Ísafold


Ísafold - 21.09.1889, Qupperneq 2

Ísafold - 21.09.1889, Qupperneq 2
lendingarnar. J>ar sem beygt er vestur, mætti kalla Lendingamót. En eigi að lenda í eystri lendingunum, er haldið sundmerkin áfram austan við boðann, sem kallaður er Rifshöfuð, sem er rjett Rifs- ósleið, þegar hásjóað er. f>egar komið er inn af Rifinu, byrjar lón, sem haldið er austur, þar til Grímsstaðavarða ber í Hamarinn ; þá er haldinn porleifsós svo néfndur, vestur og inn að austanverðu við Nýjabœjarklett (sem er fram undan Mundakotsvörðu); er þar farið djópt lón vestur að svonefndum Brinkaós í Háeyrarlending ; líka má halda frá Nýjabæj- arklett beint inn í Mundakotslending. Með lágum sjó eða um fjöru verður að beygja eptir sjón frá aðalsundleiðunum. Einars ha fnarsnnd liggur frá útsuðri (suðvestri) eða nærri vestri vestanvert við Eyrarbakka. Miðin eru : Aðalmið, sem stefnt er fyrst á. 1. Sundtrjeð. 2. Sundvarðan nær sjónum. 3. Bússuvarða vesíar með sjónum, að eins not- uð á Bússusundi. (011 þessi mið eru á miðri leið milli Eyrarbakka og Óseyrarness). 4. Garðbæjarsundtrjeð (sama sem miðið nr. 11 á Rifsós). 5. Sjógarðssundtrjeð, þríhyrnd grind með topp- inn upp, ofan á trjenu. f>að stendur á sjó- garðinum skammtfyrira ustan vestustubúðina. 6. Stokkseyrarkirkja. 7. Sjávarbakkinn fyrir framan Gamlahraun (sbr. nr. 8 á Rifsós). jpegar legíð er til laga við sundið, á Stokks- eyrarkirkja að sjást fram úr Gamlahrauns- bakkanum, svo langt, að segja mætti 4—5 skipslengdir,— af því að Gamlahraunsbakki er brotna upp. A þá að bera saman Sund- varðan (eystri varðan), og Sundtrjeð í há- toppinn á vörðunni, en austanvert við Ing- ólfsfjall; þeim merkjum er haldið, þar til að Garðbæjarsundtrjeð og Sjógarðssundtrjeð ber saman (þó má ekki fara innar í lónið). Verð- ur þá að aðgæta föllin landmegin og skerja- klasann sjóarmegin. Föllin eru hjer um bil engin á lóninu sjálfu, ef Sundið er fært, en opt er það ósljett. Stefnan austur lónið er sem næst framanvert við Háeyri. En um fjöru eða þegar lásjóað er, eru sker þar á báðar hliðar. II. Loptsstaðasund. Sundmerki eru 3 vörður á öldunni fyrir vestan og norðan lendinguna ; austustu vörð- una köllum vjer Klaufarvörðu; miðvarðan er talsvert stærri, hana köllum vjer Sundvörðu; þá vestustu köllum vjer Láarvörðu ; enn fremur er hátt trje, með grind á efri enda, á bak við þessar vörður, en er nokkru norðar, sem vjér köll- um Sundtrje; talsvert vestar á öldunni er trje, sem er nokkru minna en Sundtrjeð, það köllum vjer Gaptrje ; þar er einnig nær sjón- um lítil varða, sem vjer köllum Gapvörðu. Fyrir sunnan Loptsstaði, nær sjó, er Lopts- staðahóll, sem svo er nefndur; skammt austar er annar minni hóll, sem vjer köllum Fornu- fjós; á honum standa tvær vörður, önnur sunnar, hin norðar. |>egar liggja þarf til laga fyrir utan sund, þá má vera lítið eitt nær sundi en svo, að Loptsstaðahóll beri í Heklu, að öðru leyti á Sundtrje og Sundvarða að bera saman; þegar svo er róið inn eptir, skal þeim síðarnefndu merkjum halda, þangað til Fornufjósavarðan sú nyrðri er byrjuð að hverfa inn í Lopts- staðahól; þá á að beygja dálítið til landnorð- urs, og stefna á sker það, sem vjer köllum Tólfceringssker, — sker það er innarlega í fjör- unni; og sjest ekki þegar hásjáað er, annars stendur það lengst upp úr af öllum skerjum að austanverðu við sundleiðina — á þetta sker er stefnt þangað til Sundtrjeð og Klauf- arvarðan bera saman, þá er þeim merkjum haldið, þar til Fornufjósavarðan hin syðri er algjörlega horfin inn í Loptsstaðahól, er þá beygt vestur á lón það, sem þá kemur fyrir vestan — austast á því lóni má liggja af sjer brimhryðju, ef hún er á innleiðunum — og stefnt á Hengil, þannig á að stefna, þangað til Sundtrjeð og Láarvarðan bera saman, ef svo er hásjáað, að ekki sjest á Tólfærings- sker, og jafnvel þó að það sjáist vel bóla á því, er beygt inn eptir og þeim merkjum hald- ið nokkrar skipslengdir ; síðan er haldið lítið eitt austur á við og þannig stefnt inn í lend- ingu. Ef mikið af Tólfæringsskeri er upp úr, og enn fremur ef fleiri sker sjest á í kring um leiðina, eða þar í nánd, þá flýtur ekki þessi styttri leið, þ. e. frá því að komið var á merki þau, að Sundtrje og Láarvarða áttu að bera saman ; þegar svo er lágsjáað, skal beygja til útsuðurs þannig, að stefnt sje á Geitahlíð; þannig skal svo halda, þar til Gap- trje og Gapvarða bera saman (vestri merkin á öldunni), þá er smátt og smátt beygt inn eptir — þessi krókur er nokkuð mikið líðandi — og á að fara dálítið vestan við þau merki, þegar inn eptir er róið; svo skal halda þann- ig, þangað til komið er svo langt inn eptir, að ugglaust sje að vera kominn mn fyrir rif það, sem annars er farið yfir, þegar hásjáað er, eins og áður var sagt, að Sundtrje og Lávarða ættu að bera saman á. jpegar svo Gapmerkjum er sleppt, verður að fara eptir sjón úr því, en fyrst er beygt til austurs fyrir innan Láarrifið, en fyrir innan það rif er lón, og austur eptir því er róið; þegar er um fjöru, verður að komast næstum austast á lónið, en fyrir innan það er lágt rif, nærri au3tast á því rifi er skora, sem farið er inn úr, enda er þá einnig komið að kalla má ínn í lendingu. Langlííi manna eykst. Ameríkskur maður, Dr. Todd, forseti læknafjelagsins í ríkinu Georgía í Bandaríkjunum, hjelt í vor sem leið á ársfundi fjelagsins, sem haldinn inn var 1 borginni Atlanta, fyrirlestur »um langlífin, og sýndi þar fram á, hversu læknis- fræðin og heilbrigðisfræðin og skynsamlegri lifnaðarhættir hafa unnið að því, að lengja hina stuttu mannsæfi, og hve miklu betur er ástatt í þessu efni en »í gamla daga», sem svo opt er verið að vitna til. Læknir þessi fer engum gífuryrðum um þetta efni, en segir þó eins og satt er, að þetta sje mikið að þakka fleirum og betri lækuum, og að mann- dauði í hverju landi fari mjög eptir því, hve góð læknaskipun er þar. Mestur manndauði í Evrópu er í Rússlandi, frá 20 af 1000 á ári í Kúrlandi, og 22 af 1000 í öðrum Eystra- saltslöndunum, en í þeim fylkjum eru margir læknar; aptur á móti deyja 49 af 1000 í þeim hjeruðum ríkisins, þar sem læknarnir eru fæstir. Af börnum þeim, sem fæðast í Rússlandi, nær að eins helmingurinn sjöunda aldursári, og af 1000 sveinbörnum verða að eins 480 til 490 tuttugu og eins árs, og af þeim eru að eins 375 með góðri heilsu. Með allri sinni feikna stærð og mannfjölda hefir Rússaveldi að eins 15,414 reglulega lækna, og einn sáralækni handa hverjum 100,00 manna. I Bandaríkjunum er einn lækni handa hverjum 600 manna, og þar er minnstur manndauði í heimi að tiltölu, og þar næst á Englandi. Meðalaldur, sem nú má vænta að menn nái í Bandaríkjunum, er fimmtíu og fimm ár; í Englandi lifa menn í 50 ár í stöðunum að ineðaltali, en 54 ár til sveita. En á Rúss- landi er meðalaldur manna ekki nema 28 ár,. og í Chili eins ; en í Ellobed 1 Súdan(í Afríku) er meðalmannsaldur ekki nema tuttugu og þrjú ár. Meðalaldur í Rómaborg voru átján ár á dögum Cæsars, en er nú orðinn fjöru- tíu ár. A síðustu fimmtíu árum hefir meðalaldur á Frakklandi aukizt frá tuttugu og átta árum í hálft fertugasta og sjötta ár, og á dögum Elísabetar drottningar var meðalaldur Eng- lendinga ekki nema tuttugu ár. Framför þessa þakkar Dr. Todd meiri og betri þekkingu lækna nú á dögum en áður var, betra mataræði, meira hreinlæti, kúa- bólusetningunni, notkun »kínins» og annara hinna nýrri meðala. Heldur hann, að »kínin» hafi eitt saman bætt tveim árum við meðal- aldur mannameðal siðaðra þjóða. Ennmæcti nefna: fátíðari styrjaldir, vægari hegning í lögum og minni nautn áfengra drykkja víða um lönd en áður var. Einkennileg veiðiaðferð. Díiaskarf- urinn þykir hinn óþarfasti fugl hjer í Norður- álfunni; hann spillir veiði hvar sem hann kemur, og skemmir skógana, sem hann tek- ur sjer bústað í. Aður fyrri var hann taminn eða vaninn við að veiða fisk fyrir menn á Englandi og víð- ar. En það er víst langt síðan, að hætt var við það. En Kínverjar og Japansbúar hafa hann enn til veiða, og hafa góðan hag af. Kínverjar taka fuglinn með sjer út á fleka sína úr bambusviði. Um hálsinn á fuglinum er málm’nringur eða band, svo að hann get- ur ekki gleypt fiskinn, sem hann nær í. Nú er fuglinum ýtt út í sjóinn, og stingur hann sjer þá jafnskjótt. jpegar hann hefir náð í fisk, kemur hann upp aptur, og ætlar nú að gera sjer gott af fiskinum og gleypa hann, en getur það ekki; hann syndir þá að flekanum og þar nær maðurinn í hann og tekur af honum fiskínn; en opt kostar það langa baráttu. Japansbúar nota opt dílaskarfinn til þess að veiða silungstegund, sem þar er í ám, og þeir kalla «Ai». þessi fiskur þykir sælgæti, og er dýrastur allra fiska, sem í eða við Jap- an veiðast. Hann verður rúmlega 1 fet á lengd, silfurhvítur að lit, með gulum bletti sínum hvoru megin. Amerískur maður, sem ferðaðist í Japan í hitt eð fyrra, var sjónarvottur að þessari veiði, og lýsir henni þannig: Hinn 8. september lögðum við á stað kl. 8 um kveldið; því að fuglinn veiðir ekki nema á náttarþeli. J>að var tunglskin og bjart veður, og ekki gott til að veiða, eptir því. sem mjer var sagt. Ain rann i tveim breiðum kvíslum og var ákaflega straumhörð. Maðurinn, sem fuglinn átti, beið vor á ár- bakkanum með blys í hendi. Fuglinn sat á steini rjett hjá honum, og fældist ekki. Um hálsinn á fuglinum var bundið band, til þess

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.