Ísafold - 14.08.1889, Page 1
Kemur út á midvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrjr i.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 65.
Reykjavík, miðvikudaginn 14. ágúst.
1889.
Stjórnarskráin í efri deild.
|>að leynir sjer ekki, að talsvert bryddir á
samkomulagsviðleitni hjá hinum konungkjörna
Hokki í efri deild í máli þessu nú í þetta sinn.
|>að lýsti sjer undir eins í því, er þeir kusu
nú í nefndina í málinu að eins 2 úr sínum
flokki, og þá af mýkri endanum, en meiri
hlutann, 3, af hinum þjóðkjörnu, þar á með-
.al þann, sem verið hefir öflugastur talsmað-
ur endurskoðunarinnar í þeirri deild á undan-
förnum þingum (Jón Ólafsson). Og eptir því
sem þeirra fulltrúar, þessir 2, hafa komið
fram í nefndinni, virðist mega ráða það fylli-
lega, að þeir sjeu nú horfnir frá þeirri stefnu,
að taka þvert fyrir nokkra sem helzt endur-
skoðun á stjórnarskránni. þeir hafa aðhyllzt
ýms mjög svo mikilsverð atriði í truarjátn-
ing endurskoðunarmanna, er áður mátti varla
nefna á nafn í þeirra eyru, svo sem meðal
annars innlenda ráðgjafastjórn með fullri á-
byrgð fyrir alþingi, mjög fullkomin fjárráð
þingsins o. fl. Verði aðnr hinir konungkjörnu
þessum fjelögum sínum samferða í þessa
stefnu, þá er það talsvert stig fram á leið, á
leið til þess, sem æskilegast væri í sjálfusjer:
að allt þingið gæti orðið á einu bandi í þessu
rnáli gagnvart stjórninni. það væri ekki glæsi-
Jegt að vera í hennar sporum, ef jafnvel þeir,
sem vant er að skoða eins og hennar liða á
þingi, þegai' á þarf að halda, ljetu hana eptir
•einmana.
því fer þó fjarri enn, að miðlunarkostir
þeir, er hinir konungkjörnu hafa boðið af
sinni hendi, geti heitið aðgengilegir frá þeirra
sjóuarmiði, sem hugsa sjer endurskoðunina
til frambúðar. Yrði frumvarpið að lögum,
eins og nefndin hugsar sjer það eða meiri
hluti hennar, mundi það koma í ljós, að sú
stjórnarskrá yrði í sumum þýðingarmiklum
atriðum eigi hóti betri en þessi, sem vjer nú
liöfum, og í surnum jafnvel lakari.
Að konungur getur látið jarl sinn hjer fram-
kvæma hið æðsta vald í hinum sjerstöku mál-
efnum landsins, samsvarar því sem nú er, að
hann tiltekur með erindisbrjefi, hvað hann
lætur landshöfðingja hafa á hendi af þessu
valdi. þar er engin framför.
Sama máli er að gegna um lagastaðfesting-
ar-valdið. Með öllum hinum margbrotna um-
búnaði hjá nefndinni þar að lútandi er eigi
hót meiri trygging gagnvart óhagkvæmum
lagasynjunum heldur en nú höfum vjer. Get-
ur verið, að minni líkur sjeu til, að aptur-
köllunar- eða ógildingarvaldinu á lögum verði
beitt um skör fram, heldur en synjunarvald-
inu fyrir fram ; en trygging er engin fyrir því,
■— þótt svo sje, að valdi þessu hafi sjaldan
sem aldrei beitt verið af Bretadrottningu gagn-
vart hinni innlendu stjórn í Canada, en eptir
stjórnarskrá þess ríkis er nýmæli þetta tekið,
sem flest önnur nýmæli nefndarinnar.
Skipulag efri deildar, eins og nefndin hugs-
ar sjer það, mun fáum blandast hugur um
sje apturför frá því, sem nú er, þar sem
hún á að verða öll konungkjörin fyrst, og
síðan öll jarl-kjörin —, eins og í Canada. Að
vísu bindur nefndin kjör þetta ýmsum skil-
yrðum og takmörkunum, sem ekki er ólík-
legt að kynnu að hafa nokkur áhrif til að
draga úr þeim ókostum, er konungskosning-
ar hafa þótt hafa í för með sjer, eptir þeirri
reynslu, er vjer höfum af þeim haft. En sú
reynsla er of rík í huga almennings til þess,
að ætlandi sje til, að þjóðin sætti sig við, að
hið konungkjörna lið sje jafnvel aukið um
belming. Meðan ekki er tekið annað í mál
en að konungur haldi alveg óskertu sínu
takmarkalausa lagasynjunarvaldi, þá er ó-
skiljanlegt, að nokkur nauðsyn geti verið á
því frá stjórnarinnar sjónarmiði, að hún ráði
einnig skipun annarar deildar þingsins. |>að
er jafnrjetti, að hvor um sig hafi sitt neitun-
arvald, stjórnin fyrir sig, og þjóðin með því,
að hafa ekki aðra en sína fulltrúa á þing-
inu.
Ekki er þó sjeð fyrir endann á því enn,
að út úr þessari máiamiðlunartilraun, sem
byrjuð er í efri deild, geti ekki spunnizt eitt-
hvað nýtilegt eða viðunandi, ef laglega er á
haldið. Fyrir hana getur komizt nýtt skrið
á málið, sem annars hefði ekki orðið, og
rjettara er að láta einskis ófreistað í þá átt,
meðan engu er í spillt, ekkert það fyrir borð
borið, er rjettur vor styðst við og heillaríkt
fyrirkomulag á stjórn vorri er undir komið.
Alþingi.
XIII.
Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið
lokið við á þinginu frá því síðast.
XIX. Lög um stofnun stýrimannaskiíla d
Islandi.
1. gr. I Reykjavík skal stofna stýri-
mannaskóla, til þess að gefa mönnum
kosr á kennslu í siglingafræði og til þess,
að búa lærisveina skólans undir íslenzk
stýrimannspróf, hið minna og hið meira.
Við skóla þennan setur stjórnarráð íslands
fastan kennara með 1500 kr. launum á
ári. Til húsnæðis fyrir skólann með eldi-
við og Ijósi veitast 300 kr. Til tímakennslu
við skólann veitast allt að 600 kr.
Stiptsyfirvöldin skulu hafa umsjón yfir
kennslunni, og skipa fyrir það, sem með
þarf, um tilhögun á henni, niðurskipun
kennslu-stunda, inntöku lærisveina i skól-
ann o. fl. Kennsluna skal veita lærisvein-
um ókeypis.
Skólanum skal á kostnað landssjóðs
fengin áhöld þau, er þörf er á við kennsl-
una.
2. gr. Til hins íslenzka minna stýri-
mannsprófs útheimtist:
1. kunnátta i fræðinni um almenn brot,
tugabrot, hlutföll talna, notkun logar
ithma.í grundvallaratriðum flatarmáls-
fræðinnar, og útreikningi hins rjett-
hyrnda þríhyrnings eptir þrihyrninga-
fræðinni;
2. þekking á jarðarhnettinum, lögun hans
og stærð, línum á yfirborði hans,
breidd og lengd;
3. þekking á tilhöguninni á áttavitanum
og notkun hans, á misvísun, inklina-
tion og deviation og hvernig hún verð-
ur fundin, á tilhögun og notkun
skipshraðamælisins og grunnsökkunn-
ar;
4. skyn á sjávar-uppdráttum yfir höfuð;
5. þekking á dagbókarhaldi og leiðar-
reikningi eptir töflum þeim, sem til
þess eru gerðar, að kunna að marka
stað skips á uppdrættinum, bæði ept-
ir breidd og lengd, og með því að
taka mið á landi; þekking á straumi,
og á því, hvað skip hefir borið af
leið, og að kunna að ákveða stefnu
til og vegalengd til tiltekins staðar;
6. þekking á himinhvolfinu og hinni dag-
legu hreifingu, á mælistigakerfi him-
inhvolfsins, á því, að ákveða afstöðu
himintungla, á sólinni og hreyfingu
hennar sjálfrar;
7. þekking á áttungs- eða sjöttungsmæli
og að kunna að prófa og leiðrjetta
stöðu speglanna; að kunna að mæla
hæð himintungla og horn milli hluta
á jörðunni;
8. þekking á mælingu og skiptingu tím-
ans;
9. þekking á leiðrjettingum þeim, sem
við eru hafðar við hina mældu hæð
sólarinnar;
10. að kunna að finna, hvenær sólin renn-
ur upp, eða gengur undir;
11. að kunna að finna misvísun með sól-
miðun;
12. að kunna að finna breiddina með því,
að mæla hæð sólarinnar í hádegis-
baug;
1 3. að kunna að finna, hvenær flóð verður
og fjara;
14. þekking á reglum þeim, er fylgja
skal, til að komast hjá ásiglingum.
3. gr. Til hins meira islenzka stýri-
mannsprófs útheimtist allt það, sem út-
heimtist til hins minna prófs, og enn-
fremur:
1. fekking á veldi og rót, á loga-
rithmum, á reikningi meðjátandi og
neitandi stærðum, á þríhyrningum, er
falla saman eða eru eins lagaðir, á
mælikvörðum lína og horna, á því,
hvernig teikna skal hinar almennustu
myndir flatamálsfræðinnar, á mælingu
flata og líkama og á stærðum þrí-
hyrningafræðinnar:
2. þekking á himintunglum yfir höfuð;
3. að kunna að finna breiddina með því
að mæla hæð sólarinnar fyrir utan
hádegisbaug;
4. að kunna að fara með sjó-úr og nota
það, að ákveða stöðu þess eptir hæð
sólar, eptir tímamerki eða eptir öðru
úri, er staða þess er kunn, og að á-
kveða hinn daglega gang sjó-úrsins;
5. að kunna að ákveða stað skips með
staðarlínum, byggðum á athugun
sólar;
6. að kunna að finna lengdina með sjó-
úrinu og hæð sólarinnar;
7. að þekkja björgunarverkfærin og
notkun þeirra;
8. að kunna að nota bina alþjóðlegu
merkjabók og hin alþjóðlegu veður-
merki;
9. að geta samið grein á islenzku með
glöggu orðfæri um tiltekið efni, er
snertir sjóferðir, og ritað hana með
skýrri rithönd og sæmilegri rjettritun;
10. að hafa lesið kafla í danskri bók,
eigi minni en 200 bls., og geta útlagt
hana munnlega á íslenzku, að geta
gjört ljettan danskan stýl og geta