Ísafold - 28.09.1889, Blaðsíða 2
310
gæta þess, að þótt þeir geti fengið aðra á
sitt mál um stundarsalrir, þá verður optast
skammgóður vermir að þeirri mannhyllinni.
Ein af hinum mörgu byltingatilraunum er
nú sú, að breyta stafsetningu þeirri í íslenzku,
sem nú mun vera almennust orðin, og fara
að skrifa eptir framburði. það má reyndar
með sanni segja, að á síðari tímum hafa
margir kákað við rjettritun íslenzkunnar,
enda þótt grundvöllurinn sje hinn sami, það
er að segja fornmálið, eins og það kemur
fram í riturn fornmanna, lagað eptir fram-
burðinum 'að svo miklu leyti, sem uppruni
og eðli málsíns leyfir, eða með öðrum orð-
um: að svo míklu leyti sem rjettur og skýr
framburður getur samþýðzt upprunanum.
f>etta kák hefur á síðari tímum verið mjög
breytilegt, og sumir hinir lærðu mennirnir
bafa sjálfir játað, að þetta kák þeirra væri
þannig lagað; að þeir vildu eigi ráða nein-
um, að taka upp, ritbátt sinn ; því að enguin
mundi takast að hafa hann rjettan. En af
hverjueruþessar káktilraunir,sín í hvertskipti,
nema af því, að höfundarnir sjá eigi, hversu
mikilsvarðandi það er,; að Islóndingar riti
tungu sína allir eins, og hafi allir sömu
rjettritun, svo áð þessi hringlandi hyrfi, sem
hingað til hefur á henni verið, og ef svo
væri, þá mundi nemendunum veita hægra,
að" forðast villurnar, enda mundu þær þá
eigi margar verða. En hversu má það öðru-
vísi vera, en að ritmálið verði fullt af vill-
um, þegar nemendur, eða þeir, sem hafa
eigi hugsað tungu vora svo vandlega, að þeir
hafi sjálfir smíðað sjer reglur fyrir rjettritun
sinni, sjá sama orðið ritað með ýmsu móti,
og þá er jafnvel hinir ýmsu kennendur, ef
eigi leggja fyrir nemendurna, þó leyfa þeim
að skrifa sömu orðín, sinn með hverju móti
og með sínu móti í hvert skiptið? jpað ligg-
ur í augum uppi, að nemendurnir venjast á
þetta hringl; þeim veitir örðugt að fylgja
föstum reglum, enda hirða ef til vill alls eigi
um það.
Nú á hinum verstu og síðustu tímurn vill
dr. Björn M. Ólsen koma þeirri reglu á, að
Skrífa eptir framburðinum ; en úr því hann
vill þó eigi breyta, líklega núna fyrst um
sinn, nema einum fjórum atriðum í þeirri
rjettritun, sem nú tíðkast almennast og sem
jeg hef, þá get jeg eigi kallað það annað en
kák eitt. Hann segir sjálfur í fyrirlestri
sínum »Um stafsecning#, að afdrif Fjölnis-
rjettritunarinnar sýni það áþreifanlega, að
framburðurinn sje eigi einkaregla stafsetn-
ingarinnar; en segir þó, að hún ætti að vera
það. Ef framburðurinn ætti að vera einka-
reglan, hví á þá eigi að taka hana upp í
öllum greinum ? Jeg ætti þá að skrifa hvert
orð eins og jeg ber það fram ; dr. Björn M.
Ólsen mundi sjálfsagt rita, eins og hann
ber orðin fram; hinn holgóma maður ætti að
rita, eins og hann ber orðin fram; hinn
blesti eptir sínum framburði, og sá, sem
stamar, eptir sínum framburði; en þá yrði
rjettritunin heldur breytileg, að jeg ætla.
En er það þá víst, að allir gætu stafað orðin
éptir framburðinum ? Nei, alls eigi. Svo
sem dæmi þess get jeg talið, að það er mjög
títt, að skrifa t. a. m.: nhöfðingan fyrir nhöfð-
ingjan, nkirka« fyrir »kirkjan, nleigan fyrir
»leigja«, og þar fram eptir götunum, og svona
talar þó enginn Islendingur mjer vitanlega1.
1) Svo sem dæmi þess, hversu föst rjettritunin
mundi verða eptir framburðinum, má getá Jiess,
að dr. Finnur Jónsson segir í grein sinni í ísa-
fold XVI, 70, að hvert mannsbarn á íslandi beri
Og sem sýnishorn, hvernig stafsetningin
mundi verða, set jeg hjer nokkur dæmi úr
brjefi, sem jeg fjekk í surnar frá greindum
manni, sem sjálfsagt styðst við framburðinn:
»Heiðraði ven«; »umönnonn«; »hœkt«; »ferir«;
»sétt' af hverju«; »hiða«; »nauðseimlegt«; »van-
rœði«, o. s. frv. Sýna eigi þessi dæmi ljós-
lega, að framburðurinn ætti að vera einka-
reglan fyrir stafsetningunni? Eða hvar á
staðar að nema ? Ef framburðurinn ætti að
vera einkareglan fyrir stafsetningunni, þá er
jeg hræddur um, að mörg yrði gátan í tung-
unni ritaðri. þær yrðu talsvert fleiri en gamla
gátan : »Margt er smátt x vetling mans; gettu
sans«, o. s. frv. Hver gæti í það ráðið, að
»sans« á að vera eig. eint. af nafnorðinu
sandur«, þegar hann sæi svona ritað? Eptir
þeirri einka-reglu, að skrifa eptir framburói,
fæ-jeg eigi betur sjeð, en að engin aðgrein-
ingarmerki ætti við að hafa í ritmáli voru;
vjer segjum þau aldrei, og þó skiljum vjer
hvern annan fyrir það; en mundi eigi hugs-
unin verða stundum óljós og vafasöm í riti,
ef öllum aðgreiningarmerkjum væri sleppt ?
Og hví erum vjer svo opt í vafa um, hvernig
taka eigi saman fornar vísur, þótt orðin sjeu
öll Ijós, nema fyrir þá sök, að fornmenn
höfðu svo lítið aðgreiningarmerkin ? Mörg
vísan er skilin ýmislega beint af þeim sök-
um og engum öðrum. Eins verður mörg
vísan mjög torskilin vegna skakks ritháttar.
Hið sama yrði ofan á með rit vorra tíma,
að þau mundu víða verða torskilin síðari
tíma mönnum, ef nú væri farið að rita allt
eptir framburðinum, eins margbreyttur og
hann er. Vjer viljum sannarlega eigi spilla
tungu vorri; vjer teljum oss það til ágætis,
að vjer höldum enn forntungunni að öllum
grundvellinum til óbreyttri; og vjer viljum
halda henni óspilltri svo lengi sem auðið er;
en þá verðum vjer einnig að halda grund-
vellinum óbreyttum; því að sje honum breytt,
þá má eiga það víst, að hitt annað í tung-
unni muni bráðum hrynja, og að síðustu allt
falla i' rústir, og berast burtu smásaman,
svo að allt er horfið innan skamms.
Leiðir og lendingar í Arnessýslu.
IV. Músarsund,
skammt fyrir austan Stokkseyrarsund.
1. »Loptsstaðahóll» er einstakur stór hóll, sem
ber rjett fyrir innan Eyjafjallajökul, þegar
inn undir Músarsund er komið.
2. »01nbogi» er kallaður tanginn, sem lengst
skagar fram á brimgarðinum fyrir austan
Músarsund eða beint fram undan Ira-
gerði.
3. »Stálsvarða» er kölluð varða sú, sem er í
fjörunni inn við sandinn fyrir vestan vestra
. íragerði, eða beint niður undan háa bakk-
anum, sem önnur varða stendur á.
4. »Kerlingarberg» er stórt sker, með klettum,
sem er fyrir neðan Kaðlastaði þar inn við
sandinn.
5. »Saltkistur» eru kölluð tvö hús á sandinum
fyrir austan kírkjuna, beint upp undan
»Snepilvörðunni».
þegar að Músarsundi er komið, skal ekki
liggja grynnra en svo, að »Loptsstaðahóll»
beri í dýpsta fallið (sem sjórinn tekur) á
fram kononum, mönnonum, hundonum. það sýnir,
hve sterkur hann er í framburðinum. A þá eigi
lika að skrifa: hönum f. honum?
»01nboganum» (sbr. tölul. 1. og 2.), og hvorki.
austar nje vestar en svo, að »Stálsvarðan» og
varðan, sem er á háabakkanum fyrir vestan
Vestra-íragerði (sbr. tölul. 3.), heri saman;
þó má varðan á bakkanum vera svo mikið
vestur úr »Stálsvörðunni», að þær sjeu lausar
hvor við aðra ; svo má halda það austur, að
þær sjeu fullkomlega komnar saman, þegar
inn fyrir stóru flúðina er komið, sem er ut-
ast að austanverðu við sundið ; taki þá stórt
fall í flúðina, er bezt að geta haldið beint
undan sjónum , en fara þó ekki vestur af
merkjum. þannig skal halda, þar til Sund-
varðan á Stokkseyrarsundi er komin það nærri
»Kerlingarbergi» (sbr. tölul. 4.) að framan, að
»klyfjafært» sje á milli; á að halda vestur eptir
þeimmerkjum, þar til kirkjan ber í austuröxlina
á Ingólfsfjalli, ög er þá komið að svonefndri
»Kirkjulág»; mið á henni eru : að »Snepil-
varðann beri í miðja vestri »Saltkistuna» (sbr.
tölul.ð.). Erá þessu verður að halda eptir sjón-
hendingu ; en bezt að halda vestur á við.
Athgr. Sje svo lágt í sjó, að steinar sjáist
upp úr »Tröll-lendum» (þ. e. langur stórgrýtis-
garður vestan við »Músarsund»), þá flýtur
ekki »Tröll-lendarif», sem er á leiðinni, þegar
beygt er vestur af »Músarsundi», og Sund-
varðan er rjett inn við »Kerlingarberg», og
verður þá að bíða þar, þangað til flýtur.
Y. Herdísarvílcursund.
Sundið byrjar, þegar varðan, sem er að>
vestanverðu á kampinum, ber í Geitahlíðar-
horn, þá á Sundvarðan—sem trje með grind
stendur í, og er á gerðiskampinum — að bera
í austasta hamarinn í fjallinu vestan til við
Mosaskarð, og skal halda þeim merkjum alla
leið inn undir klappir, að austanverðu við
Bótina; svo verður að beygja vestur fyrir
klappirnar í Bótina. Blindsker eru ekki, en
boðaslóð er að austanverðu við sundleiðina,.
og er kallað Prettur.
VI. Stokksvíkursund í Selvogi.
Sundið byrjar, þegar Snjóhúsavarða ber
laust fyrir framan Hólminn (eða á »Brún»,
sem kallað er), og þá eiga að bera saman 2
vörður, önnur er á kampinum fram undan
Götu, hin er nokkuð fyrir ofan túnin, á hól
í heiðinni, og kallast Bjarnastaðastekkjarvarða
(enda er hennar að leita þar upp af). þess-
ar tvær vörður eiga að bera saman, og í
austustu hnúkana á Selvogsheiði. þessari
Stefnu á að halda, þar til að Snjóhúsavarða
er innan til í Skötuhólma, sem er á milli
Stórahólms og Bjarnastaðaklappa: þá á að
bera saman varða á kampinum vestan til við
Naustin (í henni er trje með grind), við vörðu
skammt fyrir ofan þorkelsgerðistúnið, og í
hæsta nýpinn á Svörtubjörgum að austan-
verðu; er nú hinum fyrri sundmerkjum sleppt,
en þessi tekin (og lagt í innra sundið, sem
kallað er, því hitt kallast ytra sund), og þeim
haldið inn á móts við Goltanganef, sem er á
vinstri hönd, þá maður snýr til lands; er svo
farið inn með Goltanga og inn á milli tveggja
skerja; heitir það, sem á vinstri hönd er,
Flæðisker, en það, sem er á hægri, Sveins-
klettur; þegar komið er inn fyrir þessi sker,
er haldið beint í vörina, sem sjest þá niður
undan Naustinni (það er dálítið beygt vestur
á við til þess að komast inn á milli skerj-
anna), og farið heldur nær Sveinskletti.
þegar brim er og hásjáað, þá er haldíð
beint frá Goltanganefi, þannig, að Sveinsklett-
ur verði á vinstri hönd, og Slampasker á
hægri, og svo sjónhending í vörina, þegar