Ísafold - 03.08.1889, Side 4
248
Jörð til sölu.
Á skiptafundi þeim, sem í dag var
haldinn í dánarbúi Gottsveins sál. Jóns-
sonar, var ákveðið, að selja alla jörðina
Kasthús í Bessastaðahreppi, sem er eign
tjeðs dánarbús. Jörðin er að dýrl. 11
hndr. 3 n. m.
J>eir, sem vilja kaupa jörð þessa, eru
beðnir að snúa sjer til mín sem fyrst.
Skiptaráðandinn í Kjósar- ng Gullbr.sýslu 30. júlí 1889.
Franz Siemsen.
M- Johannessen
10. Aðalstræti io.
hefir eptirfylgjandi vörur til sölu:
Rúgmjöl, norskt.
Riis !/i og Vg.
Rísmjöl, hveitimjöl.
Sago, stór og smá.
Semoulegrjón.
Kaffi, Export-kaffi.
Kandís, hvítur og rauður.
Mel s í toppum og niðurh.
Farin, 2 teg
Fíkjur, Rúsinur, Sveskjur.
Chocholade 2 teg.
Stivelse, Sennep.
Kanel, Pipar.
Sveitzer-, Gammel- og Mysuostur.
Kristianíu-bjór, Brennivín.
Anchovis, do. skind- og benfri (Appetit-
sild).
Röget Brisling i Olie (norske Sardiner).
Fleiri sortir niðursoð. kjöt og fiskur.
Súpujurtir.
Græn- og handsápu.
Rullu, Rjól.
Brauð fint, í mál. dósum, líka í pundatali,
margar sortir.
Stóra blikkkassa með brauði, með inn-
kaupsverði.
Víravirki, silki- og flauelsbönd.
Millumverk og Blonder.
Sjóhatta (norska), öngla, netagarn.
„White“-saumavjelar og og olía.
Fiskur, ull, skinn o. fl. er keypt af
M. Johannessen.
10. Aðalstræti 10.
Prima Newcastle ofnkol
fást nú í verzlun J. P. T. Brydes í Reykja-
vik og kosta 4 kr. skpd. mót peningaborg-
un, og minna, ef mikið er keypt.
Hjer í högum hefir nýlega fundi/.t brún hryssa,
sem er hjer geymd; hún er með mark : gagnfjaðrað
hægra, fornjárnuð, heldur mögur, þegar hún kom hjer.
Rjettur eigandi getur vitjað hennar gegn því, að borga
þessa auglýsingu og hirðingu.
Breiðholti r. ágúst 1889. Jón Jónsson.
rr-------—-----------------------------------------——
Hinn 29. júlí týndist skjóða með ýmsu f á vegin-
um frá Rvík og upp fyrir Reiðskarð, og er finnandi
beðinn að skila henni á afgr.stofu Isafoldar.
Kína-lifs-elixir.
Bitter þessi er á fám árum orðinn
heimsfrægur, sakir bragðgæða sinna og
undrunarverðu læknandi verkana.
Kína-lífs-elixirinn er ekki hafður á boð-
stólum sem læknismeðal, heldur að eins
sem heilsusamlegur matarbitter, og til
sönnunar hinum góðu verkunum þessa
drykkjar, er jeg bý til, eru þessi vottorð
prentuð hjer upp, og hafa þau verið send
mjer að alveg ótilkvöddu af þeim, sem
brúkað hafa bitter þenna ; má sjá á þeim,
hvaða skoðun þeir hafa á drykk þessum,
er vit hafa á:
Læknisvottorð.
I hjer um bil sex mánuði hef jeg við og við, þegar
mjer hefir þótt það við eiga, notað Kína-Iífs-elixír
herra Valdemars Peterserts handa sjúklingum
mfnum. Jeg er kominn að þeirri niðurstöðu, að hann
sje ajbragðs matarlyf og hefi jeg á ýmsan hátt orðið
var við hin heilsusamlegu áhrif hans, t. a. m. gegn
meltingarleysi, sem einatt hefir verið samfara ógleði
uppsölu, pyngslum og öhœgö fyrir brjöstinu, magn-
leysi i taugakerfinu, sem og gegn reglulegum bring-
spalaverk. Lyfið er gott, og get jeg gefið því með-
mæli mín.
Kristiania 3. september 1887.
Dr. T. Rodian.
Hjartsláttur óg svefnleysi.
Milli 20 og 30 ár hafði jeg þjáðzt af hjartslœtti,
svefnleysi, meltingarleysi og fieiri kvillum, sem því
eru samfara; fór jeg svo að brúka Kína-lífs-elixír
þann, er herra Valdemar Petersen í Friörikshöfn
býr tíl. Hefi jeg nú brúkað bitter þennan frá þvi í
siðastliðnum febrúarmánuði og þangað til nú, og hefir
heilbrigðisástand mitt batnað til muna við það. jeg
er sannfærð um, að hver sá, er brúkar Kdna-lífs-elix-
írinn við áðurnefndum kvillum, mun fá talsverðan, ef
ekki fullkominn bat.a.
líins og eðlilegt er, fer Lffs-elixírinn ekki að gjöra
ýullt gagn, fyr en maður hefir brúkað nokkrar flösk-
ur aí honum. Jeg get þess, að jeg hefi tekið eina
teskeið af honum í portvíni á morgni hverjum. FLeil-
brigðisástand mitt er nú full-þolanlegt, og flyt jeg
yður þakkir fyrir það, herra Petersen.
Friðrikshöfn, 4. nóvember 1886.
Elise,
fædd Búlow,
gipt Hesse málsfærslumanni.
Fæst á flestum verzlunarstöðum á ís-
landi. Nýir útsölumenn eru teknir, ef
menn snúa sjer beint til undirskrifaðs, er
býr til bitterinn.
Waldeniar Petersen.
Frederikshavn, Danmark.
Undertegnede Repræsentant fi»r
Det Kongelige Octroierede Almindelige
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effecter, stiftet 1798
i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om
Brandforsikring for Syslerne Isafjord, Barda-
strand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt
meddeler Oplysninger om Præmier etc.
N. Chr. Gram.
íslenzk frímerki
keypt við hœsta verði. Verðskrá er auglýst í ísa-
fold XV. 56 hinn 28. nóvbr. 1888 ; fæst líka hjá
mjer ókeypis.
Olaf Grilstad, Bankfuldmægtig,
Throndhjem, Norge.
V átryggingarfj elagið
Commercial Union
tekur í ábyrgð hús, allskonar innanstokks-
muni, vörubirgðir o. fl. fyrir lægsta bruna-
bótagjald.
Umboðsmaður á Islandi: Sighvatur Bjarna-
son bankabókari.
rj-.'Clj-Q ~pfl (kafliblendingur), sem má brúka
HA eingöngu í staðinn fyrir kaffi-
baunir, fæst eins og vant er við verzlun H. Th. A.
Thomsens i Reykjavík, á 56 aura pundið.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10 — 12
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðuratlmganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Júlí ágúst Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.)l Veðurátt.
ánóttu|um hád. fm. em. fm. em.
Mvd.31. +101 +15 762.0 756-9 |0 h O d
Fd. 1. + 12 I -j-16 749-3 7+9-3 O d 0 d
Fsd. 2. + 10 1 +15 7+9-3 746-8 0 b O b
Ld. 3. + 10 | 749-3 1° b
Hinn 31. fór lijer að rigna mikið síðari part dags
og daginn eptir einrig talsverð rigning; h. 2. var hjer
bjat sólskin fyrri part dags. svört þoka að kveldi.
Logn hefir verið alla dagana.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phu.
Prentsmið.ia ísafoldar.
ekki nema 2 steinbreiddir. Pallarnir mjókk-
uðu að sama skapi, og var því lítið rúm þar
uppi, svo ekki komust nema fáir menn þar
fyrir til vinnu. þeir Tómas og Georg hittu
þar ekki aðra en Bill Hunter, einn af fjelög-
um þeirra, alþekktan æringja, sem var að
súpa á brennivínsflösku sinni til að hressa
sig eptir áreynsluna upp stigana. Hann
bauð þeim í staupinu með sjer, en Georg
þáði það ekki; en Tómas fjekk sjer með á-
nægju góðan sopa og ljet þess um leið getið,
að gigtin í sjer hefði gott af einum hjarta-
styrkjandi dropa.
Georg leit fljótlega kringum sig. Fyrir
neðan hann umhverfis blasti við hin mikla
borg og úthverfi hennar, áin Clyde með
ótölulégum grúa af seglskipum og gufuskipum,
fagrar og frjóvsamar lendur umhverfis borg-
ina með fjölda af smáþorpum, kirkjum, vind-
mylnum, skrauthöllum og skemmtibúgörðum.
En hann hafði sjeð þetta svo opt, að það
var ekkert nýtt fyrir hann; hann sá einnig
niður undan sjer götuna, þar sem Anna hans
átti heima; honum datt í hug, að hún væri
nú ef til vill að horfa á eptir sjer.
J>ví næst greip hann tól sín og tók til
starfa, en í sama bili kallar hann upp og
segir : «Heyrið þið, piltar !»
«Nú, það hriktir aptur í pöllunum», sagði
Tómas.
«Jeg hef tvívegis orðið var við það áður»,
sagði Bill, «en það hefur ekkert að þýða».
«Mjer fannst pallarnir hristast undir fótum
okkar», sagði Georg.
«Hvaða vitleysa, ekki tók jeg eptir því»,
mælti Bill.
«Jú, jeg fann það glöggt», mælti Tómas.
I því kom einhver undirtylla múraranna
upp með steinlímskörfu. Hann bljes mæði-
lega og þurkaði af sjer svitann; «maður ætlar
alveg að kafna», mælti hann.
«Hafið þið heyrt það?»
»Hvað þá?»
«J>að hrikti svo undarlega í pöllunum».
«Láttu þig einu gilda, Eergus», sagði Bill,
«hvað gerir það? «Jeg kann einstaklega vel
við mig hjerna uppi; viltu ekki fá þjer einn
neðan í því, Fergus?»
«Jú, það vil jeg reyndar, Bill».
•Drekktu þá»!
Ungur umsjónarmaður einn kom upp f
sömu svipan. Hann varpaði kveðju á þá
fjelaga og spurði hvort þeir mundu verða
búnir í dag. jpeir svöruðu já. Georg mælti :
«Hr. Craggs ! Við höfnm tekið eptir því bæði
á meðan við vorum að fara upp og eins
eptir að við vorum komnir upp, að það hrikti
svo undarlega í pöllunum, og það var eins
og þeir hreifðust; það er því eptirtektaverð-
ara, sem það er hvíta logn».
«Mjer hefur líka virzt hið sama», svaraði
Craggs, «en jeg get ekki sjeð að neitt sje að
og líklega er engin ástæða til að vera hrædd-
ur. Ur því pallarnir hafa reynzt svo vel
hingað til, þá halda þeir líklega þennan
stutta tíma, sem eptir er, þangað til við
erum bixnir».
Umsjónarmaðurinn sagði síðan múrur-
unum fyrir verkum og fór að því búnu niður
aptur með piltinum, sem átti að sækja meira
steinlím.
«Brakið í pöllunum sýnist hafa óþægileg
áhrif á þig, Georg», mælti Bill.
«Og ekki er það nú eiginlega», svaraði
hann. «En hún unnusta mín sagði mjer
J