Ísafold - 17.08.1889, Blaðsíða 2
262
c. um skipun lögregluliðs, er heldur uppi reglu,
þá er eldsvoða eða önnur óvanaleg atvik
ber að höndum, sem annaðhvort er sjer-
staklega leigt til þessa eptir ákvæðum bæj-
arstjórnarinnar eða á annan hátt.
d. um allt eptirlit, sem lýtur að því, að fyrir-
byggja brunahættu og eldsvoða, þar sem
eigi þegar eru sett lög og samþykktir um
slíkt efni.
3. gr. Hlutaðeigandi bæjarstjórn býr til
frumvarp til samþykktarinnar, og skulu vera
í henni reglur um, hvernig greiða skuli út-
gjöld þau til lögreglunnar, er hin ýmsu á-
kvæði hafa í för með sjer, er gjörð eru. Frum-
varpið skal senda amtmanni, og gjörir hann
við það þær athugasemdir, er honum þykir
viðþurfa, og sendir það síðan landshöfðingja,
er því næst gefur út samþykktina. Nú gjörir
amtmaður eða landshöfðingi breytingar við
frumvarpið, og skal þá leggja þær fyriv bæj-
arstjórnina til álita. þær breytingar, sem
bæjarstjórnin fellst ekki á, má eigi setja í
samþykktina. Samþykktin skal prentuð á
kostnað bæjarins og birt almenningi með því
að prentast í B.-deild stjórnartíðindanna.
Breytingar á samþykktinni skal gjöra og birta
á sama hátt, sem hina upprunalegu sam-
þykkt.
4. gr. Samþykktin gildir að öllum jafnaði
um allt lögsagnarumdæmi kaupstaðarins. Ef
rjett þykir vera að skipa svo fyrir, að ákvæði
samþykktarinnar skuli eigi gilda á hlutum af
landi því, er heyrir undir lögsagnarumdæmið,
annaðhvort að nokkru eða öllu leyti, skal
þess getið í samþykktinni, svo sem nauðsyn-
legt er.
5. gr. Brot gegn samþykktunum varða sekt-
um allt að 100 kr. Börn eldri en 10 ára og
yngri en 15 ára skulu sæta vandarhöggum, ef
þau hafa áður, eptir að þau voru orðinfullra
10 ára, gjört sig sek í þessum brotum, eða
gjört eitthvað, sem ber vott um einstaka ó-
náttúru, þó eigi fleiri vandarhöggum en 15,
og sje að öðru leyti farið eptir 30. gr. í al-
mennum hegningarlögum, eða sæta einföldu
fangelsi allt að 8 dögum. Ef kenna má yfir-
sjón, er barn drýgir, skorti á hæfilegri um-
sjón foreldra eða annara, er barninu ganga í
foreldra stað, þá skal refsa þeim fyrir yfirsjón-
ina, en eigi barninu.
Ef einhver lætur það ógjört, sem er skylda
hans, samkvæmt samþykktinni, má lögreglu-
stjórinn láta gjöra þetta, eða gjöra nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að hindra, að van-
rækslan valdi tjóni. Kostnaður við þetta og
kostnaður, sem leiðir af þeim ráðstöfunum,
er lögreglustjórinn gjörir til þess að hindra
brot gegn því, sem bannað er í samþykktun-
um, greiðist af afbrotamanninum, eða, ef hann
er eigi fær um það, af bæjarsjóði.
6. gr. Mál, er rísa út af brotum á sam-
þykktunum, sal fara með sem almenn lögreglu-
mál. Sektir allar fyrir brot á þeim renni í
hlutaðeigandi bæjarsjóð.
XXII. Lög um meðgjöf með óskilgetnum
börnum o. fl.
1. gr. Heimilt er móður óskilgetins barns
að krefjast þess, að föður þess verði gjört að
skyldu, að greiða að minnsta kosti helming
þess kostnaðar, er af barnsförunum leiddu
fyrir hana, og ef þörf gjörist, þröngvað til
þess, svo sem heimilað er í lögum til greiðslu
á meðgjöf með óskilgetnum börnum. Yfir-
völdin til taka upphæð þessarar fjárreiðslu, og
getur móðir barnsins heimt hana eptir reglum
þeim, sem segir í 3. gr.
2. gr. Nú deyr karlmaður og lætur eptir
sig barn óskdgetið yngra en 16 ára, og skal
þá greiða af fjánnunum dánarbúsin3 sem aðra
skuld, er komin sje í gjalddaga, barnsfúlgu
þá, er hinn dáni gjalda skyldi, svo framar-
lega sem beiðni um það kemur til skiptaráð-
anda áður en skuldlýsingarfrestur (Proclama)
er liðinn eða 6 mánuðir frá láti hans, hafi
skuldlýsingarfrestur eigi boðaður verið. Ef
ekkja hins dúna eða skilgetin börn hans eru
á lífi, þá skal eigi fje út leggja öðrum óskil-
getnum börnum hans en þeim, er fædd voru
fyrir hið síðasta hjónaband. f>ó skal þess
jafnan gætt, að meðgjöf sú, er ætluð eróskil-
getnu barni til framfærslu, skal aldrei nema
meiru fje en því, er barnið skyldi í arf taka, ef
skilgetið væri. Nú situr ekkja barnsföður í
óskiptu búi, og heldur hún þá áfram að greiða
meðgjöf þú, er barnsfaðirinn lúka skyldi, ef
á lífi væri, en þó eigi meiri upphæð nje um
lengri tíma en amtmanni hæfa þykir eptir
efnum hennar og með hliðsjón til fyrtjeðra
fyrirmæla, og aldrei lengur en þar til barnið
er orðið 14 vetra, ef hún á skilgetin börn á
lífi, ella þar til barn er 16 vetra. Um barns-
fúlgu, er þannig er greidd af hendi í einu
eptir lát föðurins, skal fara sem um fje ófor-
ráðainanna (ómyndugra), að verja má að eins
hvers árs meðgjöf barninu til framfærslu jafn-
ótt, sem hún kemur í gjaldaga. Palli barns-
fúlga niður að nokkru eða öllu, þá skal fje
það, er óeytt er, koma til skipta meðal
erfingja.
3. gr. Nú greiðir barnsfaðir eigi fúlguna
góðfúslega, og móðirin fær vottorð um það frá
veitir stjórninni í dvalarsveit sinni, að hún sje
eigi einfær um að annast framfærslu og uppeldi
barns síns, og er henni þá heimilt, ef hún á
sveitfesti hjer á landi, að krefjast þess sjálf
eða fyrir milligöngu sveitarstjórnarinuar, að
meðgjöf föðurins' verði greidd af vistarsveit
hans, en þó eigi nema síðasta ársmeðgjöf
hvert sinn, og skal meðgjöfin eigi talinn sveit-
arstyrkur veittur móðurinni, heldur föðurn-
um. Nú hefur vistarsveit föðurins greitt
barnsfúlgu hans, og gjört síðan árangurslaust
tilraun til að ná fúlgunni hjá föðurnnm á
þann hátt, er lög leyfa, og á hún þá rjett til
endurgjalds hjá framfærslusveit föðurins, enda
sje hann sveitfastur hjer á landi. Eram-
færslusveit föðurins hefur á síðan allan hinn
sama rjett, sem vistarsveit hans áður hafði,
til að ganga eptir hjá föðurnum meðgjöf þeirri,
er hún goldið hefur fyrír hann, eður og að
heimta, að hann sje látinn afplána styrkinn,
Ef barnsfaðir á eigi framfærslurjett hjer á
landi, kemur í stað framfærslusveitarinnar
vistarsveit sú, er faðirinn átti 40 vikum fyrir
fæðingu barnsins.
4. gr. jpann hinn sama rjett, sem móðir
að óskilgetnu barni hefur eptir 3. gr. laga
þessara, hafa og þeir menn, er annast fram-
færslu og uppeldi barnsins eptir móðurina
látna, burtfarna eður af öðrum líkum orsök-
um ; sama rjett hefur og sveitarstjórn, þá er
barnið þiggur af sveit.
Nú deyr móðir óskilgetins barns, og er þá
rjett, að faðir barnsins fái það til sín, til
framfærslu og uppeldis, ef hann annaðhvort
ættleiðir það, eður hann fær til þess leyfi yfir-
valdsins á þeim stað, er barnið er.
5. gr. Hve nær sem sveitarstjórn, sam-
kvæmt lögum þessum, spyrzt fyrir um föður
óskilgetins barns, á hún, ef þörf gjörist, rjett
á, að krefjast fulltingis sýslumauns eður bæjar-
fógeta til að leita upp verustað hans.
XXIII. Lög um tollgreiðslu.
1. gr. f>á er tollskyldar vörur flytjast tií
astaverzlunar, getur kaupmaður sá, sem tolli
á að svara komizt hjá að greiða meira en.
helming af hinum ákveðna tolli þá þegar,
með því að fá lögreglustjóra í hendur öll um-
ráð yfir vörum þeim, sem frestað er að greiða
toll af. Vörur þessar eru veð fyrir eptir-
stöðvum tollsins, og skal kaupmaður geyma
þær í sinni ábyrgð á þann hátt, er lögreglu-
stjóri álítur fulltryggjandi, og má kaupandi
hvorki taka þær til afnota eða útsölu, nje
farga þeim á annan hátt.
2. gr. Nú vill kaupmaður fá uniráð yfirvör-
um þeim, sem að veði eru, og getur hann þá
krafizt, að lögreglustjóri afhendi sjer þær til
fullra umráða, en jafnframt er hann skyldur
til að greiða að fullu eptirstöðvar tollsins. Ef
lögreglustjóri þarf að takast ferð á hendur til
að takaviðumráðumyfir vörum samkvæmtl.gr.,
eða til að afhenda vörur þær, sem að veði
eru, skal kaupmaður greiða honum ferðakostn-
að eptir reikningi.
3. gr. Aldrei má líða meira en 3 mánuðir
frá því að vörur flytjast til verzlunar, þangað
til tollinuin af þeim er að fullu lokið.
4. gr. Ef kaupmaður verður uppvís að því,
að hafa tekið eitthvað af vörum þeim, sem
að veði eru, án leyfis lögreglustjóra, skal hann
gjalda þar af þrefaldan toll, og auk þess sæta
allt að 100 kr. sekt, er renni í landssjóð. Svo
skal hann og hafa fyrirgjört rjetti sínum til
frests á tollgreiðslu framvegis.
5. gr. Lögreglustjóri heldur bók yfir allar
aðfluttar vörur, þær er tollskyldar eru, og
skal rita þær í nákvæma skýrslu um greiðslu
tollsins af hendi þeirra, er honum eiga að
svara, svo og um vörúr, sem að veði eru fyrir
tolli, og aptur leystar úr veðbandi. Bók þá
löggildir amtmaður.
fiiig'.sályktuiiiirtillögiir þessar hafa
verið samþykktar frá því síðast, afbáðum
deildum aljringis.
7. Um skilyrði fyrir landssjóðsstyrk til
barnakennslu.
Alþingi ályktar. að skilyrðin fyrir styrk-
veitingu úr landssjóði til barnakennslu skuli
ve a þessi:
I. Til barnaskóla í sjóþorpum og verzl-
unarstöðum öðrum en kaupstöðum;
1. Að kennt sje auk kristindóms og
lesturs: skript, reikningur, rjettritun,
meginatriði landafræðinnar, einkum Is-
lands og helztu grundvallaratriði
náttúrufræðinnar (svo sen- um bygg-
ingu, líkama mannsins, lopt, hita og
þyngd), samkvæmt reglugjörð, er
stiptsyfirvöldin samþykkja.
2. Að skólinn standi ekki skemur en 6
mánuði, og að minnsta kosti i2nem-
endur njóti þar tilsagnar allan skóla-
timann, og gangi undir árspróf í öll-
um þeim námsgreinum, sem skylt er
að kenna samkvæmt reglugjörð skól-
ans.
3. Að við lok hvers skólaárs sje haldið
opinbert próf yfir börnum þeim, er
kennslunnar hafa notið. Prófdóm-
endur sjeu hlutaðeigandi sóknarprest-
ur og annar maður, er sýslunefnd
kýs, og taki þeir til spurningarnar .við
prófið.
4. Að skólinn njóti jafnmikils styrks
annarsstaðar frá og þess, er honum
veitist úr landssjóði.
5. Styrkbeiðslum frá skólunum skal jafn-
an fylgja nákvæm skýrsla um árs-
próf skólans, svo og endurrit af síð-
asta ársreikningl um tekjur hans og
gjöld.