Ísafold - 07.08.1889, Side 2

Ísafold - 07.08.1889, Side 2
250 í eða við varplönd hans. Allir fulltrúarnir, sem voru á fundinum, fjellust á uppástungu þessa, og kváðust vilja undirskrifa slíka slíka skuldbindingu. Leyfi jeg mjer því að senda yður hjer með 1 eintak af henni og skora á yður í nafni fjelagsins, að safna nöfnum allra eða sem flestra varpmanna undir slíkar skuld- bindÍDgar, og afhenda þær á næsta aðalfundi Æ ðarræktarf j elagsin s. Af því skeð getur, að sumir varpbændur færist undan að skrifa undir skuldbinding- una einmitt af því, að þeir óttast, að þeir muni með því baka sjer talsverðan fjár- missir, þótt þeir vildi gera sjer allt far um, að leita vandlega undan svartbaknum, þá vil jeg mælast til þess, að þjer leiðið hlutaðeig- endum fyrir sjónir, að það muni reynast fyr- irhafnarminnsti og vissasti vegurinn til þess að koma i veg fyrir, að svartbakar geti kom- ið upp ungum sínum, að gefa honum strax í fyrstu leit eptir 1 egg, sem sje hrist eða gert ónýtt til útungunar á annan hátt, svo sem með því, að rugla í því með nál eða mjóum vírspotta; því þá mun svartbakurinn ekki yfirgefa hreiðrið meðan þetta eina egg er í því og hann hefir von um að geta ungað því út, en eptir að hann er búinn að liggja á því til þrautar, verpir hann ekki aptur sam-sumars. Sjeu þar á móti öll egg tekin undan honum, má búast við að hann verpi á öðrum stað, og því optar sem undan hon- um er tekið, því torveldara og og fyrirhafn- armeira verður að finna egg hans og eyða þeim. Brjef þetta bið jeg yður að birta varpbænd- um í yðar deild, og hvetja utanfjelagsvarp- bændur til þess að ganga í fjelagið. Sömu- leiðis vænti jeg þess, að þjer sem framfara- vinur brýnið fyrir öllum varpbændum í yðar deild, hve áríðandi það sje, að fjelagið láti rannsaka eðli og lífshætti æðarfuglsins í því skyni, að geta síðar gefið varpmönnum bend- ingar um ýms atriði, sem gætu orðið til efl- ingar æðarræktinni, en til þess að geta kom- ið þessu i verk, þarf hver varpbóndi að rita á næstkomandi sumri og eptirleiðis inn í eyðublöð þau, er fjelagsstjórnin lætur afhenda honum, sem áreiðanlegust svör upp á sjer- hvað það, sem spurt er um í þeim«. A 1 þ i n gi. XI. Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið lokið við á þinginu frá því síðast. XIV. Lög um varúðarreglur til pess að forðast ásiglingar. Með konunglegri tilskipun má setja reglur, er skipstjórar á gufu- og seglskip- um skulu fylgja til þess að komast hjá ásiglingum. Éf vikið er frá reglum, er þannig hafa settar verið og birtar, varð- ar það sektum til landssjóðs allt að 200 kr., auk þess sem af því getur leitt eptir atvikum skaðabætur á hendur þeim, er brýtur, samkvæmt almennum skaðabóta- reglum. Sektamál skl fara með sem al- menn lögreglumál. Ný lagafrumvörp, er við hafa bætzt frá því síðast: 75. Uminnheimtu og meðferðá kirknafje (þór. Böðv. o. fl. í nefnd). 76. Um breyting á tilsk. 31. maí 1855 um eptirlaun (Eir. Briem o. fl. í nefnd). 77. Um skyldu embættismanna að safna sjer ellistyrk, eða útvega sjer lífeyri ept- ir 70 ára aldur (frá sömu nefnd). 78. Um bann gegn innflutningi á út- lendu kvikfje (Sighv. Árnason og júl. H.). 79. Um breytingarnokkrar á tilsk. 4. maí 1872 um sveitarstjórn á íslandi,(Júl. Havst. o. fl. í nefnd). 80. Um ábyrgð yfirboðinna embættis- manna (Jak. Guðmundsson), f>ar með er frumvarparollan búin að ná hundraðinu! (með stjórnarfrv. 101 alls). Fallin f'rumvi>ri> eða apturtekin eru enn fremur : 19 Um tekjur presta (stjórnarfrv.). 20. Um stjórn og aga á islenzkum verzl- unar- og fiskiskipum m. m. (stjórn- arfrv.). 21. Um könnun skipshafna (sömul.). 22. Um að ráða menn á skip o. fl. (sömul.). 23 Um dagbókarbald á íslenzkum skip- um (sömul.). I stað þessara 4 síðast nefndra frumvarpa er í smíðum ein lög, sem er samsteypa úr þeim öllum og eiga að heita farmannalög. 24. Um rjettindi kaupmanna, búsettra á Islandi (frá Gr Thomsen o. fl.) 25. Um varnarþing í skuldamálum og ýms viðskiptaskilyrði (frá J. Ól.). 26. Um stofnun ullarverksmiðju (frá J. J. N.-þing.). 27. Um breyting á kgúrsk. 25/8 1883 viðvíkj. Ásmundarstaðarkirkju (J. J. N. þing.). 28. Um breyting á lögum um gjald á brennivíniogöðrum áfengum drykkj- um, þ. e. hækkun tollsins (frá tolla- nefndinni í neðri d). 29. Um tekjur og umsjón kirkna (þór. Böðvarsson). 30. Um menntun alþýðu (J. J>ór.). 31. Um uppfræðing barna i skript og' reikningi, viðauki við lög 9. jan. 1880 (Árni Jónsson og Sig. Jensson). 32. Um hundahald á íslandi (J. Jónas- sen o. fl.). 33. Um bann gegn þvf að ala upp refi (þorl. Guðmundsson). 34. Um breyting á 4. gr. í lögum 18. sept. 1885 um stofnun landsbanka (Gr. Thomsen o. fl.). Hin síðastnefndu 5 frumvörp hafa verið tekin aptur. Innf'lutningui' kviktjár. það frv. fer fram á, að breyta svo innflutningsbanninu í lögunum frá 17. marz 1882, að lands- höfðingi megi veita undanþágu frá þvi og leyfa innflutning á þessa kaupstaði og kauptún: Reykjavík, Akureyri, ísa- fjörð, Stykkishólm, Eskifjörð og Vest- mannaeyjar, með ýmsum skilyrðum og varúðarreglum, þar á meðal að skepn- unni sje haldið sjer undir umsjón lögreglu- stjóra í 8 vikur að minnsta kosti, en taf- arlaust lógað, ef hún á þeim tíma sýkist. Sektir fyrir ólöglegan innflutning minnst 100 kr. . Áhyrgð yfirlboðinna enibættismanna. það frv., frá J. Guðm., mælir svo fyrir: „J>á er embættismenn eða sýslunarmenn hins opinbera misfara með fje það, er þeim er trúað fyrir í embættisnafni, þá skal aðgangur til skaðlausrar greiðslu fjárins vera til yfirboðara þeirra, svo sem er prestur misfer slíku fje, skal aðgangur að prófasti og byskupi, öðrum fyrir báða og báðum fyrir annan, er eigi höfðu betra eptirlit með honum, eður ef sýslumaður eða bæjarfógeti misfer slíku fje, þá sje aðgangur að amtmanni, landshöfðingja og ráðgjafa, einum fyrir alla og öllum fyrir einn.“------„Nú sannar yfirboðari, að hann hafi allt það gjört, er í hans valdi stóð, til að hlýða fyrirmælum laganna um eptirlit, og skal hann fyrir sitt leyti sýkn saka.“ Yíníangatollsfrumvarpið — um 10 aura toll á allskonar öli og 60 a. á öllum vfnum, nema rauðvíni og messuvíni 15 a., — var fellt í efri deild 2. þ. m. með 8 atkv. gegn 3. f>essir þrír, sem greiddu atkvæði rneð tollhækkuninni, voru: Jón A. Hjaltalín, Arnlj. Olafsson og Skúli f>orvarðarson. Bankalögin. Frumvarpið um breyting á 4- gr. bankalaganna, um innlausnar- skyldu á seðlum landsbankans, sem flett var ofan af í ísaf. 27. f. m., tók flutnings- m. (Gr. Thomsen) aptur við 3. umr. í neðrii deild, eptir slæma útreið þar í deildinni og frá landshöfðingja. Ullarverksniiðja. Frumvarp um stofn-- un ullarverksmiðju fjell í gær í efri deild með 10 atkv. gegn 1 (Jak. Guðm). Eptirlaunainálið. Nefnd, sem sett var í neðri d. í málið um afnám fastra eptir-. launa(Arni J., Er. Br., Ól. Br., 2 J. Jóns- synir) hefir horfið frá þeirri stefnu, að ákveða eptirlaunin með sjerstöku lagaá- ákvæði í hvert sinn. Segir, að mismun- andi skoðanir á hverjum tíma mundu valda hvikulleik og ósamkvæmni í veit- ingu eptirlaunanna, og óvíst, að það yrði að samtöldu neinn Ijettir fyrir landssjóð, og svo mundu persónulegar hvatir geta orðið við það of mjög ráðandi; „auk þess má gjöra ráð fyrir, að upphæð eptirlaun- anna færi mikið eptir efnahag hlutaðeig- anda , en það er mikið skoðunarmál, hvort heppilegt er, að gefa embættis- mönnum þannig óbeinlínis hvöt til að spara lítið eða ekkert af launum sínum.“ Stjórnin mundi og hafa meiri hvöt til, en ella, að láta af vorkunnsemi eða fylgi lítt nýtan embættismann vera við em- bætti, þegar óvíst væri um eptirlaun hans. Nefndin hefir því búið til tvö ný frumv., annað um breyting á eptirlaunatilsk. 31. maí 1855, hitt um skyldu embættismanna að safna sjer ellistyrk eða útvega sjer líf- eyri eptir 70 ára aldur. í fyrra frumvarpinu eru eptirlaun em- bættismanna (annara en presta) ákveðin ]/8 af launaupphæðinni og ennfremur ^/3°/0 af henni fyrir hvert ár, er embættismað- urinn hefir þjónað með eptirlaunarjetti, þó skulu eigi tekin til greina fleiri en 42 þjónustuár. Eptirlaun ekkna þessara em- bættismanna skulu vera 200 kr. á ári. í síðara frv. er ákveðið, að til þess að safna sjer ellistyrk, skuli embættismað- urinn á ári hverju verja svo miklu fje, eptir því sem landsstjórnin nákvæmar til tekur, að ætla megi, að upphæð sú, er safnast mu, di við það, að halda þvi stöð- ugt áfram, mundi, þegar embættismaður- inn væri orðinn 70 ára gamall, nema með vöxtum launum hans í 2 ]/8 ár; en ef hann kaupir sjer tryggingu fyrir lífeyri, þá skal hann verja til þes- svo miklu fje, að hann eptir 70 ára aldur geti haft árlegan lífeyri, er nemi */s af launum hans. Hvorugt frumvarpið á að ná til þeirra, sem nú eru í embættum. Fjögur amtsráð. Nefnd í efri deild, E. Th. J., J. Havst. og J. Ól., þar sem Múlasýslurnar eru gerðar að amti sjer, Aust- ur-amti, ásamt Norður-þingeyjarsýslu, ef sýslu- nefndin þar óskar þess, með sjerstöku amts- ráði. «Einn skal vera amtmaður í Norður- og Austur-ömtunum». »1 hverju hinna fjögra amtsráða á landi hjer skal, auk amtmannsins sem forseta, vera 1 fulltrúi úr hverju sýslufjelagi í amt- inu og jafnmargir varafulltrúar. Fulltma þessa skal sýslunefndin kjósa; skal hver full- trúi og varafulltrúi kosinn til 6 ára».

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.