Ísafold - 09.10.1889, Blaðsíða 2
322
þegar verið var að lögleiða hina eldri tolla;
en reynslan hefir engan veginn staðfest þann
spádóm. Dylgjur um tollsvik hafa heyrzt
nokkur hin síðari árin; en það eru efalaust
mest ímyndanir, sprottnar af því, hve toll-
tekjurnar hafa gengið saman. það er harð-
ærið og bindindishreyfingin, sem valdið hefir
brennivínstolls-rýrnuninni, með þeim hætti
eigi hvað sízt, að kaupmenn hafa minnkað
sjálfkrafa aðflutning áfengra drykkja, til að
sneíða hjá hinum miklu tollútlátum, sem
verzlunin rís miklu miður undir í slæmum
árum en góðum. Gætu bændur hjer á landi
almennt gengið jafnöruggír til bókar og
hreinsað sig af tíundarsvikum, eins og kaup-
menn af tollsvikum, mundi óþarfi að gera
svo miklar kvartanir út af því. Talsverða
verkun munu og hinar háu sektir fyrir toll-
svik hafa, allt að 1000 kr., auk tvöfaldrar
sektar á við sjálfa tollupphæðina, sem undan
er dregin, og er það nú þegar uppljóstar-
menn eiga að fá helming sektanna.
Að kaupmenn mundu tvöfalda tollinn, til
þess að ná sjer niðri fyrir að þurfa að svara
honum út í peningum fyrir fram, var eitt,
sem menn báru kvíðboga fyrir, þegar verið
var að ræða tolllögin, og þótt reynslan hafa
sýnt það með vínfangatollinn. En aðgætandi
er, að samgöngur eru nú orðnar svo greið-
ar við önnur lönd og pöntunarsamtök svo
algeng, að kaupmenn eiga á hættu að missa
mikið af verzluninni með hinar tollskyldu
vörur, ef þeir fara ekki nokkurn veginn hóf-
lega í að leggja ofan á tollinn.
ENSKUNÁMSBÓK MEÐ HLJÓÐFBÆÐ-
ISÁGRIPI eptir Geir T. Zo'éga. Reykjavík.
Isafoldarprentsmiðja 1889. þessi litla bók
bætir úr skorti, sem lengi hefir verið tilfinn-
anlegur, bæði fyrir enskunámsbyrjendur og
einkum þó fyrir enskukennara. þótt hinar
fáu enskunámsbækur, sem áður hafa verið
gefnar hjer út, hafi hver um sig haft sína
kosti til að bera, þá hafa þær þó allar veru-
lega galla, sem mjög spilla kostum þeirra.
Herra Zoéga hefir heppnazt að sneiða hjá
þessum ýmsu göllum, og hefir samið kennslu-
bók, sem er einkarvel löguð til að hafa við
kennslu í skólum oghin hentugasta fyrir þá,
sem stunda enskunám tilsagnarlaust. Fyrir-
komulag bókar þessarar er svipað því, sem er
á »100 Timer«, sem flestir enskunemendur
þekkja. I kennslubókinni eru 61 námskaflar,
hver námskafli er þrískiptur, fremst í honum
eru enskar setningar, þá koma orðskýringar
og framburður, og aptast’stýlæfingar. Stýlæf-
ingar þessar eru mikill kostur við bókina, og
munu verða að miklu gagni, bæði fyrir nem-
endur og kennara. í hverjum námskafla
koma fyrir nokkur ný orð, og málfræðisregl-
urnar eru einnig settar smátt og smátt fram,
ein eða tvær í hverjum kafla, og er efnið
þannig valið í hvern kafla, að það skýri regl-
urnar. A þennan hátt fær nemandinn æf-
ingu í því að hagnýta sjer málfræðisreglurn-
ar um leið og hann lærir þær. jþessi kennslu-
aðferð ber mikið af eldri aðferðinni, að læra
málfræðina út af fyrir sig. I fyrstu náms-
köflunum eru að eins auðveldustu orð og
setningar, er smáþyngjast eptir því sem apt-
ur eptir dregur, svo að nemandinn á auðveld-
an hátt og eins og óafvitandi tekur framför-
um í málinu.
Eptir námskaflana koma 14 leskaflar ; byrja
þeir á ljettum setningum, sem smáþyngjast.
Á eptir lesköflunum kemur skýring á þeim
orðum í lesköflunum sem ekki hafa áður
komið fyrir.
Lestraræfingarna í allri bókinni eru vel
valdar.
Hljóðfræðiságripið er sá hluti bókarinnar,
sem auðsjeð er að höfundurinn hefir lagt
mikla alúð við og varið miklum tíma til. J>að
er torvelt og næstum ómögulegt að kenna
framburð í ensku með rittáknunum, en þó
hefir höfundinum tekizt það furðu vel. f>að
er eigi auðvelt að sýna á prenti ensk hljóð,
sem ekki eru til í íslenzku, og hafi höfundin-
um ekki tekizt það til fullnustu, er það af
því einu, að það er ómögulegt. Sumum mun
þykja það miður heppilegt, að hann notar
stafatáknanir, sem ókunnar eru í íslenzku; en
vór getum ekki verið á þeirri skoðun ; ókunn
hljóð rná gjaruan sýna með ókunnum tákn-
um; hvorttveggja þarf að læra.
Framburðarreglurnar eru, að svo miklu
leyti sem vjer getum um dæmt, rjettar, og
fullnægjandi til þess að ná skýrum og skilj-
anlegum framburði á ensku, ef þeim er
vandlega fylgt. I stöku atriðum erum vjer
þó ekki höfundinum að öllu samdóma ; þann-
ig mun hann leggja of mikla áherzlu á þá
reglu, sem viðgengst á Suður-Englandi, að
»r« hverfi víða alveg í framburði eða sje bor-
ið næsta lint fram; þetta er ekki almennt
einkenni enskrar tungu, og mundi að eins
valda ruglingi, ef fara ætti að kenna Islend-
ingum það. »Förnitshgr« og »sentsh9rí«, er
eigi rjettur framburður á furniture og century;
menntaðir Englendingar segja »förnítj9r« og
»sentj9rí«. En þetta er næsta lítilvæg atriði,
sem eigi rýra gagn bókarinnar.
Prentvillur sýnist óhjákvæmilegar í bókum
á útlendri tungu, og þessi bók er eigi með
öllu iaus við þær, en þær eru svo fáar, að
engin veruleg vandræði þurfa að verða að
þeim.
Bókin erhæfilega stór og verðið sanngjarnt.
Yfir höfuð er líklegt að hún verði að miklu
gagni við enskunám, og teljum vjer það ráð-
legt fyrir alla enskunámsbyrjendur, að útvega
sjer hana.
W. G. S. P.
Um Súes-skurð.skipaleiðinaum eiðiðmilli
Afríkuog Asíu, milli Miðjarðarhafs og Rauða-
hafs, fóru árið sem leið (1888) 3440 gufuskip,
þar af 2619 ensk. Arið áður (1887) 3137
gufuskip alls, sem tóku samtals 5,900,000
smálestir. Skipin, sem fóru um skurðinn
1888, tóku samtals 6,600,000 smálestir.
Tekjur hlutafjelagsins, sem á skurðinn, og
tekur leiðargjald af öllum skipum, sem um
hann fara, námu í fyrra 44 milj. króna, og
árið þar áður 40 milj. þetta fara þær vax-
andi.
Skurðurinn hefi verið umbættur að ýmsu-
leyti hin síðari árin, og er nú orðinn þeim
mun fljótfarnari, að þar sem skip voru að
meðaltali 36 stundir að komast hann endanna
á milli 1886, þá vora þau ekki nema rúmlega
31 stund að þvi í fyrra. Skip, sem hafa
rafmagnsljós, eru miklu fljótari, ekki nema
22f Btund að meðaltali, og eitt var jafnvel
ekki nema tæpar 14 stundir á leiðinni. |>að
var skemmtiskip auðmannsins Gordon Benn-.
etts, eiganda blaðsins New-York Herald í
Ameríku. Á náttarþeli mega ekki önnur
skip halda áfram eptir skurðinum en þau,
sem hafa rafmagnsljós; er þeim allt af að
fjölga. J>au voru 395 árið 1887, en 1611
árið eptir. Ekki mega skip rista dýpra en
24 fet til þess að komast eptir skurðinum.
Er því talin nauðsyn á að dýpka hann.
Járnbraut milli Englands og Indía-
landa, hins geysimikla ríkis Bretadrottn-
ingar í Austurheimi, hefir verið ráðgjörð í
sumar og áætlun lögð fyrir hinn mikla járn-
brautakóng enska, Edward Watkin, svo og
stjórnarherrann fyrir Indíalönd, Cross lávarð.
það er eitthvert hið stórkostlegasta fyrirtæki,
er nokkurn tíma hefir ráðgjört verið, hvað
þá heldur færzt í fang, en þó kváðu enskir
auðmenn og verkfræðingar engan veginn frá-
hverfir því. — Byrja verður á því, að grafa
járnbrautargöng undir sundið milli Euglands
og Frakklands, sem tekið hefir verið í mál
áður að vísu, en aldrei komizt nema á papp-
írinn. |>ó er það ekki talið alveg nauðsyn-
legt, heldur megi flytja járnbrautarlestina yfir
sundið á geysimikilli gufuferju. Svo á braut-
in að liggja suður allt Frakkland og Spán,
en hafa gufuferju á Njörvasundi og flytja á
henni brautarlestina í heilu líki suður á
Afríku-strönd, hjá bænum Tanger. Leggja
síðan járnbraut austur eptir endilangri norð-
urströnd Afríku, yfir um Egiptaland þvert,
yfir um Súez-skurð, austur Arabíu, fyrir botn-
inn á Persaflóa og út með honum að austan-
verðu og alla leið austur að borginni Kurra-
chee í Hindustan. J>ar taka við Indlands-
járnbrautirnar, og þá er allt búið.
Omerkingar- og frávísunardóm upp
kvað landsyfirrjettur 7. þ. m. í máli úr Suð-
ur-Múlasýslu, þar sem hreppsnefndin í Geit-
hellnahreppi liafði að nokkru leyti lögsótt
sjálfa sig til að uera reikningsskil, og ýmis-
legt fleira skrítilegt kom fyrir. Hafði vorið
1886 verið skipt um einn mann af 5 í hrepps-
nefndinni: Haraldur Ó. Briem farið frá, en
Stefán Guðmundsson verzlunarstjóri verið
kosinn í hans stað og gjörður að gjaldkera,
sem Haraldur hafði áður verið. Stefán kærði
þá »í umboði hreppsnefndarinnar« Harald og
hina nefndarmennina 4, er með honum (Har-
aldi) höföu verið í nefndinni og enn sátu í
henni með Stefáni, fyrir sáttanefnd til að
gjöra reikningsskil og skil fyrir innstæðufje
og öðrum eignum hreppsins, og ljet síðan
stefna þeim fyrir aukarjett »til borgunar allir
fyrir einn og einn fyrir alla og reiknings-
skila og málskostnaðarútláta«. Fór það mál
svo fyrir undirrjetti, að þeir Haraldur og
hinir hreppsnefndarmennirnir 4, er voru
hvorttveggja í senn: stefnendur og stefndir í
málinu, voru dæmdir 6. febr. 1888 til að
borga fátækrasjóði Geithellnahrepps 584 kr.
26 a. og allan af málinu löglega leiðandí
kostnað.
Dóm þenna dæmdi landsyfirrjettur ómerk-
an og vísaði málinu frá hjeraðsdóminum,
með því að ekki sást á málsskjölunum, að
hreppsnefndin hefði nokkurn tíma ályktað
málshöfðunina eða gefið Stefáni umboð til
hennar (sjá tilsk. 4. maí 1872 11., 13., 14.
og 20. gr., og víðar); með því að sáttakæran
hljóðaði að eins um »full reikningsskih, »full-
nægjandi skilagrein«, stefnan heimtaði dóm