Ísafold - 21.09.1889, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(í04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júiímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 76
Reykjavík, laugardaginn 21. sept.
1889.
Fóðurbætir og heyásetning.
Nú mun þykja lítil þörf að minnast á slík
•og þvílík efni, eptir eitthvert hið mesta hey-
skaparsumar, er inenn muna, um meiri hluta
landsins sjálfsagt, en annars vegar útlit fyrir
talsverða eptirspurn eptir fjenaði á útlend-
an markað og þar af leiðandi hátt verð á
sauðfje í haust, svo að mikil freisting verður
•fyrir bændur að sæta þeim kjörum og farga
kindinni fleira, til að ná sjer í peninga. En
víða er af fáu að taka, einkanlega þar sem
fellir hefir orðið fyrir fám árum. Má því
'gjöra ráð fyrir, að í stað þess að tíðast er,
að heyin skammti ásetninginn, það er að
segja sje skynsemi látin ráða, þá þykist
menn nú hafa helzt til fátt til að setja á sín
•xniklu hey, og væri líka auðvitað æskilegt,
að fjáreignin væri meiri en hún er nú víða,
er jafn-ágætlega lætur í ári.
En það má líka líta á þetta mál frá ann-
ari hlið, þeirri: að nú ber vel í veiði til að
reyna að koma á þeirri höfuð-umbót á bún-
aðarháttum vorum, að ætla sjer jafnan fyrn-
ingar, hvernig sem árar.
Aldrei er betra tækifæri til að koma fyrir
sig heyfyrningum en þegar mikið heyskapar-
ár kemur ofan á skepnufæð.
þess vegna er nú, einmitt nú sá rjetti tími
til þess, að taka upp nýja siði í þesari grein
hjer á landi, þar sem þess er þörf, en það
er mjög svo víða. Nota þetta góða tækifæri
til að koma fyrir sig hæfilegum heyfyrning-
um og hafa síðan þrek og staðfestu í sjer til
að halda þeim við, hvað sem á dynur.
Yjer vitum, að á þessu atriði leikur hag-
sæld landsins. Vjer vitum, að meðan oss
iærist eigi að viðhalda og varðveita þennan
aðalbjargræðisstofn vorn, fjáreignina, með því
að ætla búpeningnum nægilegt fóður, öldung-
is eins og önnur arðberandi eign er varðveitt
og viðhaldið svo sem sjálfsagt þykir—á með-
an er fásinna að hugsa sjer jafna og stöðuga
framför í efnahag landsbúa. Hitt er að ausa
í botnlaust ker. því má enginn við. Ekkert
land hefir til þá gnótt gæða, að það megi
við slíku ráðlagi.
það er kostur en eigi löstur, að fara spar-
samlega og drýgilega með efni sín, þótt næg
sjeu, ef það er ekki gert um of, sjer í
skaða. því er rjett, að fara sparlega með
heyforðann, þótt mikill sje, ef það er ekki
gert um af, t. d. spillt gagni og arði af
skepnum of of naumri gjöf, og hugsa um að
drýgja hann sem bezt eins fyrir það, þótt
þess sje eigi brýn þörf í svip.
Bóndi einn á Yestfjörðum, greindur maður
og góður búhöldur, hefir sent Isaf. bending
þ)á um fóðursparnað, er hjer fer á eptir.
Mun þeim, sem ekki hafa heyrt áður getið
fóðursparnaðar-aðferðar þeirrar, er hann
kennir, þykja hún ef til vill kynleg nokkuð,
í fyrsta áliti. En heimskulegt væri að láta pað
fœla sig frá að reyna hana, og ganga úr
skugga um, hvort hún á skilið almenna
viðurkeuningu og eptirbreytni eða ekki, þar
sem svo hagar til, að engir örðugleikar eru
á, að koma henni við.
Skyldi þar að auki sú skoðun höf. á rökum
byggð, að fóðurbætir hans bæti stórum ull á
sauðfje og verji lungnaveiki og jafnvel bráða-
pest, þá væri hann harla mikils verður fyrir
þeirra hluta sakir.
Bendingin er á þessa leið :
»þar eð mjer hefir reynzt fisk-lifrargjöf á-
’gæt í fóðurbæti fyrir búpening, nefnil. sauð-
fje og kýr, og eptir nokkurra ára reynslu,
sannfærzt um nytsemis þessa fóðurbæti, vil
ekki láta hjálíða, að skýra frá athugunnm
niínum í blöðunum viðvíkjandi þessu efni,
öðrum til íhugunar og leiðbeiningar.
Aðferðin að gefa fisklifur er mjög einföld,
eptir því sem mjer hefir reynst bezt.
Maður tekur lifrina úr fiskinum og stráir í
hana litlu af salti, svo sem skeffu í tunnuna
Er það til þess, að lifrin úldni minna og
þráni síður. Svo þegar á að fara að brúka
hana til fóðurbætis, tekur maður svo mikið
í einu, sem þarf að brúka til mánaðar fyrir
þær skepnur, sem maður ætlar hana. Lifrin
erlátin í pott og látin koma upp áhenni suða,
svo sem, blautfiskssuðu svarar, og hrært vel í,
þar til bún er öll runnin sundur. þ>á er hún
látin í annað ílát og blandað saman við vatni
til helminga og hrært vel sarnan. Svo álít
jeg bezt, að brúka meisa eða tunnur til að
skammta í heyfóðrið, og láta í ílátið í smá-
viskum, og hella svo í hverja visk af þessari
blöndu svo miklu,sem maður álítur að þurfi að
bæta eðuruppfyllaheyþað.er af er dregið í hvert
skipti. Geta nákvæmast sagt um það þeir
menn, er fjenu sinna, hvað mikið muni þurfa
í hvérja visk; það mun bezt að finna það á
átaki fjárins og útliti.
Jeg hef reynt að rannsaka nákvæmlega t.
d. hvað maður hefir mörg lambseldi upp úr
hverri þorsklifrartunnu, _og komizt að þeirri
niðurstöðu, að hver lifrartunna svari manni
frá 5—6 lambseldum, eptir fitu lifrarinnar.
Hjer um pláss er lambseldið selt á 4 kr. 60
a., en æreldi á 4 kr. Hefir maður þá upp úr
hverri lifrartunnu í minnsta lagi22 kr., og er
það ekki lítill hagur, þar eð lifrartunnau af
þorsklifur hefir þessi árin ekki selzt meira
en 10—12 kr.
Enn fremur hefi jeg komizt að því, að fje
það, sem alið er á þessum fóðurbæti, verður
að öllu leyti heilbrigðara en hitt, sem á tómu
heyi er alið. Og er heilbrigði fjárins svo
dýrmæt fjáreigendum, að bágt mun vera að
reikna hana til peningaverðs.
Jeg hefi og veitt því eptirtekt, að þetta
lifrarblandaða fóður bætir ull fjárins, og því
fyllir miklu fyr.
Enn fremur vil jeg geta þess, að árlega
fjell hjer úr bráðapest, sem var samblönduð
lungnaveiki, meira og minna af fje, helzt
veturgömlu, sex undanfarin ár. Eptir að hjer
var farið að brúka lifur og síld fyrir sauð-
fje, hefir engin kind farizt hjer úr þeirri
fyrr umgetnu fjársýki.
Til þess að útrýma fjársýki þessari álít
jeg óumflýjanlegt að meta mest gemlingana,
þar sem lítið er til af þessum fóðurbæti, og
þar næst ærnar; því þær borga bezt af sauð-
fje gott uppeldi.
Hjer hefir og í undanfarin 6 ár verið brúk-
uð lifur fyrirkýr, og borgað sig ágætlega; en
jeg þykist ekki að svo komnu búinn að afla
mjer svo nákvæmrar þekkingar á ágóða þeim,
er þar af leiðir, að jeg vilji í þessari grein
útskýra hann opinberlega.
Jeg þykist sannfærður um af reynslunni,
að stórum mundi batna kvikfjárræktin hjer
á landi, ef þessi hjer umgetni fóðurbætir
yrði almennt brúkaður, og menn fengju ná-
kvæma leiðbeiningu í brúkun hans.
Aburður sá, er kemur undan kvikfje því,
er lifir á fóðurbæti þessum, hefir mjer og
gefizt langt um betur til grasræktar en hinn,
sem einungis er undan þeim skepnum, sem
lifa á tómu heyfóðri*.
Leiðir og lendingar í Arnessýslu-
I. Á Eyrarbakka.
a. Bifsds, vanalega kallaður Ósinn.
b. Einarshafnarsund.
c. Bússa, notuð í ládeyðu fyrir haffær skip.
Rifsos er austast, austarlega fram undan
miðjum Eyrarbakka. Mið þau, er þarf að
aðgæta af honum , eru þessi :
a., innróðursmið :
1. Mundakotsvarða á bakkanum fram af
Mundakoti.
2. Mundakotssundtrjeð rjett hjá bænum
Mundakoti.
3. Fjdrhúsin fyrir vestan Mundakot
4. Austuröxlin á Ingólfsfjalli, vanalega kölluð
nHamarinm.
b., þvermiðin að austan.
5. príhyrningur.
6. Bjarnarvarða á bakkanum skammt fyrir
austan Hraunsá.
7. Sjávarbakkinn fyrir framan Gamlahraun.
8. Fjárhúsin fyrir framan túnið á Gamla-
hrauni.
9. Bærinn Stórahraun í Hraunshverfi.
c., vestri þvermið.
10. Kaupmannshúsið, þ. e. íbúðarhús faktors-
ins við Lefolii-verzlun (vestustu verzlunina).
11 .Garðbœjarsundtrjeð, í garðinum 1 Garðbæ,
með þríhyrndri grind að ofan, og snýr ein
hliðin beint upp.
12. Grímsstaðavarða , á sjógarðinum milli
Mundakotsvörðu og Grímsstaða.
þegar leggja skal á Ósinn, eiga merkin 3—
4 að bera saman, þ. e. fjárhúsin í Hamarinn,
og merkin 8 og 5 að austan, þ. e. Gamla-
hraunsfjárhúsin í þríhyrning; þar er legið til
laga. Síðan er haldið austanvert við Ham-
arinn í landnorður þangað til merkin 6 og 7,
Bjarnarvarða og Gamlahraunsbakki, ber sam-
an, og þá á jafnframt að vera komið svo langt
austur, að merkin 1, 2 og 4 beri saman undir
eins, þ. e. Mundakotsvarða, Mundakotssund-
trje og Ingólfsfjallsoxlin eystri. Síðan er
haldið beint á Ingólfsfjallsöxl, þar til Stóra-
hraun ber í þríhyrning, eða sjáist þríhyrn-
ingur ekki, má miða Garðbæjarsundtrjeð í
vesturendann á Kaupmannshúsinu. Er þá
beygt vestur á við og stefnt á bæinn Eyfa-
kot austanverðan, ef halda skal í vestari