Ísafold - 04.09.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.09.1889, Blaðsíða 1
KLemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 71. Reykjavík, miðvikudaginn 4. sept. 1889. Hvort rekur eða gengur með stjórnarskrármálið ? f>ví verður ekki neitað, að á þessu þingi, sem nú er nýafstaðið, kom nýtt skrið á stjórn- arskrármálið, sem fúir munu hafa búizt við í upphafi þings, er hinn konungkjörni flokkur hlaut sinn sárþreyða, fræga sigur í hlutkestis- viðureigninni um forsetaembættið í efri deild. |>á töldu hjer um bil allir sjálfsagt, að þar með væri hleypt óhagganlegum slagbrandi fyrir þær dyr, er efri deild á að gæta, ef nokkur gerðist svo djarfur, að ætla stjórnarskránni þar útgöngu. þeim hafði að vísu viljað það happ til á síðasta þingi, 1887, þar sem for- setakosningarhlutkestið gekk þeim á móti, að þá vöktust upp heldur tveir eu einn úr þjóð- kjörna flokknum í deildinni og slógust í lið með þeim. Nú var valt að treysta á slík höpp framar. Annar af liðsmönnunum frá 1887 hafði þegar lýst hughvarfi sínu, aðþrengdur af kjósend- úm sínum ; hinn hafði að vísu varizt harð- lega sagna, hverra ráða sem í var leitað, en þó munu bæði hinir konungkjörnu og aðrir hafa búizt við að sjá hans merki koma upp í þjóðkjörna iiðinu á þessu þingi. það var því betra, sem betra var, að hamingjan færði þeim þetta happ í skaut undir eins fyrsta þingdaginn, að þeir urðu sjálfir í eindregnum meiri hluta og gátu ráðið lögum og lofum á þinginu í þetta sinn, ef þeir vildu og þar sem Jþeim þætti það miklu máli skipta. Opt hefir að vísu verið miklu meira orð á því gert en efni voru til, hversu hinn kon- ungkjörni flokkur væri einrænn á þinginu, og þá optast sínum kjósanda sinnandi, stjórn- inni. Slíkur einræningsskapur hefir optar ■komið að eins fram í þeim málum, er þegar voru ■áður orðin að kappsmáli milli þjóðar og stjórn- ar. Nú á þessu þingi kom það brátt í Ijós, ■að mjög b'tið kvað að slíkum einræningsskap. Yrði ágreiningur um mál í deildinni, skiptust skoðanirnar eptir allt öðrum grundvelli heldur en því, ’nvort hlutaðeigendur voru þjóðkjörnir eða konungkjörnir. þetta hjelzt allan þing- tímann. Og þegar stjórnarskráin kom upp í deildina úr neðri deild, fór á sömu leið. |>ar gerðist það fyrst, að meiri hluti nefnd- arinnar í málinu varð þjóðkjörinn, þótt hinir konungkjörnu hefðu getað bolað þá þjóð- ■kjörnu alveg út úr nefndinni, ef þeir hefðu viljað. þegar þyf næst til kastanna kom í nefndinni um meðferð málsins, þá urðu það hinir þjóðkjörnu, sem mest greindi á sín á milli, án þess að sagt yrði með nokkrum rjetti, að þeir, sem þar urðu hinum konung- kjörnu sammála, hefðu þar með gerzt liðhlaup- ar og yfirgefið merki hins þjóðkjörna meiri kluta í þessu máli á þinginu. |>að voru hinir konungkjörnu eða meiri hluti þeirra, er tekið höfðu sinnaskipti frá því síðast, bæði í nefndinni og utan nefndar, eins og sýndi sig síðar í umræðum og at- kvæðagreiðslu. A sama má standa, hvað það er, sem vak- ið hefir þessi sinnaskipti. Eðlilegast er að ímynda sjer, að þau hafi verið sprottin a£ þeirri sannfæringu, að endalaus mótspyrna gegn hinum eindregna þjóðarvilja um viðun- andi endurskoðun á stjórnarskránni væri til- gangslaus og gæti ekki nema illt af sjer leitt fyrir land og lýð. Gagnvart verulegri eða uppgerðri tortryggni um einlægni hinna konungkjörnu með sinna- skiptin í þessu máli er nóg að benda á hin- ar miklu rjettarbætur á stjórnarfyrirkomulag- inu, sem þeir gáfu nú atkvæði með, ýmist meiri hlutinn eða flestir eða allir, t. d. að því er snertir fjárráð alþingis, um fullkomna ábyrgð fyrir alþingi á öllum stjórnarathöfn- um, bæði hinnar innlendu og útlendu stjórn- ar (ráðgjafa konungs í Khöfn), um þá skip- un hinnar innlendu stjórnar, er lengst hefir vakað fyrir þjóðinni að æskilegust væri: jarl með ráðgjöfum, urn að bráðabyrgða- lög falli úr gildi, nema næsta alþingi á eptir samþykki þau. þar með hafa þeir játazt afdráttarlaust undir sömu skoðan- ir á flestum höfuðatriðum stjórnarbótarinnar sem hinn þjóðkjörni meiri hluti á undanförn- um þingum, og væri átyllulaus getsök að gjöra ráð fyrir, að þeir muni hverfa frá þeim skoðunum aptur. |>ví miður tókst nú svo óhöndulega til, að neðri deild í heild sinni gafst eigi kostur á að láta uppi, hvað hixn vildi láta í móti koma af sinni hálfu þessari miklu tilslök- un efri deildar. En þó hún hefði gengið að frumvarpi efri deildar óskorað, eins og það var, þá hefði tilslökunin af hennar hálfu ver- ið samt sem áður margfalt minni. Sje nokkur hlutur líklegur til sigurs í þessu máli gagnvart stjórninni, þá er það, ef þingið allt saman gæti orðið hjer um bil á einu bandi, jafnt konungkjörnir sem þjóðkjörnir; og því nær sem dregur því takmarki, því fremur má segja, að málinu miði áfram. (_Nú m0ð því að hið konungkjörna lið eða meiri hluti þess hefir á þessu þingi aðhyllzt flest hin veru- legu atriði í skoðun meiri hlutans, má með sanni segja, að málið hafi miklu fremur gengið en rekið á þessu þingi. Eptir undirtektum nær allrar nefndarinnar í neðri deild, xxrvals- ins úr deildinni í því máli, má segja, að ekki vantaði nema herzlumuninn til þess, að sam- an gengi að fullu með hvorutveggja flokkun- um, endurskoðunarmönnum og andvígismönn- um endurskoðunarinnar, sem áður voru. ~j Agn- úarnir, sem nefndin virtist helzt hafa huga á að sníðaburtu, virðast eigi vera svo verulegir, að líklegt sje að þeir hefðu orðið að fótakefli, ef tími og tækifæri hefði verið til að þreyta frekara miðlunarmálin mílli deildanna. En því var ekki að skipta. f>að bíður betri tíma. Enda er eins líklegt, að málið hafi heldur gott af því en illt. |>að getur vel verið, að hvorki nefndin í neðri deild nje aðrir þing- menn hafi verið búnir pð átta sig til hlítar á/ hinni nýju stefnu, sem komizt hafði á málið að sumu leyti í efri deild, á þeim stutta tíma, sem þeir höfðu til að íhuga það nú fyrir þing- lokin, með því líka liinar miklu æsingar og undirróðixr, er kunnugt er að hafður var í frammi af nokkrum mönnum í neðri deild upp á síðkastið til að spiila öllu samkomu- lagi í málinu, hafa án efa fyrirmunað sum- um að skoða málið með þeirri spekt og ró, sem við þarf. það geta þeir fyrst, þegar æs- ingagruggið er sezt til. Getur verið, að þeir, sjái þá, að það sem þeir hafa, ef til vill, sett mest fyrir sig, er ekki annað en reykur, og eins hitt, að eitthvað reynist verulega við- sjárvert, sem ekki hefir verið veitt eptirtekt áður, hvorki af þeim nje öðrum. fþ>að er meðal annars mjög aðgæzluvert, þegar fleygað er irxn x frumvarp, sem á að vera samgróin heild, kafla úr annarlegum lögum, eins og gert var við stjórnarskrár- frumvarpið nú í efri deild, þar sem allt í einu var hlaupið í stjórnarlög Canadamanna og klipptar xxt úr þeim heilar greinar og þeim smeygt nær óbreyttum inn í frumvarpið. það þarf mjög mikla aðgæzlu og umhugsun til þess að ganga svo frá því, að ekki reki sig neitt á annars horn við slíka samskeytingu. Tökum til dæmis þetta nýrnæli, sem báðar deildir voru reyndar með í sumar og því nær engri mótspyrnu mætti, að láta þingnxenn sitja í efri deild æfilangt. þ>að er æðimikill munur að hafa slíkt fyrirkomulag þar, semer fullkomið þingræði og þar sem þar að auki er á stjórnarinnar valdi að bæta við nýjum þingmönnum í efri deild, þegar henni liggur á, eða þar sem því er hvorugu til að dreifa. Jafnfáliðuð þingdeild og efri deild er hjer, getur orðið voðalega íhaldssöm, ef þar eiga allir þingsetu æfilangt, þótt aldrei nema þjóð- kjörnir sjeu, eins og efri deild aðhylltist nú á endanum að meiri hlutanum til. En hvað um það: nú er, xxr því svona fór, nógur tími til að átta sig á þessu og öðrum atriðum málsins,—heil tvö ár. Bara að sá tími verði þá rækilega notaður til slíkra hluta, en ekki til heimskulegs flokkadráttar út úr hinum og þessum misskilningi eða hjegóma. Um veitingaleyfi gekk dómur í lands- yfirrjetti í fyrra dag, í máli »hins opinbera gegn Jóni Ivarssyni, er hafði verið dæmdur í hjeraði í 30 kr. sekt til bæjarsjóðs Reykja- víkur og málskostnað allan, fyrir ólöglegar vínveitingar í veitingahúsinu »Geysi« í Reykja- vík, vegna þess að Jón var farinn burt úr Geysi og gengínn í þjónustu annars manns langt í burtix nokkuð, en hafði látið mann, Finn Einnsson, halda uppi veitingum fyrir sig eða í sínu nafni, eptir samningi þeirra á milli, frá 1. maí þ. á, og hefði hann, með því að hætta að hafa sjálfur bein afskipti af veitingum í Geysi, sleppt rjetti sínum til vínsölunnar eða misst hana. Yfirrjetturinn var ekki á því, að veitingaleyfið misstist að sjálfsögðu fyrir það, þótt leyfishafandi gengi lí þjónustu annars manns, og ekki yrði það heldur leitt út úr lögum þeim, er veitinga- leyfisbrjefið væri byggt á, tilskip. 17. nóv. 1786, 10. gr., og tilsk. 13. júní 1787, 11. 2, enda ekkert þess konar skilyrði að finna í leyfisbrjefinu sjálfu. Yar Jón því sýknaður algjörlega fyrir yfirdómi og málskostnaður tekinn af almannafje.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.