Ísafold - 28.09.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1889, Blaðsíða 1
KLemux út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 78 Reykjavík, laugardaginn 28. sept. 1889. Útlendar frjettir. Khöfn 5. sept. 1889. Veðrátta óstöðug til þessa og rigninga- samt; er þetta grasvexti og heyafla til mik- 'illar viðrjettingar. Alstaðar látið svo í vorri álfu, að kornuppskeran verði miður en í ineðallagi. Danmörk. Af skyldfólki og venzlamönn- um konuugs vors og drottningar nú svo margt 'til þeirra komið á Fredensborg, að við hus- fylli liggur, og þó er enn á fleirum von. Gert ráð fyrir, að tala þeirra af tignu fólki, sem tekur þátt í afmælisfögnuði drottningar á laugardaginn (7. þ. m.), verði í kring um 40 eða þar yfir. Hjer eru þeir Rússakeisari og Georg Grikkjakonungur, Alexandra, drottn- ingarefnið frá Englandi, með mörgum barna sinna, eða flestum. Kemur þá að því, sem Danir segja: »rúm í hjarta, rúm í húsi«, en svo í munnmælum haft, að Rússakeisari hafi að eins tvö herbergi til ibúðar. Vinstrimenn að svo stöddu dottnir í tveunt, og viðureignin með meiri hluta þeirra og Bergs liðum fullt eins hörð og andvígið mót hægrimönnum. Kosningarnar nýju koma ekki fyr en í janúar. Noregur og Svíaríki. Mikið um funda- höld vinstri manna í Noregi til að tryggja atfylgið á þÍDginu og yfirburði atkvæða í höfuðmálunum. Gert ráð fyrir, að kröfunni um fullt jafnstæði gagnvart Svíaríki í utan- ríkismálum verði fram haldið á komanda þingi, og nýmæli fram borin um breyting á fánamerki Noregs. Blöðum vinstrimanna liggja nú betur orð en fyr til Emils Stangs 'og hans sessunauta í stjórninni, og þeir hugga sig við, að hann hneigi sig fyrir at- kvæðastyrknum þegar þar að kemur. 2. sept. byrjaði fræðimannafundurinn (órí- entala og óríentalista), sem minnzt var á í seinustu frjettum. Oskar konungur bað ’þá velkomna á frönsku, og mæltist honum snilldarlega, sem vant er. Á fundum og í við- tali kvað það vera enskan, sem Evrópumenn þrífa helzt til, þegar hinum verður örðugt að skilja. Á ensku sneri prestur sóldýrkenda -—Parsa — frá Bombay því þakklæti til kon- ungs, sem hann flutti fyrst á parsnesku. Annars voru þar ræður haldnar á 20 málum. Veizluhöldin og viðhöfnin í Stokkhólmi 'með stórkostlegasta móti. Sú veizla, sem 'forstöðunefnd fundarins heldur gestunum, er svo fyrirhuguð, að þar verði 16 rjettir, en í stað borðmiða prúðletraður bæklingur á 48 'hlaðs., þar sem við rjetti og nöfn vína standa Vers eða orðskviðir á austurlanda tungum (og fleirum), fornum og nýjum (t. d. sanskrít, fornegipzku, Babýlonarmáli og hebresku). í miðjum mánuðinum gista fundarmenn Kristj- aníu. Eitthvað um 2000 bóka, sem fundurinn hefir fengið frá ýmsum stöðum, eignast há- skólinn í Uppsölum, en öll tvítök ætluð Kristjaníuháskóla. England. Undir þinglok var gengið hart að stjórninni og krafizt skila fyrir, hvort England hefði í nokkru bundizt um fylgi við þrenningarsambandið (þýzkaland, Austurríki og Italíu). Hjer fyrir allt tekið, en mörg- um þótti Fergusson, undirstjóri utan- ríkismálanna, fara heldur undan eða í króka er beinustu svara var beiðzt. Annars þykjast flestir vita, að Englendingar muni heldur styðja bandaveldin, ef til stórtíðinda dregur á meginlandinu, og þeir láta þau til sín ta.ka. Mikið verkfall byrjað í Lundúnum, er meir en 100 þús. verkmenn hafa gengið frá vinnu við hafnlegustöðvar eða farmtekju og affermingar. Var þess synjað, er þeir beidd- ust, að sjer yrði svo vilnað í, að kaupið yrði 45 aurar fyrir hvern dagvinnutima. Eptir þessu breytt í Liverpool og víðar, en þegar þetta var skrifað, barst þaðan, að eigendur hafnarstöðva hefðu látið undan. Vera má, að þetta dragi eigi meira eptir sjer, og hjá me'ri vandræðum verði komizt, en þau nóg að að sinni, er mörg hundruð skipa ná hvorki farma að taka eða koma þeim af sjer. Þýzkaland. Hjeðan allt hið vildasta að herma: vinfengið treyst við Englendinga í heimsókn Vilhjálms keisara hjá ömmu sinni, bræðraböndin rammhnýtt við Austurríki við komu Jóseps keisara til Berlínar, en íbúarn- ir í Elsass-Lothringen sýndu nýlega í fagn- aðarviðtökunum við keisara sinn og drottn- ingu hans, í hver hjartnatengsli þeir eru við þýzkaland komnir. Eiui depillinn á þessari heiðbirtu er, að Rússakeisari kemur vart til Berlínar í ár, og menn ætla það ekki fjarri fara, að Frakkar standi íframar en þjóðverj- ar, hvaðherbúnaðinn eða vígbúninginn snertir. »En við því má snögglega gera«, segja þýzku blöðin. Frakkland. Boulanger og þeir vinir hans Dillon greifi (sem hann kallar sig) og Roche- fort, ritstjórinn alkunni, eru dæmdir til varð- halds í kastala, en njóta enn griðavistar sinnar á Englandi. Boulanger sendir hvert ávarpið á fætur öðru til þjóðarinnar, eggjar lið sitt til afreksverka við kosningarnar —• 22. þ. m. — og kallar að þar muni rjettum dómi lokið á mál sitt. Níðsyrðin ekki spör- uð við þá sem í völdunum sitja á Frakklandi og haft í þungum heitingum við þá og þeirra fylgiflokka. »Hart á móti hörðu«, segir stjórnin, og hún gerir þá alla ræka úr embættum, bæði í um- boðsstjórn og hernum, sem verða uppvísir að fylgi við Boulanger, en býður hjeraðsstjórum og borga, að tálma öllum birtingum eða með- mælum til kosninga frá hinum dæmdu. Á því, að þjóðveldissinnar hljóti fullan sigur við kosningarnar, leikur lítill efi, en á hinu meiri, hvernig misklíðunuin lýkur, þar sem máli skiptir um endurskoðun ríkislaganna. Jpað er þetta, sem glæðir vonir einveldissinna um, að vinna þjóðveldinu að fullu. Mannsmegnið sama til sýningarinnar og gullburðurinn til Parísar frá öllum löndum veraldar. Sagt, að Parísarbankinn hafi aldr- ei átt öðrum eins gulldyngjum að fagna og nú. Edison, hugvitsmeistarinn mikli frá Ameríku hefir nú dvalið nokkurn tíma í París, þar sem flestar töfrasmíðar hans eru sýndar — auðvitað svo tignaður af öllum, sem honum ber og verkum hans hlýðir. Til Eiffelturns- ins þykir honum mikið koma, sem fleirum, og uppi á einum pallanna drakk hann það fyrsta glas víns, sem hann á að hafa látið látið renna sjer niður, til heiðurs við höfuð- smiðinn. Austurríki. I Vín hjeldu náttúrufræð- ingar og mannfræðingar fund með sjer mán- uðinn sem leið. jparsýndi Virchow próf. (frá Berlín) fram á, að vísindin yrðu að svo komnu að kalla það hugarburð einn, sem kenntværi um kynrakning mannsins frá lægri dýrateg- undum. Italía. Landnám Itala við Rauðahaf á nú því meira gengi að fagna, sem Menelek Abessyníukeisari hefir sent sendinefnd til Umbertós konungs með stórgjöfum og lotn- ingarfullum vinmælum. Manntjónsfregn. SÚ borin frá Vakay- ama (við Osaka) á Japan, að árhlaup hafi orðið 10,000 manna að líftjóni, en gert 10,000 húsnæðislausa. íslenzk rjettritun. Eptir yfirkennara H. Kr. Friðriksson. I. jpað má með sanni segja, að þessir tímar eru miklir byltingatímar hjer á íslandi. Ekk- ert má standa óhaggað ; öllu verður að breyta, hvað sem það svo er, og sá þykist mestur maðurinn, sem með flestar kemur breytingar- uppástungurnar, og almenningur er opt held- ur fús til að taka þessum breytingaruppá- stungum hugsunarlítið. Jeg hef sannarlega eigi á móti breytingum, og er alls eigi hrædd- ur við þær, þótt gamall sje, en jeg vil þó, að breytingin sje til einhvers gagns. Sje breytingin til hins betra í einhverju efni, þá er sjálfsagt að taka henm; en sje breytingin gjör einungis til þess að breyta, og ekkert þarft leiði af henni, þá skil jeg eigi, hvers vegna breyta á. Slík breyting getur eigi til annars leitt, en að það, sem breytt er, fer í fyrstu í mestu handaskolum ; það skyldi þá vera, að danski málshátturinn rættist: »For- andring frydern. En sje breytingin til hins verra, þá sjá allir, að betra er óbreytt. Af þeim sökum verður að gæta þess, áður en breytt er, hvort nokkurt gagn leiðir af breyt- ingunni eða eigi. En mjer virðist, að á þessum tímum komi fram margar breyting- aruppástungur, án þess uppástungumenn hafi lagt það niður fyrir sjer, hvert gagnið verði að breytingunum; og ýmsir komi fram með uppástungur til breytinga einungis af hje- gómagirni og til þess að láta aðra taka eptir sjer, og ætla, að þeir sjeu fjarskalegir vitr- ingar, einstakir framfaramenn og dæmalausir ættjarðarvinir. j?eir þykjast vita, að trani þeir sjer eigi sjálfir fram, þá verði þeirra dýrð engin. En þeir binir sömu verða að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.