Ísafold - 24.08.1889, Page 1
KLemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(104 arka) 4 ki.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrirteg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til iitgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 68.
Reykjavík, laugardaginn 24. ágúst.
1889
Fensmarksmálið.
Álitsskjal eða skýrsla frd hœstarjettarmdla-
fœrslumanni Octavius Hansen til forseta neðri
Aeildar alpingis 1889.
Eptir að tlþingi hinn 24. ágúst 1887 hafði
ákveðið að höfða mál gegn ráðgjafa íslands
til þess að fá hann með dómi skyldaðan til
að bæta fjártjón það, er landssjóður hafði
beðið af fjárprettum sýslumanns og bæjar-
fógeta C. Fensmarks, hefur hinn fyrverandi
forseti neðri deildar alþingis, Jón heitinn
Sigurðsson, samkvæmt umboði, er hann hafði
íengið með þessari þingsályktun, snúið sjer
til mín með beiðni um, að jeg flytti mál
þetta fyrir hönd alþingis. I álitsskjali, er jeg
fyrst sendi herra J. Sigurðssyni, leyfði jeg
mjer að taka fram, að mál, sem höfðað væri
í því formi, er þingsályktun þessi heimilaði,
mundi að líkindum ekki verða komið fram;
jeg bað þá og um ýmsar skýrslur um málið,
til þess að jeg gæti látið í Ijósi skoðun mína
um það, að hve miklu leyti jeg kynni að
geta ráðið til þess að höfða mál gegn ráð-
gjafanum undir öðru formi og tekið að mjer
-að flytja mál þetta.
Samkvæmt skýrslum þeim, er jeg hef
fengið síðan, þar á meðal einnig meðan jeg
hef dvalið hjér í Reykjavík, skal jeg leyfa
mjer lit af beiðni þeirri, er til mín hefur
verið beint, að láta í Ijós þetta álit mitt:
Samkvæmt 3. gr. stjórnarskrárinnar sam-
anborinni við 2. gr. í uákvörðunum um
stundarsakim, verður víst að ætla, að alþingi
yfir höfuð að tala hafi ákærurjett gegn ráð-
gjafanum að eins þá, er um afbrigði eða brot
á stjórnarskránni er að rceða. Akvæði hinnar
íslenzku stjórnarskrár eru önnur í þessu efni
en í grundvallarlögum Dana, og að líkiudum
í stjórnarskipunarlögum flestra annara landa,
þau ákvæði sem sje, að þingið (eða önnur
deild þess) geti ákært ráðgjafann fyrir ein-
hverja vanrækt á embættisskyldum hans.
Ráðgjafi íslands getur jafnvel gjört sig sekan
■ í megnustn vanrækt á skyldum sínum, án
þess að a'þingi geti komið fram ábyrgð á
hendur honum fyrir það, ef skylduvanrækt
hans er ekki fólgin i því, að hann hafi bein-
línis gengið fram hjá eða brotið einhverja
ákvörðun stjórnarskrárinnar. Einnig skortir
alþingi alla heimild samkvæmt stjórnarskránni
til þess, að koma fram fyrir hönd landssjóðs,
•og halda fram kröfu, sem honum ber. Jeg
vil bæta því við, að samkvæmt stjórnar-
skránni getur alþingi lieldur ekki komið fram
með kæru eða málshöfðun gegn landshöfðingja
æða nokkrum öðrum embættistnanui. þriðja
grein stjórnarskrárinnar inniheldur ákvarðanir
um, að alþingi geti farið þess á leit við kon-
ung, að höfðað verði mál gegn landshöfðingja.
En það leiðir af liinum almennu stjórnskipu-
legu reglum, að ekki má búast við, að slík
heiðni verði tekin til greina, þegar ráðgjafi
Islands er samþykkur þeim aðgjörðum lands-
höfðingja, er alþingi kærir. Með því að hinn
núverandi ráðgjafi hefur lýst yfir því í brjefi,
fiags. 11. júní 1887, að hann sje því fylljlega
samþykkur, að hvorugur landshöfðingja þeirra,
sem hjer um ræðir, hafi gjört sig seka í
nokkuru því hirðuleysi, að því er snertir
eptirlitið með Fensmark, sem gæti gefið á-
stæðu til þess að gjöra þeim að skyldu að
bæta landssjóðnum fjártjón það, er hann
hefur beðið af embættisrekstri Fensmarks,—
þá hefur ekki verið nein ástæða fyrir alþingi
að fara þess á leit við konung, að mál yrði
höfðað gegn landshöfðingjum þessum (eða
búum þeirra), með því að ganga mátti að
því vísu eptir þessari skýlausu yfirlýsingu
ráðgjafans, að slík beiðni fengi ekki fram-
gang.
Hvort hægt muni vera fyrir alþingi að
höfða mál gegn ráðgjafanum fyrir það, að
Fensinark hefur verið leyft í c. 4 ár að van-
rækja skyldur þær, sem sjerhver gjaldheimtu-
maður bæði yfir höfuð að tala eptir hlutarins
eðli hefur, og einkum þær, sem hvíla á ís-
lenzkum embættisinönnum samkvæmt reglu-
gjörð 13. febr. 1873, til þess að gjöra reikn-
ingsskil og lögboðnar innborganir—er þannig
komið undir því, hvort ráðgjafinn með því
að fylgja ekki fram einhverri ákvörðun
stjórnarskrárinnar hefur bakað sjer meðábyrgð
fyrir tjón það, er landssjóður hefur beðið.
Að hlutaðeigandi landshöfðingjar hafi bakað
sjer ábyrgð, er víst óhætt að ætla að leiði
þegar af því, að ákvæða þeirra hefur ekki
verið gætt af hlutaðeigandi landshöfðingjum
gagnvart Fensmark, sem tiltekin eru í reglu-
gjörð 13. febr. 1873 um það, hvernig lands-
höfðingi eigi að fara að við reikningshaldara,
sem ekki gjörir reikningsskil á rjettum tíma,
eins og líka yfir höfuð hag Fensmarks löngu
áður en hinn mikli sjóðþurður neyddi hann
til þess að játa hann fyrir yfirmönnum sín-
um, var þannig varið, að allir gátu sjeð, að
hann mundi ekki geta svarað til þess, er
hann hafði tnnheimt. En þótt svo hafi
verið, að ábyrgð hafi legið á hlutaðeigandi
landshöfðingjum, sem nú eru báðir dánir, þá
er það því auðvitað ékki til fyrirstöðu, að
ráðgjafinn hafi eínnig getað bakað sjer ábyrgð
með þeim, og ef hún er fólgin í því, að hann
hefur ekki sjeð um, að einhverjum ákvæðum
stjórnarskrárinnar hafi verið fylgt, sjer í lagi
þeim, er snerta afskipti ráðgjafa um rekstur
landshöfðingjaembættisins, þá hlýtur alþingi
eptir 3. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 2. gr.
í nákvörðunum um stundarsakir«, að geta
komið fram ábyrgð þessari gagnvart ráðgjaf-
anum með máli, sem Ivöfðað er beinlínis við
hæstarjett.
Nú vill svo til, að einmitt á miklum hluta
þess tímabils, er Fensmark hafði svik sín í
frammi, og ganga hefði átt að honum, þá
hefur störfum landshöfðingjaembættisins verið
gegnt á þann hátt, sem engan veginn sam-
svarar kröfum stjórnarskrárinnar. Samkvæmt
2. gr. laga þessara »skal hið æðsta vald
innanlands—fengið í hendur landshöfðingja,
sem konungur skipar og hefur aðsetur sitt í
landinu sjálfun.
þetta er ákvörðun, sem sjerstök áherzla
hefur verið lögð á í hinum margra ára um-
ræðum um stjórnarmálefni íslands, þar eð
menn hafa viljað hafa manD til að halda I
sjer til, er hefði aðsetur sitt á íslandi og
væri skipaður af konungi. En sumarið 1882
fjekk hinn þáverandi landshöfðingi H. Fin-
sen leyfi hjá Nellemann ráðgjafa til þess að
fara burt af íslandi. Hann settist með fjöl-
skyldu sinni að í Kaupmannahöfn, og sótti
þar um embætti og var vorið 1883 skipaður
borgarstjóri (Overpræsident). Allan þennan
tíma rak herra Bergur Thorberg embættið í
»fjarveru landshöfðingja#, og fyrst nokkrum
tíma eptir, að herra Finsen hafði verið skip-
aður borgarstjóri, var herra Thorherg settur
af ráðgjafanum sem landshöfðingi. Fyrst
seinna var hann skipaður landshötðingi af
konungi. 1 meira en eitt ár (1882—83) hefur
þannig ekki verið neinn landshöfðingi skipaður
af konungi og búsettur á Islandi. Að fjarvera
herra Finsens hefur ekki verið skoðuð sem
að eins um stundarsakir, sjest meðal annars
af því, að samkvæmt auglýsingu 22. febr.
1875, 21. gr. (um verksvið landshöfðingja) á
justitiarius í hinum konunglega ísienzka
Jandsyfirrjetti að gegna landshöfðingjaembætt-
inu, ef landshöfðingi er fjarverandi eða hindr-
aður um stundarsakir. það mun að líkindum
verla vera auðið að koma samræmi milli
annarar greinar stjórnarskrárinnar og þess,
hvernig störfum landshöfðingja-embættisins
hefur verið komið fyrir á því tímabili, er lá
á milli júlímáu. 1882, þegar herra Finsen
fór frá íslandi, og til þess dags, er herra
Thorberg var skipaður landshöfðingi af kon-
ungi. Menn hljóta að furða sig á, að alþingi
ekki bar sig upp undan þessu ástandi á
sínum tíma.
Eitt af hinum síðustu embættisverkum
herra Finsens áður en hann fór frá Islandi
var skipun (dags. 29. júlí 1882) til amt-
mannsins yfir Suður- og Vesturamtinu um
það, að tilkynna Fensmark, að honum mundi
verða vikið frá embætti, ef hann ekki innan
18. ágúst s. á. gjörði reikningsskil þau, er
vöntuðu o. s. frv. f>ó að Fensmark vanrækti
þetta og hjeldi áfram vanskilum sínum, og
þótt það yrði æ ljósara og ljósara, að sjóð-
þurður var hjá honum, var honum þó ekki
vikið úr embætti af landshöfðingja þeim, sem
gegndi embættinu í »fjarveru landshöfðingja«,
eða af þeim, sem ráðgjafi hafði sett í embættið,
nje neitt þess háttar gjört til þess að hindra
Fensmark í því að halda stöðugt áfram að
draga undir sig opinbert fje. Ef svo er, að
menn hafi ætlað, að ráðgjafinn hafi óskað,
að vægilega yrði gengið að Fensmark, er það
bert, að landshöfðingi, sem hefur embætti á
hendi og er settur af ráðgjafa, mundi fremur
láta slíka ósk ráðgjafa hafa áhrif á sig, en
sá landshöfðingi, sem skipaður hefði verið af
konungi, og svo framarlega, sem það yrði
sannað, að landshöfðingi sá, er hafði em-
bættið á hendi og settur var af ráðgjafa,
hafi byggt á slíkri ósk frá ráðgjafans hálfu,
þá væri fyrirkomulagið á rekstri landshöfð-
ingja-embættisins 1882—83, sem gagnstætt
er fyrirmælum stjórnarskrárinnar, komið í
það samband við það að vanrækja að ganga
að Fensmark í tæka tíð, að naumast er hægt
að álita, að fjártjÓD það, sem Fensmark