Ísafold - 25.09.1889, Síða 3
307
laus verður fyrir slíkum álygum, að gremj-
ast það, að liggja varnarlaus undir slíku.
Vjer skorum á hvern þann mann, karl eða
konu, sem borið hefir okkur, eða nokkurn
hjer úr sveit, fyrir nokkurri ófrægðarsögu um
sóknarprest okkar, að gefa sig fram opinber-
lega, svo að við getum rekið lygar hans of-
an í hann. það mundi ekki vera kallaður
vottur um sanna menntun hjá okkur Olves-
ingum, ef við værum að pukra út slíkum sög-
um, og bera aðra fyrir þeim, um valinkunn-
an mann, en þyrðum ekki að koma fram úr
skúmaskotunum, þegar á okkur væri skorað.
Hvernig slíkt ber að skoða hjá þeim inn-
búum höfuðstaðarins, sem í hlut kunna að eiga,
skulum við ekkert um segja; en við vonum
að almenningsálitið velji þessu og því um
líku háttalagi það nafn, sem það á skilið.
Við getum öruggir lýst því yfir, að hafi
nokkrar ófrægðarsögur verið hafðar eptir
okkur hjer, þá hefir sögumaðurinn farið þar
með helber ósannindi. Við getum ekki sagt
og okkur hefir aldrei dottið í hug að segja
nema gott eitt um sóknarprest okkar, og öll-
um hans sóknarbörnum mun vera það mjög
móti vilja, að missa hann.
Sjera ísleifur þarf ekki okkar vottorð um,
að hann er bæði lipur og góður prestur, mik-
ils metinn og dugandi maður í fjelaginu,
þýður og þægilegur bæði við börn, sem hann
uppfræðir, og fullorðna, sem leita ráða eða
hjálpar til hans, og virtur og elskaður af öll-
um, sem hann þekkja, bæði sem maður og
embættismaður, enda vitum við ekki til að
hann komi nokkru sinni fram öðruvísi en
sem prúðmenni oggóðmenni. þetta vita þeir
allir, er síra Isleif þekkja og satt vilja um
hann segja. Ætli það standi ekki líkt á með
þessar sögur, sem hafðar eru eptir okkur,
eins og með guðlöstunar-glamrið, sem svo
rækilega hefir verið rekið ofan í þessa vel-
viljuðu frjettabera? Við teljum víst, að þær,
eins og það, sje sprottnar upp í þeirra eigin
höfði.
Við þurfum sjálfsagt ekki Reykvíkingum
ráð að gefa í kosningarmálum; en við viljum
þó minna þá á málsháttinn forna: »Róf er
bezt í hverjum leik«; og þó það sje aldrei
nema lofsvert, að hvetja menn sem mest til
að taka þátt í öllum kosningum, þá er þó
betra að hafa eitthvað sínum manni eða
málstað til stuðnings annað en það, að bera !
tilhæfulausar hraksögur á þann, sem á móti ^
er, og nefna til sem sögumenn þá, sem aldrei
hafa látið sjer slíkt f hug detta, hvað þá lát-
ið sjer sh'kt um munn fara. jpetta er allt
annað en drengileg aðferð, einkum ef þeir,
sem hlut kunna að eiga, eigi þora nú að
gefa sig fram með nafni, þegar á þá er skor-
að um það.
Olvesbreppi í september 1889.
J. Arnason. Iv. Jónsson. J. Helgason.
H. Böðvarsson. S. Steindórsson. G. Símonars.
H. Eiríksson. B. Jóhannsson. G. Guðmundss.
E. Gislason. E. Bjarnason. V. Árnason.
G. Eyjólfsson. E. Hannesson. H. Hannesson.
p. Grímsson. B. Eyjólfsson. G. Guðmundsson.
S. Gislason. J. Jóhannesson. H. Sigurðsson.
G. Danielsson. S. Pálsson. M. Olafsson.
p. Loptsson. S. Eiríksson.
í Kjósarhreppi, að gefa sig fram og sanna
: skuldir sínar fyrir undirskifuðum skiptaráð-
| anda. innan 6 mánaða frá síðustu birtingu
, auglýsingar pessarar.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 14. sept. 1889.
Franz Siemsen-
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 og o. br. 4. jan.
1861 er hjer með skorað á alta pá, sem til
skuldar telja í dánar- og fjelagsbúi Helga sál.
Helgasonar, óðalsbónda á Lambastöðum í
Rosmhvalsneshreppi, er andaðist hinn 15. apr.
p. á., og eptirlátinnar ekkju hans Steinunnar
Gísladóttm, að gefa sig fram og sanna skuldir
sínar fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda inn-
an 6 mánaða frá siðustu birtingu auglýsingar
pessarar.
Skrifslofu Kjósar- og Gullbrsýslu 14. sept 1889.
Franz Siemsen.
T o m b ó 1 a.
AUGLYSINGAR
1' samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu Geirs kaupmanns Zoega og að
undangengnu fjárnámi í dag, verður bœr
Andrjesar Gislasonar í Sauðagerði, samkvæmt
Lögum 16. descmber 1885, 15. gr., og með
hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817, seldur
til lúkningar veðskuld, að upphœð 172 kr.
67 a., auk kostnaðar, við 8 opinber uppboð,
sem lialdin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu
bœjarfógeta miðvikudagana 2. og 16. október
p. á. og hið 3. og siðasta % bænum sjálfum
miðvikudaginn 30. október nœst á eptir.
Uppboðin byrja kl. 12 á hád. ofannefnda
daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á
skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð.
Bæjsufógetínn í Reykjavík 24. september '889.
Halldór Daníelsson.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 og o. br. 4.
jan. 1861 er hjer með skorað á alla, sem til
skulda telja í dánarbúi Hafliða porsteinssonar,
er andaðist hinn 28. júlím. p. á. að Litlabýli
Að þar til fengnu leyfi yfirvaldsins heldur
Good-Templarafjelagið í Hafnarfirði Tombólu,
síðast í næstkomandi Októbermánuði. Fyrir
því leyfum vjer oss undirrituð virðmgar-
fyllst að skora á alla góða menn, innan
Reglunnar og utan — sem unna reglu og
góðum siðuvn, að styrkja þessa tombólu vora,
annaðhvort ineð peningum eða hlutum til
til tombólunnar, sem af oss undirrituðum
verður meðtekið með þakklæti.
Gjöfum í því efni veitum vjer undirrituð'
móttöku.
Hafnarfirði 23. sept. 1889.
Jón A. Matthiesen. Jón Bjarnason.
Theodór A. Matthiesen. Guðrún Jónsdóttim
Helga Arnadóttir. Kristín Árnadóttir.
Ástríður Guðmundsdóttir. Eyólfur Illugason-
Ingvar Vigfússon. Matthias Matthiassen.
Magnús Th. S. Blöndahl.
Litunarefni
vor, sem alstaðar eru viður-
kennd ágæt að vera og sæmd
voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888,
enda eru hin einu litunarefni í verzlunum, er
samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð-
ing,—hin einu litunarefni, er hver húsmóðir
getur litað með fljótt og auðveldlega eins
fallega og beztu litarar, fást hjá herra P.
Thorsteinsson, Bíldudal.
Buch’s Farvefabrik.
Studiestræde 32. Kjöbenhavn K.
Trumbusveinninn.
Ijósum bregða fyrir um vígvöllinn hingað og
þangað. það voru vinir og vandamenn þeirra
er fallið höfðu, að kanna valinn og leita
þeirra, með skriðljós í hendi. Oðru hvoru
heyrðist hjúkrunarvagninum ekið um völlinn
fram og aptur, til að hirða þá sem lífsmark
fannst með, og var farið með hverjar börurn-
ar eptir aðrar yfir í læknistjaldið, og hafði
læknirinn nóg að gjöra þar alla nóttina að
taka af limi og binda um sár manna.
Einn meðal þeirra, sem voru að kanna val-
inn þessa nótt, var lúðrarinn þriggja álna.
Hann hafði misst fjelaga sinn, trumbusvein-
inn, og var alveg óhuggandi. Hann spurði
hvern, sem hann hitti, með grátstaf í kverk-
unum, hvort enginn hefði sjeð hann Edda
sinn aumingjann. Hann gat varla á fótum
staðið fyrir þreytu, en var þó allt af á reiki
til og frá um vígvöllinn að leita að Edda.
Stundum staldraði hann við og hleraði eptir,
hvort hann hevrði ekki trumbuslátt; hann
vissi, að Eddi mundi ekki hafa sleppt trumb-
unni sinni lifandi, og að hann munái láta
til sín heyra á hana meðan hann gæti hreyft
fingurna. Loks heyrðist honum eins og eitt-
hvað bæri fyrir eyrun, er líktist ofur-linum
trumbuslætti; hann leggur við hlustirnai# nú
heyrðist það aptur; hann þóttist þekkja, að
þetta væri trumban hans Edda síns.
Hann gekk á hljóðið eða hljóp raunar eins
og liann gat fæturna togað, svo ljemagna sem
þeir voru. það kom úr laut gegn um hæð, sem
þjóðvegurinn lá eptir; þar hafði verið mikið
mannfall um daginn. Hann stikaði yfir
dauðra manna búka og hestskrokka og skrik-
aði fótur öðru hvoru í blóðtjörnunum, en hjelt
áfram á hfjóðið.
Loksins kemur hann auga á Edda litla.
Hann sat þar í brekku, og hallaði bakinu
upp við trjástofn; trumban hjekk á grein við
hliðina á honum, svo lágt, að hann gat náð
til hennar með hendinni.
»Ert það þú, Gunnar?« segir hann með
veikum róm. »Heyrðirðu í trumbuni minni?
Gef mjer að drekka!«
Hann þreif til nestispela Gunnars. Gunn-
ar setti hann á munn honum og Ijet hann
fá sjer sopa. Hann lagðist á knje hjá svein-
inum og segir: »Hvernig líður þjer núna,
líddi minn?«
»Ekki meira en svo vel», svaraði Eddi..
»|)ú rnátt bera mig núna, Gunnar minn, eins
og fyrri; nú eru báðir fæturnir af.«
Gunnar laut niður og sá, að fallbyssu-kúla
hafði skellt báða fæturna af sveininum, og
var vafið ólar-axlaböndum um stúfana. »Hann
þarna hefir gert það«, segir Eddi, og bendir á
dauðan dáta úr liði sunnanmanna, er lá á
grúfu fyrir framan Edda, og hafði rifið af
sjer axlaböndin, áður en hann gaf upp önd-
ina, og reyrt þau um lærin á fjandmanni
sínum, til þess að houum skyldi ekki blæða
til ólífis.
»Heldurðu að jeg deyi, Gunnar?« segir
Eddi með veikum róm. »Maðurinn þarna
hjelt þaðekki; hann sagði, að læknirinn gæti
gert við fæturna á mjer«.
Lúðrarinn lypti sveininum upp í fang sjer,
hægt og gætilega, og sá Eddi, að tárin runnu
niður eptir kinnnum hans.
»Af hverju græturðu, Gunnar?—Mundu
eptir trumbunni, að taka hana með; jeg get
ekki komið heim án hennar.«