 27. febr. 1880. Klippstaðar prestakall, sem áður var Klippstaðar-og Húsavíkursóknir, skal hjer- eptir vera sjerstakt prestakall. Brauði þessu leggjast 200 kr. úr landssjóði. f>essi breyting á prestakallalögunum kemur eigi til framkvæmdar fyr en við næstu prestaskipti í Dvergasteins og Desj-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.