Ísafold - 24.08.1889, Qupperneq 2
270
hefur bakað landssjóði, hefði orðið, ef ráð-
gjafinn hefði ekki á þessu tímabili vanrækt
ákvæði 2. greinar stjórnarskrárinnar. — Enn
þá nánara orsakasamband milli vanrækingar
ráðgjafa að fylgja stjórnarskránni og tjóns
þess, er landssjóður hefur orðið fyrir, kemur
í ljós, ef hægt er að sýna, að ráðgjafinn hafi
látið landshöfðingjann, er gegndi embættinu
og settnr var af ráðgjafa, vita, að hann ætti
eða gæti farið vægilega með Fensmark.
Eptir að jeg þannig hef bent á það form,
er hafa ætti, ef þingið vildi höfða mál gegn
ráðgjafanum, án þess að hægt sje að koma
fram rneð formleg mótmæli gegn málinu
vegna ábyrgðar-ákvæða stjórnarskrárinnar, þá
vil jeg, að því er snertir það, hvort líkindi
sjeu til að slík málsókn muni leiða til áfell-
isdóms yfir ráðgjafanum og sjer í lagi, hvort
hann muni verða dæmdur til að bæta tjón
það, sem landssjóður hefur beðið af fjárdrætti
Fensmarks, leyfa mjer að geta þess, að það
auðvitað skiptir mjög miklu, hvort ráðgjafinn
hefur í raun og veru — eins og ætlað er —
notað áhrif sín — beinlínis eða óbeinlínis, á
embættislegan hátt eða einslega — til þess
að aptra því, að landshöfðingi, er hafði em-
bættið á hendi og settur var af ráðgjafa, eða
landshöfðingi sá, er hafði aðsetur sitt í
Kaupmannahöfn, gengju að Fensmark. Yfir
höfuð að tala mundi jeg ekki geta ráðið til
að höfða mál, ef hið heiðraða alþingi hefur
ekki þá fullu sannfæringu, að það væri um-
mælum og áhrifum ráðgjafa að kenna, að
vanrækt var að ganga að Fensmark í tæka
tíð, og að hægt væri að sanna þetta, ef á
þyrfti að halda. Jeg skal enn fremur bæta
því við, að sit ákvörðun, sem er í annari gr.
í »ákvörðunum um stundarsakir« um það,
hvernig fara eigi með slíkt mál, sem a prima
instantia er höfðað við hæstarjett, er mjög
ónóg, og mun geta valdið miklum formlegum
erfiðleikum að því er snertir upplýsingar í
málinu.
Um leið og jeg að öðru leyti ætla, að það
liggi fyrir utan starfa þann, er mjer hefur
verið á hendur falinn, að láta í ljósi skoðun
mína um það, hvort það sje vel til fallið eða
í pólitisku tilliti ráðlegt, að hefja slíka máls-
sóku gegn ráðgjafa Islands, verð jeg að end-
ingu að benda á, að til þess að höfða mál
með þeim hætti, sem jeg hef vikið á, þarf
nýrrar þingsályktunar, sem að mun er frá-
brugðin þingsályktun alþingis 25. ágúst 1887.
p. t. Reykjavík h. 18. júlí 1889.
Virðingarfyllst
Octavius Hansen,
hæstarjettar-málfærslumaður.
A 1 þ i n g i.
XVI.
Lög frá alþingi. þessi lög hefir verið
lokið við á þinginu frá því síðast.
XXVI. Lög um breytingar nokkrar á til-
skipun 4. mai 1872 um sveitarstjórn á Islandi
o. fl.
1. gr. Norður-Múlasýsla og Suður-Múla-
sýsla ásamt Norður-þingeyjarsýslu, ef sýslu-
nefndin þar óskar þess, skulu vera amt út
af fyrir sig, og nefnast Austuramt með sjer-
stöku amtsráði. Einn skal vera amtmaður í
Norður- og Austurömtunum.
2. gr. í hverju hinna fjögra amtsráða á
landi hjer, skal, auk amtmanns sem forseta,
vera 1 fulltrúi úr hverju sýslufjelagi í amt-,
inu, nema Vestmannaeyjum, og jafnmargir,
varafulltrúar. Fulltrúa þessa skal sýslunefnd-
in kjósa ; skal hver fulltrúi og varafulltrúi
kosinn til 6 ára. Kosningin fer þannig fram,
að hver sýslunefndarmaður, sem á fundi er,
kýs fyrst aðalfulltrúa í amtsráðið, og að þeirri
kosningu aflokinni 1 varafulltrúa í sama. Ef
tveir eða fleiri hafa fengið jafnmörg atkvæði
við kosninguna, ræður hlutkesti. þegar hin
3 fyrstu ár eru liðin, gengur úr amtsráði
eptir hlutkesti helmingur hinna kosnu full-
trúa, eða ef tala þeirra stendur á stöku, þá
meiri hlutinn ásamt hlutaðeigrandi varafull-
trúum, og skal þá kjósa aðra í staðinn. Að
3 árum liðnum ganga úr hinir, sem eptir
eru, o. s. frv. annar hluti amtsráðsins þriðja
hvert ár.
Um endurkosningar og undanfærslu undan
því, að taka við kosningu, og um mótmæli
gegn lögmæti kosninga gilda fyrirmælin í 47.
gr. tilsk. 4. maí 1872.
Að aflokinni kosningu sendir hver sýslu-
maður amtmauni endurrit af kosningargjörð-
inni með næstu póstferð, er fellur þar á eptir.
3. gr. Til þess að fullnaðarályktun verði
gjörð á amtsráðsfundi, útheimtist, að -§ amts-
ráðsmanna eður fulltrúa, auk forseta, sjeu á
fundi.
4. gr. þeir, sem í amtsráði eru, skulu
hafa í fæðispeninga 3 kr. um hvern dag, sem
þeir vegna amtsráðsfundar verða að vera frá
heimili sínu, og að auki ferðakostnað eptir
reikningi, sem amtmaður ávísar, þegar búið
er að rannsaka hann.
5. gr. Landshöfðingi gjörir nánari ráðstaf-
anir til þess, að lög þessi komist til fram-
kvæmda, svo fljótt sem verða má ; hann
gjörir einnig með ráði amtmannsins norðan
og austan allar þær ráðstafanir, sem lúta að
því, að skipta sjóðum, eignum og skyldum
rnilli Norðuramtsins og Austuramtsins.
6. gr. þær lagaákvarðanir, sem koma í
bága við lög þessi, skulu úr lögum numdar.
XXVII. Lög um innheimtu og meðferð á
kirknafje.
1. gr. Rjett er, að fjárhaldsmaður kirkju
feli hlutaðeigandi sóknarnefnd, vilji hún það
að sjer taka, að heimta inn tekjur kirkju og
koma þeim í peninga, gegn innheimtulaun-
um, 10 af hundraði.
Hin sömu innheimtulaun getur söfnuður,
sem tekið hefur að sjer umsjón og fjárhald
kirkju, veitt sóknarnefndinni.
2. gr. Gjöid til kirkju skal greiða í pen-
ingum eptir meðalverði allra meðalverða í
verðlagsskrá, sem gildir í hverri kirkjusókn
á gjalddaga. Ef gjaldanda brestur peninga,
má hann greiða gjaldið í innskript hjá kaup-
manni þeim, er innheimtumaður tekur gild-
an, eða þessum aurum : sauðfjenaði, hvítri
ull, smjöri, fiski eða dún, eptir því verði, sem
sett er á aura þessa í verðlagsskránni. Ein-
dagi á kirkjugjöldum er 31. desbr.
3. gr. Frá næsta nýári eptir að lög þessi
öðlast gildi og koma til framkvæmdar, skal
reikningsár kirkna vera frá 1. janúar til 31.
desember. Skal semja reikninga kirkna sem
fyrst eptir nýár. Skal hlutaðeigaudi prestur,
eða, ef hann er fjehirðir kirkjunnar, hlutað-
eigandi safnaðarfulltrúi fyrst rannsaka reikn-
inginn og bera hann saman við hrepps- og
kirkjubækur. Fyrir rannsókn þessa má greiða
2 kr. af tekjum kirkjunnar. Fyrir lok maí-
mánaðar skulu kirkjureikningar með fullnægj-
andi fylgiskjölum vera komnir til hlutaðeig-
andi prófasts, er rannsakar þá og leggur
fram á hjeraðsfundi. Nú álítur bæði hjeraðs-
prófastur og hjeraðsfundur reikning kirkju
rjettan, er það þá fullnaðarúrskurður, en
greini prófast og hjeraðsfund á, leggur bisk-
up á fullnaðarúrskurð.
4. gr. Stofna skal almennan kirkjusjóð,
og skal hver kirkja hafa sína viðskiptabók
við sjóðinn. Stiptsyfirvöld íslands hafa um-
sjón yfir kirkjusjóði þessum og ábyrgð á
honum. Fje kirkjusjóðs skal ávaxta eptir'
sömu reglum og landssjóðsfje. Forgangsrjett
til lána úr sjóði þessum eiga kirkjur.
Auglýsa skal reikninga sjóðs þessa í Stjórn-
artíð., deildinni B., ár hvert.
5. gr. Allt það fje, sem kirk; ir eiga af-
gangs útgjöldum, skal láta á vöxtu í hinum
almenna kirkjusjóði, og vextirnir árlega leggj-
ast víð höfuðstólinn. Heimilt er þó reikn-
ingshaldara, að halda eptir vaxtalaust 100>
kr. af tekjum kirkju. Rjett er og að kirkj-
ur greiði vexti af fje því, sem þær hafa að
láni.
þó falla niður þeir vextir, sem eigi geta
greiðzt með helmingi þess, er hver kirkja
befur afgangs árlegum útgjöldum sínum.
Af sjóðum þeim, sem kirkjur eiga, þá er
lög þessi öðlast gildi, skal sá, er sjóðinn hef-
ur undir höndum, greiða í hinn almenna
kirkjusjóð jU á ári, unz sjóðurinn er allur
greiddur af hendi, enda þurfi hans eigi kirkj-
unni til aðgjörðar eða endurbyggingar á því
tímabili. Sje kirkja afhent, skal greiða sjóð-
inn allan af hendi.
6. gr. þá er fjárhaldsmaður, er haft hef-
ur kirkju til umsjónar og ábyrgðar og lánað
henni fje, sleppir fjárhaldinu eða deyr, skal
hann eða erfingjar hans eiga heimting á, að
fá skuld þá borgaða af fje því, sem kirkjan
hefur afgangs nauðsynlegum ársútgjöldum.
7. gr. Akvæði laga þessara ná eigi til
bændakirkna, nema hlutaðeigandi kirkjuráð-
endur veiti til þess samþykki sitt.
XXIII. Lög um breyting á lögum um sveit-
arstyrk og fiilgu.
1. gr. Nú vill maður fiytja af landi burt,
en hefur vandamenn, sem eigi eru sjálfbjarga
og honum ber fram að færa að lögum, og
skid hann þú, áður en hann byrjar ferð sína,
ef sveitarstjórnin í framfærsluhreppi þeirra
heimtar, skyldur að setja viðunanlega trygg-
ing fyrir því, að vandamenn hans, er eptir
verða, verði eigi sveitarfjelaginu til þyngsla,
að minnsta kosti urn næstu 3 ár, nema veik-
indi eða önnur ófyrirsjáanleg > úöpp valdi,
enda banm sýslumaður eða bæjai/ógeti utan-
förina, nema þessum skilyrðum sje fullnægt.
2. gr. Með lögum þessum er 7. gr. laga
um sveitarstyrk og fúlgu úr gildi numin.
Fjárlögin- Bfri deild breytti þeim enn
lítilsháttar við 3. umræðu, í fyrra dag —
bætti inn í þau styrk til síra O. V. Gísla-
sonar og til innlends gufuskipsfjelags. Síðan
hafðí neðri deild í gær sína einu umræðu um
þau, og samþykkti þau óbreytt, eins og þau
komu frá efri deild, samkvæmt tillögum fjúr-
laganefndarinnar, er vildi firrast frekari hrakn-
ing þeirra milli deildanna, #með stöðugumaf-
brigðum frá þingsköpunum«, og heldur ganga
að sumu smávegis, er hún hefði annars ver-
ið algjörlega mótfallin. — Utan nefndar
komu fram þrjár breytingartillögur, uppvakn-
ingar, en fjellu: um styrk til cand. Gests
Pálssonar, til adjunkts þorv. Thoroddsen og
til útgáfu »Sjálfsfræðarans«.
Eru fjárlögin þar með búin frá þinginu.
Hjer skal greint, hvernig reitt hefir af