Ísafold - 14.08.1889, Blaðsíða 2
258
talað um hversdagsefni á dönsku svo
skiljanlegt sje;
11. að hafa lesið kafla í enskri bók, eigi
minna en 100 bls., og geta útlagt
hann munnlega á íslenzku;
12. að þekkja hin helztu lagaákvæði, er
snerta rjett og skyldur skipstjóra.
4. gr. Prófin eru bæði munnleg og
skrifleg. J»au skulu haldin opinberlega
af prófnefnd, og skal fyrir þeim standa
sá af nefndarmönnum sem landshöfðingi
skipar sem oddvita. Við hið minna stýri-
mannspróf eru i henni hinn fasti kennari
við skólann og tveir aðrir menn, er lands-
höfðingi setur til þess í hvert skipti, ann-
an eptir uppástungu stiptsyfirvaldanna, en
hinn eptir uppástungu bæjarstjórnarinnar
í Reykjavík. Við hið meira stýrimanns-
próf eru í prófnefndinni hinn fasti kenn-
ari við skólann og tveir menn aðrir, er
stjórnarráð íslands setur til þess í hvert
skipti; til að eiga þátt í að dæma um
kunnáttu í atriðum þeim, sem nefnd eru
í 4 síðustu töluliðum 3. greinar, getur þó
landshöfðingi sett tvo aðra menn. Kenn-
arinn í hverri grein heldur hið munnlega
próf, en verkefnin til skriflega prófsins í
stærðafræði og siglingafræði skal stýri-
mannakennslu-forstjórinn í Kaupmanna-
höfn búa til og senda landshöfðingja í
umslagi, sem innsigli er sett fyrir.
5. gr. Stjórnarráð íslands seturákvarð-
anir þær, sem með þarf, viðvíkjandi til
högun á prófinu.
þ>eim, sem prófið hefir tekið, skal veitt
skýrteini um það, og skal þar telja þær
kennslugreinir, sem hann hefir verið
reyndur í, og tilgreina í tölum einkunn
þá, sem gefin er, og jafnframt bæði hina
iægstu tölu, er útheimtist til að standast
prófið, og þina hæstu tölu, sem unnt er
að ná við það, og skulu allir nefndar-
mennirnir undirskrifa skýrteinið.
Nöfn þeirra, sem undir próf ganga, skal
rita f bók, sem til þess er löguð og sem
stiptsyfirvöldin geyma; skal í henni skýrt
frá fullu nafni hvers eins, fæðingarstað,
fæðingar-degi og ári, svo og frá einkunn
þeirri, sem gefin var við prófið.
6. gr. Rjett til þess að ganga undir
hin íslenzku stýrimannspróf eptir reglum
þeim, sem settar eru að framan, eiga
ekki að eins lærisveinar stýrimannaskól-
ans, heldur hver sá, sem 3 mánuðum áð-
ur en prófið er haldið, sendir til stipts-
yfirvaldanna beiðni um aðmega gangaundir
próf, og skal henni fylgja vottorð um
kunnáttu hans frá þeim manni eða þeim
mönnum, sem hafa kennt honum siglinga-
fræði. Enginn getur gengið undir hið
minna próf, nema hann hafi verið háseti
á þiljuskipi í 4 mánuði að minnsta kosti.
Undir hið meira próf getur enginn geng-
ið nema hann hafi verið háseti eða yfir-
maður á þiljuskipi eigi skemuren 15 mán-
uði og að minnsta kosti þriðjunginn af
þeim tíma verið í förum milli landa; svo
verður hann og að sanna, að sjón hans
sje svo fullkomin, sem nauðsynlegt er
fyrir stýrimenn.
7. gr. Hver sem staðizt hefir hið meira
íslenzka stýrimannspróf og eptir það ver-
ið i förum i 8 mánuði, hefir ijett til að
mega vera stýrimaður á seglskipum, sem
eru í förum á milli landa, og sje hann
búinn sem stýrimaður að vera í förum 2
ár, og á þeim tíma fara að minnsta kosti
tvisvar milli landa, þá hefir hann rjett til
að mega vera skipstjóri á seglskipi, er
fer milli landa.
XX. Viðaukalög við tilsk. um veiði á ís-
landi 20. júni 1849.
1. gr. Hver sá, sem drepur æðarfugl
af ásettu ráði, skal auk sekta þeirra, er
getur um í 11. gr. tilsk. um veiði á Is-
landi 20. júní 1849, gjalda í sekt fyrir
hvern fugl 10—100 kr.; sje brotið ítrek-
að, tvöfaldast sektin.
2. gr. Engir, hvorki varpeigendur nje
aðrir, mega selja nje kaupa æðaregg.
Brjóti nokkur móti þessu, ska! hann
gjalda 10—100 kr. sekt; sje brotið itrek-
að, tvöfaldast sektin.
3. gr. Enginn má kaupa eða selja,
hirða eða hagnýta, nokkurstaðar á íslandi
dauða æðarfugla eða hluti að þeim.
Brjóti nokkur hjerá móti skal hann gjalda
10—100 kr. sekt.
4- gr- Sektir þær, sem ákveðnar eru í
!•» 2. og 3. gr„ renna að ‘/s hluta í sveit-
ar- eða bæjarsjóð, þar sem brotið er
framið, en 2/s til uppljóstarmanns.
5. gr. Mál þau, er risa út af brotum
gegn lögum þessum, skal farið með sem
opinber lögreglumál.
Í>ingsályktunartill0gur þessar eru enn-
fremur samþykktar af þinginu, í neðrideild.
5. Um landsbankann í Reykjavík.
Neðri deild alþingis skorar á landshöfðingja
að hlutast til um:
1., að bankinn komist sem allra fyrst í
viðskiptasamband við banka erlendis,
einkum í Danmörku og Skotlandi.
11., að bankinn samkvæmt 9. gr. bankalag-
anna stofni sem allrafyrst útibú.
111., að þær breytingar, sem nú segir, verði
gjörðar á reglugjörð landsbankans ö.
júní 1886 og viðauka við hana 10. marz
1887:
1. Við 13. gr., að burt verði fellt á-
kvæði um, að sjálfskuldarábyrgðar-
menn sjeu búsettir í Beykjavík eða
þar í grennd.
2. Að 17. gr. falli burt (um 1 árs fyr-
ir fram borgun vaxta).
3. Við 22. gr., að fyrirfram greiddir
vextir verði endurgoldnir þeim, sem
borga skuld sína fyrir gjalddaga.
4. Að varasjóði bankans megi verja eigi
að eins í kgl. skuldabrjef, heldur og í
önnur handhæg verðbrjef, er á skömm-
um tíma má koina í peninga.
5. Að bankinn borgi af innlögum með
sparisjóðskjörum eigi lægri vexti en
If minna en hann tekur af fje því,
er hann lánar út.
6. TJm ábyrgðargjald fyrir póstsendingar
með tilgreindu vcrði.
Neðri deild alþingis skorar á ráðgjafa Is-
lands, að hlutast til um með samDÍngi við
hiua dönsku póststjórn, að ábyrgðargjald fyrir
sendingar, sem verð er tilgreint á, og látnar
eru á pósthús á Islandi til að flytjast til
Danmerkur, verði hið sama, sem borgun sú,
er greiða þarf fyrir sendingar á sömu upp-
hæðum með póstávísunum.
Stjórnarskrárxnálið. Nefndin í efri
deild hefir klofnað.
Minni hlutinn, Skúli þorvarðarson, vill
samþykkja frumvarpið óbreytt, eins og það
kom frá neðri deild.
Meiri hlutinn, B. Th. Jónassen, Priðrik
Stefánsson, Jón A. Hjaltalín og Jón Ólafsson
(form. nefndarinnar) hefir þar á móti «komið
sjer saman um, að gjöra þær breytingar við
frumvarpið, sem þeir ætluðu, að fyr eða síð-
ar mundu draga til samkomulags milli þeirra
málsaðila, sem í þessu máli hafa verið and-
vígir hvor öðrum hingað til, og vonar nefnd-
in, að þetta geti leitt til heillaríkra úrslita
fyrir land vort».
Með sjerstakjegu tilliti til agnúa þeirra, er
taldir voru í hinni kgl. auglýs. 2. nóv. 1885
á stjórnarskrárfrv. því, sem þá lá fyrir, vill
meiri hlutinn skjóta inn í frumvarpið beinni
tilvitnun í stöðulögin frá 2. janvíar 1871, og
í annan stað fyrirgirða aðfinnsluna um ótil-
hlýðilega rýring á valdi hans hátignar konungs-
ins með því að breyta 6. gr. þannig, að þar sem
stendur í frv. «Konungur lætur landsstjóra —
framkvæma hið æðsta vald*, þá koma í þess
stað: Konungur getur látið jarlinn-----fram-
kvæma o. s. frv. (Nefndin vill hafa jarl
í stað landsstjóra). Jarlinn skal geta þess
við hverja stjórnar athöfn, að hann gjöri
hana í nafni og umboði konungs. Samkynja
breytingum er og stungið upp á í greinum,
þar sem líkt stendur á, þ. e. að konungur
skuli geta látið jarlinn gera það og það.
Um laga-staðfestingarvaldið vill nefndin búæ
á þessa leið:
«Nú er lagafrumvarp, er báðar deildir þings-
ins hafa samþykkt, lagt fyrir jarlinn til stað-
festingar konungs, skal hann lýsa yfir innan
mánaðar, hvort hann staðfestir það eða neit-
ar því staðfestingar í nafni konungs, eða hann.
geymir sjer rjett til að leita vilja konungs í
því efni. þegar jarlinn hefir í nafni konungs
staðfest eitthvert lagafrumvarp, skal hann
við fyrstu hentugleika senda ráðgjafa kon-
ungs (sbr. 3. gr.) nákvæmt samrit laganna.
Nú þykir konungi rjett, áður en 12 mánuðir-
eru liðnir frá því, er ráðgjafi konungs tók
við lögunum, að synja þeim staðfestingar,,
þá skal ráðgjafinn senda jarlinum synjun
þessa, og geta þess um leið, hvenær hann
hafi tekið við lögunum. Gerir þá jarlinn
kunuuga synjunina eptir þeim lögum, sem
gilda um birtingu laga, og falla þá lögin úr
gildi frá þeim degi, er birtingin er dagsett.
Nú hefir jarlinn geymt sjer rjett til að
leita vilja konungs um eitthvert lagafrum-
varp, og hefir það þá eigi lagagildi, nema
jarlinn hafi birt, áður en 12 mánuðir eru
frá því, er fagafrumvarpið var lagt fyrir hann
til staðfestingar konungs, að konungur hafi
staðfest það».
Landsdóm vill nefndin og engan hafa, held-
ur skal landsyfirrjetturinn ganga í hans stað
og dæma einn í þeim málum, er jarlinn eða
neðri deild alþingis býr til á hendur ráð-
gjöfunum.
Landsyfirdómendur skulu og eigi kjörgeng-
ir á þing.
A skipun efri deildar vill nefndin gera gagn-
gjörða breyting bæði frá því sem nú er og
frá því sem neðrideild hafði stnngið upp á.
Segir, að hver deildin fyrir síg þurfi að vera
sjálfstæð og hinni óháð, og því stoði eigi að
láta neðri deildina kjósa hina, fyrst tvo þriðj-
unga hennar og að lokum hana alla. Með
því nú að eigi verði við komið hjer, að binda
þingmennskuskilyrði við eign, eins og gert
er annarsstaðar víða, þar sem hjer sje svo
lítill muuur á eignum manna, þá stingur
nefndin upp á því, «sem nóg eru dæmi til,
að konungur í fyrsta sinn og síðan jarlinn
kveðji menn í þessa deild».
Verða fyrirmælin um skipun efri deildar
þá eptir tilætlun nefndarinnar á þessa leið:
Á alþingi eiga sæti 36 menn; í fyrsta skipti,
sem alþingi kemur saman samkvæmt stjórn-
arskrá þessari, taka sæti 24 þjóðkjörnir al-
þingisménn, og 12 alþingismenn, er konung-
ur kveður til þingsetu.
Alþingi skiptist í tvær deildir, efri þingdeild
og neðri þingdeild. I efri deildinni sitja þeir
12 þingmenn, sem konungur kveður til þing-
setu, 3 úr fjórðungi hverjum. Eigi skal