Ísafold - 17.08.1889, Qupperneq 1
K.emur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 66.
Reykjavik, laugardaginn 17. águst.
1889.
P r e s t s k o s n i n g
fyrir Reykjavíkursöfnuð má,nudag-
inn kemur kl. 11 í Good-Templara-
húsinu.
Skipun efri deildar.
Eingöngu konungkjörin eða jarlkjörin efri
tleild mun ekki til vera í nokkru ríki í lieim-
inum öðru en Canada og fáeiuum öðrum ný-
lendum Breta. Að minnsta kosti er þess ekki
getið í hinu mikla og fróðlega riti um ostjórn-
arskrár þær, er nú eru í gíldi, ásamt kosn-
ingarlögum og þingsköpum«, er ríkisþingið
danska hefir látið gefa út nýlega (Sveistrups).
Jafnvel efri málstofan á Englandi er ekki
oll konungkjörin. Skozku og írsku lávarð-
-arnir, sem þar sitja, eru ekki konungkjörnir,
heldur valdir af stjettarbræðrum sínum, hinir
írsku æfilangt, en hinir skozku að eins til
7 ára, eins og þingmenn í neðri málstofunni.
í Danmörku er, eins og kuunugt er, að
eins lítill hluti af efri deild, landsþinginu,
konungkjörinn, sem sje 12 þingmenn af 66.
Annars eru konungkjörnir eða jarl-kjörnir
þingmenn ekki til nema í þessum 4 ríkjum
hjer í álfu : Prússaveldi, Austurríki, Cng-
verjalandi og Italíu. En í öllum þessum
ríkjum er ekki nema nokkur hluti efri deildar
konungkjörinn. Auk þess sem þar eru al-
staðar nokkrir þingmenn bornir til þingsetu,
eins og konungar eru bornir til rikis, þá eru
nokkrir aðrir ýmist sjálfkjörnir vegna em-
bættisstöðu sinnar eða að nokkrír eru þjóð-
kjörnir (t. d. á Ungverjalandi).
Ef tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í efri
deild um skipun efri deild yrðu að lögum,
þá yrði Island eina landið hjer í álfu, sem
hefði al-konungkjörna eða jarl-kjörna efri
-deild. »Mikils þótti þeim við þurfa« til að
tryggja konungsvaldið á Islandi.
Enginn efast um það, að hefði efri deild
þingsins í heimaríkinu, efri málstofan á Eng-
landi, ekki verið að miklu leyti konungkjörin
•beinlínis eða óbeinlínis, þá hefði þetta, að hafa
efri deild þingsins í Canada alla konung-
kjörna eða jarl-kjörna, alls ekki verið tekið
í mál. Englendingar kunna nú einu sinni
bezt við að hafa stjórnarskipun nýlendna
sinna steypta hjer um bil í sama móti eins
og þeir hafa í heimaríkinu; því hafa þeir bezta
trú á, sem eðlilegt er, með því að þeir kalla
sig eiga því að þakka hinn mikla viðgang
ríkisins um fram flest önnur þingstjórnar-
lönd. Lendum mönnum (aðli) var ekki til í
Canada, og í þeirra stað hafa þeir svo skipað
cfri deild þar eintómum konungkjörnum
mönnum.
|>etta hefir nú vel gefizt þar að vísu, þann-
ig, að þar hefir á engum ríg borið milli deild-
aona, hinnar konungkjörnu efri deildar og
hinnar þjóðkjörnu neðri deildar. En hverju
er það að þakka? |>að er því að þakka og
«ngu öðru, að þar er fullkomin þingræðis-
stjórn, eins og í heimaríkinu, þannig, að
stjórnin er jafnan skipuð þeim einum mönn-
um, er hafa traust og fylgi meiri hlutans í
hiuni þjóðkjörnu deild þingsins. |>að er með
öðrum orðum, að þar með verður efri deild-
in í rauu rjettri líka þjóðkjörin, óbeinlínis.
Nýlendustjórnin, ráðgjafarnir, ráða því, hverja
jarlinn kveður til þingsetu í efri deild, en
neðri deild hefir aptur gagngjörð áhrif á það,
hverja jarlinn kveður sjer til ráðgjafa.
Væri trygging fyrir því, að svo yrði einnig
hjer, þá væri minni ástæða til að vera því
mótfallinn, að hafa efri deild alla konung-
kjörna. En hjer er ekki því að heilsa.
það mælir mikið með því, sem nefndin
heldur fram, að deildirnar sjeu liafðar ólíkar
að samsetningu, til þess að geta hætt hvor
aðra upp og vegið hvor upp á móti annari,
—úr því að á annað borð er verið að burð-
ast með tvískipt þing fyrir jafnlitla þjóð,
sem auk þess getur ekki heitið að sje nema
ein stjett. En til þessa eru fleiri vegir en
nefndin bendir á. þar á meðal eru tvöfald-
ar eða óbeinar kosningar af þjóðarinnar
hálfu til efri deildar, sem mjög víða tíðkast
í þingstjórnarlöndum, ýmist í sambandi við
vissa eigna-upphæð sem kjörgengisskilyrði,
eða án þess. þeirn má haga margvíslega.
I Svíþjóð kjósa amtsráðin (landsþingin) menn
í efri deild. A Erakklandi sömuleiðis að
nokkru leyti. Væri þetta nú ekki takandi í
mál hjer, með hinni umbættu skipun á amtsráð-
unum, sem er á prjónum á þessu þingi, þann-
ig, að þar situr fulltrúi úr hverri sýsln? Eða
þá eitthvað því um líkt. Eitthvað annað en
eintómar konungs- eða jarls-kosningar.
Nái sú umbót á tillögum nefndarinnar fram
að ganga, sem ráðgjörð er nú við 2. umr. í
efri d. af 2 þingm., öðrum úr nefndinni (J.
01.) og hinum utan nefndar (Jak. G.), verð-
ur naumast annað verulegt ágreiningsefni
eptir meðal flokkanna á þinginu en skipun
efri deildar, og mætti það heita meira en
meðal-slysni, ef ekki tækist að koma á við-
unandi miðlun hvað það atnði snertir.
Kosningarrjettur kvenna
Eitt af þeim málum, sem rædd voru á þing-
vallafundi 1888, var kvennfrelsismálið; samt
hefir því ekki verið hreift á þessu þingi, og
ætla jeg að það komi ekki af því, að allmargir
þingmenn sjeu ekki málinu sinnandi. Ollu
fremur má fullyrða, að það sje þeim mörgum
áhugamál.
Nú hefir, eins og kunnugt er, verið svo mik-
ill mála fjöldi fyrir á þinginu, að enginn tími
hefir verið til að hugsa um þetta vandamál
eins og þarf, svo að það sje fram berandi á
þingi. En hverjum á að vera mest áhuga-
mál, að fá aukið frelsi fyrir sig og niðja sína?.
því verður að svara þannig.
það er þeim.sem frelsisins eiga fyrst að njóta
þegar það kemur frá fyrstu hendi, það eru þá
fyrst konurnar sjálfar.
þegar einstaklingurinn, fyrir sjálfan sig eða
þjóðina í heild sinni, krefst, að fá aukið frelsi,
þá verða það hin beztu með mæli, þau björt-
ustu og beittustu vopn til framsóknar, að vel
hafi verið hagnýtt það frelsi, sem fengið var.
Nú hafa ekkjurog aðrar ógiftar konur, sem
standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með
sig sjálfar, fengið fyrir mörgum árum kosn-
ingarrjett í sveita- og safnaðamálum.
Ætla má, að allmargar af þeim konum,
sem nú hafa kosningarrjett, ekki þekki þenn-
an rjett, eða þá jafnframt, að þær hafi ekki
nægan menningaranda til að nota hann,
þrátt fyrir það, þó opt hafi verið á þetta
minnzt í blöðunum.
Vjer skulum nú ætla, að bezt væri ástatt í
þessu efni hjer í höfuðstað landsins. En það
hefir ekki sýnt sig til þessa. Eptir að þessi
lög voru gefin, var hjer all fjölsóttur og fjörug-
ur kosningarfundur til bæjarstjórnar. þá
höfðu þar 34 konur kosningarrjett, og engin
þeirra mætti til neyta rjettar síns í það sinn.
Ekki er nú von, að kvennþjóðin sje fljót að
sjá hvað til síns friðar heyrir á útkjálkum
landins.
Nú er færi að reyna sig.
Næstkomandi mánudag 19. ágúst 1889 á
Reykjavíkur söfnuður að kjósa sjer prest, og
á meðal þeirra, sem kjörskrá standa, eru
rúmar 80 konur.
Kosningin fer fram undir þinghúsveggnum
að sunnanverðu, svo það er allhægt fyrir
þingmenn að sjá, hvernig konur í Reykjavík
eru vaxnar því, að nota þann rjett, sem þær
þegar hafa fengið. Sýni þær það nú þjóð og
þingi, að þær ekki noti það frelsi sem, fengið er,
þá er ekki ástæða til að veita þeim konum
meira frelsi en fengið er. En aptur á móti,
noti þær nú þennan sin kosningarrjett, þá
má fyllilega treysta því, að á þeim rætist
þessi gömlu og góðu orð: »Sá sem er trúr
yíir litlu, hann mun verða settur yfir meira«.
þingmaður.
A 1 þ i ngi.
XIV.
Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið
lokið við á þinginu frá því síðast.
XXI. Um Uiijreglusamþykktir fyrir kaup-
staðina.
1. gr. í kaupstöðum landsins má gjöra
lögreglusamþykktir.
2. gr. í lögreglusamþykktinni má kveða á
um það, sem þykir þurfa að skipa fyrir um,
eptir því, sem hagar til á hverjum stað:
a. um reglu og velsæmi á strætum, vegum og
svæðum, er almenningur fer um ; um allt,
sem að því lýtur, að gjöra alla umferð greiða
og afstýra farartáhna og öllu því, sem hættu
getur valdið; um friðun og vernd á al-
mannagripum og eignum ; um reglu á veit-
ingahúsum og skemmtistöðum, er almenn-
ingur sækir, svo og um almennar skemmt-
anir, svo sem leiki.
b. um almennt hreinlæti, og takmarkanir á
notkun opinna eða lokaðra svæða við stund-
un ýmsra atvinnuvega, t. a. m. fiskiverkun-
ar, lifrarbræðslu og slátrunar, er heilbrigðis
vegna eða af öðrum ástæðum mega teljast
nauðsynlegar eða haganlegar o. fl.